Tíminn - 08.12.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 8. desember 1992
England
Coventry-Ipswich.............2-2
Cr. Palace-Sheff. Utd........2-0
Leeds-Nott. Forest ..........1-4
Middlesbro-BIackbum..........3-2
Norwich-Wimbledon............2-1
QPR-Oldham...................3-2
Sheff. Wed.-Aston Villa .....1-2
Southampton-Arsenal..........2-0
Tottenham-Chelsea............1-2
Man. Utd.-Man. City..........2-1
Norwich STAÐAN ....1812 3 3 34-31 39
Blackbum .. ....18 8 7 3 28-15 31
AstonVilla . ....18 8 7 3 29-20 31
Chelsea ....18 9 4 5 26-20 31
Man. Utd. ... ....18 8 6 4 20-13 30
QPR ....18 8 5 5 25-19 29
Arsenal ....18 9 2 7 22-19 29
Ipswich ....18 511 2 24-21 26
Liverpool ... ....17 7 4 6 30-24 25
Man. City ... ....18 7 4 7 25-19 25
Coventry .... ....18 6 7 5 23-25 25
Middlesbro. ....18 6 6 7 30-29 24
Tottenham . ....18 5 7 6 18-24 22
Leeds ....18 5 6 8 29-32 21
Southampton 18 5 7 617-19 21
Sheff. Wed. ....18 4 8 7 20-22 20
Oldham ....18 4 6 8 29-3318
Sheff. Utd... ....18 4 6 8 17-25 18
Everton ....17 4 4 9 13-21 16
Wimbledon ....18 3 6 9 20-28 15
Cr. Palace ... ....18 2 9 7 22-32 15
Nott. Forest ...18 3 5 10 17-28 14
Skotland
Aberdeen-St. Johnstone.....3-0
Dundee-Hibernian...........1-1
Partick Th.-Celtic.........2-3
Hearts-Airdrie ............1-3
Motherwell-Falkirk.........3-1
Þýskaland
Karlsruhe-Wattenscheid.....2-1
Stuttgart-Saarbrucken......2-2
Kaiserslautem-Frankfurt....0-2
Leverkusen-Dortmund........3-3
Níimberg-Mönchengladbach...0-1
Bochum-Bayern Miinchen.....2-2
Uerdingen-Dynamo Dresden...1-1
HSV-Werder Bremen .........0-0
Schalke-Köln...............1-0
STAÐAN
Bayem Miinchen .16 9 6 1 35-20 24
Frankfurt......16 8 7 1 29-16 23
Werder Bremen ...16 8 6 2 26-16 22
Karlsruhe .....16 9 3 4 36-28 21
Leverkusen.....16 6 7 3 33-19 19
B. Dortmund....16 8 3 5 31-24 19
Stuttgart......16 6 6 4 24-23 18
Ítalía
Ancona-Inter Milan...........3-0
Brescia-Genoa................2-2
Cagliari-Napoli..............1-0
Fiorentina-Juventus..........2-0
AC Milan-Udinese.............1-1
Pescara-Lazio................2-3
Roma-Parma...................1-0
Sampdoria-Atalanta...........2-3
Torino-Foggia................1-1
Belgía
Anderlecht-Boom..............4-1
Gent-Standard Liége..........2-1
FC Liége-Lokeren.............3-2
Beveren-Molenbeek............0-3
Genk-CI. Bmgge ..............0-0
Lierse-Ekeren................3-0
Antwerpen-Mechelen...........4-1
Holland
Maastricht-Willem ...........2-0
Den Bosch-Groningen..........0-2
Volendam-Go Ahead............1-0
Feyenoord-Vitesse............2-2
Roda-Dordrecht ..............1-3
Ajax-Twente..................0-1
Spánn
Cadiz-Barcelona..............0-4
Rayo Vallac.-Real Madrid.....2-0
Sevilla-Osasuna..............0-0
Celta Vigo-Real Sociedad.....2-1
Real Oviedo-Tenerife.........1-2
Espanol-Real Burgos..........3-1
Zaragoza-Sporting Gijon......1-1
Atletico Bilb.-Albacete......3-1
Logrones-La Comna............0-3
Atl. Madrid-Valencia.........1-1
Sviss
Young Boys-Grasshoppers......2-1
Bulle-Sion ..................1-2
St. Gallen-Chiasso...........0-1
Ziirich-Servette.............1-1
Aarau-Lausanne...............1-1
Lugano-Xamax.................2-0
Sviss-EES....................1-0
Körfuknattleikur:
Keflvíkingar sigruðu
Hauka í toppslagnum
Frá Margréti Saunders, fréttarítara Tfm-
ans á Suðumesjum:
ÍBK-Haukar 92-90 (43-41)
Keflvíkingar eru enn taplausir eftir
aö hafa sigrað Hauka, höfuöand-
stæðinga sína í A-riðli úrvalsdeildar-
innar í körfuknattleik, í Keflavík á
laugardag. Leiknum lyktaði með
sigri Keflvíkinga, 92- 90.
Keflvíkingar byrjuðu mjög vel og
virtust hafa leikinn í hendi sér fram-
an af fyrri hálfleik og höfðu mest ell-
efu stiga forystu. Jonathan Bow fékk
þá sína þriðju villu og Keflvíkingar
vildu þá hvfla en hann hafði þá leik-
iö mjög vel. Við þetta hresstust
Haukar og náðu að jafna þegar stutt
var til loka fyrri hálfleiks, en Keflvík-
ingar höfðu tveggja stiga forystu í
hálfleik, 43-41. Síðari hálfleikur var
jafn og spennandi og skiptustu liðin
á um að hafa forystu. Keflvíkingar
voru komnir með sjö stiga forskot
þegar mínúta var til leiksloka en
Haukarnir náðu að minnka muninn
áður en leiknum lauk. Keflvíkingar
eru því enn taplausir og tróna á
toppnum í A-riðli.
Byrjunarlið Keflvíkinga, þeir Bow,
Guðjón, Albert, Jón Kr. og Nökkvi,
spiiuðu allir vel og er þessi hópur
feikilega sterkur. Þegar þeir fóru að
dala fór Kristinn Friðriksson að
njóta sín og hélt þeim á floti lengi
vel í síðari hálfleik. Hann fór hrein-
lega á kostum og allt gekk upp hjá
honum. Keflvíkingar hafa leikið bet-
ur, en eins og þjálfari þeirra Jón Kr.
Gíslason, nýkjörinn körfuknattleiks-
maður ársins, sagði eftir leikinn, var
þessi leikur í raun sá fyrsti erfiði sem
þeir hafa leikið í vetur og andstæð-
ingarnir verið sterkir. Keflvíkingar
léku skynsamlega á lokamínútun-
um, náðu að halda höfði og stóðu
því uppi sem sigurvegarar.
Haukarnir eru mikið baráttulið
sem gefst aldrei upp. Jón Örn og
Pétur Ingvarsson spiluðu mjög vel
en Pétur lenti fljótlega í leiknum í
villuvandræðum. Rhodes er alltaf
sterkur en hefur þó leikið betur. Ing-
var Jónsson þjálfari Hauka sagðist,
eftir leikinn, aldrei vera sáttur við að
tapa, en leikurinn hefði verið jafn og
skemmtilegur. Þá nefndi Ingvar að
Kristinn Friðriksson hefði gert þeim
Iífið leitt í síðari hálfleik og hefðu
leikmenn hans hreinlega ekki ráðið
við hann.
Tveir af bestu dómurum landsins
dæmdu þennan leik, þeir Jón Otti
Ólafsson og Kristján Möller en þeir
dæmdu þennan leik langt undir
getu.
Tölur úr leiknum: 8-0, 21-11, 29-
18, 29-26, 37-37, 43-41 — 50-49,
57-62, 68-68, 76-70, 76-76, 90-83,
92-90.
Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 25,
Guðjón Skúlason 20, Albert Óskars-
son 14, Nökkvi M. Jónsson 11, Jón
Kr. Gíslason 11, Jonathan Bow 9,
Hjörtur Harðarson 2.
Stig Hauka: Jón Örn 21, Pétur Ing-
varsson 19, John Rhodes 19, Sigfús
Gizurarson 12, Jón Arnar Ingvars-
son 9, Tryggvi Jónsson 9, Sveinn
Steinsson 1.
KR-Snæfell 101-77 (52-36)
Hann var ekki glæsilegur körfu-
knattleikurinn sem leikinn var á
fjölum íþróttahússins á Seltjarnar-
nesi. Leikur liðanna, og þá sérstak-
lega Snæfellinga, var lengst af í mol-
íslenska landsliðið í handknattleik:
Slakur árang-
ur í Danmörku
Arangur íslenska landsliðsins á
alþjóðlega mótinu í Danmörku
var ekki upp á marka fiska en
þátttaka í mótinu er liður í undir-
búningi liðsins fyrir heimsmeist-
arakeppnina sem haldin verður í
Svíþjóð í vor. íslenska liðið tapaði
einum leik og gerði tvö jafntefli.
Einsog við sögðum frá í blaðinu á
laugardag mörðu íslensku strák-
arnir jafntefli gegn Portúgölum á
föstudag en á laugardag mættu
þeir Hollendingum. Það er
skemmst frá því að segja að þeir
steinlágu, 22- 27, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 8-14. Gústaf
Bjarnason gerði sex mörk fyrir ís-
lenska liðið og stóð hann upp úr í
leiknum. Á sunnudag mættu þeir
Dönum í síðasta leiknum. Þá
mörðu þeir jafntefli á síðustu sek-
úndum leiksins og enn var það
Gústaf Bjarnason sem bjargaði
andliti liðsins einsog hann gerði á
föstudag. Hann átti stórleik og
gerði níu mörk í leiknum. íslenska
liðið skoraði í heild 71 mark í mót-
inu og gerði Gústaf 20 mörk og
stóð hann upp úr í íslenska liðinu
í mótinu.
íslensku strákarnir höfnuðu í
þriðja sæti en ásamt íslenska lið-
inu mættu Hollendingar, Danir og
Portúgalir til leiks. Hollendingar
höfnuðu í fjórða sæti á lakari
markatölu.
1. deild kvenna í handknattleik:
Víkingsstúlkur
enn á sigurbraut
Það virðist fátt geta stöðvað Vík-
ingsstúlkur í 1. deildinni í handbolt-
anum og hafa þær einungis tapað
einu stigi í deildinni, gegn Gróttu,
en um helgina sigruðu þær Stjörnu-
stúlkur í toppslag deildarinnar. Þar
er tvímælalaust um að ræða tvö
sterkustu lið deildarinnar. Úrslit
lekja um helgina voru sem hér segir:
Víkingur-Stjarnan .........15-13
Valur-Fram.................22-17
Grótta-KR..................19-14
Selfoss-FH.................24-20
Fylkir-ÍBV.................21-23
Staðan í 1. deild kvenna
Víkingur........10 9 1 0 198-148 19
Stjarnan........10 8 0 2 211-147 16
Valur..........10 802 232-191 16
Selfoss.........10 5 0 4 193-190 12
Fram ...........10 6 0 4 164-177 12
Grótta..........10 4 2 4 187-189 10
ÍBV............10 5 0 5 192-189 8
KR.............10 4 0 6 169-178 8
FH .............10 3 0 7 169-208 6
Fylkir..........10 1 1 8 158-220 5
Ármann...........9 2 0 7 178-195 4
Haukar...........9 1 0 8 149-186 2
son 13, ívar Asgrímsson 10, Hreinn
Þorkelsson 8, Kristinn Einarsson 8,
Jón B. Jónatansson 4, Eggert Hall-
grímsson 3, Sæþór Þorbergsson 2.
Valur-Skallagr. 83-74(37-38)
Valsmenn verma enn toppsætið í B-
riðli eftir sigur á helstu keppninaut-
um sínum, Skallagrímsmönnum, í
leik liðanna sem fram fór á Hlíðar-
enda á sunnudagskvöld. Franc
Booker var langbestur, gerði fjölda
stiga og hélt leik félaga sinna uppi.
Henning var bestur hjá Skallagrími.
Stig Vals: Franc Booker 31, Magnús
Matthíasson 19, Ragnar Jónsson 12,
Símon Ólafsson 12, Brynjar Harðar-
son 4, Guðni Hafsteinsson 3, Matthí-
as Matthíasson 2.
Stig Skallagríms: Birgir Mikhaels-
son 24, Alexander Ermolinskij 19,
Henning Henningsson 16, Elvar
Þórólfsson 8, Skúli Skúlason 5, Egg-
ert Jónsson 2.
ísknattleikur:
Annar sigur SR
Á laugardag fór fram annar leikur-
inn í Bauer-deildinni í ísknattleik og
áttust þar við Skautafélag Reykjavík-
ur og Skautafélag Akureyrar og er
skemmst frá að segja að fyrmefnda
liðið vann sinn annan sigur í jafn-
mörgum leikjum. Lokatölur urðu 5-
4, eftir að Reykvíkingar höfðu kom-
ist í 5-1 eftir aðra lotu, en Akureyr-
ingar náðu að minnka muninn í
þriðju lotu. Það voru þeir Joni Tör-
mannen, sem gerði tvö mörk, Nikol-
ai Nevjodov, Árni Bergþórsson og
Stefán Mikaelsson sem gerðu mörk
Reykvíkinga, en þeir Ágúst Ásgríms-
son, Sigurgeir Haraldsson, Heiðar
Ingi Ágústsson og Oddur Arnarson
sem svöruðu fyrir Akureyringa.
Leikurinn fór fram á skautasvellinu í
Laugardal. Staðan í Bauerdeildinni
er nú þessi:
Skautafélag Rvk.2 2 0 0 16-5 4
Skautafélag Ak...1 0 014-50
Björninn........1 0 011-11 0
Blak:
HK-sigur
HK vann 3-0 sigur, (15-11, 15-12,
15-8), á Stjörnunni í 1. deild karla í
blaki um helgina og afgreiddu HK
menn leikinn á innan við klukku-
stund. Þá léku stúdentar við Þrótt og
fóru stúdentar með sigur af hólmi,
3-2 (6-15, 8-15, 15-12, 15-9, 15-13).
í 1. deild kvenna sigruðu stúdínur
Víkinga 3-2.
I kvöld
KÖRFUKNATTLEIKUR
Japísdeildin
Grindavík-Skallagr..kl. 20.00
Valur-KR..................kl. 20.00
UMFT-Haukar...............kl. 20.00
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna
KR-Selfoss................kl. 18.30
Fram-Fylkir...............kl. 20.00
Körfuknattleikur:
NBA úrslit
Úrslít leikja í NBA deildinni
bandarísku í fyrrinótt:
Phocnbc-Milwaukee..........
122-112
LA Lakers-Minnesota ....107-85
Úrslit leikja um hclyina:
New York-Milwaukee „.„111-98
Washington-lndiana „.„09-111
Miami-New Jersey----104-111
Aílanta-San Antonio ...113-105
Cieveland-Portland 94-96
Detroit-Philadelphia .....112-88
Chicago-Boston .96-89
Dallas-Houston-----...96-117
Utah-Denver 119-89
LA Ciippers-Chariotte .119-109
Gotden State-Oriando ,119-104
Seattle-Minnesota....124-87
Japísdeildin i
körfuknattleik:
Staðan
A-riðÍll
Keflavík .,13 13 01398-114826
Haukar ...13 10 31166-1064 20
Njaiðvík .„.13 5 81132-1240 10
TlndastóU .12 5 71067-1092 10
UBK....„.12 1 11 1001-1126 2
B-riðiIl
Valur..„.13 9 4 1073-1050 18
Snæfefl .„„13 7 6 1148-117714
Grindavík „13 5 8 1093-1090 10
Skallagr.—13 5 8 1123-115210
KR--------13 49 1066-1128 8
um en KR-ingar héldu frekar haus í
leiknum og tókst á köflum að ieika
körfuknattleik. Gífurlega var barist
og var um töluverða hörku að ræða.
Settu tæknivillur og ásetningsvillur
nokkuð svip sinn á leikinn.
KR-ingar voru mun betri aðilinn í
leiknum og var aldrei spurning um
hvort liðið sigraði í þessum leik.
Larry Houzer er allur að koma til og
var hann þeirra besti maður í leikn-
um, þó að hann lenti í villuvandræð-
um strax í byrjun síðari hálfleiks. Þá
voru þeir Hermann Hauksson og
Sigurður Jónsson góðir og einnig er
ljóst að koma Friðriks Ragnarssonar
í liðið virðist skapa því ákveðinn
stöðugleika. Greinilegt er að félagar
hans í KR bera mikið traust til hans,
þó að hann hafí nánast ekkert leikið
með. Það er erfitt að hrósa nokkrum
leikmanna Snæfells í þessum leik.
Leikur liðsins einkenndist af ótrú-
legum fjölda mistaka, ónýtt dauða-
færum, misheppnaðar sendingar og
þegar líða fór að lokum leiks mátti
ætla að þeir væru að leika gegn
dómurunum en ekki KR-ingum.
Sérstaklega mætti liðstjórinn hugsa
sinn gang.
Dómarar leiksins voru þeir Krist-
inn Óskarsson og Kristinn Alberts-
son. Þeir létu óvenju mikla hörku
viðgangast en voru samkvæmir
sjálfum sér og dæmdu í heildina vel.
Stig KR: Larry Houzer 23, Her-
mann Hauksson 22, Guðni Guðna-
son 14, Sigurður Jónsson 10, Friðrik
Ragnarsson 10, Óskar Kristjánsson
9, Tómas Hermansson 8, Hrafn
Kristjánsson 5.
Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson
15, Tim Harvey 14, Rúnar Guðjóns-
ÍÞRÓTTIR
UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON