Tíminn - 25.08.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 25.08.1992, Qupperneq 9
Þriöjudagur 25. ágúst 1992 Tíminn 9 Samkvœmislíf Lundúna fátæklegra en áður: Bubbles Rothermere varð bráðkvödd í svefni Bubbles Rothermere er látin, 63 ára að aldri. Þetta fyrrverandi smástirni, sem giftist dagblaðakóngi, elskaði næturklúbbaheim- sóknir og kampavín, og var fræg fyrir alræmd æðisköst Og vin- ir hennar elskuðu hana. Hún var áður fræg fegurðardís og al- mennt var litið á hana sem hina einu sönnu „partí-stúlku". Fáum klukkustundum fyrir dauða sinn haföi greifafrúin Rothermere verið önnum kafin í símanum að gera það sem hún var alltaf að gera — að skipuleggja veislur. Náinn vinur hennar — sem haföi verið í Suður-Frakklandi, ekki fiarri fiölskylduvillunni í Cap d’Ail, en gat ekki hugsað sér að horfast í augu við athafnasemina sem rekin var með hemaðarlegu skipulagi, sem fylgdi því að vera í samkvæmislífsslagtogi með lafði Rothermere — sneri aftur heim til London að kvöldi miðviku- dagsins 12. ágúst sl. Hennar biðu fimm upphringingar á símsvaran- um frá vini hennar. „Ég heyri að þú sért í Suður- Frakklandi, Jane, og þú hefur ekki haft samband við mig—hafðu sam- band við mig ... Jane, hvar ert þú? Hjá hverjum býrðu? Við skulum hittast... Hvar ertu?“ „Partí-stúlkan“ í sí- felldri leit að skemmt- anahaldi Þetta mæðulega ákall frá hinni einu sönnu „partí-stúlku“ í leit að frekara skemmtanahaldi var það síðasta sem nokkur heyrði frá Patr- iciu Rothermere. Daginn eftir tóku að kvisast út fregnir meðal vina hennar í Belgravia að hin þjóð- sagnakennda „Bubbles" hefði and- ast þá síðdegis í svefrii, af hjarta- slagi, 63 ára að aldri. Það var varla hægt að trúa því að Bubbles væri látin. Bubbles setti nefhilega svo sannar- lega svip á lífið í London. Hún var mætt í hverja einustu veislu, veit- ingahúsin sem voru í tísku hverju sinni, já alls staðar þar sem fólk kom saman. Hún lagði sig í framkróka við að láta taka eftir sér, klæddist æpandi litum og dýrum klæðnaði sem var ekki efnismeiri en svo að hún rétt gat troðið í hann líkama sem hún var enn stolt af, hún var fyrirmyndareintak af því sem gerist nú æ sjaldgæfara, hinum sanna breska sérvitringi. Bubbles var hinn eilífi partí- gestur og gæti hafa stokkið beint út úr bókum Evelyns Waugh. Hún tók ekkert tillit til leikreglna þjóðfélags- ins og að hluta til sniðgekk það hana líka. Þeir, sem vildu vera óvinsamlegir, lýstu henni sem druslulegri, úr sér vaxinni fígúru, sem sveipaði um sig mörgum lögum af Zandra Rhodes klæði, með ruglingslega taftborða í hárinu og um ríkulega útilátið mitt- ið, sárabindi um annað hnéð og með Reebok-skó á fótum. Þessi út- gangur allur, tunga sem var hvass- ari en nálaroddur og skapsmunir sem gátu fengið fúllorðna menn til að skæla þótti ekki öllum fi'nn. En í augum þeirra, sem þótti vænt um hana, var hún örlát og óskaplega skemmtileg. Bubbles og fylgdarlið- ið með kampavmið Hún vildi aldrei vera ein og um- kringdi sig með samsafni blaðrandi aðdáenda og áhangenda, sem hún teymdi á eftir sér eins og flautuleik- arinn rottumar í Hameln inn í innstu dýpi hinna og þessara nætur- klúbba. Hún ákvað að frægir nætur- klúbbar, eins og Annabel’s og Tramp, ættu að vera í kjöllurum og spáði því að Regine’s á Kensington High Street ætti ekki langa ffamtíð fyrir höndum vegna þess að klúbbn- um var komið fyrir á efstu hæð í skrifstofuhúsnæði í einnar mílu fiarlægð frá Hyde Park Comer. „Það var alltof langt frá London,“ sagði hún. í fylgdarliði hennar vom fiölmarg- ir aðlaðandi ungir menn, og sá sem aftast fór hélt á plastpoka. fhonum vom kampavínsbirgðimar hennar, sem hún skildi aldrei við sig. Vinir hennar tilheyrðu síður en svo æðri lögum þjóðfélagsins, þó að hún blandaði líka geði við Harlech- fiölskylduna, Marlboroughana, lá- varð og lafði Rayne, og hafi jafnvel fengið Margréti prinsessu sem gest á heimili sitt við Eaton Square. Hún átti heima meðal nautnaseggja, taumlausra listamanna sem hún keypti stundum verk af, en gleymdi svo gjama að borga, ungu og kátu piltanna með óvissan uppmna. Bubbles var ekki höfðingjasleikja. Hún þóttist hata gælunafnið sitt („Það gefur til kynna ffernur léttúð- uga persónu") sem slúðurdálkahöf- undur Daily Mail, Nigel Dempster, gaf henni vegna góðrar lystar henn- ar á kampavíni. Það hvemig hún fyllti glas með ís og stakk svo gild- um fingri ofan í til að fiarlægja það sem framleiðendur höföu lagt sig fram um að væri þar og einkennir kampavín, loftbólumar, þótti nokk- uð dæmigert fyrir hana. Nýttí þá hæfíleika sem guð gaf henni Patricia Evelyn Beverley Matthews hét hún í heimahúsum þeirra arki- tektsins John Matthews og konu hans Doris. Frá unga aldri hafði hún einsett sér að fá allt það út úr lífinu sem færi gæfist á. Frökk og lagleg varð hún smástimi hjá Rank kvik- myndafélaginu eftir að henni hafði tekist að vekja athygli hæfileika- veiðara. Baron, ljósmyndari fína fólksins, siðaði henni á bekk með fegurstu konum Bretlands, og undir sviðs- nafriinu Beverley Brooks vakti hún athygli kvikmyndaleikstjórans Lew- is Gilbert, sem fékk henni hlutverk i sígildu kvikmyndinni „Reach for the Sky“. Leikferill Beverley Brooks var ekki stórglæsilegur, þó að hún segði aldrei fyllilega skilið við sviðið. í stað þess að standa á sviðsfiölum leikhúsanna gerði hún lífið að einu allsherjar leikhúsi, þar sem hún stjómaði leikurum og stal senum hvar sem hún fór. 18 ára giftist hún glæsilegum lífverði og ól honum dóttur. En framaferill hennar hafði forgang og hún vildi halda áfram að stika eftir honum. Hjónabandið fór út um þúfur og hún leitaði ráða hjá vini sínum, sem frægur var fyrir að koma á hjóna- böndum. Sá vinur segir að hún hafi sagt að hún vildi ná í einhvem ríkis- bubba og hefði heyrt að Vere Harmsworth væri á lausum kili. Hann hefði komið á nokkrum stefnumótum, þó að Pat hefði verið í tygjum við annan mann á þeim tíma. Hún hefði líka haft áhyggjur FÓLK A Bubbles Rothermere setti svip sinn á hverja þá samkundu sem hún var viö- stödd. Smástirniö Bever- ley Brooks var ekki af háum stigum, en átti þó eftir aö setja óaf- máanlegt mark á samkvæmislíf Lund- únaborgar. af því að Vere væri líklega nísku- púki. „Á hann í rauninni nokkra peninga?" hefði hún spurt. Þá var Vere aðeins væntanlegur erfingi Daily Mail blaðahópsins og bar eng- an titil. Hlægilegt atvik átti sér stað á þessum tíma, þegar Vere kom í óvænta heimsókn til Pats og hinn vinurinn varð að fela sig í skyndi á bak við gardínu! Giftist stórveldi Að lokum tókst henni þó að fá sinn mann. 1957 varð hún frú Vere Harmsworth. Síðar sagði hún: „Þegar ég giftist manni mínum fékk ég ekki bara eiginmann, ég giftist stórveldi. Og að sumu leyti held ég að ég hafi vísvitandi skapað mér léttúðuga ímynd, vegna þess að ég vildi ekki vera þunglamaleg eigin- kona blaðaútgefanda." Vere erfði svo stórveldið 1978 og varð Rothermere greifi, en hélt þá rakleitt í skattaútlegð í Frakklandi. Nýja lafði Rothermere, sem nú var orðin móðir þriggja bama greifans, ákvað að dveljast um kyrrt í Lond- on. Hjónaband þeirra var ekki hefð- bundið. Það hefur lengi valdið vin- um þeirra hjóna heilabrotum hvers vegna þau hafi aldrei skilið. En El- izabeth Brewer segir að þeim hafi alltaf þótt innilega vænt hvoru um annað. Vere hafi bara ekki getað bú- ið með henni vegna þess að hún var of upptekin af sjálfri sér, of eigin- gjöm. Samt var hún alltaf reiðubú- in að taka upp hanskann fyrir hann og haföi mikinn metnað fyrir hans hönd. Stundum gat hún verið tryllings- leg, eins og skrímsli sem engin bönd héldu. Sem dæmi um það er þegar hún sá mann sinn halda sak- leysislega í hönd kvenkyns yfir- manns á árshátíð starfsliðsins hjá Claridge. „Hann hafði einfaldlega gleymt að sleppa á mér hendinni eftir að hafa tekið í hana,“ segir vesalings konan. „Skyndilega kom þessi svarta taft- fallbyssukúla þjótandi þvert yfir sal- inn og sló mig þéttingsfast." Þama hafði Bubbles ráðist til atlögu við konu sem hún áleit keppinaut sinn. Það var ósjaldan, sem hún hleypti laglegum konum ekki inn í veisl- urnar sínar. En að baki allra æðis- kastanna var mjög raunverulegur sársauki vegna Iangvarandi sam- bands manns hennar við kóresku konuna Maiko Lee. Maiko hafði oft ýtt á eftir Rothermere lávarði að giftast sér, en til þessa án árangurs. Bara tilhugsunin ein um að maður hennar hefði sagt skilið við hana heföi sært Bubbles inn að hjartarót- um. Hún var sífellt í sámm vegna þess að hann kaus að búa í París með Maiko. Þegar hann kom til London, lagði Bubbles sig alla fram um að gera honum dagamun. Hún klæddi sig upp eins og einhvers konar látbragðsleikkona og gerði sig til fyrir honum á Harry’s Bar, með glas í annarri hendi og hnefa- fylli af samlokum í hinni. Ekki var annað að sjá en honum líkaði það vel. Bleikt kampavín óað- skiljanlegur förunautur En hvaða særindi sem hún bjó yfir drekkti hún þeim alltaf í kampavíni og flaska af bleiku Dom Perignon fylgdi henni hvert sem hún fór. Hún hafði jafnvel birgðir í Daimler-bíln- um sínum og oft mátti sjá hana inn um bílrúðumar með glas af bleiku ,J)P‘ í annarri hendi og grannan og firilegan vindling í hinni. Bubbles setti himin og jörð á hreyf- ingu til að komast í alls kyns veislu- höld. Elizabeth Brewer rifiar upp að einu sinni hafi hún heimtað að 4 að vita hvar ætti að halda eitthvert kvöldverðarboð sem hún var boðin í. „Ég sagði henni að þetta væri einkaveisla. En hún gaf sig ekki. Ég hlýt að hafa nefnt nöfn gestgjafanna og þeir urðu bálreiðir við mig. Pat hafði sent bflstjóra til að leita að húsinu og svo birtist hún sjálf." Þrátt fyrir að hún neitaði stöðugt og staðfastlega að hún væri sam- kvæmisrófa, var hún satt best að segja alveg í sérflokki hvað það varð- ar. Hún vflaði ekki fyrir sér að hund- elta gestgjafa til að fá boð á næstum því hvaða samkomu sem var — og þoldi ekki höfnun. Þá stansaði hún kannski í 10 mínútur og heimtaði að fá að vita hvað ætti að gerast næsL Hún vildi vera alls staðar, á hverju kvöldi. Jafnvel í sumar, þegar hún var með fótinn í gifsi og fór um í hjólastól eftir skurðaðgerð á hné, komst hún einhvem veginn í veislu á annarri hæð á veitingahúsi í Kensington. Henni tókst það með því að nota flutningalyftuna! Bamaleg Fjöldinn allur af ritumm, þjónum og yfirþjónum (sem aldrei entust lengi í þjónustu hennar) settu sam- an flókna dagskrá fyrir hana og hún fór aldrei eftir henni. En ef einhver stóð uppi í hárinu á henni, brást hún vel við. „Hún var næstum eins og bam hvað það varðaði," segir vinur. „Hún vildi næstum því að einhver segði sér hvað hún ætti að gera. Hún var bamaleg að mörgu leyti." Og bamaskapurinn gat komið henni í vandræði. Fyrir nokkmm ámm varð hún fómarlamb bragða- refs, sem sagðist heita Ronald Mark- ham og vera Kanadamaður. Honum tókst með klækjum að hafa peninga út úr þeim sem höfðu góð sambönd. Bubbles lét blekkjast af örlátri gest- risni hans og lengdum límósínum og lagði loks fram 250.000 pund til kaupa á hlutabréfum í gullnámu. Hún sá hvorki peningana né nám- una framar, enda reyndist engin vera náman. Mörgum kann að virðast líf Bub- bles Rothermere tilgangslaust og hégómlegt dekurlíf. En þrátt fyrir æðisköstin var hún fremur fómar- lamb en ofsækjandi. Hún kom fólki til að brosa. Ómótstæðileg og rosa- leg framkoma hennar færði alltaf líf í hinar leiðinlegustu samkundur. Hún var á stöðugri hreyfingu og virtist alltaf vera í góðu skapi. Og löngun hennar til að gera lífið að ei- lífri veislu útilokaði dýpri heim- spekilegar hugrenningar. Hún skil- ur eftir sig stórt skarð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.