Tíminn - 21.05.1992, Síða 6

Tíminn - 21.05.1992, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 21. mai 1992 Buick 1950 meö átta strokka mjög þýögengrí línuvél. Lítiö ekinn og í fullkomnu lagi. Fornbílaklúbbur Islands 15 ára: Skoda 1200, svokallaðir Blöðruskódar, voru mjög algengir á sjötta og sjöunda áratugn- um. Þetta eintak er sennilega þaö eina, sem nú er til í gangfæru standi. Tímamyndir Ámi Bjama Sögulegum minjum haldið til haga 15 ár eru nú liðin síðan hópur áhugamanna um gamla bfla kom saman og stofnaði Fombflaklúbb íslands, og í blíðviðrinu í fyrradag var afmælisins minnst með ökuferð í öldnum gæðavögnum klúbbfélaga. Á þeim 15 árum, sem liðin em, hefur klúbburínn eignast félags- heimili í Reykjavík og geymslu- og vinnuaðstöðu í miklum skemmum á Kjalamesinu. Þar er mikfll fjöldi bfla og bflhluta á ýmsum endur- byggingarstigum. Blaðamaður Tímans ók úr Reykja- vík upp á Kjalarnes með Sigurði Gestssyni í miklum Buick-gæða- vagni, sem rann af færibandinu 10. júní 1950 og var síðan í eigu sömu fjölskyldunnar í New York, vinafólks Qölskyldu Sigurðar, allt til ársins 1990, þegar Sigurður keypti bflinn og flutti til íslands. Bjúkkinn hans Sigurðar er ekinn langt innan við 100 þús. km og er al- gerlega óbreyttur frá upphaflegri gerð ytra sem innra. Hann rann mjúklega og hljóðlaust upp á Kjalar- nesið, upphaflega lampaútvarpið í bflnum var lágt stillt, klukkan í mælaborðinu tifaði og var nákvæm- lega rétt. Bflar í eigu félaga Fombflaklúbbs- ins eru af ýmsum gerðum og teg- undum, sem flestallar hafa komið við sögu samgangna á íslandi. Buick eins og sá í eigu Sigurðar Gestsson- ar var nokkuð algeng sjón á sjötta áratugnum. Klúbbfélagar hafa lagt megináherslu á bfla frá Bandaríkj- unum, enda voru þeir mjög algengir á íslandi um langt skeið. Klúbbfé- lagar eiga einnig til bfla frá öðmm löndum, sem sett hafa sinn svip á hin ýmsu tímaskeið íslenskrar bfla- sögu, svo sem frá A- og V-Þýska- landi, Frakklandi, Bretlandi, Tékkó- slóvakíu og Sovétríkjunum. —sá Stýrí og mælaborð I Buick 1930. Rúdolf Kristinsson hefur af mikilli vandvirkni gert upp fornbíla um fjölda ára. Hér situr hann á gangbrettinu á Overland árgerð 1924. Rúdolf á einnig litlu yngri Overland, sem sést í baksýn. Lincoln meö tólf strokka línuvél. Snöggur og hraöskreiöur sport- bíll, sem gefur nútíma tryllitækjum fátt eftir. Þaö er erfitt aö ímynda sér aö þessi hrúga verði einhverntímann aö glæsilegum sígildum bíl. BANGKOK Háttsettir foringjar I her Tæ- lands, studdir nokkrum herdeild- um, hafa krafist afsagnar forseta landsins, Suchinda Kraprayoon, að því er heimildir innan hersins herma. Mótmæli almennings gegn forsetanum blossuðu upp i Bangkok I gær fjórða daginn I röð. Orðrómur var á kreiki um að hersveitir væru á leið til Bangkok frá herbúðum í norð- austurhluta landsins og að bylting undir for- ystu hersins væri yfirvofandi. BELGRAD Um það bil 7000 konur, börn og gamalmenni voru enn í gislingu hjá Serbum I gær í Sarajevo. Það var annar dagur gíslingar þeirra. Óttast er um öriög þeirra eftir því sem ástand hefur versn- að í Bosníu- Herzegovinu við það að múslímar neita að setjast að samningaborði í Lissabon. Þar hefur Evrópubandalagið efnt til friðarviðræðna. í Portúgal kváð- ust menn þó enn vænta að tals- menn allra striðandi aðila mundu mæta. MOSKVA Þjóðfiokkaróstur virðast ætla að hefjast á ný I Moldaviu, en þar er nú hart deilt á Rússa fyrir árásar- stefnu gegn þjóðinni. Bardagar halda áfram milli Azera og Ar- mena og saka þeir fyrrnefndu andstæðinginn um að hyggja á innrás með skriðdrekum og stór- skotaliði. I Georgíu hófu vopnaöir menn skotárás á strætisvagn á óeirðasvæðunum I S- Ossetíu. Um 30 manns biðu bana. BRUSSEL Fyrrum Sovétlýðveldin hafa komist að samkomulagi um það sín í milli hvernig þau muni deila með sér herafla i samræmi við takmörkunarákvæði evrópska vígbúnaðarsáttmálans. Hér mun verða um stórfelldan niðurskurð aö ræða. NIGERÍA Öryggissveitir í borginni Kaduna klæddar vígvallabúningum hand- tóku I gær um 250 manns, eftir að tekist hafði að kveða niður einhver verstu þjóðfiokka og trú- arbragðauppþot, sem átt hafa sér stað þar í landi sl. áratug. ÍRAK Kúrdiski uppreisnarforinginn Massoud Barzani sem vill stefna að friðsamlegri sambúð við Saddam Hussein, hafði forskot viö talningu atkvæða í kosning- unum meðal Kúrda í gær. Helsti keppinautur hans er Jalal Tala- bani, sem ófús er til að reyna sáttaleiöina. MANILA Fyrrum vamarmálaráðherra Fi- lipseyja, Fidel Ramos, hefur nú aukið líkur sínar á að sigra í for- setakosningunum þar í landi. Hann hefur nú 600 þúsund at- kvæði framyfir keppinaut sinn Miriam Santiago. PEKING Kínverski forsætisráðherrann Li Peng hefur sagst trúaður á að leysa megi langvinna landa- mæradeilu Kína við Indverja. Hann lét þessi ummæli falla á siðasta degi heimsóknar Ind- landsforseta, Ramaswani Venk- atareman. Það er fyrsta heim- sókn indsversks þjóðhöfðingja til Kína. SOWETO Afríska þjóðarráðið hvetur leiö- toga sína til þess að taka upp harðari stefnu i samningaviðræö- unum um hvemig komið verði á lýðræði I S- Afríku.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.