Tíminn - 01.07.1992, Page 6

Tíminn - 01.07.1992, Page 6
6 Tíminn Miövikudagur 1. júlí 1992 „Bretum væri nær að skoða refaveiðar sínar en gagnrýna hvalveiðar," segir Thorvald Stoltenberg: Norðmenn bíta frá sér Framkvæmdanefnd Evrópu- ráðsins lét hafa eftir sér í gær að hún væri yfir sig hneyksluð á ákvörðun íslendinga og Norð- manna um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. „Framkvæmdanefndin telur að þessi einhliða ákvörðun sé mjög neikvæð og skref aftur á bak, eink- um í ljósi nýlokinnar umhverfisráð- stefnu í Ríó,“ segir í yfirlýsingu sem Manuel Marin fiskveiðifulltrúi lét flölmiðlum í té. „Ég vona að þessar þjóðir sem hyggjast veiða hvali í atvinnuskyni endurskoði þessa ákvörðun sína og efli þar með þá ímynd sína meðal annarra þjóða að þær virði um- hverfi sitt og láti ekki viðgangast viðbjóðslegar veiðiaðferðir," sagði Manuel Marin. Fulltrúum í framkvæmdanefnd- inni þykir sem íslendingar og Norð- menn leiki tveimur skjöldum. Haft var eftir einum þeirra í gær að „það væri furðulegt þegar ríki þykjast vera framarlega í umhverfismálum en sína svo á sér þessa hlið.“ Fulltrúar úr Framkvæmdanefnd Evrópubandalagsins sitja þing al- þjóða hvalveiðiráðsins í Glasgow sem áheyrnarfulltrúar. Það stóð hins vegar ekki á svari frá Norðmönnum þegar þeir voru gagnrýndir fyrir að ætla að hefja hvalveiðar á næsta ári. Þeir sögðu fullum hálsi að ef hvalveiðar væru villimannlegar ættu Bretar að líta sér nær og skoða refaveiðarnar sömu augum. Umtalsveröur flótta- mannastraumur frá Bosníu-Herzegövínu til Þýskalands: Á annaó hundrað þús- und flótta- menn frá Júgóslavíu Um 137.000 flóttamenn frá Júgóslavíu, sem dvelja í Þýska- landi, hafa sótt um hæli sem pól- itískir flóttamenn þar f landi frá því að bardagar hófust f Júgó- slavíu. Þýska stjómin greindi frá þessu í gær en í yfiriýsingu frá þýska þinginu segir að 74.854 fióttamenn hafi komið til lands- ins frá Júgóslavíu á síðasta ári. Það sem af er þessu ári hefðu þegar komið 62.289 flóttamenn til Þýskalands. Talið er að búast megi við umsóknum um hæli frá a.m.k. 10.000 Króötum, Bo- sníumönnum og Serbum sem nú þegar dvelja í suðurhluta Þýska- Íands en ekld hafa sótt um hæli. Þjóðverjar tóku að kregast vegabréfsáritunar f apríl síðast- liðnum af fólkl frá Bosníu- Herz- egovínu tíl þess að koma í veg fyrfr flóðbylgju stríðsflótta- manna. í síðusta mánuðl slök- uðu Þjðóverjar þó á krofum sín- um og hleyptu inn í landið flótta- mönnum efþeir voru sjúkir, áttu ættingja fyrir í Þýskahndi eða velvildarmenn. Þctta gerðu þeir loks í kjölfar miklllar gagnrýni bæði heima og eriendis. — Reuter/Krás. Utanríkisráðherra Noregs, Thor- vald Stoltenberg, sagði að ákvörðun um að hefja hvalveiðar væru í fullu samræmi við sjónarmið Norð- manna í umhverfisverndarmálum. í viðtali við norska útvarpið sagði hann að veiðarnar væru studdar vís- indalegum rökum enda sýndu rann- sóknir að hrefnustofninn í norð- austur Atlantshafi þyldi vel að úr honum væri veitt. Hann sagði einn- ig að veiðiaðferðir með skutli hefðu breyst mjög til batnaðar á seinni ár- um. „Ef málið snýst um veiðiaðferðina þá eru Norðmenn meira en fúsir til þess að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi á þeim vettvangi. En þá verð- ur líka að skoða málið í víðara sam- hengi. Svo dæmi sé tekið þá verður líka að skoða það hvernig Bretar drepa refi. Eru menn fúsir til þess?" spurði Stoltenberg í gær. Þá beindi hann máli sínu einnig gegn Manuel Marin og sagði: „Ég er furðu lostinn yfir því að vísindaleg- ar niðurstöður skuli ekki skipta Manuel Marin neinu máli.“ í því sambandi skírskotaði hann til þess að vísindamenn á vegum Alþjóða hvalveiðiráðsins telja að ekki séu undir 86700 dýr í hrefnustofninum í norðaustur Atlantshafi. Norskir vísindamen telja að skað- laust sé að veiða 2000 dýr á ári úr stofninum. Stoltenberg gagnrýndi einnig Al- þjóðahvalveiðiráðið fyrir að leggja ofuráherslu á friðun án þess að taka nokkurt tillit til stofnstærðar. Nær væri að leggja áherslu á að viðhalda ákveðinni stofnstærð. „Þegar rök umhverfissinna fyrir friðun bresta fara þeir að tala um veiðiaðferðir. Það er ekki hlutverk Alþjóðahvalveiðiráðsins að fjalla um veiðiaðferðir. Því er einungis ætlað að fjalla um vemdun stofnsins," sagði Stoltenberg. — Reuter/Krás. Góð tíðindi fyrir tímabundið fólk, s.s. blaðamenn sem vantar aðeins eina sekúndu í viðbót: Klukkum heims- ins seinkað Hér koma góðar fréttir fyrir þá sem eru tímabundnin í dag verður bætt einni sekúndu við allar klukkur heimsins. Þetta á rætur að rekja til þess að hægt hefur smám saman á snúningi jarðar. Að því mun koma að sólarhringurinn verður 27 klst. en ekki 24 klst. eins og nú. Það versta við þetta er að við verðum að bíða eftir því til ársins 500 milljón e. Krist. Þessi aukatími sem bættist við í dag kallast „hlaupasekúnda". Er henni bætt við atómklukkur í rann- sóknarstofum víðs vegar um heim- inn nákvæmlega klukkan 0000 GMT samkvæmt útreikningum ástralskr- ar mælingastofnunar í Sydney. Umsjón með verkinu er í höndum alþjóðastofnunar í París sem fjallar um snúning jarðar. Vísindamenn og tímaverðir hvarvetna í veröldinni verða viðbúnir á miðnætti og stöðva ofurklukkur sínar í eina sekúndu samkvæmt sérstökum fyrirmælum frá þessari stofnun í París. Þá verða þessar nákvæmustu klukkur heims aftur í takt við sífellt hægari snún- ing jarðar. .Átómklukkur eru ótrúlega ná- kvæmar," sagði Glenda Sandars, starfsmaður sérstakrar samhæfing- arstofnunar, í gær. „Það myndu líða 300.000 ár áður en tvær atómklukk- ur sem gengju samhliða færu úr takt hvor við aðra þótt ekki munaði nema einni sekúndu," sagði hún. örðin hefur sífellt verið að hægja á sér frá því hún myndaðist fyrir u.þ.b. 4,5 milljörðum ára. Enginn veit hversu langur sólarhringurinn var þá en vísindamenn áætla að fyrir 850 milljónum ára hafi sólarhring- urinn verið u.þ.b. 20 klukkustundir. Eftir árafjölda sem talinn er í milljörðum mun jörðin vart mjakast og einn sólarhringur þ.e.a.s. einn snúningur jarðar mun taka heilt ár miðað við núverandi mælikvarða. Það mun m.ö.o. taka jörðina jafn- langan tíma að snúast um sjálfa sig og að snúast um sólu, sagði Kurt Lambeck við Canberra háskólann í Ástralíu. „Þessa er þó það langt að bíða að spurning er hvort það taki því að hugsa þessa hugsun til enda,“ sagði hann. Þörf er á hinum ofurnákvæmu klukkum á fjölmörgum sviðum. Má til nefna gagnaflutning um fjar- skiptanet, einkum ef gögnin eru umfangsmikil, flutning sjónvarps- merkja um gervitung! og við rann- sóknir á öreindum. Atómklukkur er það nákvæmar að þær mæla eina milljón milljónustu af sekúndu en af því má sjá að það munar um eina heila sekúndu í þessum klukkum. Steve Nason, starfsmaður Ástr- alska símafélagsins, sagði að ein sek- únda væri mæld með því að finna sveiflutíðni geislavirka efnisins Sesí- um 133 við sérstakar aðstæður. Atómklukkur heimsins verða stilltar saman við móðurklukkuna í París með boðum sem berast um að- þjóðlegt símanet og hefur sú aðgerð í för með sér ónákvæmni um einn milljarðasta úr sekúndu að sögn Na- sons. — Reuter/Krás. Sarajevo - I gær lentu flugvélar hlaðnar matvælum og lyfjum í Sarajevo í fyrsta sinn í þrjá mánuði eöa frá því aö umsátrið um borgina hófst. Fulltrúar flóttamannahjálpar S.Þ. hugöust dreifa 26 tonnum af hjálpargögnum sem komið var með I gær af fjórum herflugvélum Frakka. Þetta eru fyrstu flugvélam- ar sem lenda á flugvellinum frá því að friðargæslusveitir S.Þ. náðu honum undir sig á mánudaginn var. Carrington lávarður sem reynt hefur aö miðla málum milli stríö- andi aðila sagöi í London I gær að hann hygðist halda til Sarajevo síðar I þessari viku og reyna að blása nýju lifi [ friöarviðræðumar. Algeirsborg - Ibúar Alsír voru hvattir til þess að sýna stillingu í gær eftir að rlkisstjórinn Mohamed Boudiaf var ráðinn af dögum. Bryn- drekar óku um götur þar sem sjá mátti aö fólk hafði safnast saman. Fólkið var ýmist í biöröðum eftir brauði eða dagblöðum og reyndi að fá fréttir af atburðinum. Aðrir sátu hnípnir á bekkjum og ræddu morðið. ( Beirút létu fylgismenn Hizbolla-flokksins, sem hliðhollur er klerkastjórninni í (ran, hafa eftir sér aö Boudiaf hefði ekki átt betra skiliö þar sem hann hefði bundið endi á lýöræöið í Alsír. Kíev - Þingiö í Úkraínu samþykkti I gær aö veita fbúum Krímskagans víðtækt sjálfræði. Samþykktin tek- ur m.a. til viðskipta Krímbúa við út- lönd sem og sjálfstjómar í félags- og menningarlegum málum. Bonn - Samsteypustjórn Helmut Kohls slapp með skrekkinn frá þvl aö klofna I atkvæðagreiðslu um fóstureyðingar eftir að samkomu- lag náðist á elleftu stundu um framkvæmd aukinnar heilsugæslu. Soeng Cantonment Site - Yf- ir 2000 hermenn sem fylgt hafa konungssinnum að málum í Kamb- ódíu undirrituðu samkomulag við friðargæslusveitir S.Þ. og afhentu vopn sín í gær. Þetta er fyrsta skref þeirra til venjulegs lífs eftir meira en 12 ára hernaðarbrölt og skærur. Bangkok - Þeir fáu sem eftir eru af stjómarandstöðunni í Burma höfðu sig ekki til þess að stinga uppá að Nóbelsverölaunahafanum Aung San Suu Kyi yrði leyft að taka þátt í umræðum um nýja stjórnarskrá landsins. Þessar um- ræður eru fyrirhugaðar síðar á þessu ári. Aung San Suu Kyi er einn helsti andófsmaður stjóm- valda í Burma og situr nú í stofu- fangelsi. Manila - Fidel Ramos hershöfð- ingi hét því að hann myndi reisa Filippseyjar úr rústum I forsetatíð sinni og eyjarnar yrðu stórveldi undirhans stjórn. Uppreisnargjarn- ir hermenn fögnuðu valdatöku hans með því að sprengja banka og járnbrautarstöð í loft upp. Jóhannesarborg - Afríska þjóðarráðið sem ræður sér ekki fyrir reiði, hefur krafist þess að er- lend riki beiti stjórnvöld í Pretoríu þrýstingi svo morðum linni og hraða megi umbótum í lýöræöisátt. Aden - Yfirvöld í Jemen eru nú fúsari en áður til þess að gera samning við S.Þ. svo koma megi í veg fyrir að þær hörmungar sem áttu sér stað fyrr í þessum mánuði endurtaki sig. Þessar hörmungar tengjast flóttafólki frá Sómalíu en fréttir í fjölmiölum um framkomu yf- irvalda i Jemen hafa verið þeim síst til álitsauka. Forsætisráðherra Jemen sagði í Genf í gær að þjóð- ir heims yrðu að hjálpa landi hans að kljást viö flóttamannavandann en þúsundir Sómaia streyma nú til Jemen.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.