Tíminn - 12.09.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.09.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. september 1992 Tíminn 13 Peart kyssir á skallann á Otto þegar þau koma út úr réttarsalnum. Flóttinn mikli Þegar ættingjar gömlu hjónanna ætluðu að reyna að stöðva Pearl var hún á bak og burt með gömlu hjón- in. Hún flúði með þau til Mexíko þar sem hún kom þeim fyrir í leigu- húsnæði í Ensenada, frægri orlofs- dvalarborg. Þar mun vera mikið um baðstrandarlíf og skemmtanir en færri sögum fer af gæðum sjúkra- húsa og læknisþjónustu á staðnum. Þetta var upphafið á æðislegum flótta Pearl með gömlu hjónin sem að lokum hafði farið um fjögur fylki. Estelle Birch lést þann 7. október 1966. Smáklausa um andlátið birt- ist í dagblöðum og útförin fór fram í kyrrþey. Ættingjar hjónanna voru orðnir óþreyjufullir vegna tregðu yfirvalda til að láta málið til sín taka. Frændi þeirra frá Iowa, Harlan Moehn, greip því til þess ráðs að leita til blaðamanns sem síðan rakti slóð Pearl. Eftir lát Estelle hafði Pearl ráðið sér lögfræðing sem sá til þess að hún fékk nær óskoruð völd yfir eignum Birch. Síðan fóru þau fyrir dóm þar sem úrskurðað var að hún væri forsjármaður hans og eigna hans þar sem hann væri ófær um það sakir elii og hrumleika. Skömmu síðar var lögð inn um- sókn fyrir hönd Ottos Birch þar sem RÁDNING Á KROSSGÁTU hann sótti um að mega ættleiða Pe- arl. Nú voru blöðin komin í málið sem vakti mikla athygli. Blaðamönnum tókst fljótlega að grafa upp feril Pe- arl, sem ekki var gæfulegur. Harðhent eiginkona — natin hjúkkrunarkona Aðeins 17 ára að aldri var hún orð- in 190 sm á hæð og 85 kg. Þá giftist hún syni nágrannans en það hjóna- band stóð ekki lengi. Eftir hálfan annan mánuð var Pe- arl búin að fá nóg af eiginmaonin- um og lamdi hann í spað. Reynt var að fá hann til að kæra hana fyrir grófa líkamsárás, en hann hikaði við það og lét sér nægja skilnað. Næstu tíu árin gekk Pearl fjórum sinnum enn í hjónaband og enduðu þau öll með sjúkrahúslegu sundur- barinna eiginmanna og skilnaði. Á þessum árum stundaði Pearl hjúkrunarnám og þótt undarlegt megi virðast var hún álitin sériega natin og hæf hjúkrunarkona. Skömmu eftir fimmta skilnaðinn komst Pearl í samband við einn manninn enn. Sá vildi þó ekki gift- ast henni þegar til kom og geröi hún sér þá lítið fyrir og skaut hann til bana. Kviðdómur komst ein- hvern veginn að þeirri niðurstööu að morðið hefði verið framið í sjálfsvörn og var Pearl sýknuð. Þá greip hún til þess ráðs að setja upp gistiheimili og var rekstur þess með hálfgerðum Axlar-Bjarnar hætti. Hún tók við fólki og gaf upp sann- gjarnt verð á mat og gistingu, en láðist að geta þess að krafist væri gjalds fyrir viku að minnsta kosti. Þannig að þegar fólk ætlaði að halda á braut eftir sólarhrings dvöl var því réttur reikningur upp á heila viku. Hún komst upp með þetta talsvert lengi. Þó fór svo að lokum að maður einn hafði kjark til þess að mót- mæla þessum aðferðum hennar og þá náttúrlega barði hún hann sund- ur og saman, vana sínum trú. Lögreglan kom þá á staðinn og þurfti fjóra fíleflda lögregluþjóna til að handtaka hana og komust þeir ekki ósárir frá bardaganum. Fyrir þetta tiltæki mátti Pearl dúsa í fangelsi í 18 mánuði. Annað morð Þegar hún losnaði setti hún upp annað gistiheimili og notaði sömu fjáraflaaðferð og í fyrra sinnið. Og enn kom gestur sem mótmælti. Hann var þó ekki svo heppinn að sleppa með misþyrmingar, því Pearl skaut hann. Nú var hún sek fundin um morð og afplánaði rúm þrettán ár innan veggja fangelsa. Þegar þessi skrautlegi ferill var kominn upp á yfirborðið féll mönn- um allur ketill í eld við tilhugsunina um ósjálfbjarga gamalmennið í höndunum á þessari Gilitrutt. En þegar láta átti til skarar skríða og bjarga Otto var Pearl stungin af með hann. Þegar Harlan Moehn komst að þessu kærði hann Pearl fyrir mann- rán og var leit hafin að henni og Otto um gervöll Bandaríkin. Úrræðið sem dugði En Pearl var ekki aldeilis af baki dottin. Réttum 19 dögum eftir and- lát Estelle Birch voru þau Otto gefin saman í hjónaband í Altus, Okla- homa. Þegar hjónavígslan var um garð gengin hélt Pearl beinustu leið heim aftur með Otto Birch. Þegar þangað var komið lagði hún fram fimm þúsund dollara trygg- ingu vegna ákærunnar um mannrán og síðan hóf hún að ræða við alla þá blaða- og fréttamenn sem vildu hafa tal af henni og þeir voru margir. Hún skýrði frá því að það væri ást- in ein sem tengdi sig við hinn 95 ára gamla Otto Birch. Hún hefði gifst honum af þeirri ástæðu einni því hún væri fyrir löngu búin að kom- ast yfir allar eigur hans. Hann hefði afsalað sér þeim öllum til hennar fyrir einum sjö mánuðum. Hún kvaðst hafa flúið með hann til að bjarga honum frá hinum ýmsu hrægömmum sem ólmir vildu komast yfir eigur hans, átti hún þar einkum við ættingja hans og for- svarsmenn ýmissa líknarstofnana sem Otto hafði styrkt í gegnum ár- in. Þegar Otto var spurður um afstöðu sína til hjónabandsins og hvort hann vissi yfirhöfuð að þau væru gift, svaraði hann í fyrstu neitandi. Pearl hvatti hann þá til að segja sannleikann. Þá sagði gamli maðurinn: „Ég fór ekki inn. Eg undirritaði eitthvert plagg, en ég vissi að við værum gift.“ Pearl hvatti hann þá frekar og þá sagði hann: „Ég sat úti í bílnum. Ég fór ekki inn og ekki vissi ég að mað- urinn væri prestur. En ef það er nóg þá erum við svo sannarlega gift.“ Ekki dóttir heldur íyr- irmyndareiginkona Daginn eftir var lesin upp fyrir réttinum kæra Harlans Moehns að Pearl hefði rænt Otto og haft hann nauðugan í haldi. Sama dag var vísað frá umsókninni um að Otto Birch ættleiddi Pearl. Gifting þeirra hafði ekki einungis gert þá ráðstöfun ónauðsynlega, heldur beinlínis ósæmilega. Laugardaginn 29. október kvað dómari upp úrskurð sinn. Hann kvað hlutverk réttarins í máli þessu einungis vera að skera úr um hvort Pearl heföi haft Otto Birch nauðug- an á valdi sínu og þrátt fyrir rök ákæranda kvað dómarinn engar Iík- ur benda til þess. Hann lauk máli sínu á þessa leið: „Þessi kona hefur afplánað refs- ingu sína. Hún hefur ^reitt skuld sína við þjóðfélagið. Eg get ekki með neinu móti séð að fyrri mis- gerðir hennar geri hana óhæfa til að vera eiginkona herra Birch. Ég hef rætt við herra Birch. Hann er and- lega hress og honum þykir mjög vænt um hana. Vísa ég því frá þeirri kröfu að hjónabandið verði dæmt ógilt.“ Pearl gekk því út úr réttarsalnum með pálmann í höndunum og millj- ónum dollara rfkari. Hún hafði ein- sett sér að sölsa undir sig hinar miklu eignir Birch-hjónanna og henni tókst það. ísfirðingar— Félagsfundur Fundur verður hjá Framsóknarfélagi (sfirðinga fimmtudag- inn 17. september kl. 20.30. Mætum öll vel og stundvlslega. Stjómin. Útboð Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilboð- um I landpóstaþjónustu þriggja svæða. Afhend- ing útboðsgagna fer fram hjá stöðvarstjórum til- heyrandi póst- og símstöðva, frá og með mánudeginum 14. september 1992. Hrútafjörður: Þ.e. í Staðarhrepp, Bæjarhrepp og syðri hluta Broddaneshrepps, að Skriðnesenni. Dreifing mun fara fram þrisvar í viku frá póst- og sím- stöðinni Brú. Tilboðum skal skilað þangað, eigi síðar en 12. október 1992 kl. 14.00. Öxarfjörður: Þ.e. frá Kópaskeri að Tjörnesi. Dreifing mun fara fram þrisvar í viku frá póst- og símstöðinni Kópaskeri. Tilboðum skal skilað þangað eigi síðar en 14. október 1992 kl. 14.00. Fljótsdalshérað: Þ.e. Fellahrepp, Fljótsdalshrepp, Vallahrepp og Skriðdalshrepp. Dreifing mun fara fram fjórum sinnum í viku frá póst- og símstöðinni Egils- stöðum. Tilboðum skal skilað þangað eigi síðar en 16. október 1992 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð skiladag kl. 14.00 á tilheyr- andi póst- og símstöð, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Póstmálasvið -150 Reykjavík Aðalsafnaðarfundur Digranessóknar verður haldinn í Iþróttahúsinu Digranesi, þriðjudaginn 15. sept- ember, 1992, og hefst klukkan 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kirkjubyggingarmálið. Önriur mál. Rétt til fundarsetu hefur allt safnaðarfólk, 16 ára og eldra. Hafið persónuskilríki meðferðis. Sóknarnefndin. ---------------------------------------------\ í Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Jóhanna Ólafsdóttir Skeiöháholtl lést I Sjúkrahúsi Suöurlands á Selfossi aö morgni 10. september. Ólafur Jónsson Jóhanna Jónsdóttir Bjarni Jónsson Kristin Skaftadóttir Gunnlaugur Jónsson Kristín Hermannsdóttir Sigriður Jónsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn ____________________________________________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.