Tíminn - 22.05.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. maí 1992
Tíminn 3
Páll Pétursson, þingflokksformaður framsóknarmanna, segir um gagnrýni á þingstörfin að
vandinn sé slök stjórnun þingsins:
„Þarf ekki að breyta
þingskaparlögunum“
Páll Pétursson, formaður þingflokfcs framsóknarmanna, segist ekki
sjá ástæðu til að breyta nýju þingskapariögunum. Hann segir að í
aðalatriðum sé reynslan af lögunum góð, og það sem þurfi að laga
sé hægt að laga með samkomulagi milli flokka og með breytingum
á stjórn þingsins.
Páll sagði að þeir gallar, sem nefndir
hafa verið á þingstörfunum í vetur,
væru fyrst og fremst stjómunarlegs
eðlis. Hann sagði ýmislegt til í því að
umræður um þingsköp séu of langar,
en þær komi fyrst og fremst til vegna
fundarstjómar. Páll sagði að ef ráð-
herrar varpi „sprengju" undir lok
umræðna, en þeir hafa ætíð síðasta
orðið í umræðum, þá væri eina úr-
ræði stjómarandstöðunnar að koma
með andsvör í þingskaparumræðum.
Hann sagði jafhframt að oft drægjust
þingskaparumræður úr hófi, vegna
þess að forseti komi sér hjá því að
kveða upp dóma í álitamálum, sem
þingmenn bera upp í sambandi við
stjóm þingsins.
Páll sagði að umræður á Alþingi hafi
verið málefnalegar og aldrei hafi orð-
ið umræður sem kalla mættu málþóf,
eins og bmnnið hafi við á liðnum
þingum. Páll minnti á málþóf stjóm-
arandstöðunnar í tíð fyrri ríkisstjóma
um frumvörp um stjóm fiskveiða og
frumvarp um stofriun umhverfis-
ráðuneytis, en í því máli greip einn
þingmaður Sjálfstæðisflokksins til
þess ráðs að lesa upp úr bókinni
„Raddir vorsins þagna“. Páll sagði að
enginn viðlíka atburður hefði orðið í
vetur.
„Umræður hafa orðið mjög miklar
um nokkur afar vond frumvörp ríkis-
stjómarinnar, en annars hefur sam-
staða um mál verið mikil. Það er
margt til mikilla bóta í þessum þing-
sköpum, sem hefur leitt til mark-
vissra stefnumarkandi umræðna,"
sagði Páll.
Páll sagði að verstu lög þingsins
væru lög um Lánasjóð íslenskra
námsmanna og lög um ráðstafánir í
ríkisfjármálum (Bandormurinn). Af
merkum málum nefndi Páll ýmis lög
sem varða einkamál, eins og Ld.
hegningarlög, hjúskaparlög, lög um
vemd bama og unglinga, bamalög og
lög um málefni fatlaðra. Páll sagði að
gott samkomulag hefði verið um
þessi mál.
Páll sagði að það hefi verið mikið um
illa undirbúin mál af háifu ríkis-
stjómarinnar. Mörg mál hefðu verið
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks framsóknarmanna.
látin daga uppi í þinginu, en öðmm
hefði verið breytt í veigamiklum at-
riðum. Páll nefndi sem dæmi um
þetta frumvarp viðskiptaráðherra um
greiðslukortastarfsemi. Því var vísað
til ríkisstjómarinnar, sem er mjög
óvenjulegt um stjómarfrumvarp.
,Að mínu mati er það sorglegt hve
ríkisstjómin hefur stjómað landinu
illa. Hún hefur beitt sér fyrir stefnu-
breytingu sem ekki var hægt að búast
við, ef mark átti að taka á kosninga-
ræðum þeirra sem að henni standa.
Þeir hótuðu því ekki fyrir kosningar
sem þeir hafa ffamkvæmt á liðnu ári.
Þingið hefúr hins vegar verið mál-
efnalegt og umræður yfirleitt
skemmtilegar. Pólitísk átök hafa verið
mikil á þinginu, en það er bara af því
góða,“ sagði Páll að lokum.
-EÓ
: m-
■
Stjóra Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur hefur samþykkt
ályktun þar sem hörmuð eru
þau málalok, sem urðu í kjöl-
far afgreiðslu Menntamála-
ráðs á tillögu um Bókaútgáfu
Menningarsjóðs. Stjórain tel-
ur að fulltrúi Alþýðuflokksins
í ráðinu, Ragnheiður Davíðs-
dóttir, hafl tekið efnislega
rétta afstöðu til tiliögunnar,
enda hafi efni hennar ekki
samrýmst lögboðnu hlutverki
Menntamáiaráðs.
Reykjavíkur segir í ályktun
sinni að æskilegra hefðl verið
að ná sáttum i málinu, fremur
en að knýja fram þau málaiok
sem orðið hafa. Með þessu er
stjómin að vísa til þeirrar nið-
urstöðu að Ragnheiður Dav-
íðsdóttir, varaþingmaður Al-
þýðuflokksins, hefur sagt sig
úr flokknum.
-EÓ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingismaður Kvennalista, um þingstörfin í vetur:
Þurfum að meta reynslu af
þingskaparlögunum í sumar
Ingibjörg Sóirún Císladóttir, al-
þingismaður Kvennalista, sagði
eðlilegt að fulltrúar flokkanna farí
yfir þingskaparlögin í sumar og
reyni að meta hvað hafi gefist vel
og hvað miður. Hún sagði að á ný-
liðnu þingi hefðu mörg merk lög
verið sett á svið einkamálalöggjaf-
ar, en jafnframt hafi veríð sett lög,
BHM mótmælir breytingum á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna:
HEFUR ÁHRIF Á
LÍFSKJÖR í LANDINU
„Framkvæmdastjóm Bandalags há-
skólamanna mótmælir harðlega
þeim breytingum, sem nýlega voru
gerðar á lögum um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna, bæði að því er
varðar endurgreiðslur og úthlutun-
arfyrirkomulag," er upphaf ályktun-
ar sem Bandalag háskólamanna hef-
ur samþykkt.
Bandalagið segir hætt við að að-
gerðir, sem verði til þess að ungt fólk
hverfur frá námi eða hættir við há-
skólanám, hafí neikvæð áhrif á lífs-
kjör þjóðarinnar með tíð og tíma.
Auk þess ítrekar framkvæmda-
stjóm bandalagsins fyrri yfirlýsingar
um að sjóðurinn verði skipulagður
þannig að markmið hans um jöfnun
á aðstöðu til náms verði jafnan haft í
öndvegi. —GKG.
sem hafi miðaft að því að bijóta
niður það sem áratugi hafi tekið að
byggja upp.
Ingibjörg Sólrún sagði að líta
mætti svo á að þingskaparlögin hafi
verið prufukeyrð í vetur, og því
væri eðlilegt að formenn þing-
flokka settust niður og skoðuðu
reynsluna af lögunum. Hún sagðist
ekki telja að nein sérstök eðlis-
breyting hafi orðið á umræðum á
Alþingi á nýliðnu þingi. Stjórnar-
andstaða á þingi hafi ætíð reynt
með umræðum eða svokölluðu
málþófi að hafa áhrif á mál eða tefja
afgreiðslu þeirra.
Ingibjörg Sólrún sagði það ekki
rétt, sem stjórnarliðar hafa haldið
fram, að stjórnarandstaðan geti
fengið utandagskrárumræðu hve-
nær sem er og geti rætt mál eins
lengi og hún vill. Þingmenn hafa
aðeins rétt til að krefjast hálftíma
umræðna um mál utan dagskrár.
Ingibjörg Sólrún sagðist vera þeirr-
ar skoðunar að sá tími væri oft of
skammur, því ráðherrum gæfist t.d.
ekki nægur tími til að gefa skýring-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maóur þingflokks Kvennalist-
ans.
ar á málum sem til umræðu væru.
Eðlilegra væri að utandagskrárum-
ræður mættu standa í tvo klukku-
tíma.
Ingibjörg Sólrún sagðist vera
mjög ánægð með að tekist hafi að
samþykkja á þessu þingi ný barna-
lög, ný lög um vernd barna og ung-
menna, lög um málefni fatlaðra og
breytt hegningarlög. Hún sagði
þetta allt vera lög, sem skiptu ein-
staklingana í landinu miklu máli,
og væru ótvírætt skref fram á við.
„Mér finnst jafnframt að það hafi
verið sett mörg vond lög á þessu Al-
þingi. Lög sem miða að því að
brjóta niður það, sem hefur tekið
kannski áratugi að byggja upp. Lög
um Lánasjóð íslenskra námsmanna
eru mér auðvitað efst í huga núna. í
heilbrigðismálum hefur einnig tek-
ist mjög illa til. Ég minni á Landa-
kotsspítala og Fæðingarheimilið.
Ég held að sá niðurskurður, sem
framkvæmdur hefur verið á sjúkra-
húsunum, sé að eyðileggja allan
starfsanda á þeim, og muni þegar
upp er staðið ekki skila neinum
sparnaði. Það er ekki hægt að
spara, nema fá fólkið með sér í
það,“ sagði Ingibjörg Sólrún að lok-
um. -EÓ
Svartir blettir í umferðinni:
Lífshættulegar gildrur
Tillaga um lokun ops í miðeyju Laugavegar milli Nóatúns og Laug-
amesvegar var felld með 2 atkvæðum gegn 1 á fundi Umferðar-
nefndar þann 29. aprfl si. í skýrslu frá gatnamálastjóra um svarta
bletti og áhættustaði kemur fram að þarna hafa orðið 18 óhöpp og
2 meiri háttar slys á árunum 1986- ‘90.
Opiö á Laugavegi skammt austan Nóatúns. Þar hafa mörg um-
feröaróhöpp oröið. Þar er leyfö vinstrí beygja, en U-beygja er
bönnuö. Tímamynd: Ámi Bjama
Þar af urðu bæði stóru slysin og
a.m.k. 3 óhappanna vegna opsins
við Hekluhúsið. Árið 1991 bættist
svo við eitt dauðaslys, sem rekja má
til þess, og voru U-beygjur gegnum
opið bannaðar skömmu síðar.
Svartir blettir eru staðir sem þykja
hafa óeðlilega háa slysatíðni og var
byrjað að skrá þá um 1989. Þar eð
umferðarnefnd er undirnefnd borg-
arráðs, á það eftir að segja sitt loka-
orð í málinu.
Baldvin Baldvinsson, yfirverk-
fræðingur umferðardeildar, segir
að á svörtu blettunum hafi ein-
göngu farið fram litlar fram-
kvæmdir, sem kostað hafi frá
nokkrum hundruðum þúsunda og
upp í 1-2 milljónir.
„Það verður að athuga gatnakerfið
og lagfæra það,“ segir Baldvin, „en
það eru miklu stærri og dýrari
verkefni í gangi, sem lúta að
áhættustöðum. Það er verið að
setja umferðarljós á til dæmis
gatnamót Nóatúns og Skipholts og
Bíldshöfða og Höfðabakka. Á þess-
um stöðum hafa orðið mörg
óhöpp."
Sem dæmi um fleiri svarta bletti
má nefna gatnamót Suðurgötu og
Vonarstrætis, þar sem 13 óhöpp og
2 stór slys urðu á árunum 1986-’89,
gatnamót Vonarstrætis og Lækjar-
götu þar sem 17 óhöpp og eitt stórt
slys urðu á sömu árum. Lagt er til
að götuljós verði sett upp þar.
Gatnamót Breiðholtsbrautar og
Stekkjarbakka eru mikil slysagildra,
þar sem alls 59 óhöpp og 5 stór slys
urðu á fyrrnefndum árum, og lagt
hefúr verið til að sérstök beygjuljós
verði sett þar upp. —GKG.