Tíminn - 16.05.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 16. maí 1992
Tíminn 21
óJ
óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnis þriðjudag- inn 19. maí 1992 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borg-
artúni 7, Reykjavík, og víðar.
2 stk. Toyota Land Cruiser STW 4x4 diesel 1983-87
1 stk. Mitsubishi Pajero Long 4x4 bensín 1988
1 stk. Mitsubishi PajeroTurbo 4x4 diesel 1987
1 stk. Ford Econoline XLT 14 farþ. 4x4 bensín 1985
1 stk. Toyota Hi Lux Xtra cab 4x4 bensin 1987
1 stk. Nissan Double cab 4x4 diesel 1985
3 stk. Toyota Tercel 4x4 bensín 1986-87
2 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1983-86
1 stk. Daihatsu Feroza (skemmdur) 4x4 bensín 1990
1 stk. Saab 900 I (skemmdur) 1989
1 stk. Mazda T-3500 sendibifreið diesel 1987
3 stk. Ford Econoline sendibifreið bensín 1982-87
1 stk. Ford Transit sendibifreið bensín 1983
1 stk. Mazda E-2000 sendibifreiö bensín 1986
1 stk. Nissan 2000 pick-up bensín 1986
1 stk. Volvo 240 fólksbifreiö bensín 1989
1 stk. Toyota Corolla fólksbifreið bensin 1988
1 stk. Mazda 929 fólksbifreið bensín 1984
3 stk. Daihatsu Charade fólksbifreið bensín 1986-90
2 stk. Nissan Micra fólksbifreið bensín 1988
2 stk. Lada Samara fólksbifreið bensín 1987
1 stk. Mercedes Benz 0307 51 farþ. diesel 1978
1 stk. Mercedes Benz 1622 vörubifreið diesel 1983
Til sýnis hjá Pósti og síma, birgðastöð Jörfa:
1 stk. Mitsubishi L-300 (skemmdur) Til sýnis hjá Vegagerö ríkisins, Akureyri: 4x4 bensín 1991
1 stk. BMW 320 fólksbifreið (skemmdur) bensín 1982
1 stk. Volvo 1025 vörubifreið m/búkka diesel 1981
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi:
1 stk. Scania Lbs 141 vörubifreið diesel 1978
1 stk. Hyster vélaflutningavagn (31 tonn) 1971
1 stk. Caterpiilar V-100 lyftari, lyftigeta 5,81 diesel 1978
1 stk. snjóvængur fyrir veghefil 1971
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5:
1 stk. Toyota Hi Lux DC (skemmdur) 1 stk. færiband 4x4 bensín 1988
Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Búðardal:
1 stk. K.A.S. sturtuvagn, burðarþol 5 tonn Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, isafiröi: 1986
1 stk. Massey Ferguson dráttarvél 699 4x4 diesel 1984
Tilboðin verða opnuð að skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna boöum
sem ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK
PÓSTUR OG SÍMI
Ný símaskrá komin út
Símaskráin 1992 erkomin út og geta símnotendurfengiö hana á póst-og
simstöðvum um allt land gegn framvisun sérstakra afhendingarseöla,
sem þeir fá senda í pósti. Símaskráin tekurgildi 23. mai nk., en þann dag
veröur m.a. um 200 númerum I Garðabæ breytt og veröa þau eftirieiöis
sex stafa. Hægt er að fá símaskrána innbundna meö höröum spjöldum
og kostar þaö 175 kr.
Símaskráin er meö svipuöu sniöi og i fyrra, en þó hefur letri i símanúm-
erunum sjálfum verið breytt og er þaö nú læsilegra en áður. Uþþlag sima-
skrárinnar i ár er um 162.000 eintök. Siöufjöldinn hefur aukist um 32 síð-
ur og nú er skráin 1008 siöur. Forsíðuna prýöir mynd af Dyrhólaey.
Meö aðalskránni enj gefnar út sérstakar svæöaskrár á landsbyggöinni og
verða þær til sölu á póst- og símstöövum fyrir 160 kr. Sérstök götu- og
númeraskrá fyrir höfuðborgarsvæðiö er einnig komin út og er hún seld á
1.500 krónur.
Ritstjóri símaskrárinnar er Ágúst Geirsson.
Reykjavík, 15. maí 1992
Selfoss
Svæðisstjóm málefna fatlaðra á Suðurlandi leitar eftir
kaupum á hentugu húsnæði fyrir vistheimili barna á Sel-
fossi. Um er að ræða einbýlishús, par- eða raðhús á einni
hæð, 200-300 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni,
herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingar-
tíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí 1992.
Fjármálaráðuneytið,
15. maí 1992
Adua Pavarotti hefur
verið manni sínum stoð
og stytta í tæp 40 ár
Adua Pavarotti er manni sínum,
Luciano, ómissandi, enda stendur
hjónaband þeirra traustum fótum.
Hún segist reyndar alltaf hafa unn-
ið utan heimilis, en að því kom að
það varð fullt starf að stjóma mál-
um stórsöngvarans, auk þess að
reka heimili þeirra hjóna og ala
upp dætumar þrjár. Það segist hún
hafa gert með glöðu geði, þó ekki
værí til annars en að geta veríð
meira með manni sínum.
Luciano er á sífelldum ferðalög-
um og núna er hann fullbókaður út
árið 1995, enda er nærveru hans
víða óskað. Þau eiga hús víða, t.d. í
New York og Monte Carlo, en þar
segir Adua að þau hafi ekki stigið
fæti inn fyrir dyr árum saman; til
þess hafi hreinlega enginn tími gef-
isL Hvort hún sé ekki afbrýðisöm
vegna allrar aðdáunarinnar og
hrifningarinnar, sem maður henn-
ar nýtur, svarar hún með hægð að
það sé bara eins og vera ber. Og hún
segir frá því að eitt sinn, þegar
Luciano hafí sungið í Mexíkó, hafi
kona rokið á hann og kysst hann og
faðmað. Luciano benti henni á að
konan hans væri viðstödd og þá
syaraði konan: Mér er alveg sama.
Ég er ekki afbrýðisöm! Og það er
Adua greinilega ekki heldur.
Adua og Luciano Pavarotti
hafa veriö giftí 31 ár. Tilhugalífiö
stóö i 8 ár, svo aö þau þekkja
hvort annaö út og inn.
Luciano Pavarotti:
„Tenórar eru ekki venju-
legirmenn, þeireru
fangar raddarinnar"
Luciano
Pavarotti í
sjaldgæfu
fríi viö Adr-
íahafiö.
Tenórsöngvarinn heimsfrægi
Luciano Pavarotti er vinnusjúkur.
Á hveijum degi sinnir hann dýr-
mætustu eign sinni, röddinni, af
alúð. Þó heldur hann ekki nema
innan við 100 tónleika á ári, en
hann æfir sig á hverjum degi.
„Röddin er eins og vín,“ segir
hann. „Ef hún er virkilega góð, er
líklegt að hún mýkist og batni
með tímanum. En það er ekki
sjálfgefið, það er alltaf til í dæminu
að hún súrni. Svo að það verður að
vinna að því að bæta hana. Röddin
mín er hljóðfæri sem guð gaf mér,
hún er eins viðkvæm og besta
Stradivarius- fiðla. Hún endur-
speglar öll skapbrigði og tilfinn-
ingar líkama og sálar," segir hann,
og hann hugsar svo sannarlega vel
um þetta dýrmæti sitt. Hann fer
aldrei út fyrir hússins dyr án hjart-
fólgna Hermes- trefilsins síns,
hann drekkur alls kyns samsull á
hverjum degi til að mýkja háu tón-
í spegli
Timans
ana sína o.s.frv. Blaðamenn og
Ijósmyndarar fá ekki að koma nær
honum en sem nemur um tveim
metrum, ef ske kynni að þeir smit-
uðu hann af kvefi eða hósta. Og
blóm fá ekki að sjást á hótelher-
bergjum sem hann gistir, þar sem
frjókorn angra viðkvæman háls-
inn.
En engar þessar varúðarráðstaf-
anir vernda hann gegn því vanda-
máli, sem hann verður nú að tak-
ast á við. Hann er orðinn svo
þungur, vegur tæp 130 kíló, sem
gerir honum erfitt að ganga upp
stiga og brekkur, auk þess sem
álagið á liðamótin veldur honum
sársauka. Hann veit fátt skemmti-
legra en að borða góðan, heima-
gerðan, ítalskan mat hjá konunni
sinni og er sjálfur liðtækur í eld-
húsinu. Samt lætur hann ekki
hugfallast við tilhugsunina um að
léttast um a.m.k. 30 kíló og þegar
hann er spurður nákvæmlega
hvað hann sé þungur, svarar hann
með bros á vör: „12 kílóum léttari
en áður.“
Söngferillinn spannar nú 30 ár,
og ef vel tekst til með megrunina
má búast við nokkrum góðum ár-
um í viðbót.