Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21. maí 1992 96. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Læknaráð Landspítalans óánægt: Uppsagnir íhugaöar „Læknaráð Landspítalans hefur miklar áhyggjur af stefnu stjóm- enda spítalans undanfarin miss- eri“, segir í fréttatilkynningu sem aðalfundur læknaráðs Landspít- alans samþykkti 15.maí sl. Þar segir að sumir af hæfustu starfsmönnum spítalans íhugi að segja upp störfum vegna þeirra einhliða aðgerða sem viðhafðar hafa verið til að mæta niður- skurði á íjármagni sjúkrahússins. Það hefur valdið óánægju meðal starfsfólks. Læknaráðið beinir þeim tilmæl- um til stjómar spítalans að meira samráð verði haft við starfsfólk í mikilvægum ákvarðanatökum. -GKG. Hjálmur bjargar dreng frá meiðslum: Ómeiddur eft- ir mikiö högg Læknir telur fullvíst að hjálmur hafi bjargað lífi 6 ára drengs sem Ienti í bílslysi í Keflavík í fyrra- dag. Drengurinn hjólaði fyrir bifreið- ina og lenti höfuð hans það harkalega á hliðarrúðu farþega- megin að bæði sá á rúðu og hurð. Drengurinn slapp nær ómeiddur. Slysavarnafélagið vill ítreka að böm noti hjálma við hjólreiðar svo koma megi í veg fyrir alvar- lega höfuðáverka. —GKG. Fulltrúar í þingmannanefnd EFTA ræða við blaðamenn. í forystu fyrir hópnum er Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður. Tímamynd Ámi Bjarna Framtíðarhlutverki þingmannanefndar EFTA-ríkja komið á hreint: Stofnanir eru aö Ráðherrar EPTA-ríkjanna undirrituðu í gær samning um framtíðar- hlutverk þingmannanefndar EFTA, en nefndin mun gegn veigamiklu hlutverki við stjómun Evrópska efnahagssvæðisins. Af íslands hálfu undirritaði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, samninginn. EES-samningurinn kveður á um stoíhun sérstakrar EES-þingnefnd- ar. í nefndinni munu sitja 66 full- trúar, 33 frá EFTA-ríkjum og 33 frá Evrópubandalaginu. ísland mun eiga þrjá fulltrúa í nefndinni. Af EFTA- ríkjanna hálfu munu þjóð- þing ríkjanna tilnefna í nefndina, en fulltrúar EB í nefndinni verða kosn- Tæpir með mat a Senda þurfti þrjá flugbjörgunar- sveitarmenn upp á Vatnajökul til að aðstoða flnim matarlitla félaga þeirra til byggða í fyrradag. Mennimir flmm hðfðu farið í gönguskíðum upp hjá Suæfelli viku áður til samæflnga með vam- arliðlnu, sem aetlaði að leggja til þyriur. Þær átti að nota tíl að sækja mennina og koma þeim til Reykja- víkur á laugardaginn. Uppi á jöldi skall á vont veður svo þyriumar komust ekki til æflngar- innar. Mennimir létu fyrirberast á Grímsfjalli og biðu eflir að veðrinu slotaði, sem ekki varð. Frá Grímsfjalli er a.m.k. ijöguma daga gangur til Sigöldu og létu mennimir vita af því að þeir væru orðnir of mataríitlir til að leggja í þá ferð. Það varð þvíúrað vélsleða- merm úr beltaflokld Flugbjörgun- arsveitarínnar sóttu þá upp á jökuL „VÍð vissum ekki hvort sleðamir réðu við það að keyra með fimm menn í viðbót niður úr“, segir Ara- grímur Hermannsson sem þátt tók í leiðangrinum. „Við ætluðum svona aðallega að fara með mat til þeirra. En færið var gott og sleð- amir léku sér að því að keyra þá-“ —GKG. ir beinni kosningu. Gert er ráð fyrir að sameiginlega EES-þingnefndin haldi tvo fundi á ári, til skiptis í EB og EFTA- ríkjum. Nefndin á með umræðum og fundum að stuðla að auknum skilningi milli EB og EFTA-ríkjanna á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Nefndin getur látið í ljós skoðanir sín- ar í formi skýrslna og ályktana. Samningurinn sem undirritaður var í gær kveður á um starfshætti fulltrúa EFTA í þingnefndinni og samskipti við aðrar stofrianir sem komið verður á til að stýra EES og túlka EES-samn- inginn. Igær var einnig haldinn sameigin- legur fúndur ráðgjafanefndar EFTA og Efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalagsins. Á fundinum var rætt um ýmis mál sem tengjast stofh- un EES og einnig um vandamál sem lúta að tengslum ríkja í Austur- Evr- ópu við EES annars vegar og EB hins vegar. A fundi ráðgjafanefndar EFTA, sem eins og nafnið gefúr til kynna gefúr ráðherrunum ráð, var rætt um vax- andi atvinnuleysi í Evrópu, framtíð GATT- viðræðnanna og fleira. -EÓ Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, undirritar samning um framtíðarhlutverk þingmannanefndar EFTA. Tímamynd Árni Bjarna Fjöldi frumvarpa urðu að lögum á síðustu dögum Alþingis: Þinghaldinu lauk í dagrenningu í gær Alþingi Islendinga, því 115. í röðinni, var slitið í fyrrinótt. Fjöldi fram- varpa varð að lögum. Ríkisstjómin náði fram flestum sínum mikilvæg- ustu málum, en frumvörp hennar um að breyta Sfldarverksmiðjum rík- isins og Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélag vora lögð til hliðar. Framvörpin verða endurflutt í haust. Umdeildasta frumvarp ríkisstjómar- sjávarútvegina Meiri samstaða varð innar er vafalaust frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það varð að lögum í síðustu viku. Eftir að það varð að lögum urðu mest átök um frumvarpið um skattlagningu inn- lánsstofnana, en það gerir ráð fyrir að skattfríðindi lánasjóða atvinnuveg- anna verði afriumin. Lögin leiða til 300 milljóna aukinna útgjalda fyrir um frumvarpið um greiðslur úr Verð- jöfnunarsjóði sjávarútvegsins, en það varð einnig að lögum. Samþykkt var ný heildarlöggjöf um málefni fatlaðra eftir allmiklar umræður. Þá voru frumvörp um Fiskistofú, gjald vegna ólögmæts sjávarafla og um Lífeyris- sjóð sjómanna samþykkt Samþykkt vom ný höfúndarlög, svo og lög um forfallaþjónustu í sveitum. Þá vom samþykkt lög sem heimila að selja kirkjujörðina Stóm Borg. Samþykkt vom fmmvörp um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun, um atvinnuleysis- tryggingar og um reglulegan sam- komudag Alþingis, en það gerir ráð fyrir að Alþingi komi saman 17. ágúst í sumar. Tveimur frumvörpum var vísað til ríkisstjómarinnar, þ.e. frumvarpi um greiðslukortastarfsemi og frumvarpi um Þjóðhagsstofnun. Samþykktar vom þingsályktanir um afnám misréttis gagnvart samkyn- hneigðu fólki, tillaga um könnun á hagkvæmni jarðganga milli Fáskrúðs- íjarðar og Reyðarfjarðar, tillaga um breytingar á vegaáætlun 1991-1994, tillaga um flugmálaáætlun 1992- 1995, tillaga um eflingu Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins sem miðstöðvar fræðslu á sviði sjávarútvegs, tillaga um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna. Þá var þings- ályktun frá ríkisstjóminni um stað- festingu á fríverslunarsamningi EFTA við Tyrkland samþykkt eftir miklar umræður, en Ólafur Ragnar Grímsson hélt lengi uppi andófi við tillöguna vegna mannréttindabrota TVrkja gegn Kúrdum. Breytingamar á vegaáætlun vom umdeildar, en stjómarandstaðan taldi óskynsamlegt að draga úr vega- ffamkvæmdum nú þegar samdráttur er á vinnumarkaði. í gær var samþykkt frumvarp um ábyrgðasjóð launa, en það fékk sér- staka harðferð í gegn um þingið. Frumvarpið var samið í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og fjallar um rétt launþega til greiðslu launa og líf- eyris við gjaldþrot fyrirtækja. Þá vom samþykkt frumvörp um vemd bama og ungmenna, um fullorðinsfræðslu, um Náttúrufræðistofnun fslands, um Viðlagatryggingu íslands, um skipa- verðmæti og greiðslumiðíun. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.