Tíminn - 22.05.1992, Side 1

Tíminn - 22.05.1992, Side 1
Föstudagur 22; maí 1992 97. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Allir vextir og hluti af höfuðstól ónafnskráðra reikninga skulu renna í ríkissjóð: „Hér er um að ræða nokkurs konar „amnestyákvæði", þar sem kveðið er á um að þótt maður hafí vanrækt framtalsskyldu sína fyr- ir gildistöku laganna og fram komi tekjur eða eignir sem ekki hafa verið taldar fram, þá leiði það eigi til sektargreiðslu samkvæmt 2. mgr. 107 gr. laganna“. Svo segir í athugasemd við bráðabirgða- ákvæði í frumvarpi um breytingar á skattalögum. fyrir þessa miklu mildi. Því í til- Þar sem m.a. er gert ráð fyrir strangri upplýsingaskyldu fjár- málastofnana til skattyfirvalda er reiknað með að drjúgur hluti þeirra 70 milljarða eigna sem landsmenn hafa „gleyrnt" að telja fram muni skjóta upp á yfirborð nýju skattframtalanna. Margir mega sjálfsagt hrósa happi vitnaðri 107. grein skattalaganna segir m.a.: „Skýri skattaðili af ásetningi eða stórkostlegu hirðu- leysi rangt eða villandi frá ein- hverju því sem máli skiptir um tekjuskatt hans eða eignaskatt skal hann greiða sekt allt að tífaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin". Einnig stendur til að taka mildum höndum á þeim sem hafa svikið sér út hærri vaxtabætur en þeir áttu rétt á, t.d. með því að draga ekki vaxtatekjur frá vaxtagjöldum elleg- ar með því að „gleyma" hluta eigna sinna. í frumvarpinu er tekið fram að þótt áður óframtaldar tekjur og eignir komi í ljós eigi það hvorki að leiða til breytinga (endurgreiðslu) á áður útreiknuðum og greiddum vaxtabótum né heldur hækkana á eignaskatti fyrri ára. í athugasemd- um segir að ákvæði af þessu tagi séu vel þekkt í íslenskri skattalög- gjöf þegar um hefur verið að ræða þau tilvik að felld hafa verið niður undanþáguákvæði frá skattlagn- ingu. A hinn bóginn ætlar „skattmann" ekki að sýna þeim neina linkind sem hyggjast halda áfram að eiga ónafnskráðar innistæður og inn- lánsreikninga. í frumvarpinu er ákvæði um að allir reikningar og innistæður verði skráðar á nafn. Lagt er bann við því að innláns- stofnun greiði út vexti eða höfuð- stól ónafnskráðra innistæðna nema að eigandi þeirra gefi full- nægjandi upplýsingar. Geri hann það ekki skal bankinn greiða ríkis- sjóði vexti og verðbætur af inni- stæðunni á tekjuárinu og þar til viðbótar ákveðinn hundraðshluta af höfuðstól hennar, eða sem svarar eignaskattsprósentu lögaðila. í at- hugasemd frumvarpsins segir að þarna hafi danskar reglur verið teknar til fyrirmyndar, nema að þar sé þó gengið mun lengra; í Dan- mörku hafi slíkir reikningar og innistæður verið gerðar upptækar. - HEI • Sjá einnig blaðsíðu 2. Farmanna- og fiskimannasambandið skorar á áhafnir humarbáta að fara ekki á sjó: Kjaradeila um humartroll Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefur skorað á áhafnir humar- báta sem nota tvö humartrol! að fara ekki til veiða fyrr en samið hefur verið við sjómenn um þessa breyttu veiði- aðferð. Engin viðbrögð hafa komið frá útvegsmönnum í þessari deilu, en Nýjum námslánalögum mótmælt: Bitnar á nemum utan af landi Aðalfundur Félags opinberra starfs- manna á Austurlandi mótmælir harð- lega þeirri aðför landsstjórnarmanna að námsmönnum, að auka takmark- anir námslána. Félagsfundurinn telur að misrétti til náms muni aukast og bitna helst á nemum á landsbyggðinni. Auk þess sé aðförin gróf árás á jafnrétti í land- inu. —GKG. flestir humarbátanna voru komnir á sjó áður en áskorunin var send. í samningum Farmannasambands- ins er kveðið á um að gera skuli sér- stakan samning ef breytingar verða á veiðiaðferð. Sambandið knýr núna á um að slíkur samningur verði gerður um þá báta sem eru famir að nota tvö- falt troll við humarveiðar. Venjulega eru 6 menn í áhöfn humarbáta, en með nýja veiðarfærið þarf 8 menn. Þetta rýrir hlut sjómanna í hlutaskipt- um. Engin viðbrögð hafa enn komið ffá útvegsmönnum við kröfu Farmanna- sambandsins, en Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri þess, sagði að Far- mannasambandið myndi fylgja kröfu sinni fast eftir. Fimm bátar nota tvöfalt humartroll. Á einum bát hefur verið gert óform- Iegt samkomulag um að hækka skiptaprósentuna fyrir hvem auka- mann sem bætist við áhöfn. -EÓ SKYGGNA MYNDVERK HF. hlaut fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs 1992 í gær fyrir landkynningar- myndina „island í dag“. Á myndinni sést Kristján Pétur Guðnason taka við bikarnum fyrir hönd fyrir- tækisins. Sjávarútvegsráðstefna framsóknarmanna á morgun í Borgartúni 6: Hremmir Kolkrabbinn allan fiskikvótann? Gr fískveiðikvótinn á leið í gin Kolkrabbans? Hvaða leið á að fara í málefnum útgerðar og fískvinnslu? Þarfnast núverandi físk- veiðistefna endurskoðunar f ljósi rýrnandi afkomu þjóðarbúsins? Hefur hún skilað þjóðarbúi og almenningi því sem til var ætlast? Eru aðrar leiðir betri? Um þessar spurningar og önnur mál tengd sjávarútvegi og fisk- vinnslu verður fjallað á sjávarút- vegsráðstefnu sem SUF, FUF- Reykjavík og Framsóknarflokk- urinn gangast fyrir á morgun, laugardag í Borgartúni 6. „Það er kominn tími til að fara rækilega ofan í sjávarútvegsmál- in,“ segir Siv Friðleifsdóttir, for- maður SUF. „Sjávarútvegsmál eru í brennidepli og mikil um- ræða um þau fer nú fram í þjóð- félaginu. Leitast var við að velja sem fjölbreyttastan hóp fram- sögumanna til að varpa sem skýr- ustu Ijósi á þessi mikilvægu mál og leita svara við þeim spurning- um sem uppi eru í umræðunni," segir Siv, enda séu mjög skiptar skoðanir um núverandi sjávarút- vegsstefnu, líka innan raða fram- sóknarfólks. „Ráðstefnan er inn- legg okkar, til þess að komist verði að sem bestri niðurstöðu og sjávarútvegsstefna framtíðar mörkuð samkvæmt henni.“ Sjávarútvegsráðstefna SUF, FUF- Reykjavík og Framsóknar- flokksins hefst á morgun, laugar- dag, kl. 13 í Borgartúni 6 í Reykjavík og áætlað að henni ljúki kl 17. Framsögumenn verða Einar Oddur Kristjánsson for- maður VSÍ, G. Valdimar Valdi- marsson fulltrúi SUF, Þröstur Ól- afsson aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra, Árni Gíslason skipstjóri og formaður undirbúningshóps að félagi um breytta fiskveiði- stefnu og Halldór Ásgrímsson al- þingismaður og fyrrv. sjávarút- vegsráðherra. Ráðstefnustjóri verður Gunnar Bragi Guðmunds- son formaður FUF-Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin. —sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.