Tíminn - 08.12.1992, Side 8
8 Tfminn
Þriðjudagur 8. desember 1992
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Konur í Kópavogi
Jólafundur Freyju verður haldinn miðvikudaginn 9. desember
að Digranesvegi 12 og hefst kl. 20.30.
„Oft er œði ( annrfki".
Dagskrá: 1. Hvatning. Ávarp, Valgerður Sverrisdóttir.
2. Sýnikennsla i slseðuhnýtingum.
3. Bókakynning.
4. Hugvekja.
Jólaveitingar. Allir velkomnir.
Félagsvist á Hvolsvelli
Spilað verður á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. Janúar. Auk kvöldverö-
launa verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiðum til Kulusuk.
3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu
Akranes — Bæjarmál
Fundur verður I Framsóknarhúsinu laugardaginn 12. desember kl. 10.30. Farið
verður yfir þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm.
Bæjarfulltrúamlr
Jólaalmanak SUF
Eftirfarandi numer hafa hlotið vinning I jólaalmanaki SUF:
1. desemben 525, 3570. 2. desemben 3686,1673. 3. desemben 4141,1878.
4. desemben 1484, 2428. 5. desemben 683, 3056. 6. desember. 5403, 2389.
7. desember 3952, 5514.
Borgarnes —
Breyttur opnunartími
Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju-
dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undan-
farin ár.
Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tlma og ennfremur ern allir,
sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á
könnuna eftir þörfum.
Framsóknarfélag Borgamess.
Kópavogur — Opið hús
Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opiö hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes-
vegi 12. Lltiö inn, fáið ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögin
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222. K.F.R.
MUNIÐ
að skila tilkynningum í flokksstarfið
tímanlega - þ.e, fyrir kl. 4 daginn
fyrir útkomudag.
Valgeröur
1f
Viö þökkum samúö vegna fráfalls móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og
systur
Ásdísar Sveinsdóttur Thoroddsen
gullsmlös
Jón Sigurður Thoroddsen
Halldóra Eggert Þortelfsson
Guöbjörg Þorlákur Kristinsson
Ásdts Martin Schluter
Bergsteinn, Slgurður, Ásdls, Gunnur og Kristinn
Auöur og Fríöa Svelnsdætur
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall ástkærs eigin-
manns mlns, fööur okkar, tengdafööur og afa
Jóhanns Hjálmtýssonar
Suöurhólum 28, Reykjavlk
Sérstakt þakklæti til starfsfólks hjartadeildar Landspltalans fyrir frábæra
umönnun og alúö.
Herdfs Hauksdóttir
Stefán Jóhannsson Katrín Árnadóttir
Þórunn Rafnar Hallgrímur Jónsson
Hildur Rafnar James Padgett
og barnabörn
Orðabók Bjöms
Halldórssonar
Út er komið hjá Orðabók Háskólans
annað bindið I ritröðinni Orðfræðirit
fyrri alda. Er þar um að ræða Orða-
bók séra Bjöms Halldórssonar, sem
upphaflega kom út í Kaupmanna-
höfn árið 1814.
Orðabók Bjöms Halldórssonar var
fyrst gefin út undir umsjón hins
þekkta danska málfræðings, Rasmus-
ar Kristjáns Rasks.
í orðabókinni eru um 30 þúsund
flettiorð og er mikill hluti þeirra al-
mennur orðaforði 18. aldar. Einnig er
í bókinni mikið af vestfirsku eða
vestlensku tungutaki af heimaslóð-
um höfundar. Bókin hefur því mikið
gildi fyrir sögu íslensks orðaforða og
er ómissandi þeim sem vilja fræðast
um hana. Dr. Jakob Benediktsson
hefur lýst orðabók Bjöms á þann veg
að hún „markaði upphaf íslenskrar
orðabókargerðar í nútímaskilningi,
bæði sakir orðafjölda og eins vegna
þess að þýðingar vom þar ekki að-
eins á Iattnu heldur og á samtíðar-
máli, svo að fleiri en latínulærðir
menn gátu haft af henni full not".
Orðabók Bjöms bætti úr mjög
brýnni þörf þeirra fræðimanna sem
fjölluðu um íslenska tungu í upphafi
19. aldar. Bókin seldist mjög fljótlega
upp og hefur lengi verið illfáanleg.
I formála þessarar útgáfu er greint
frá ævi og störfum höfundarins og
fjallað sérstaklega um orðaforða bók-
arinnar.
Orðabók Bjöms Halldórssonar er
554 blaðsíður. Jón Aðalsteinn Jóns-
son, fyrrverandi orðabókarstjóri,
annaðist útgáfuna.
Bókin er til sölu á Orðabók Háskól-
ans, Neshaga 16, Reykjavík, f Bók-
sölu stúdenta og nokkrum stærri
bókaverslunum.
Guðni rektor
Sjaldan hefur verið lognmolla f
kringum Guðna Guðmundsson, rekt-
or Menntaskólans I Reykjavík. Hann
segir mönnum miskunnarlaust til
syndanna, ef honum finnst þeir geta
gert betur — vUl enga mélkisuhegð-
un, takk! Þó er hann, að eigin sögn,
óskaplega feiminn og honum er Ula
við að halda ræður!
Vaka-Helgafell hefur nú gefið út
bók um Guðna. Ómar Valdimarsson
blaðamaður skráir sögu hans, en kaU-
ar jafnframt tU vitnis samferðamenn
frá ýmsum timum, m.a. hæstaréttar-
dómara, guðfræðing, inspector
scholae og listmálara. Þeir rifja upp
eftirminnilegar sögur af stráknum,
námsmanninum, rektomum og föð-
umum Guðna Guðmundssyni.
Ómar tekur Guðna á teppið í orðs-
ins fyUstu merkingu og rekur úr hon-
um gamimar, m.a. um uppvöxt hans
I Reykjavík, knattspymuferU, nám
heima og erlendis, söngferil á skosk-
um og frönskum knæpum, veruna í
Alþýðuflokknum — og vistina IMR.
Guðni er krafinn sagna um ævi sína,
menn og málefni og lætur Ómar rekt-
orinn ekki komast upp með neina
mélkisuhegðun. Útkoman er bráð-
skemmtileg og óvenjuleg samtalsbók.
Gunnar Baldursson hannaði kápu
bókarinnar og er hún prentuð í
Odda. Bókin er 182 blaðsíður og
kostar kr. 2.980.
Bréf Jóhanns Jóns-
sonar skálds
Á liðnu vori fundust óvænt áður
óbirt bréf Jóhanns Jónssonar skálds
uppi á háalofti norður á Húsavík.
Bréfin sendi hann vini sínum, sr.
Friðriki A. Friðrikssyni, frá 1912 tU
1925. Þessi einstæðu bréf koma nú í
fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í
bók, sem Vaka-Helgafell hefur gefið
út og nefnist Undarlegt er lff mittl.
í bréfunum segir Jóhann Friðriki frá
sínum hjartans málum, vonum og
vonbrigðum, gleði og sorgum og
sendir honum frumgerð Ijóða, sem
áttu sum hver eftir að birtast á prenti.
Bréfin eru ekki síður merk heimUd
um mikla umbrotatíma í Evrópu, þau
lýsa því glögglega hvemig ungum,
næmum manni gengur að fóta sig f
veröld á hverfanda hveli.
Jóhann Jónsson var „skáldskapur-
inn holdi klæddur", sagði vinur
hans, HaUdór Laxness, en þó liggur
ekki mikið eftir hann í rituðu máli.
Verk hans fyUa Utið kver, en þeirra
frægast er án efa ljóðið Söknuður
(Hvar hafa dagar lífs þíns Ut sínum
glatað), sem margir telja eitt fegursta
Ijóð íslenskrar tungu. Áf þeim sökum
eru bréf Jóhanns tU æskuvinar ómet-
anlegur fjársjóður.
Jóhann Jónsson fæddist árið 18%,
hélt 1921 tU Þýskalands þar sem
hann dró fram Iífið sjúkur af berklum
tU ársins 1932, er hann lést langt um
aldur fram.
Ingi Bogi Bogason bókmenntafræð-
ingur bjó bréfín tíl prentunar, tengir
þau saman, segir frá ævi Jóhanns og
semur skýringar svo úr verður eins-
konar ævisaga ungs manns á átaka-
tfmum. Sigurjón Jóhannesson, fyrr-
verandi skólastjóri á Húsavík, segir
frá sr. Friðriki Á. Friðrikssyni og
Margrét Guðmundsdóttir sagnfræð-
ingur safnaði myndum.
Jón Reykdal gerði kápumynd á
Úndarlegt er ltf mitt! og er bókin
prentuð í Odda. Hún er Uðlega tvö
hundruð blaðsíður.
Þrjú hundruð sextíu
og fimm nætur
Komin er út hjá Máli og menningu
bókin Sögustund, 365 valdir kaflar
úr íslenskum bamabókmenntum,
sem hefur að geyma hæfilega langa
lestra fyrir hvert kvöld ársins og
aukalestur á hlaupári. Hér eru f
fyrsta skipti á einum stað sýnishom
áf þvf besta sem íslenskir höfundar
hafa skrifað fyrir böm frá fyrstu tíð
fram yfir 1985, auk fjölda sígildra æv-
intýra og þjóðsagna í endursögn Silju
Aðalsteinsdóttur, sem valdi efnið.
Sögustund er ætlað að koma til
móts við þá, sem lesa upphátt fyrir
bömin, og minna á höfunda og verk
sem vert er að kynna sér betur.
Bókin er 750 bls. og í henni em
myndir eftir flesta þekktustu bama-
bókateiknara okkar. Prentsmiðjan
Oddi sá um prentun, gyllingu og
bókband.
Litlir lestrarhestar
Litlir lestrarhestar er bókaflokkur
prentaður með stóm letri og góðu
línubili. í ár bætist í safnið: Nýjar
skólasögur af Frans, sem er fjórða
bókin um hina vinsælu söguhetju
sem hefur ráð undir rifi hverju og
kemur hverjum lesanda til að veltast
um af hlátri. Höfundur er Christine
Nöstlinger, Erhard Dietl mynd-
skreytti og Jórunn Sigurðardóttir ís-
lenskaði. Mál og menning gefur út
bókina, sem er 61 bls. og unnin hjá
P’rentstofu G. Ben.
Maj Darling
Maj Darling heitir ný unglingabók
sem kemur út hjá Máli og menningu.
Þegar Maj flytur í bæinn breytist Iff
vinanna, Hasse og Harry. Þeir em 13
ára og til þessa hafa æskuleikir átt
huga þeirra. Allt í einu verður ekkert
skemmtilegt nema í návist Maj. Heilt
sumar eyðir þessi þrenning öllum
stundum saman og tfminn Ifður f
Ijúfum draumi allt þar til daginn sem
allt breytist.
Sænski höfundurinn, Mats Wahl,
hlaut Norrænu Skólasafnaverðlaunin
1990 fyrir þessa áhrifaríku, spenn-
andi sögu.
Hilmar Hilmarsson þýddi bókina,
sem er 251 bls. G. Ben. prentstofa
prentaði.
Léttlestrarbækur
Bókasafn bamanna er flokkur létt-
lestrarbóka sem Mál og menning gef-
ur út í samvinnu við Bamabókaút-
gáfuna. Sögumar em misþungar, en
prentaðar með stóm letri og breiðu
línubili. Allar em þær eftir fslenska
höfunda og með myndum á hverri
síðu. Bækumar sem koma út í ár era:
Flyðraveiðin eftir Gunnar Harðar-
son og Halldór Baldursson, Helga og
Hunangsflugan eftir Þórgunni Jóns-
dóttur og Þóm Sigurðardóttur, og
Prinsinn sem lék á Nomina eftir
Gísla Ásgeirsson og Margréti E. Lax-
ness.
Hver bók er 24 bls. Bækumar em
prentaðar í Hong Kong.
Lífsganga Lydiu
Ást, fjöll og ótroðnar slóðir
Vaka-Helgafell hefur gefið út ævi-
sögu Lydiu Pálsdóttur Einarsson,
sem nefnist Líf sganga Lydiu með
Guðmundi frá Miðdal. Helga Guð-
rún Johnson fréttamaður skráir. Lyd-
ia hefur brotist um ótroðnar slóðir f
lffinu. Hún hefur orðið fyrir margs
kyns mótlæti, reynt ýmislegt og ekki
látið neitt stöðva sig — hvort sem
það vom jökulár, bamamissir eða illt
umtal. Hún stendur óbuguð eftir og
segir nú einstæða sögu sína.
Lydia ólst upp í heimsborginni
Mtinchen á umbrotatímum á fyrri
hluta aldarinnar, en flutti árið 1929 til
íslands f fásinnið með móður sinni,
sem gift var listamanninum Guð-
mundi frá Miðdal. Lydia og Guð-
mundur felldu nokkru síðar hugi
saman, en sú ást var forboðin og
vakti hneykslan. Sambúð þeirra Guð-
mundar stóð meðan bæði lifðu og
eignuðust þau átta böm. í síðari
heimsstyijöld lágu þau undir gran
um fylgispekt við nasista og fengu
fyrirvaralaust hermenn með alvæpni
inn á stofugólf.
Lydia lifði og hrærðist f samfélagi
listamanna á Islandi — með Kjarval,
Einari Jónssyni og fleirum. Hún er
fyrsta konan sem varð meistari í leir-
kerasmíði hér á landi. Þau Guð-
mundur fóm um hálendið þvert og
endilangt, þegar fáir lögðu leið sína
þangað að nauðsynjalausu — allra
sfst konur — og könnuðu fáfamar
slóðir. Þau ferðuðust ýmist fótgang-
andi, á skíðum eða hestum, veiddu f
ám og vötnum og nutu lífsins í faðmi
íslenskrar náttúm. Lydia hefur veitt
stærsta lax sem kona hefur landað
hér á landi.
Helga Guðrún Johnson fréttamaður
er lamdsmönnum að góðu kunn. Hún
skráir frásögn Lydiu af innsæi og
þekkíngu, svo að úr verður marg-
brotin og ógleymanleg ævisaga.
Búi Kristjánsson hannaði kápu á
bókina Lífsganga Lydiu og er hún
prentuð f Odda. Bókin er 188 blaðsfð-
ur. Verð kr. 2.980.