Tíminn - 17.11.1992, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 17. nóvember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskríft og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Lækkið vextina
Flestum landsmönnum er ljóst að verði ekkert að
gert í þeim efnahagsþrengingum, sem að steðja, muni
þjóðarbúið verða fyrir þeim búsifjum sem seint eða
ekki verða bættar. Ríkisstjórnin hefur enga burði til að
leysa úr vandamálunum, enda eru stjórnarliðar sjálf-
um sér ósamþykkir og hver höndin þar upp á móti
annarri í veigamiklum málum.
í atvinnumálanefnd sitja fulltrúar launþega og at-
vinnuveitenda, sem reyna að bræða með sér tillögur til
að auðvelda ríkisstjórninni að takast á við vandamálin.
En úrlausnarefnin eru erfið viðureignar og við hefur
legið að atvinnumálanefndin gæfist upp á að koma vit-
inu fyrir þá, sem standa í vegi fyrir aðgerðum sem að
gagni mega koma.
En eftir miðstjórnarfund ASÍ um helgina var ákveðið
að nefndin haldi störfum áfram og er það fagnaðarefni,
því mörgum hrýs hugur við því til hvaða ráða ríkis-
stjórnin myndi grípa, ef hún nyti ekki samráðs þeirra
sem bera uppi atvinnulífið í landinu.
Lækkun vaxta hefur löngum verið krafa samtaka
launafólks og atvinnuveganna og svo er enn. Það er
einmitt vaxtalækkun, sem þessir hagsmunaaðilar setja
á oddinn í þeim efnhagsráðstöfunum sem þeir leggja
til. Það myndi létta miklum byrðum af atvinnulífinu
og bæta verulega allt efnahagsumhverfi fyrirtækja til
sjós og lands.
Slíkt kemur vinnandi fólki að sjálfsögðu til góða og á
hitt er ekki síður að líta, að þorri launafólks er skuld-
ugur vegna einkaeignarstefnunnar í húsnæðismálum
og er margur að kikna undan þeirri vaxtabyrði sem
lögð er á heimilin. Minnkandi atvinnu fylgja lægri
tekjur og síaukið atvinnuleysi verður til þess að fólk
stendur ekki undir skuldunum og blasir neyð við
fjölda heimila af þessum sökum.
Ríkisstjórnin segist ekki hafa tök á vaxtaþróun og vís-
ar á vaxtafrelsi lánastofnana, en þær vísa aftur á Seðla-
bankann og ríkisstjórnina og benda á bindiskyldu og
hávexti ríkisskuldabréfa og minna á að eftir höfðinu
dansa limirnir.
Bankar og aðrar lánastofnanir ákvarða vaxtamun og
þjónustugjöld að eigin geðþótta og miða við að þær
tapi engu af öllu því glataða afskriftarfé, sem hlýst af
illa grunduðum útlánum sem aldrei fást greidd til
baka. Mistökum bankastjórnanna er velt yfir á þá, sem
enn eru borgunarmenn fyrir háum vöxtum, og at-
vinnuvegir og launþegar standa undir vaxtaáþjáninni.
Það sýnist augljóst að ef sátt á að nást um lífskjör og
atvinnumál, verður að taka á vöxtunum. Ríkisstjórnin
virðist hvorki hafa dug né áhuga á að beita sér fyrir
vaxtalækkun og er bágt að sjá hvort hún hefur yfirleitt
nokkra stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum, aðra en
þá að fljóta sofandi að feigðarósi eins og það skipti
engu máli hvað um íslenskt þjóðfélag verður.
Þá ættu lánastofnanir að sjá að það hlýtur að vera
þeirra eigin hagur að þjarma ekki svo harkalega að
skuldunautum að þeir verði ekki borgunarmenn fýrir
lánum sínum og vöxtum af þeim. Sé til lengri tíma lit-
ið, er það því einni þeirra hagur að vöxtum sé í hóf
stillt.
Þjóömáíaumræðan í landinu í
tengslum við fyrirhugaöar efna-
hagsaðgerðir ríkisstjómarínnar
vírðist nú vera komin út um víð-
an völl og Garrí er að verða alveg
ruglaöur á því hver það er sem
ræður ferðinni. Morgunhlaðið
talar um það í sínu Reykjavíkur-
bréfi að Alþýðubandalagsmaður-
inn Ásmundur sé eins konar
efnahags-messtas, sem stjóm-
völd eigi að Játa ieysa efnahags-
vandann, cnda sé hann ekki leng-
ur bundinn nokkrum hagsmuna-
fjötrum eftir að hann iýsti þvíyf-
ir aö hann sæktist ebki eftir
endurkjöri sem forseti ASÍ. Garri
getur teldð undir með Mogganura
að Ásmundur er hæfur maður,
sem getur ekki síður leyst vand-
ann en ríkisstjómin, en hitt er
svo annað mál að hann er ennþá
forseti ASÍ og ástæðulaust að
ætia að hann sinni þvi starfi ekki
heilshugar til enda. Svo er hitt að
hann er lika tengdur bankakerf-
inu eitthvað og vaxiaururæðan er
nolckuð heit um þessar mundir.
Á sama tíma og Morgunblaðið
dásaraar Ásmund, hnakkrífast
menn innan verkalýðsbreyfingar-
innar og Jakinn lendir í orða-
hnippingum við verkalýðsleiðtoga
kvenna að norðan og notar þær
hnippingar sem ástæðu tii að
ganga út úr atvinnumáianefnd á
meðan allir vita að Dagsbrúnar-
mönnura hefur liðið illa í at-
vinnumálanefndinni og eru btjál*
aðlr af reiði vegna vaxtahækkana.
Davíð og hnefinn
í öllu umrótinu hins vegar er
það huggun aó vita tii þess að ís-
lenski forsætisráðherrann stend-
ur enn keikur, með hnefann á
iofti og hefur aiitaf rétt fyrir sér
—jafnvei þó annað kunni að virð-
ast við fyrstu sýn. Það er ekki
iengra síðan en um síðustu mán-
aðarmót að Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sagði í Morgun-
blaðinu um efnahagstillögur og
aðgeröin „Ég ráðgerí að tiilögur
þær sem eru í vinnslu nú, eða ef í
harðbakkann slær, tillögur ríkis-
stjómarinnar, líti dagsins Ijós
fyrir 15. nóveraber." Nú er sá
mánaðardagur Íiðinn og enn er
óvíst um niðurstöðu og einhver
kann að halda að ráðherrann hafi
haft rangt fyrir sér með þessi
tímamörk. Það er hins vegar all-
deilis ekki eins og Davíð bendir á
í Mogganum um helgina. Það er
nefnilega ekki sama hvemig hiut-
imir eru skiigreindir. Samkvæmt
því sem Ðavíð bendir á er 15.
nóvember miður mánuður, „og
ég talaði um miðjan mánuðinn og
ég tel að allt frá tíunda tii tuttug-
asta sé innan þess rarama," eins
og ráðherrann orðaði þetta. Ef-
iaust hafa margir talið það liggja
beinast við hjá Davíð að viður-
kenna einfaldlega að þau tíma-
mörk sem hann gaf þessu máli á
sfnum tíma hafi því miður ekki
staðist upp á dag heidur sé Ijóst
að það muni skeika einhverjum
dögum til eða frá að niðurstaða
fáist. En. á siflcu var ekki þörf því
ráðherrann hafði rétt fýrir sér
með tfmamörkin. Eins og alltaf.
Að mcðaltali 15. nóv.
Engum dettur í hug að ætla að
það sé einfait mái eða fljótlegt að
ná sáttum um kostnaðariækkun
hjá fyrírtækjum í þjóðfélaginu
eða aö árangur siíks starfs sé
hægt að mæla með skeiðklukku.
Málið er einfaldlega ekki þannig
vaxið og þó forsætisráherra hafl
sjálfur gefið upp einhver tíma-
mörk vissi hann auðvitað manna
best að siík dagsetning er bara
„skot út í Ioftið“ og því átti eng-
inn að taka þetta bókstaflega og
miöa við einn ákveðinn dag. 1
rauninni er það mikil tiliitssemi
af forsætisráherra að gefa sér
tíma til að útskýra fyrir alþýðu
manna, það sem í raun íiggur í
augum uppi, að tímabilið frá 10.
nóvember til 20. nóvember er að
meðaitali 15. nóvember eða mið-
ur mánuður, sem er jú einmitt sú
dagsetning sem Davíð nefndi á
sínum tíma! Dragist það svo enn
í eina eða tvær vikur að menn
komi sér saman um tiliögur gerir
það ekki svo mikið til þvf dagsetn-
írtgar Davíðs munu standa enn
um sinn. SkUgreiningin á 15.
nóv. getur verið nokkuð rúm, þvf
tfmabiiið frá 1. nóv. tli 30, nóv. er
í rauninni að stórum hluta „mið-
ur mánuðurinn“ og þetta tímabil
gefur okkur iíka dagsetninguna
15.nóvember að meðaltalil
En aðalatriðið er þaö að forsæt-
isráherrann hefur aldrei rangt
fyrir sér, sama hversu lítið og fáf-
engiiegt atriðið er, hann hefur
alltaf rétt fyrir sér. Garri
Hryðjuverk fyrr og nú
Þegar Guðmundur J. Guðmundsson
var ungur maður var hann svo heið-
ríkur og upphafinn á svipinn að mesti
myndhöggvari landsins fékk hann til
að sitja fyrir þegar hann gerði risa-
vaxna Jesúmynd, sem nú horfir á
móti stærsta orgeli sem smíðað hefur
verið á þessari öld og er sá mikilleiki
dæmafar.
En þjóðin kynntist Jakanum fyrst
eftir öðmm leiðum en
gegnum Krist og listina. í
verkfallinu mikla 1955 var
hann sigursæll herforingi
sem ávallt stóð fremstur í
sveit þar sem orrustan var
höröusL Hann víggirti vegi og
lokaði höfnum, hellti niður
mjólk við Geitháls, gerði upp-
tæka heilu jeppaferamana af
eggjum við Korpu og stöðvaði
olíudælur í Hvalfirði. Bensín-
brúsar og tunnur voru hreins-
aðar út úr forartækjum um allt
landnám Ingólfs því hvarvetna
sem einhverjir gerðu tilraun til
að brjóta verkfollið á bak aftur
var Jakinn mættur með kappa
sína og höfðu þeir alls staðar
betur.
Kalda stríðið var í algleymingi og
drógu skoðanir manna á Jakanum og
hersveitum hans dám af hverjum
hver og einn fylgdi að málum í fram-
vindu sögunnar. Sumir héldu með
Dagsbrúnarhemum og fögnuðu
hverri unninni orrustu og í þeirra
augum var Jakinn heilagur maður en
aðrir töldu aðgerðimar ekkert annað
en ofbeldi ofstopamanna.
Hverfulleiki
Ef orðin hryðjuverkamaður eða
terroristi hefðu verið orðin fólki
munntöm þegar Guðmundur J. lok-
aði höfnum og vörugeymslum og
stöðvaði allan aöflutning matvæla og
bensíns til yfirráðasvæðis Dagsbrún-
ar, hefði hann áreiðanlega verið
sæmdur slíkum nafngiftum. En góð-
borgaramir urðu að láta sér nægja að
gnísta tönnum og hnýta blótsyrðum
við þá ímynd sem þótti hæfa honum
best, sem var helvítis kommúnisti.
Síöan Guðmundur J. lét af ofbeldis-
verkum í nafni verkalýðsins hefur
mikið tóbak farið um nefgöng hans
og þó nokkra skarpskyggni þarf til að
fmmrnmmmmm w
WITT OG BREITT
v J
Guðmundur J.
Þóra Hjaltadóttir.
sjá svipmót hans á Jesúmyndinni
góðu í Hallgrímskirkju.
Og allt er hverfulL Nú stmnsar Jak-
inn af fundi með Ásmundi forseta og
fleiri aðilum og fer hvergi dult með
það að forseti ASÍ er hryðjuverka-
maður sem tekið hefúr verkalýðinn í
gíslingu og hótar launalækkun og at-
vinnuleysi ef ekki verður gengið að
tillögum hans og terroristagrúpp-
unnar sem hann er í með útsendur-
um atvinnurekenda og ríkisvalds.
Verkfallsforinginn glæsilegi, sem áð-
ur stóð á götuvígjunum, er nú búinn
að finna sína hryðjuverkamenn í líki
forystuliðs Alþýðusambandsins.
Gíslar
Fleira mæðir á brjóstvöm Dags-
brúnar um áratugaskeið. „Frauka að
norðan" sagði eitthvað ógætilega
um forystuhlutverk Dagsbrúnar í
kjarabaráttunni á miðstjómarfundi
ASÍ og út hljóp Jakinn með munn-
söfnuði, sem andstæðingar hans
ormstuveturinn mikla 1955 hefðu
gjaman viljað nota réðu þeir orð-
kynngi til.
Em nú kappar famir að verða
nokkuð hömndssárir.
Þóra Hjaltadóttir á Ak-
ureyri hefur unnið sínu
félagi fyrir norðan og
samtökum launafólks
vel og kann vel að koma
fyrir sig orði, rétt eins og
Dagsbrúnarformaður. Miklar
fréttir vom sagðar af úthlaupi
Jakans og lengi vel hvíldi mik-
ill leyndardómur yfir því hvað
Þóra sagði, sem olli því að
miðstjóm ASÍ komst öll í upp-
nám sem og atvinnumála-
nefnd, sem öllu á að bjarga,
þegar Guðmundur J. sagði sig
úr henni og gaf út yfirlýsingar
um að hún væri ekki annað en
hópur hryðjuverkamanna
sem heldur verkalýðnum í gíslingu.
Vel má vera að allt sé þetta hárrétt
hjá Jakanum, sem þó hlýtur að vera
matsatriði. Hvað sem því líður er
mikil eftirsjá að Dagsbrúnarfor-
manni úr þeim margbrotnu samn-
ingum sem nú standa yfir og þarf að
ljúka farsællega.
Og það verður aldrei gert ef leiðtog-
ar launþegasamtakanna fara að
beina spjótum sínum hver að öðmm
og kveinka sér undan smáskeytum
sem fljúga á milli þeirra.
Jakinn hefur marga hildi háð og
þegar hann enn einu sinni er kom-
inn upp á víggirðingamar ætti ekki
að vefjast fyrir honum hvert hann
beinirvopnum sínum.
OÓ