Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 21. maí 1992 Hentar hlutafélagsformið í rekstri orkufyrirtækja? Lárus Blöndal lögmaður: Réttindi og skyldur e i nkaor kufy r i r t ækja Aðalfundur Sambands íslenskra rafveitna var haldinn á Akureyri í sl. viku. Meðal erinda, sem flutt voru á fundinum, var „Einkaréttun skyldur — réttindi". Flutningsmaður var Lárus Blöndal hdl., og sagði hann að erindið væri byggt á þeim hugmyndum að breyta RA- RIK (Rafmagnsveitum ríkisins) í hlutafélag. í máli Lárusar kom fram að þær hugmyndir, sem hann setti fram, væru miðaðar við réttindi og skyld- ur orkuíyrirtækja í framtíðinni, með tilliti til þess að þau yrðu einka- vædd, enda væri það almennt mat að hlutafélagsformið hentaði vel í rekstri orkufyrirtækja. Eins og fyrirkomulag þessara mála er nú, koma réttindi og skyld- ur þessara fyrirtækja fram í lögum, sem hafa almennt gildi fyrir öll orkufyrirtæki, og sérreglum fyrir hvert fyrirtæki um sig. Svipaðar reglur gilda um öll fyrirtækin, en útfærslur reglnanna eru reyndar oft mismunandi eftir fyrirtækjum. Lár- us taldi það einsýnt að í nánustu framtíð yrði sett ein allsherjar reglugerð, og reglugerðir, sem sett- ar hafa verið fyrir einstök fyrirtæki, verði felldar úr gildi. Af því skapast augljóst hagræði að hafa með þeim hætti samskonar reglur fyrir öll fyr- irtæki í orkudreifingu á einum stað. Jafnframt verði ákveðnum aðila fal- ið að leysa úr hugsanlegum ágrein- ingi orkusölufyrirtækja og orku- kaupenda. Þá er þegar í undirbún- ingi að fela sérstökum aðila eða stofnun að annast eftirlit með verð- lagningu á orku og taka yfir það hlutverk iðnaðarráðherra að stað- festa gjaldskrár orkufyrirtækja. Það gerist æ algengara í ná- grannalöndunum að orkufyrirtæki séu rekin sem hlutafélög og noti uppgjörsaðferðir hlutafélaga. Hér- lendis hefur verið talsverð umræða um breytingu í þessa veru, og t.d. verið samið frumvarp til laga um að hlutafélag yfirtaki rekstur Raf- magnsveitna ríkisins. Líklegt er að sú breyting verði í nánustu framtíð, enda er það mat manna að hlutafé- lagsformið henti vel í rekstri orku- fyrirtækja. Við slíkar breytingar á rekstrarforminu gerist það jafn- framt að yfirstjórn fyrirtækjanna flyst úr höndum kjörinna fulltrúa fólksins til stjórna viðkomandi hlutafélaga. Því er enn ríkari ástæða til að setja ffarn á afdráttarlausan hátt þær skyldur, sem orkufyrirtæk- in hafa gagnvart viðskiptavinum sínum, og tryggja hagsmuni orku- kaupenda betur en nú er gert. Helstu breytingarnar, sem vænta má í sambandi við réttindi og skyld- ur raforkufyrirtækja, felast aðallega í eftirtöldum atriðum: 1. Ein reglugerð gildi fyrir öll orkudreifingarfyrirtæki landsins. 2. Óháður aðili hafi eftirlit með beitingu þeirra sérstöku heimilda, sem lög og reglugerð veita orkufyr- irtækjum í samskiptum þeirra við orkukaupendur, og leysi úr ágrein- ingi sem upp kann að koma vegna beitingar þessara heimilda. 3. Oháður aðili hafi eftirlit með verðlagningu á orku og staðfesti gjaldskrár orkufyrirtækja. 4. TVyggt verði að viðhald og end- urnýjun orkumannvirkja sé full- nægjandi. 5. Allir á orkuveitusvæði viðkom- andi fyrirtækis geti keypt raforku. 6. Settir verði ákveðnir staðlar, sem tryggi afhendingargæði á seldri orku. 7. Varaafl skuli vera til staðar skv. ákveðnum reglum. 8. Tryggt sé að ávallt séu til nægi- legar birgðir af viðgerðarefni vegna óvæntra áfalla eða tjóna. 9. Með vátryggingu eigna orkufyr- irtækja sé tryggt að það geti brugð- ist við tjónum, sem verða á eignum þess. 10. Iðnaðarráðherra hafi eftirlit með starfsemi orkufyrirtækja. Lárus sagði að lokum að þessar hugmyndir væru ekki tæmandi upp- talning á þeim breytingum, sem yrðu á næstu árum, miklu fremur vísbending um það hvernig þessi mál þróuðust. hiá-akureyri. m n ■JHHi n DIET PEPS [ rt.-í..ii Hér má sjá nýja útlitið til vinstri. Pepsi með nýtt vörumerki: f 8. SINN Á ÖLDINNI Pepsi-Cola hefur breytt um vöru- merki og hefur hönnun þess nýja tekið fjögur ár. Breytingin felst í því að nafnið Pepsi hverfur nú út úr hringnum og letrinu hefur verið hallað fram á við. Þetta er í 8. skipti á öldinni, sem útlit Pepsi breytist, en upp- haflega merkið varð til 1898. í tilefni af breytingunni bjóða framleiðendur Pepsi á íslandi, Gosan hf., upp á Pepsi og Diet Pepsi í 2ja lítra umbúðum á lækk- uðu verði. —GKG. Fundur þróunarmálaráðherra um umhverfismál: Þörf á auknum lýðréttindum Mál tengd ástandi í þróunariöndun- um, þróunaraðstoð og samvinnu Norðurianda í þróunarmálum voru á dagskrá fundar þróunarmálaráð- herra Norðurlanda, sem haldinn var í Helsinki 4. apríl sl. Umhverfisvandamál, vaxandi fá- tækt og jafnframt aukin lýðréttindi, Kvikmyndasjóður Evrópu veitir „Karlakómum Heklu“ lán: Tólf leikn- um mynd- um lánað Mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, „Karlakórinn Hekla“, hefur hlotið lán að upphæð 12,7 milljónir ís- Ienskra króna frá Kvikmyndasjóði Evrópu, Eurimages, í Lissabon. Myndin er gerð í samvinnu við Svía og Þjóðverja. Sjóðurinn veitti 12 lán til leikinna kvikmynda, 3 til skapandi heimild- armynda og 3 dreifingarstyrki. Meðal þeirra mynda, sem veitt var lán, var mynd Finnans Mika Kau- rismáki, sem á ensku ber heitið „The Last Border". Mynd bróður hans Aki Kaurismáki, „La vie de Bohéme", hlaut dreifingarstyrk. FuIItrúi íslands í stjórn Kvik- myndasjóðs Evrópu er Þorsteinn Jónsson. —GKG. bæði í þróunarlöndunum og Mið- og Austur-Evrópu voru meginum- ræðuefnin. Viðfangsefni Ríó-ráðstefnunnar voru sérstaklega rædd, svo og ástandið í suðurhluta Afríku. Ráð- herrarnir voru sammála um að þörf væri á aukinni aðstoð. Þróuðu lönd- in þurfi að skuldbinda sig til 0,7% þróunaraðstoðar, til að árangur ná- ist í Ríó um aðgerðir gegn eyðingu frumskóga og í mengunarvörnum. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra, sat fundinn fyrir hönd ráðherra. —GKG. Talið frá vinstri: Ragna S. Óskarsdóttir verkefnisstjóri SR, Anna Lilja Jónsdóttir sem útskrifaðist af fjármála- og rekstrarbraut með hæstu einkunn í öllum skólanum, Árni Sigfússon framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags fslands, og Kristín Hreinsdóttir verkefnisstjóri SR. Bráðum kennt á þremur stöðum kennsla fram í húsnæði Stjórnunarfélagsins að Ána- naustum 15. Næsta námsár hefst 7. september og skól- inn verður að þessu sinni starfræktur í Reykjavík, á Ak- ureyri og ísafirði. Inntökuskilyrðin eru 18 ára aldurstak- mark og grunnskólapróf. —GKG. 103 nemendur voru útskrifaðir úr Skrifstofu- og rit- araskólanum þann 8. maí sl. Þar af eru 24 með sérhæft skrifstofupróf og 72 með almennt skrifstofupróf. Hvort námsár er 26 vikur. Skólinn er í eigu Stjórnunarfélags íslands og fer w Ungir framsóknarmenn funda: Ojafnaðarstefnu ríkis- stjórnarinnar mótmælt Á sameiginlegum stjómmála- fundi framkvæmdastjómar Sam- bands ungra framsóknarmanna og Félags ungra framsóknar- manna við Djúp, sem haldinn var á ísafírði fyrir skömmu, var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Fundurinn mótmælir þeirri ójafnaðarstefnu sem núverandi ríkisstjóm framfylgir. Rfkis- stjómin hefur á einu ári brotið niður og afnumið ijölmörg atriði jafnréttis og félagshyggju, sem komið hefur verið á hér á iandi á síðustu áratugum, sum hver eftir mikla baráttu og fómir. Það fólk, sem harðast hefur orðið útí vegna þessara grundvaU- arbreytinga á þjóðfélagi vom sem ríkisstjóm hægri flokkanna er að koma í kring, er fyrst og fremst bamafólk, menntafólk, svo og sjúkir og aldraðir. Á sama túna er ekki hreyft við afkomu hópa í þjóðfélaginu, sem mest eiga og hæstar hafa tekjuraar, nema þá helst tíl að auka hagsæld þeirra. Til þessara óhæfuverka hefur ríkisstjómin ekkert umboð. Því ætti hún að segja af sér strax og leggja verk sín undir dóm þjóðar- innar." Nýtt félagsheimili aldraðra: Bergholt í Reykholti Bergholt, nýtt félagsheimili að Reykholti í Biskupstungum, var vfgt sl. sunnudagskvöld. Félagsheimilið er ætlað öldruðum í sveitinni og er á jarðhæð heimilis fyrir aldraða, sem einnig ber nafnið Bergholt Að sögn Katrínar Þórarinsdóttur, hús- varðar í félagsheimilinu, er þar að finna eldhús og tvö stór herbergi, sem geta nýst til dæmis til föndurs og spila. í framtíðinni er ætlunin að koma þar einnig upp mötuneyti fyrir aldraða. Við vígsluna á sunnudagskvöldið var öldruðum í sveitinni boðið til kaffisam- sætis í boði kvenfélagsins, ásamt smið- um sem tóku þátt í að gera húsið sem best úr garði. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.