Tíminn - 25.08.1992, Page 6

Tíminn - 25.08.1992, Page 6
6 Tíminn Þriðjudagur 25. ágúst 1992 Hrossaræktin Steingeldir vatnspungar eru stórvarhugaverðir Rætt við Ragnar Björgvinsson í Lang- holti II í Hraungerðis- hreppi en hundruð manna hafa nú fulla atvinnu af hesta- mennskunni. „Þúsundir útlendinga koma hér ár hvert til þess að ríða út og kaupa hesta. Það hefur orðið sprenging í ferðamennskunni á hestbaki í sum- ar. Flestir ríða út hjá hestaleigunum en fjöldi útlendinga kemur einnig til vina sinna til þess að ríða út með þeim og velja sér hesta," sagði Ragn- ar Björgvinsson í Langholti II í Hraungerðishreppi þar sem hann er hrossabóndi. „Hjá mér voru um daginn fimm Svíar, sem riðu hér út og völdu sér hesta. Sérstakur ljómi er yfir íslandi hjá þessu fólki, sem kynnst hefur ís- lenskum hestum í útlandinu, og það kemur hingað til landsins með hálf- gerðum helgisvip. Á haustin lifnar alltaf yfir markaðinum og hinn þægi töltari er sígild söluvara á verðbilinu 100 til 200 þúsund. Slíka hesta stór- vantar á markaðinn í dag, en topp- arnir fara auðvitað miklu dýrara. Annars hefur verð á reiðhestum staðið í stað undanfarið og núna er tíminn til að kaupa. Útlendingamir leita mikið eftir góðum hryssum núna. Kostnaður við útflutn- inginn mikill Annars eru vissir erfiðleikar hjá okkur hrossaræktendum í útflutn- ingnum. Mikið pappírsfargan fylgir þessu og það er ekki gefið hjá þeim sem sjá um það. Útflutningshross eru líka miklu nánar skoðuð núna en áður, alvanaleg er t.d. röntgen- skoðun til athugunar á spatti og því um líku og allt kostar þetta mikla peninga. Einstaka menn njóta fulls trúnaðar hjá hestakaupmönnum er- lendis og fara hundruð hrossa um þeirra hendur á hverju ári. Mér finnst Félag hrossabænda ekki standa sig sem skyldi í svona þjón- uststörfum og þarna er mikið verk- efni fyrir það. Þá finnst mér kostnaður við slátur- hross í útflutningi allt of mikill. Auðvitað verður ekki komist hjá ein- hverri slátrun í svona ræktun. Út- koman er samt ekki glæsileg hjá bóndanum, sem er að fá 15 til 18 þúsund krónur á skrokk, sem leggur sig á 40 til 50 þúsund í Japan. Út- koman er sú auðvitað að stórlega vantar sláturhross og engin hross fást t.d. í Landeyjunum og eru þó fleirri hundruð á hverjum bæ. Varla eru það allt gæðingar og verðlauna- hross. HESTAR Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Viö hesthúsiö. Ragnar heldur í Mónu frá Miðsitju Höfðagustsdóttur og Perlu frá Kúskerpi. Folald- iö er von í stóöhestsefni undan Farsæli frá Ási og heitir því fallega nafni Alsæll. I hesthúsinu í Langholti III sem tekur á milli 60 og 70 hesta. Folatolla á fyl, ekki hryssu Annað vandamál okkar hrossarækt- enda er orðið mjög tilfinnanlegt, en það eru folatollarnir. Hæstu hest- arnir eins og t.d. Orri frá Þúfu eru á kr. 37.500 á hryssu en ég fór t.d. með fimm hryssur undir annan öðling í fyrra og fékk þær allar geldar. Það má bara ekki leigja út steingelda vatnspunga, sem ekkert geta, og folatollurinn á auðvitað að miðast við fyl en ekki hryssu. Núna er t.d. leikur einn að taka sæði fyrir hvert gangmál hjá grað- hesti og athuga hvort hann sé yfir- höfuð frjór. Ungir graðhestar hafa líka reynst alveg ófrjóir og hvað þýð- ir þá að vera að stafla inn merum til þeirra bara til þess að fljúgast á. Verðlagningin er líka alveg út í hött. Hrafn frá Holtsmúla kostar t.d. ekki nema 22 þúsund á hryssu, einn frægasti stóðhestur landsins. Af hverju eiga einhverjir folatyttir að vera dýrari? Hryssurnar eru heldur ekkert pott- þéttar. Af hverju eiga t.d. hrossa- ræktunarsamböndin ekki sónartæki til fylprufunar. Okkar stóra hags- munamál í hrossaræktinni er meira eftirlit með kynbótahrossunum, stóðhestunum sem gera eiga lukku og hryssunum. Hérna er ég með tæp hundrað hross í uppeldi og tem og sel eins og gengur. Sérstaklega er ég með góða aðstöðu fyrir ungfola. Ég er t.d. með albróður Topps frá Eyjólfsstöðum og albróður Mána frá Ketilsstöðum og veturgamlan fola undan Orra frá Þúfu og hryssu frá Eyjólfsstöðum. Þetta er skemmtilegt þegar vel gengur, en mikil vinna. Ég heyja auðvitað allt sjálfur, er með sextíu hesta hús og mikinn útigang. Núna hef ég náð afbragðs heyjum og auð- vitað hlakkar maður til að gefa vin- um sínum besta fóður sem völ er á í vetur,“ sagði Ragnar Björgvinsson í Langholti II að lokum. Riöiö heim hlaðiö í Langholti II á Adamssyni frá Meöalfelli, Þrándi frá Ormsstööum. Sarajevo — Bardagamir í Sarajevo verða harðari með hverjum deginum. Árás var gerð á Holiday Inn hótelið og einnig varð að loka flugvellinum um tíma. Serbar og múslimar berjast nú af vaxandi hörku þegar aðeins eru tveir dagar þar til friðarviðræöumar heflast í London. Sameinuöu þjóöirnar — Viðræður hjá SÞ snúast um þann stuðning sem veita skuli Bosníu-Hersegóvínu. Múslima- ríkin vilja sækja fram af hörku en ríki eins og Bretland og Rússland, sem eiga fastaaðild í öryggisráðinu, vilja sýna alla gát. Washington — Arabar og (sraelar hittust í gær i fýrstu umferð friðarviðræðnanna um Miðausturlönd frá því að harð- línustjórn Likud- bandalagsins féll í júní síðastliðnum og stjórn Verkamannaflokksins komst til valda og lýsti sig reiðubúna til láta land af hendi ef það kynni að leiða til friðar. Kiev — Þúsundir Úkraínu- manna gleymdu efnahagsvand- anum og stjórnmálaflækjunni í gær og þyrptust út á götur til að fagna því að ár er nú liöið frá því Úkraína lýsti yfir sjálfstæði sínu. Moskva — Eduard Sche- wardnadze, leiðtogi Georgíu, hefur lýst því yfir að spennan sem ríkir I fyrrum Sovétríkjun- um geti orðið til þess að fresta þurfi fýrirætluðum kosningum í október. Nairobi — Sameinuöu þjóð- imar frestuðu flugi með hjálpar- gögn til höfuðborgar Súdan, Juba, eftir að skæmliðar vörp- uðu tveimur sprengjum að flug- vélum með hjálpargögn. Miami — Fellibylurinn Andrew, einn sá kröftugasti sem gengið hefur yfir Bandarík- in I áratugi, skildi eftir sig slóð eyðileggingar í suðurhluta Flór- ída áður en hann hélt út yfir Mexíkóflóa þar sem hann safn- ar í sig aukinni orku. Kabul — Erlendir sendifulltrú- ar hafa flúið höfuðborg Afghan- istan eftir miklar sprengjuárásir sem urðu eftir að uppreisnarfor- inginn Gulbuddin lýsti sig reiðu- búinn til að afvopnast ef gengið yrði að kröfum hans. Brasilía — Nefnd, sem skip- uð hefur verið til að kanna spill- ingu innan og I tengslum við stjórn landsins, segir útilokað að forseti landsins, Fernando Collor de Mello, hafi ekki vitað hvað um var að vera. Jerúsalem — Nýja stjómin í Israel hefur fellt niður sakir á hendur ellefu Palestínumönn- um til að létta á spennunni við upphaf friðarviðræðnanna í Washington.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.