Tíminn - 22.05.1992, Page 2
2 Tfminn
Föstudagur 22. maí 1992
✓ Traktorstengdar þvingunarhrærivélar.
✓ Mötun auðveld með traktor. Mikil afköst.
✓ Tvær stærðir: 2ja og 3ja poka.
Frá Heilsu-
gæslustöðinni
Grafarvogi
að Hverafold 1-3
Skráning þeirra íbúa Grafarvogs, sem ætla aö fá heilsu-
gæsluþjónustu á stöðinni, hefst:
föstudaginn 22. maí.
Hægt er að panta tíma til skráningar milli klukkan 08-17
alla virka daga.
Sími heilsugæslustöðvarinnar er 681060.
Heilsugæslustöðin tekur til starfa 3. júní n.k.
Stjórn heilsugæsluumdæmis
Austurbæjar nyrðra.
FÉLAGSNIÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 -108 Reykjavlk - Sími 678500 • Fax 686270
Sýningar á handa-
vinnu aldraðra
í félags- og tómstundastarfi
Reykjavíkurborgar
Sýningar á munum, sem unnir hafa verið á námskeiöum i vetur, verða á
eftirtöldum stööum:
Dagana 23.-25. maí frá kl. 14:00-17:00 á:
Aflagranda 40
Gerðubergi
Furugerði 1 og Hvassaleiti sýna í Hvassaleiti 56-68
Lönguhllð 3
Vesturgötu 7
Dagana 23. og 24. mat kl. 13:30-17:00 i:
Seljahliö v/Hjallasel
Allir hjartanlega velkomnir.
Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 ■ 108 Reykjavik ■ Sími 678500 • Fax 686270
Sýningar á handa-
vinnu aldraðra
í félags- og tómstundastarfi
Reykjavíkurborgar
Sýningar á munum, sem unnir hafa verið á námskeiðum í vetur, verða
sem hér segir:
Dagana 30. maf-1. júni frá kl. 14:00-17:00 í:
Bólstaöarhlíö 43
Norðurbrún 1
Allir hjartanlega velkomnir.
Öldrunarþjónustudelld Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar
HÉR GEFUR Á AÐ LÍTA þá sem halda út á Ólympíuskákmótið í Manila en það er fjölmennast og al-
merkasti skákviðburöur heims með 1000-12000 keppendur. Þetta eru skákmennirnir Jóhann Hjartar-
son, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason, varamennirnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór-
hallsson, Kristján Guðmundsson liösstjóri, Áskell Örn Kárason fararstjórí og Gunnar Eyjólfsson að-
stoðarmaöur. Helga Ólafsson vantaði á myndina en hann er í skákliðinu.
—GKG Tímamynd: Árni Bjarna.
Dr.Pétur Blöndal telur margháttaðar breytingar leiða af upptöku
fjármagnstekjuskatta:
„Þvottavélar“ til að
jafna vaxtatekjur
á móti gjöldum?
Minni spamaður og hærrí vextir eru meðal þess sem Pétur Blöndal stærð-
fræðingur telur að mundi leiða af breytingum þeim sem áformaðar em á
lögum um tekju- og eignaskatta. Sparískírteini ríkissjóðs muni væntanlega
falla í verði frá þeim degi sem eigna- og vaxtaskattur af þeim verða sam-
þykktir og tiltrú einstaklinga á þeim líka bíða mikinn hnekki. Þau hafi ver-
ið auglýst sem skattfijáls og því raunverulega seld á fölskum forsendum.
Þá sé það bæði órökrétt og mjög
ósanngjamt að frumvarpið gerir ekki
ráð fyrir að hægt sé að draga vaxta-
gjöld frá vaxtatekjum. „Þetta þýðir að
menn munu reyna að búa til ein-
hvers konar „þvottavélar" til að
hreinsa út vaxtagjöld á móti vaxta-
tekjum. Það verða vafalaust stofnuð
einhver fyrirtæki í þeim tilgangi,"
sagði Pétur.
Slík „hreinsun" geti t.d. farið fram
með þeim hætti að viðkomandi fyrir-
tæki taki við verðbréfum bæði í
„plús“ og „mínus" af ákveðnum ein-
staklingi og láti hann hafa í staðinn
nettó verðbréf, þ.e. sams konar bréf
þar sem bara koma fram nettótekjur.
Slík þjónusta verði vafaiítið eftirsótt
af þeim sem bæði eiga eignir og
skulda. Taka má dæmi af manni sem
hefur hálfa milljón í vaxtatekjur og
hálfa milljón í vaxtagjöld, sem ekki
mun óalgengt. Það mundi spara
þeim manni 200 þús.kr. í skatta ef
hann fengi vaxtagjöldin jöfnuð á
móti vaxtatekjunum.
Það er t.d. mjög algengt í sambandi
við fasteignaviðskipti að menn eigi
bæði „plús“ og „mínusbréf'. Pétur
segir það t.d. alveg furðulegt, ef mað-
ur, sem hefur skipt um íbúð og á
skuldabréf frá þeim sem hann seldi
og á að borga af bréfi til þess sem
hann keypti af, þurfi framvegis að
borga skatt af öðru bréfinu en megi
ekki draga gjöldin af hinu frá. Að
mati Péturs þýðir þetta að búast megi
við miklu fjöri í skuldabréfaviðskipt-
um þegar líður að gildistöku laganna.
Menn muni bæði reyna að hreinsa
upp skuldir og skuldajafna.
Það vekur líka athygli að frumvarp-
ið gerir ráð fyrir sköttun raunvaxta -
en bara þegar þeir eru í plús. Einstak-
lingur, sem á tvo reikninga, annan
með tapi og hinn með gróða, má þá
ekki leggja þá saman og borga skatt
samkvæmt því, heldur á bara að
skatta plúsreikninginn.
Þetta telur Pétur að muni leiða til
þess að menn fari að sækjast eftir að
hafa bara einn reikning. Stofnuð
verði einhver fyrirtæki, væntanlega á
vegum bankanna eða verðbréfafyrir-
tækjanna, sem taki að sér að jafna út
annars vegar skuldir og gjöld og hins
vegar neikvæða raunvexti á móti já-
kvæðum raunvöxtum.
Verður sem sagt alltaf hægt að finna
smugur til þess að hagræða hlutun-
um?
,Já auðvitað eru alltaf til leiðir. Það
mun taka menn 1-2 ár að læra á kerf-
ið og síðan byrja þeir að nota sér
smugurnar, þar sem kerfið er ekki
rökrétt. Það er hreint ekki fráleitt að
skattstofninn verði innan tíðar orð-
inn svo lítill að skatttekjumar verði
ekki 1,5 milljarður eins og áætlað er
heldur kannski aðeins hálfur millj-
arður“. Pétur telur t.d. vafalítið að
hluti af fjármagninu muni fara til út-
landa. En svo vel vilji til að frelsi til að
ávaxta fé sitt erlendis komi einmitt til
sögunnar á sama tíma og hin nýja
skattlagning eignatekna er fyrirhug-
uð. Einnig megi svo búast við rýmun
skattstofnsis - einfaldlega vegna þess
að menn hætti að spara.
í frumvarpinu segir að miðað sé við
að tekjur ríkissjóðs af tekju- og
eignasköttum verði óbreyttar eftir
þessar breytingar.
„Þetta er lagt upp eins og einhver
„guðsgjöf', að lækka eignaskattana
svona mikið. En í rauninni fara þeir
aðeins niður í það sem þeir voru áð-
ur“, sagði Pétur. Fyrir fáum ámm
hafi eignaskattur verið 1% í 25-30%
verðbólgu sem samsvari um 0,8%
nú. Á móti sé hins vegar tekin upp
umtalsverð skattlagning á eignir.
Vaxtatekjur verða með 40% skatti.
Miðað við 7-8% raunvexti taki ríkið
sem svarar 3% af eigninni á ári.
Þannig að í stað 2,2% eignaskatts, af
þeim eignum sem gefa arð, eins og
nú er, sé gert ráð fyrir að hann fari í
raun upp í 3,6% þegar tekju- og
eignaskattur eru lagðir saman.
- HEI
Hugmyndir um eitt félag hjúkrunarfræðinga:
Slærð stéttarinnar
er styrkur hennar
Farið getur svo að Hjúkrunarfélag
íslands og Félag háskólamenntaðra
hjúkmnarfræðinga gangi brátt í
eina sæng. Fyrir tveimur ámm var
könnun gerð meðal meðlima beggja
félaga og kom þá í ljós að yfirgnæf-
andi meirihluti var ánægður með
hugmyndina.
Sl. miðvikudagskvöld var haldinn
fúndur á vegum félaganna þar sem
skoðuð var uppbygging stéttar- og
fagfélaga með hliðsjón af hugsan-
legri stofnun nýs félags hjúkmnar-
fræðinga.
„Nefndir beggja félaga hafa verið að
reyna að finna gmndvöll að sam-
komulagi um sameiginlega stefnu í
Ld. menntamálum, kjaramálum og
útgáfumálum,“ segir Ásta Möller
formaður FHH, „en kjaramálin hafa
verið helsti ágreiningurinn".
Hún segir fundinn hafa verið upp-
lýsingafund þar sem uppbygging
stéttarfélaga hafi verið rædd. Kynn-
ing fór fram á starfssemi BHMR og
reynslu Kennarasambands íslands
þar eð ákveða þarf hvort hið nýja fé-
lag eigi að vera innan eða utan
heildarsamtaka.
, Jlú er það í höndum stjómanna að
vinna úr niðurstöðum þessa fundar
og móta lög fyrir nýtt félag," segir
Ásta. „Ekki hefur þó verið tekin
formleg ákvörðun hvort af þessu
verður en hins vegar finnst mér það
líklegt".
Hjúkmnarfélag íslands er 72 ára
gamalt en FHH á 14. ári og vom þau
stofnuð upp úr ágreiningi um
launakjör háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga.
Að sögn Ástu hafa félögin unnið
mjög mikið saman að faglegum
málefnum, en það hefur háð stétt-
inni í kjarasamningum að vera í
tveimur félögum.
„Það kemur ný stefna með nýju fé-
lagi og við viljum reyna að gera
stærð stéttarinnar að styrkleika
okkar“, sagði Ásta að lokum. -GKG.