Tíminn - 10.11.1992, Page 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 10. nóvember 1992
Afskrifuð útlán eða útlánatöp banka og sparisjóða hafa fjórfaldast milli áranna 1987 og 1991.
Hagdeild Seðlabanka íslands:
Þrýstir upp vaxtabili
eða þjónustugjöldum
Útlánaafskriftir og töp viðskiptabanka og sparisjóða námu alls 4.335 millj-
ónum króna á fímm ára tímabili, 1987-1991. Sé útlánahættan nokkum
veginn rétt metinn voru um 5,7 milljarðar króna útlánatöp í vændum mið-
að við árslok 1991, eða 3% af útlánastofninum. Hlutfall afskriftareiknings
af útlánum sparisjóða nam 2,4% á móti 3,13% hjá viðskiptabönkum. Þess-
ar upplýsingar koma fram í Hagtölum mánaðarins í október sem hagfræði-
deild Seðlabanka íslands gefur ÚL
Á umræddu tímabili hefur orðið
3,6-földun á framlögum í afskrifta-
reikning og staða hans hefúr hækk-
að 4,3-falt milli ársloka 1986 og
1991. Leiðrétt með lánskjaravísitölu
varð 1,8-föId aukning á framlögum,
eða 80% aukning, en rúm tvöföldun
á reikningsstöðunni eða sem nemur
aukningu uppá 107%. Afskrifuð út-
lán eða útlánatöp hafa því aukist
álíka mikið, eða fjórfaldast milli
1987 og 1991, á föstu verðlagi 2,2-
földun. Að mati hagdeildarinnar
hafa töpuð útlán banka og sparisjóða
höggvið sífellt stærra skarð í rekstr-
arafkomuna og að sama skapi hefur
nettóhagnaður þeirra minnkað. En
árlegar afskriftir banka og sparisjóða
svara til þess að tapast hafi 8%-16%
af eigin fé. Sem hlutfall af fjármuna-
tekjum, sem fást af útlánum og öðr-
um eignum, hafa afskriftirnar meira
en tvöfaldast, eða úr 3,4% í 7,8%.
Sama máli gegnir um hreinar fjár-
munatekjur, þ.e. að frádregnum
fjármagnsgjöldum svo að svarar ná-
lægt því til vaxtamunar, úr 12,2% í
25,8%. Þannig tók hlutfall afskrifta
að frádregnum rekstrargjöldum,
tugprósenta stökk þrjú ár f röð eða
úr 41,5% árið 1988 í 76,8% árið
1991. Hagdeildin telur að útlána-
hættan geti þannig gleypt hreinu
tekjurnar og stöðvað uppbyggingu
eiginfjárins, nema hún verði tilefni
til að þrýsta upp vaxtabili eða þjón-
ustugjöldum, en til þess verða síður
færi með vaxandi samkeppni utan
að. Jafnframt undirstrikar þetta, að
mati hagdeildarinnar, nauðsyn
vandaðs undirbúnings útlána og
mati á tryggingum. f riti hagdeildar
Seðlabankans kemur fram að hér á
árum áður fór lítið fyrir töpuðum
útlánum í bankakerfinu sökum þess
að verðbólgan sléttaði yfir áhættu og
mistök og ennfremur tíðkaðist það
ekki til skamms tíma að tíunda töp-
in í reikningshaldi. En verðbólgu-
töpin komu fyrst og fremst niður á
innlánseigendum fremur en bönk-
unum sjálfum. Hins vegar var bund-
inn endi á þessar lausnir með til-
komu verðtryggingar og raunvaxta,
auk þess sem sviptingar í efhahags-
málum, þrengingar í útflutningsat-
vinnuvegunum og óvarkárni í ýms-
um greinum hafa á liðnum árum
aukið áhættuna í atvinnurekstri og
lánastarfsemi. -grh
Safnast hafa 7,5 milljónir króna í söfnun til styrktar Sophiu Hansen. Fulltrúar íslenskra
fjölmiðla á leið til Tyrklands:
Réttað í forræðis-
málinu á fimmtudag
Næstkomandi fímmtudag verður réttað í forræðismáli Sophiu Han-
sen gegn fyrrum eiginmanni hennar, Halim Al, og viðstaddir réttar-
haldið verða fulltrúar stærstu fjölmiðla íslands. Þá er viðbúið að á
morgun, miðvikudag, verði sýnt níu mínútna myndband á báðum
íslensku sjónvarpsstöðvunum sem tekið var ytra 16. maí sl., þar
sem Dagbjört eldri systirin segir frá því harðræði sem systurnar
höfðu þá verið beittar af fÖður sínum og hans fóUd.
í gær héldu deiluaðilar hvor sinn
blaðamannafundinn í Istanbul til að
kynna sjónarmið sín í forræðismál-
inu en næstkomandi fimmtudag,
12. nóvember, verður réttað í mál-
inu fyrir undirrétti í Istanbul. Við-
búið er að niðurstöðu dómsins verði
áfrýjað til hæstaréttar Týrklands.
Fundur Sophiu með tyrknesku
pressunni var haldin til að svara því
ranghermi sem fram kom á pressu-
fundi föðursins fyrr um daginn. En
á þeim fundi staðhæfði Dagbjört að
hún vildi vera áfram hjá föður sín-
um og sakaði móður sína um að
hafa svikið þau með því að kasta mú-
hameðstrúnni!
Sigurður Pétur segir þetta alrangt
enda hafi Sophía aldrei tekið neina
múhameðstrú. Sigurður sagði að
þessi framburður Dagbjartar sé ná-
kvæmlega hinn sami og hún við-
hafði á fundi með móður sinni um
helgina. En svo virðist sem sl. sex
mánuði hafi systurnar verið í mjög
ströngum heilaþvotti til að knýja á
um að þær gleymi móður sinni og
til að fá þær til að snúast gegn
henni. Síðastliðinn laugardag fékk
Sophía að hitta dætur sínar tvær í
fyrsta skipti í hálft ár, eða síðan í maí
í sumar. Á fundinum, sem stóð yfir í
um klukkutíma á hótelherbergi í
Istanbul, virtust stúlkumar ekki
vera með sjálfum sér og vildu hvorki
sjá né tala við móður sína. Þær eru
báðar komnar í skóla sem reknir eru
af strangtrúuðum múslimum.
Rúna, sú yngri, er í skóla sem kenn-
ir eingöngu kóraninn en í skóla
Dagbjartar er einnig lögð mest
áhersla á kóraninn en þó fær hún
tilsögn í reikningi, teikningu og
tveimur öðrum fögum.
Þá hefur tyrkneska dómsmálaráðu-
neytið kært Halim Al, fyrrum eigin-
mann Sophiu Hansen, til saksókn-
ara og er í þeirri kæru krafist opin-
berrar rannsóknar á þeim brotum
sem hann hefur brotið á umgengn-
isréttinum. Jafnframt er fyrirhuguð
rannsókn á þeim hótunum sem
Sophia og lögmaður hennar í TVrk-
landi hafa orðið fyrir.
í gær var verið að vinna að því að
ganga frá níu mínútna myndbandi
til birtingar á báðum íslensku sjón-
varpsstöðvunum á morgun, mið-
vikudag. Myndbandið var tekið upp í
maí sl. þegar Sophia hitti dætur sín-
ar og þar lýsir Dagbjört því harðræði
sem systurnar höfðu þá orðið fyrir af
hendi föðurs síns og hans fólki.
Þá höfðu í gær safnast alls sjö og
hálf milljón króna í fjársöfnun til
styrktar Sophiu Hansen undir kjör-
orðinu Bömin heim. Heildarkostn-
aður við málið nemur alls um 15
miljónum króna en söfnuninni lýk-
ur næstkomandi sunnudag, 15. nóv-
ember. Svarað er daglega í síma
684455 frá klukkan tíu á morgana til
miðnættis.
-grh
Ný félagsmiðstöð SÁÁ:
Ulfaldinn
og mýflugan
SÁÁ samtökin tóku nýlega í notkun
félagsheimili við Ármúla 17a og hef-
ur það hlotið nafnið Úlfaldinn en þar
rúmast með góðu móti um 250
manns. Kaffistofa er einnig í félags-
heimilinu. Hún rúmar um 50-70
manns og hefur hlotið nafnið mý-
flugan.
Félagsstarf fer fram í félagsheimil-
inu alla daga vikunnar. Meðal þess
má nefna að á þriðjudögum eru
bridgekvöld, á föstudögum er disk-
ótek og opið hús á vegum ungs fólks
í SÁÁ. Á laugardögum er opið hús
fyrir alla, lítið taflmót, félagsvist og
dansleikir og á sunnudögum eru
dansæfmgar. Þá hafa verið haldnir
tónleikar og fyrirhuguð eru nám-
skeið af ýmsu tagi, svo sem bridge-
námskeið, fluguhnýtinganámskeið,
prjóna- og saumanámskeið.
Frá hinni nýju fólagsmiðstöð SÁÁ í Ármúla 17a.
Ráðstefna í Viðey um ný
tækifæri í fiskútflutningi:
EES-mark-
aður fyrir
ísl. sjáv-
arafurðir
Sjávarútvegsráðuneytið og
Útfíutningsráð hálda ráð-
stefnu í Viðey nk. föstudag. Á
henni verður fjallað um ný
tækifæri sem opnast fyrir út-
flytjendur sjávarafurða með
EES samningnum.
Tilgangur ráðstefnunnar er
að benda á þá möguleika sem
opnast íslenskum útflytjend-
um þegar EES samningurinn
tekur gildi, þ.e.a.s. verði hann
samþykktur. Meðal fyrirlesara
á ráðstefnunni verða Finn
Christiansen frá MD-Food í
Danmörku og fjallar hann um
vöruþróun og útflutning Dana
á landbúnaðarafurðum, en
Danir hafa náð mjög góðum
árangri í að flytja út unnar
landbúnaðarafurðir til Evr-
ópulanda.
Þá fíalla David og Andrew
Marshall frá Bretlandi um
megineinkenni Evrópumark-
aðar fyrir sjávarafurðir en sá
síðamefndi er innkaupastjóri
verslanakeðjunnar Marks &
Spencer. Benedikt Höskulds-
son, viðskiptafulltrúi Útflutn-
ingsráðs í Berlín, fjallar um
Þýskalandsmarkaðinn, en
hann hefur nýlega lokið við
skýrslu fyrir FAO um markað
fyrir tilbúna sjávarrétti í
Þýskalandi.
Um Frakklandsmarkað fjallar
Sighvatur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, en
Sighvatur var áður fram-
kvæmdastjóri dótturfyrirtækis
SH í Frakklandi. Aðrir fyrirles-
arar verða m.a. Amar Bjama-
son, Guðbrandur Sigurðsson,
Sigurður Haraldsson, Pétur
Bjömsson og Logi Þormóðs-
son.
Ályktun háskólaráös um
niðurskurðinn í fjárlaga-
frumvarpinu 1993:
Finnið aðr-
ar leiðir
en að rýra
menntun
Á fundi háskólaráðs á dögun-
um var samþykkt ályktun þar
sem þess er farið á leit við Al-
þingi íslendinga að það fínni
aðrar Ieiðir til að bæta stöðu
ríkissjóðs en að rýra menntun
og starfsþjálfun eða þrengja
að rannsóknum til atvinnu-
sköpunar og eflingar þjóð-
menningar.
Ástæðuna fyrir þessari
áminningu segir háskólaráð
vera þá að í fmmvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1993 sé gert ráð
fyrir að Háskólinn verði áfram
að búa við jafnþröngan fjárhag
og á þessu ári. í vaxandi at-
vinnuleysi verði hins vegar að
gera kröfu um að fjárveitingar
til menntunar og rannsókna
verði auknar, annars sé hætta
á að erfiðleikarnir aukist, ný-
sköpun verði í lágmarki og
samkeppnisstaða þjóðfélagsins
verði hættulega veik.
Til að sporna við þessu vill há-
skólinn bæta gmnnmenntun
og einnig efla framhaldsnám
og rannsóknir.