Tíminn - 08.12.1992, Side 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 8. desember 1992
Innflutningurfjárfestingar-, rekstrarvara og olíu minnkað um marga milljarða milli ára en:
Nær ekkert hefur dregið úr
innflutningi neysluvara
Fyrstu tíu mánuði ársins fluttum við út vörur fyrir 72,7 milljarða króna
sem var um 4,4 mil]jörðum (5,6%) minna en sömu mánuði í fyrra. Vöru-
innflutningur sömu mánuði var rúmlega 71,1 milljarðar króna fob. Þar
varð samdrátturinn ennþá meiri, eða um 9,3 milljarðar króna (11,6%).
Athygli vekur, þegar litið er á hina
ýmsu liði innflutningsins (tímabilið
janúar—september), að samdráttur-
inn virðist nær allur vera hjá atvinnu-
vegunum, þ.e. í innflutningi á íjár-
festingar— og rekstrarvörum ásamt
olíuvörum. Innflutningur neyslu-
vamings (m.a. matvæla, fatnaðar,
heimilistækja, lyfja og tóbaks) er enn-
þá nánast jafn mikill og hann var í
fyrra — en þá hafði hann einmitt auk-
ist langt umfram allar spár frá 1990.
Það virðist því aðeins í innflutnings-
tölum einkabíla sem auðvelt er að sjá
samdrátt í innkaupum einstaklinga
og heimila, að minnsta kosti fyrstu
þrjá fjórðunga þessa árs.
Sundurliðun innflutningstalna nær
til septemberloka í ár. í ljósi umræðna
um erfiðleíka atvinnuveganna, at-
vinnuleysis og kjararýrnunar, getur
verið forvitnilegt að athuga þá skipt-
ingu og bera hana saman við inn-
flutning sömu mánaða næstu tvö ár á
undan. Þessi samdráttur er ennþá
þægilegri í ljósi þess að gengisskrán-
ing breyttist ekki þessi þrjú ár. Töl-
umar sýna cif-verðmæti í milljörðum
krónæ
Innflutningur í milljörðum króna
1990 1991 1992
Neysluvömr 18,1 21.1 20,7
Einkabílar 2,5 4,0 3,0
Neysla/bílar 20,6 25,1 23,7
Sú 22% aukning sem þama varð á
innflutningi neysluvara og einkabíla
milli 1990 og 1991 virðist aðeins að
litlu leyti hafa gengið til baka og þá
nánast eingöngu í bílainnflutningn-
um sem áður segir. Myndin verður allt
önnur þegar litið er á annan innflutn-
ing:
Hrá/rekstrarv. 19,6 21,5 19,7
Fjárfest.vörur 12,2 15,1 13,6
Flutningatæki 12,1 10,9 7,3
Olíuvömr 5,6 5,9 5,0
49,5 53,4 45,6
Hluthafafundur
Hluthafafundur í Eignarhaldsfélagi
Verslunarbankans h.f. verður haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík,
fimmtudaginn 10. desember n.k.
og hefst hann kl. 16:00.
Á fundinum verður samrunasamningui' félags-
ins við íslandsbanka h.f. kynntur og borinn upp til
samþykktar, en á aðalfundi 1. apiíl s.l. var stjóm
félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við
íslandsbanka h.f.
Dagskrá
7. Tillaga stjórnar félagsins um
samruna við Islandsbanka h.f.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum þehra í Islands-
banka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík,
dagana 7., 8. og 9. desember n.k., svo og á
fundardegi.
Samrunasamningur við íslandsbanka h.f. ásamt
fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyiir fundinum
liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Reykjavík, 30. nóvember 1992
Stjórn Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans h.f.
í öllum þessum vöruflokkum hefur
innflutningur stórlega minnkað í ár
og er nú samanlagt mun minni en
sömu mánuði árið 1990.
Fob-verðmæti heildarinnflutnings
og útflutnings tímabilið janúar—
september hvert þessara þriggja ára er
eftirfarandi í milljörðum talið:
1990 1991 1992
Útflutningur 70,1 69,4 65,7
Innflutningur 63,9 71,5 63,0
Vörusk.jöfn. +6,2 - 2,1 + 2,8
Innflutningur hefur því verið nærri
milljarði minni íyrstu níu mánuði
þessa árs en fyrir tveim árum og hálf-
um níunda milljarði minni en í fyrra.
Útflutningstekjumar hafa farið stór-
um minnkandi ár ffá ári.
- HEI
Trúnaðarmenn sjúkraliða ákveða sig í dag hvort þeir undirrita nýjan
kjarasamning. Kristín A. Guðmundsdóttir:
Óbilgirni fjármála-
ráðherra veldur efa
Á trúnaðarmannafundi sjúkraliða í dag verður tekin afstaða til kjarasamn-
ings og þess hvort framhald verði á aðgerðum. Fjármálaráðherra hefur
stefnt félaginu fyrir félagsdóm vegna aðgerða þess. „Við erum nú sérstak-
lega að horfa á þessa óbilgimi fjármálaráðherra," segir Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands.
Hún segir trúnaðarmenn sjúkraliða
hafa nýtt helgina til að meta samning-
inn og þeir muni taka afstöðu til hans
á fundi kl. 15 í dag. Kristín segir að
kjaramálanefndin hafi verið sátt við
samninginn og væntanlega skrifað
undir hefði ekki annað komið til. Hún
vildi ekki greina frá efni samningsins
fyrr en trúnaðarmenn væru búnir að
fjalla um hann.
Um hug félagsmanna nú segir Krist-
ín: „Það er undarlegt að fjármálaráð-
herra ætli sér í prófmál á stétt sem all-
ir vita að er rétt að slíta bamsskónum
og á þar af leiðandi ekki mikið fé til að
standa í málaferlum. Þannig að mér
finnst hann nú kannski ráðast á garð-
inn þar sem hann er Iægstur. Úr því að
hann þarf á prófmáli að halda þá hefði
hann getað verið búinn að fara í slíkt
prófmál fyrir löngu síðan,“ segir Krist-
ín.
Hún telur að það að stéttin hafi verið
án nokkurs kjarasamnings geri málið
annars eðlis en hjá öðrum stéttum
sem hafi haft kjarasamning og, eftir
túlkun fjármálaráðherra, gripið til
ólöglegra aðgerða. Um það hvort ekki
verði erfitt að ná upp samstöðu og ein-
hug meðal félagsmanna segir Kristín:
„Ég er alveg sannfærð um það að finn-
ist sjúkraliðum á sér brotið þá standi
þeir jafn fastir saman og áður.“
Kristín segir að búið sé að dómtaka
stefnu fjármálaráðherra fyrir félags-
dómi og á von á að málflutningur hefj-
ist á fimmtudag. Hún segir að á fund-
inum í dag verði tekin afstaða til þess
hvort skrifað verði undir samninginn
áður en úrskurður félagsdóms liggur
fyrir eða ekki. Hún telur að úrskurður
geti dregist í tíu til fimmtán daga án
þess að vilja fullyrða neitt. „Ég veit að
þegar mikið hefur legið við hefur
dómurinn úrskurðað innan tveggja
daga,“ bætir hún við.
-HÞ
Eigendur Álíminga sf., hjónin Sólveig Eyjólfsdóttir og Kristján Tryggvason. Timamynd:Ámi Bjama
Alímingar sf. 35 ára:
Frumkvöðull endurvinnslu
Nýverið fluttu Álímingar sf. í nýtt og stærra húsnæði að Síðumúla 23, Sel-
múlamegin. Fyrirtækið er 35 ára á þessu ári og hefur nú sem áður öryggið
að leiðarljósi og býður uppá fljóta og góða þjónustu.
Nýverið fluttu Álímingar sf. í nýtt og
stærra húsnæði að Síðumúla 23, Sel-
múlamegin. Fyrirtækið er 35 ára á
þessu ári og hefur nú sem áður ör-
yggið að leiðarljósi og býður uppá
fljóta og góða þjónustu.
Álímingar sf. voru stofnaðar árið
1957 af Kjartani Lorange en árið
1990 keyptu hjónin Sólveig Eyjólfs-
dóttir og Kristján Tryggvason fyrir-
tækið og hafa bætt verulega við vöru-
úrvalið.
Frá upphafi hafa Álímingar sf. sér-
hæft sig í að líma á bremsuborða og
kúplingsdiska, rennt diska og skálar
auk þess að selja nýja bremsuklossa,
bremsuborða og álímt á allar tegund-
ir farartækja. Það má því segja að
Álímingar sf. hafi verið frumkvöðull
að endurvinnslu hérlendis. Þar fyrir
utan selur fyrirtækið Bimbo barna-
bflstóla, bflaáklæði og öryggishlífar
svo nokkuð sé nefnt af fjölbreyttu
vöruúrvali sem þar er á boðstólum
frá viðurkenndum framleiðendum og
verðlaunuðum hönnuðum.
Hið nýja húsnæði fyrirtæksins er í
senn stærra, bjartara og á allan máta
mun hentugra og þægilegra fyrir við-
skiptavini þess til að koma með skál-
ar, diska og bremsuborða í vinnslu.
Verkstæðismóttaka á stærri stykkj-
um er Síðumúlamegin en þá er ekið
niður hjá Securitas. -grh