Tíminn - 21.05.1992, Side 3

Tíminn - 21.05.1992, Side 3
Fimmtudagur21. maí 1992 Timinn 3 Frumvarp um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna lagt fram á Alþingi: Skattur á fjármagnið en „ekknaskatturinn“ lækkar Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingí til kynningar frumvarp um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna. Meginatriði frumvarpsins eru að allar tekjur manna, þ.á.m. eignatekjur, verða skattlagðar með sama hætti. Afnumdar verða allar undanþágur, einnig skattfrelsi vaxtatekna. Lagt er til að eignaskattur verði lækk- aður. Ekki er ætlunin að skattleggja allan sparnað. Þannig mun ein- staklingur sem á 2-3 milljónir í banka ekki þurfa að greiða skatt af vöxtum. Frumvörpin eru reyndar tvö og taka á tveimur atriðum í skattakerfinu sem lengi hafa verið umdeild í þjóð- félaginu. Annars vegar er lagt til að lagður verði á fjármagnsskattur, en verkalýðshreyfingin og flestir stjórnmálaflokkar hafa hvatt til þess að honum verði komið á. Menn eru hins vegar ekki sammála hvernig leggja skuli þennan skatt á. Hins vegar er gert ráð fyrir að hinn svo- kallaði ekknaskattur verði lækkaður úr 1,2% og 1,95% í 0,6%. Heildar- áhrifin á skatttekjur ríkissjóð verða því ekki mikil. Á stofnanamáli heitir þessi skattkerfisbreyting samræm- ing skattlagningar eigna og eigna- tekna. í tíð fyrri ríkisstjómar var þetta mál kannað ítarlega. Núverandi rík- isstjóm skipaði nefnd í nóvember í fyrra sem skilaði tillögum í vor. Gert er ráð fyrir að þetta mál fái efnislega umfjöllun á Alþingi í haust og skattabreytingin komi til fram- kvæmda um næstu áramót. Frumvörpin gera ráð fyrir að sér- stakur eignaskattur (Þjóðarbók- hlöðuskatturinn) lækki úr 0,25% í 0,20%. Stefnt er að því að upplýsingar um vaxtatekjur komi sem mest frá fjár- málastofnunum og þannig náist fram sparnaður fyrir framteljendur og skattayfirvöld. Ekki er gert ráð fyrir að allar vaxtatekjur verði skatt- lagðar. Lagt er til að tekið verði upp frítekjumark, þannig að eignatekjur, hvort sem um er að ræða vexti, arð, húsaleigu eða annað, verði skatt- frjálsar allt að 126 þúsund krónum. Þetta þýðir að einstaklingur sem á 2- 3 milljónir borgar ekki skatt af upp- hæðinni. Samsvarandi upphæð fyrir hjón er 4-6 milljónir. Á móti fellur brott frádráttur vegna hlutabréfa- kaupa og afsláttur vegna innleggs á húsnæðissparnaðarreikning. -EÓ Ljósmæður lýsa yfir áhyggjum sínum: Fábreytni þýðir litlar framfarir .Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri þróun, sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði í fæð- ingarþjónustu á Reykjavíkur- svæðinu" segir í ályktun aðal- fundar Ljósmæðraféíags íslands sem haldinn var 15. maí sl. Bent er á að fábreytni hafi ríkt í fæðingarþjónustu á Reykjavíkur- svæðinu og ekki efli það framfarir að allar fæðingar fari fram á ein- um stað. Framfarir munu verða þar sem fjölbreytnin er mesL Að lokum minna ljósmæður á að fæðingarþjónusta hér á landi er að mestu í höndum ljósmæðra og á ábyrgð þeirra. Formannaskipti urðu á fundin- um og tók Ingibjörg S. Einisdótt- ir við formennsku af Margréti Guðmundsdóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs —GKG. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, á vinnustofu sinni í Grunnskólanum á Hólmavík. Grunnskólinn á Hólmavík: Þokkalegar horl furí kennararáðnini jum Eins og fram hefur komið eru horfur nú betri en oft áður í kennararáðningum en þar kemur m.a. til fækkun á kenn- arastöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Texti og myndir: Stefán Gíslason á Hólmavík Við dæluhús nýju vatnsveitunnar á Hólmavík. Á myndinni eru (talið frá vinstri): Árni Daníelsson, hafnarvörður á Hólmavík, Helgi S. Ólafsson, verkstjóri hjá Hólmavíkurhreppi, Gísli Karl Halldórsson verkfræðingur, (hönnuður vatnsveitunnar) og Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjaröa. Góð reynsla af nýrri vatnsveitu á Hólmavík Síðast þegar fréttist var óráðið í 3 kennarastöður við Grunnskólann á Hólmavík, en alls eru 10-11 stöðugildi við skólann. Næstu daga og vikur verður unnið úr fyrirspurnum sem borist hafa. Þegar fréttaritari Tímans átti leið um skólann á dögunum, sat Pétur Bjarnason, fræðslustjóri, þar á fundi með skólastjórnendum, og virtust menn sæmilega bjartsýnir á skólastarf komandi vetrar. Næsta vetur verður í fyrsta sinn 9 mánaða skóli á Hólmavík, og er gert ráð fyrir að um 120 nemendur setjist þá á skólabekk í 10 bekkjum. Allmiklar endurbætur hafa verið gerðar á vinnuaðstöðu í skólanum í vetur. Einkum hefur vinnuaðstaða kennara verið bætt, bæði hvað varðar húsnæði og tæki. Rætt hefur verið um þann möguleika að einsetja skólann frá næsta hausti, en ekki liggur fyrir hvort hægt verður að stíga það skref til fulls. Skólastjóri Grunnskólans er Skarphéðinn Jónsson, en aðstoðar- skólastjóri er Victor Ö. Victorsson. Sl. haust tóku Hólmvíkingar nýja hönnun veitunnar voru ýmis vanda- vatnsveitu formlega í notkun. Við mál leyst á nýstárlegan hátt, og bendir reynsla lyrstu mánuðanna til þess að vel hafi til tekist. Vatnsból nýju veitunnar á Hólmavík er grafið djúpt í eyrar Ósár. Vatn úr ánni og nærliggjandi vatnasvæði sí- ast í gegnum áreyrina áður en það lendir í rörum vatnsveitunnar. Vatninu er síðan dælt upp í nýjan miðlunartank, sem stendur í um 50 m hæð yfir byggðinni á Hólmavík. Athuganir Hollustuverndar á vatns- sýnum úr nýju vatnsveitunni á Hólmavík hafa leitt í ljós, að vatnið er mjög snautt af gerlum og hentar því vel til matvælaframleiðslu. Áður en nýja veitan var tekin f notkun var vatnið tekið að hluta úr opnum tjörnum, en þá vildi brenna við að vatnið óhreinkaðist, einkum á vorin og sumrin. Hönnuður nýju vatnsveitunnar á Hólmavík er Gísli Karel Halldórsson hjá Almennu verkfræðistofunni í Reykjavík. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, við sýnatöku úr aðaldælu nýju vatnsveitunnar Hólmavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.