Tíminn - 08.12.1992, Síða 5

Tíminn - 08.12.1992, Síða 5
Þriöjudagur 8. desember 1992 Tíminn 5 MagnúsH. Gíslason: Sérkennileg málblóm Undra oft má sjá í blöðum og heyra í útvarpi og sjónvarpi orð og orðatil- tæki, sem maður fellir sig ekki allskostar við, vægast sagL Nýlega sá ég það Ld. í einu dagblaðinu, að talað var um „söluaðila". Kom þetta orð aftur og aftur fyrir í fréttinni. Á sama hátt yrði þá væntanlega talað um kaupaðila, en sá viðskiptamaður kom reyndar ekkert við sögu í fréttinni. Lengstaf hafa menn nú látið sér nægja að tala um kaupendur og seljend- ur, en kannski þykja þau orð ekki nógu frumleg lengur. Og nú eru menn steinhættir að líta á eða athuga eitt eða neitt, heldur er nú „kíkt“ á alla skapaða hluti. FVrrum merkti orðið að kíkja að horfa í sjónauka til þess að greina betur það, sem á var horft Eg held að engum hafi þá dottið í hug að ná sér í sjónauka, — kíki, — til þess að „kíkja“ á eitthvert mál eða viðfangsefhi, sem þeir voru að athuga. En nú mætti halda að enginn gæti lengur glöggvað sig á neinu nema með aðstoð kíkis. Mörgum virðist tamt að nota orð- ið „ferðaiðnaður" þegar rætt er um ferðamál. Ekki er ýkja langt síðan ég sá og/eða heyrði þetta orð fyrst, en fram að því létu menn sér nægja orðið ferðaþjónusta, enda sýnist það óneitanlega fremur vera þjónusta en iðnaður að taka á móti ferðamönnum og veita þeim fyrir- greiðslu. Við tölum að sjálfsögðu um iðnaðarvörur, en ég fæ ekki séð að ferðaþjónusta falli undir þá merkingu, sem almennt er lögð í það orð. Fyrir kemur að bílstjórar aki út af vegi og geta ýmsar orsakir Iegið til þeirra óhappa. En nú er ekki leng- ur nóg með það að menn fari út af vegum, heldur er þetta og þetta „út af“ þessu og þessu. Eg segi þetta „út af ‘ því, ég gerði þetta „út af‘ því, ég ákvað þetta „út af‘ því, o.s.frv. o.s.frv. Einhverntíma hefðu menn nú látið sér nægja orðin „vegna þess“ í stað hins stöðuga útafaksturs. Orðið „allavega" er í miklu uppá- haldi hjá mörgum. Það er auðvitað ekkert nýyrði, heldur gamalt og gott orð þar sem það á við. En nú er farið að nota það mjög í annarri merkingu en áður. Þetta er „alla- vega“ þannig, mér finnst „alla- vega“, ég tel „allavega" o.s.frv. Áð- ur notuðu menn, í þessu sam- hengi, orðin „að minnsta kosti“ í stað „allavega“ og ég kann að minnsta kosti, — en ekki allavega, — betur við það. Fyrir nokkru heyrði ég talað um það í útvarpinu að „þvera vegi“. Ekki minnist ég þess að hafa áður heyrt þetta orð, en mér skilst, að hér sé átt við það, sem áður hefur verið kallað að þverskera. En kannski er orðið að „þvera“ bara viðkunnanlegra þegar maður fer að venjast því. Mér finnst allt skurðartal frekar óviðfelldið. Og svo eru það nú öll blessuð „at- vinnutækifærin", sem sí og æ er verið að staglast á og mér finnst blátt áfram hræmulegt orð. Hvers- vegna í ósköpunum geta menn nú ekki lengur notað orðið starf, svo sem lengst af hefur verið gert, í stað þessa ianga, Ieiða og Ijóta orð- skrípis? Stundum heyrist tekið svo til orða að þessi eða hinn hafl ekið, — í bíl væntanlega, — „hringinn í kringum landið“. Ferðaþjónusta bænda er komin „hringinn í kring- um landið" og ég tala nú ekki um fiskvinnslufyrirtækin og þannig áfram með þessa hringa-vitleysu. Hvemig má þetta eiginlega gerast? Ég hef staðið í þeirri meiningu, að ísland væri eyja, umgirt sjó á alla vegu. Ég fæ ekki betur séð en að þeir bílar, sem ekið er þessa hring- leið, hljóti að vera einskonar sjó- eða vatnabílar. En er það nú ekki í rauninni svo, að bílunum sé ekið um landið, t.d. hringveginn, en ekki umhverfis það? Við siglum umhverfis landið, en ökum það naumast, enn sem komið er a.m.k. Ég hef heldur ekki frétt af neinni bændagistingu, — ferðaþjónustu bænda, — úti á sjó, þótt hana sé hinsvegar að finna víðsvegar á landinu. Og svo er það þetta dæmalausa snillyrði „ársgrundvöllur". Leng- staf hafa menn látið sér nægja að segja „á ári“, en nú er það orðalag allt í einu orðið úrelt og ónothæfL ,ÁrsgrundvöIIur“ skal það vera, hvað sem tautar og raular. Einhvemtfma talaði dr. Helgi Pjeturss um það, sem hann nefndi „helvíska þróun". Skyldi þessi sér- kennilega „málþróun", sem hér hefur lítillega verið vikið að, ekki vera eitthvað í ætt við hana? Höfundur er fyrrv. blaðamaöur. Grikklandsvinur á fomum slóðum Slgurður A. Magnússon: Grikklands- galdur. Undlr leiðsögn Slgurðar á fomar og sögufrægar slóðir. Ljósmyndlr Bragl Þór Jósefsson. Fjölvaútgáfa 1992. 192 bls. Sigurður A. Magnússon er kunn- ugastur Grikklandi og grískri menningu allra núlifandi Islend- inga. í inngangskafla þessarar bók- ar, sem ber yfirskriftina Ástarsaga, greinir hann frá fyrstu kynnum sín- um af Grikklandi og rekur síðan tengsl sín við land og þjóð. Á síðari ámm hefur Sigurður starf- að mikið sem fararstjóri íslenskra ferðamannahópa, sem sótt hafa Grikkland heim, og m.a. staðið fyrir menningarferðum til Grikklands, en þar er megináhersla lögð á að kynna ferðalöngum gríska sögu og menningu að fomu og nýju. Þessi bók er að hluta til afrakstur einnar slíkrar ferðar, sem farin var árið 1991, en Fjölvaútgáfan sendi Braga Þ. Jósefsson ljósmyndara með í ferð- ina til að taka myndir af viðkomu- stöðum og mannlífi. Hér er þannig um eins konar ferðasögu að ræða. Ferðin hefst í Aþenu, en síðan liggur leiðin til ýmissa frægustu og þekkt- ustu sögustaða í Grikklandi: Kórin- þu, Mýkenu, Epídavros, Ólympíu, Delfi', Þessalóníku, Krítar, Santór- íní, Samos og Efesos, svo aðeins séu nefndir nokkrir helstu viðkomu- staðir. Það er ekki öllum gefið að skrifa ferðalýsingar svo vel sé. Oftar en ekki verða slíkar lýsingar þurr upp- talning á stöðum, líkastar ferða- handbókum, eða þá að sögumaður setur sjálfan sig í öndvegi, lýsingin snýst öðm fremur um hann og hans persónu, en lesandinn situr eftir hundleiður og litlu nær. Svo er ekki um þessa bók. Sigurður lýsir sögu- slóðunum af mikilli þekkingu, frá- sögn hans er lifandi og skemmtileg, stórfróðleg, og þannig gerð að les- andanum finnst hann vera með í för. Ágætar ljósmyndir Braga Þ. Jósefsson- ar gera lýsinguna enn skemmtilegri. En bókin er ekki eingöngu ferða- lýsing, fjarri því. Inn í frásagnir af söguslóðum og öðmm viðkomu- stöðum blandar höfundur miklum fróðleik um Grikkland og gríska menningu, foma sem nýja og mannlífið sem þar hrærist. Árang- urinn verður einstaklega skemmti- leg og lifandi frásögn og að lestri loknum er lesandinn stómm fróð- ari. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum, ljósmyndimar til mikillar prýði og bókarkápa er einkar smekklega gerð. Þessi bók er gott dæmi um vel- heppnaða sam- vinnu útgefanda, höfundar og ljósmyndara og ósk- andi að útgáfan endurtaki þetta, sendi fróða og kunnuga menn á fomar söguslóðir í þeim tilgangi að semja rit um þær á íslensku. Ekki veitir af. Jón Þ. Þór Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitin og Rík- isútvarpið stóðu fyrir hljóm- leikum og verðlaunaveitingu í Háskólabíói 26. nóvember. Þar var verið að heiðra þau Jón Nordal tónskáld og Bryndísi Höllu Gylfadóttur knéfiðlara — Jón fyrir farsælt ævistarf í þágu tónlistarinnar og Bryn- dísi Höilu fyrir að hafa sigrað í keppni hljóðfæraleikara í sum- ar. Flutt voru tvö verk Jóns, Leiðsla firá 1972 og Choralis frá 1983. En Bryndís Halla spilaði einleik í hinum fræga og vin- sæla knéfiðlukonsert Dvoráks. „Einn dag munu allar línur enda í hnút,“ sagði skáldið, og á þessum tónleikum tengdust eftirfarandi þræðir, þótt tæp- lega komist á hinn háleita pall lögmáls endurtekningarinnar, Gesetz der Serie: Haustið 1962 eða ‘63 fór undirritaður á Edin- borgarhátíðina í þeim tilgangi að heyra píanógoð sitt Svjatósl- av Richter spila. Richter kom þó ekki — hafði fengið heila- blóðfall, að því er sagt var — en í staðinn var þarna sovéskt [TÓNLIST stórmenni eins og David Oist- rakh fiðlari, Mstislav Rostróp- óvitsj sellisti, Rostvestvenskí stjómandi og sjálfur Sjostak- óvitsj tónskáld. Samnefnarinn í þessu dæmi er Rostrópóvitsj, því á þessari hátíð spilaði hann knéfiðlukonsert Dvoráks, eins og Bryndís Halla nú, og það var Rostrópóvitsj sem pantaði verkið Choralis hjá Jóni Nordal til að flytja í Washington. Laus- ar flækt í hnút þennan er það, að í sumar var frú Ágústa, söngkona í Holti í Önundar- firði, á kúrsus hjá Galínu Vis- hnévskæju, konu Rostróp- óvitsj, en Rostrópóvitsj sjálfur byrjaði einmitt daður sitt við Vesturlönd með tónleikaferð til Reykjavíkur og ísaljarðar, ná- grannabyggðar Önundarfjarð- ar, fyrir 40 ámm. Bryndís Halla Gylfadóttir spil- aði konsert Dvoráks stórkost- lega vel og með miklum tilþrif- um. Vafalítið á hún erindi út á einleikarabraut, ef hún kýs það — þótt hinu sé ekki að leyna, að á þeirri braut mun hún finna fyrir fjölmennan hóp knéfiðlara, sem ekki geta síður spilað þennan fræga konsert vel og með tilþrifum. Jón Nordal er fyrst og firemst „borgaralegt tónskáld", eins og Tómas Guðmundsson var borgaralegt skáld. Hann kann sitt fag, semur vel og fagmann- lega, svo engan löst má á finna, en veldur hvorki deilum né tímamótum. Tónskáld og tón- listarmaður sem allir geta sam- einast um að veita verðlaun fyr- ir dyggðugt og samviskusamt starf í garði íslenskra tón- mennta. Stjómandinn Thomas Baldner — fæddur 1928 í Berl- ín og menntaður f Þýskalandi, en búsettur í Bandaríkjunum frá rúmlega tvítugu — tók þetta allt mjög alvarlega og leysti fagurlega af hendi. Sann- ir hátíðartónleikar. Sig.St. Auðar tóptir Tveir íslendingar fóru til Brússel og ætluðu að fara að skoða efnahagsbandalagið, en sér til mikillar furðu uppgötv- uðu þeir, að það var á bak og burL Hin mikla höll var að vísu ekki horfin, en byggingin var algerlega mannauð og eng- ir þar að störfum. Þó fundu þeir einhvern, sem þeir gátu spurt hvar herra Delors væri, og var þeim sagt frá vinnustað hans úti í bæ. Eitt- hvað er farið að halla undan fæti. Þetta hefur víst hvergi komið í fréttum hér á landi, og má vera að aldrei verði sagt frá því, en það er jafnsatt fyrir því. Þó að enginn tryði, getur hver sem er farið á staðinn að gá að þessu. Það er nefnilega komin upp eitrun í eínahagshöllinni, og allir flúnir. Asbesteitrun mun það vera kallað og talið tilviljun, en ég hygg þetta vera afleiðingu hugarfarsins, og samskonar aðvörunarmerki forsjónarinnar og jarðskjálft- inn mikli í Maastricht. Það er eitt af því sem erfiðast er að skilja, að menn skuli ekki sjá, að gjaldeyrishrunið mikla í Svíþjóð kom eins og skyndi- svar við því, að Ríkisdagurinn samþykkti sig inn í EBE. Ekki jókst traustið á sænsku efna- hagslífi og sænskum gjaldeyri við þá „skyn- s a m 1 e g u “ ákvörðun, heldur á hinn veginn. Enginn sá þetta fyrir, af hinum vísdómsfullu ráð- gjöfum. í Asíu, þar sem þeir vita sínu viti, við skjáina, sáu menn um leið, að innganga í EBE þýðir auðn og dauða. Og þeir dæmdu sænska EBE- krónu, einhvern besta gjald- miðil um áratuga skeið, til stórtaps á stundinni. Stígi sá fram, sem vill kalla hið sama yfir okkur íslend- inga, með inngöngu í auðar tóptir. Segi hann til sín. Þorsteinn Guðjónsson (Lesendur sktifa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.