Tíminn - 10.11.1992, Síða 12
AUGLYSINGASIMAR
Áskriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaiþróttagallar á frábæm verði.
Umboðssala á notuðum bamavömm.
Sendum i póstkröfu um land allt!
BARNABÆR, Ármúla 34
Slmar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bílasala Kópavogs
Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi
ISÍMI 642190
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
& 686300
Iíniinn
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓV. 1992
Útlit er fyrir gífurlegar annir á Alþingi fyrir jólin, EES er enn í nefnd og tjárlagafrumvarpið er í salti:
Ekki liggur fyrir hvenær frumvarp til staðfestingar á EES-samn-
ingnum verður afgreitt úr utanríkismálanefnd. Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði erfitt að afgreiða
málið fyrr en sjávarútvegssamningurínn liggur fyrir og eins þurfi öll
frumvörp sem tengjast málinu að vera komin fram, en vantar nokk-
uð á að svo sé. Búist er við mjög
mánuði.
Fundur var í utanríkismálanefnd
Alþingis um helgina og í gærmorg-
un. Ekki er ljóst hvenær samning-
urinn veröur afgreiddur, en reiknaö
er með að á næsta fundi, sem verður
eftir viku, fáist skýr svör um hvort
og hvenær sjávarútvegssamningur
íslands við EB liggur fyrir.
Ekkert frumvarp sem tengist EES-
samningnum hefur verið afgreitt á
aiklum önnum á Alþingi í næsta
þingi. Flest frumvörpin eru enn til
meðferðar í þingnefndum, en örfá
eru komin til annarrar umræðu. Þá
hafa nokkur mikilvæg frumvörp enn
ekki verið lögð fram, en verið er að
leggja lokahönd á þau flest í ráðu-
neytunum. Þar má nefna frumvörp
um landakaup útlendinga hér á
landi og jarðhitaréttindi.
Fyrstu umræðu um fjárlagafrum-
varpið er lokið og er það nú til með-
ferðar í fjárlaganefnd. Margir grund-
vallarþættir frumvarpsins eru óljós-
ir. Þannig liggur ekkert fyrir um
hvort virðisaukaskattinum verður
breytt eða hvernig. Fjármálaráð-
herra hefur lýst því yfir að málið sé í
biðstöðu meðan beðið er eftir tillög-
um frá atvinnumálanefnd ríkis-
stjórnarinnar og aðila vinnumark-
aðarins, en nefndin hefur verið að
velta upp hugmyndum um miklar
skattkerfisbreytingar. Það eina sem
liggur fýrir um breytingar á virðis-
aukaskattinum er að ágreiningur er
um málið í þingflokki sjálfstæðis-
manna.
í allt haust hafa þingstörf gengið
Bæjarstjóra Ólafsfjarðar sagt upp
Meiríhluti bæjarstjómar Ólafsfjarðar hefur tekið þá ákvörðun að segja bæj-
arstjóranum á Ólafsfirði, Bjama Crímssyni, upp störfum. Sigurður
Bjömsson, formaður bæjarráðs, hefur jafnframt ákveðið að segja sig úr
bæjarstjóm til að greiða fyrir því að sættir takist innan bæjarstjómar, að því
er hann segir. Asakanir hafa veríð boraar á Sigurð um misnotkun á fjár-
munum bæjaríns, en bærínn veitti fyrirtæki sem Sigurður stýrði, Fisk-
marí, lánaábyrgðir. Siguröur hefur nú faríð fram á það við ríkissaksóknara
að þessar ásakanir verði rannsakaðar.
Harðvítug átök hafa verið lengi Bjarna Grímssonar. Mestir sam-
innan meirihluta Sjálfstæðisflokks starfserfiðleikar hafa verið milli
í bæjarstjórn Ólafsfjarðar um störf Bjarna og Sigurðar Björnssonar,
formanns bæjarráðs. Ágreiningur-
inn er að hluta til persónulegur.
Inn í deilurnar blandast banka-
ábyrgðir sem bærinn veitti Fisk-
mari, en bærinn varð fýrir umtals-
verðu fjárhagstjóni þegar Fiskmar
varð gjaldþrota. Þá er ágreiningur
um starf bæjarstjórans, ákvarðanir
og starfshætti.
Fyrir helgi tók bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar svo þá ákvörðun að segja
HHHEHiI
Bjarna upp störfum og er honum
gert að hætta störfum fýrirvara-
laust. Honum verða þó greidd laun
í 6 mánuði.
í framhaldi af ásökunum sem
bornar hafa verið á Sigurð Björns-
son hefur hann óskað eftir að rík-
issaksóknari rannsaki tengsl hans
við Fiskmar. Ríkissaksóknari hefur
ekki svarað þessari beiðni.
-EÓ
rólega fýrir sig. Þingmenn hafa
fengið nægan tíma til að mæla fýrir
þingsályktunartillögum. Mjög litið
hefur verið um kvöldfundi og engir
fundir hafa verið á föstudögum.
Hins vegar hefur verið unnið af
krafti í þingnefndum.
Ekki gerist margt í þinginu þessa
viku, en nú stendur yfir Norður-
landaráðsþing í Danmörku. Fjöldi
þingmanna og ráðherra frá íslandi
situr þingið. -EÓ
Vinning laugard (í)( (3J
7. nóv. 1992
^3^20) 21(37)" (30)
VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 0 2.647.671
i 2. 4aÍ5Í W 2 229.966
3. 4af5 94 8.440
' 4. 3af5 3.361 550
Heildarvinningsupphaeð þessa viku: kr. 5.749.513
m /Sm 1
UPPLYSINGAR: SÍMSVARI91-681511 LUKKULÍNA991002
...ERLENDAR FRÉTTIR...
BRÚSSEL
EB deilir
Evrópubandalagið hefur nú klofnað i af-
stöðu sinni til hótunar Bandarikja-
manna um viðskiptastríö. Deilt er um
hvort samiö skuli til að koma i veg fyrir
alvarlegur deilur við Washington um
fræ til olíuframleiðslu eða hvort láta
skuli sverfa til stáls eins og Frakkar
vilja.
GENF
Dunkel vill semja
Formaður GATT-viðræðnanna, Arthur
Dunkel, er reiðubúinn til aö semj'a við
Bandarlkjamenn til að komaf I veg fyrir
að viðræðurnar renni út i sandinn.
LONDON
Jeltsín í opinberri
heimsókn
Forseti Rússlands, Boris Jeltsín, er nú i
opinberri heimsókn i Bretlandi og vona
þarlend yfirvöld að heimsóknin verði til
þess aö Rússar taki endanlega ákvörð-
un um að stefna I átt til lýöræðis.
SARAJEVO
Króatar sækja fram
Króatar reyna nú hvað þeir geta til að
stækka það landsvæöi sem þeir hafa
yfir að ráöa I suðausturhluta Bosníu og
segjast hafa rekið hersveitir Serba fleiri
kilómetra á bak aftur á sumum bar-
dagasvæðum.
BERLÍN
Hægrimenn færast í
aukana
I gær var afmæli hinnar illræmdu „Krist-
alnætur" nasista og hægri menn létu
heldur betur til sin taka af þvi tilefni
með árásum og ofbeldi gagnvart út-
lendingum. Þetta varð til þess að einn
af leiðtogum gyðinga í Þýskalandi sá
ástæðu til að benda á aö lýðræðið i
Þýskalandi kunni að vera i hættu.
LUANDA
SÞ vilja semja við
Savimbi
Málamiðlari SÞ, Marrack Golding, reyn-
ir enn hvað hann getur að ná fundi Jon-
as Savimbi, leiötoga UNITA, til aö
reyna að fá hann i friðarviðræður og
koma i veg fyrir að enn brjótist þar út
bardagar.
TÓKÝÓ
Japanir gagnrýndir
harðlega
Japanir hafa veriö gagnrýndir mjög
harölega sökum þeirrar ætlunar sinnar
að flytja 1,7 tonn af plútónium sjóleið-
ina frá Frakklandi. Japanir hafa svarað
þvi til að skipiö muni aldrei koma nær
landi á leiðinni en 200 sjómílur.
MARSEILLE
Sprengingar í olíuhreins-
unarstöö
Miklar sprengingar urðu i oliuhreinsun-
arstöð nálægt Marseille i Frakklandi.
Að sögn eigenda stöðvarinnar urðu
sprengingamar fjórum mönnum að
bana og einn særöist alvariega.
PARlS
Hneykslið í Frakklandi
varðandi það að eyðnismitað blóð var
gefiö sjúklingum i stórum stil, stækkar
með hverjum deginum. Af þvi tilefni
mun Francois Mitterrand koma fram í
sjónvarpi og er búist við að hann gagn-
rýni harölega þá tilhneigingu manna að
notfæra sér hneyksliö i pólitiskum til-
gangi.
NAIROBI
Róstusamur kosninga-
undirbúningur
Veikleikar ráðamanna, ásakanir um
svik og alda ofbeldis hefur einkennt
upphaf kosningabaráttu i Nairobi sem
er hin fyrsta i aldarfjóröung.
DENNI DÆMALAUSI
„Hvað er inni í álþynnunni á þriðju hillu að
neðan ofan á litla diskinum. sem er annar frá vinstri?“