Tíminn - 23.12.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. desember 1992
Tíminn 5
Lárus Jóhannsson:
Neyðar- og öryggisþjónusta
strandarstöðva Pósts og síma
Allir landsmenn kannast við tilkynningar í Ríkisútvarpinu til báta
og skipa, sem láðst hefur að tiUÓmna sig á tilskildum tímum, um
að „tilkynna sig til næstu strandarstöðvar Landssíma íslands
strax“.
SKJPTING NEYÐARTELVIKA OG HJ ALP ARBEIÐNA.
AFGREITT UM STRANDARSTÖÐVAR PÓSTS OG SÍMA 1990 OG 1991.
Skipaþjónusta.
129
Vélarbilanir
36.3%
y
9 Hafvillur
2.5%
SAMTALS 355 TILVIK.
35
Neyðartilvik
9.9%
104 Háskieða
yfirvofandi
háski 29.3%
117
Vélarbilanir
39.1%
31
Neyðartilvik
.10.4%
75 Háski eða
yfirvofandi
háski 25.1%
SAMTALS 299 TILVIK.
Strandarstöðvar Pósts og síma
eru: Reykjavík Radio/TFA, ísafjörð-
ur Radio/TFZ, Siglufjörður
Radio/TFX, Nes Radio/TFM (fjar-
stýrt frá Reykjavík Radio), Homa-
fjörður RadioA'FT og Vestmanna-
eyjar Radio/TFV.
Strandarstöðin kemur slíkum til-
kynningum um ferðir skipa og báta
til aðalstöðva Tilkynningarskyld-
unnar, sem staðsett er í annarri
björgunarmiðstöð landsins (RCC)
og rekin er af SVFÍ. Hin björgunar-
miðstöðin er rekin af Landhelgis-
gæslunni og eru þær báðar með
þjónustutíma allan sólarhringinn,
eins og strandarstöðvamar.
Ekki er víst að allir landsmenn,
fyrir utan sjófarendur, geri sér
grein fyrir að öðru leyti en að ofan
greinir, hvert er hlutverk eða hvaða
starfsemi fer fram á strandarstöðv-
um Pósts og síma.
Forgangsverksvið hjá strandar-
stöðvum Pósts og síma, auk al-
mennrar símtala- og skeytaaf-
greiðslu við sæfarendur, er örygg-
is-, háska- og neyðarþjónusta í
formi hlustvörslu allan sólarhring-
inn á kall- og neyðartíðnum, auk
aðalfjarskiptarása stöðvanna. Komi
til neyðar- eða háskafjarskipta við
skip, stjórnar viðkomandi strand-
arstöð þeim fjarskiptum og verða
allir þeir aðilar, sem taka þátt í
þeim, að lúta fyrirmælum strand-
arstöðvarinnar varðandi fjarskipt-
in. Eftir að beiðni um aðstoð berst
stöðinni, er henni komið eins fljótt
og auðið er til viðkomandi björg-
unarmiðstöðvar. Öll fjarskipti við
skip, til og frá björgunarmiðstöð-
inni, fara síðan um viðkomandi
strandarstöð, nema í einstaka til-
fellum þegar björgunarsveit er
komin á vettvang.
Auk þeirra atriða, sem að ofan er
getið, sinna strandarstöðvamar
margvíslegri annarri öryggisþjón-
ustu, eins og fram kemur hér á eft-
ir.
Reykjavík Radio sendir út veður-
spár til skipa um talsenda bæði á
íslensku og ensku, fjórum sinnum
á sólarhring. Auk þess eru veður-
fregnir lesnar frá Veðurstofu um
sendi stöðvarinnar á 1650 kHz á
hverri nóttu kl. 0430. Veðurspár
eru einnig lesnar frá hinum
strandarstöðvunum tvisvar til fjór-
um sinnum á sólarhring. Þar fyrir
utan eru sendar út stormaðvaranir
frá stöðvunum um Ieið og þær ber-
ast. Allar stöðvamar senda þar að
auki út viðvaranir (Securité) til
skipa um hættuleg fyrirbæri á
sjónum, t.d. skipsflök, reköld, bil-
aða vita, baujur sem hafa færst úr
stað, bilun í Loran-sendingum,
borgarísjaka o.s.frv.
Auk framangreinds annast
Reykjavík Radio svonefndar NAV-
TEX-útsendingar. Um er að ræða
reglubundnar útsendingar á veð-
urspám og ýmsum viðvörunum og
tilkynningum til skipa. Um borð í
skipunum er viðtaka á útsending-
um þessum sjálfvirk, með sam-
byggðu viðtæki og prentara, sem
ekki er stærra en Iítið símtæki.
Notuð er tíðnin 519 kHz og eru út-
sendingar á ensku. Reykjavík Radio
er hluti af keðju strandarstöðva við
Atlantshaf, sem senda út NAVTEX-
aðvaranir. Flest skip eiga að geta
tekið við NAVTEX-sendingum frá
og með ágúst á næsta ári. NAVTEX-
útsendingar verða einnig heimil-
aðar á þjóðtungum viðkomandi
landa.
Einn ónefndur, en mikilvægur
þáttur strandarstöðvanna (Reykja-
vík Radio) er viðtaka og dreifing til
björgunarmiðstöðva innanlands og
skipa, á svonefndum CO-
SPAS/SARSAT- skeytum, en það
eru upplýsingar frá neyðar-radíó-
baujum, sem senda um gervihnetti
á pólferlum til fyrirfram ákveðinna
jarðstöðva, sem svo dreifa þeim til
annarra eftir því sem við á, með til-
liti til staðsetningar viðkomandi
neyðarbauja. Hér er tekið við CO-
SPAS/SARSAT-skeytum frá jarð-
stöð í Noregi.
Reykjavík Radio er eina strandar-
stöðin hér á landi, sem heldur uppi
vaktþjónustu og annast fjarskipti á
morse, en vegna aukinnar tækni og
fullkomnari tækjabúnaðar hefur
dregið mjög úr morse-fjarskiptum.
Þetta er þróun, sem hefur átt sér
stað á undanförnum árum um all-
an heim. Gert er ráð fyrir að
morse-fjarskipti leggist af um
næstu aldamót, þegar nýtt alheims
neyðar- og öryggiskerfi hefur að
fullu verið tekið í notkun.
VETTVANCUR
Þegar Iangbylgjuloftnet Ríkisút-
varpsins á Vatnsendahæð féll niður
fyrir tveimur árum, gerði fólk sér
ljóst, hvflíkur öryggisþáttur Útvarp
Reykjavík á 207 kHz er fyrir þjóð-
ina, því að FM-stöðvar RUV ná ekki
yfir nema hluta af útbreiðslusviði
langbylgjusendisins. Dagskrá RÚV
var því send út allan sólarhringinn
með þremur stuttbylgjusendum
Reykjavíkur Radios á meðan lang-
bylgjusendingar lágu niðri. Tókst
þannig að viðhalda að mestu þeim
öryggisþætti, sem Ríkisútvarpið er
sjófarendum.
Um árabil hefur fjarskiptaþjónust-
an við bifreiðar verið starfrækt hjá
Reykjavíkur Radio undir kallheit-
inu „Gufunesradio". Þessi þjónusta
hefur farið fram á millibylgju, en
með tilkomu sjálfvirka farsímans
hefur eðlilega dregið mjög úr
henni. Bflaradioið, eins og það er
kallað, er þó enn mikilvægur
hlekkur í fjarskiptakerfi landsins,
því það þjónar bflum um allt land-
ið, eins og komið hefur í ljós við
leitar- og björgunarstörf á landi.
Notaður er fjarstýribúnaður,
senda- og viðtækjabúnaður á alls
sjö stöðum, vítt og breitt um land-
ið. Mikilvægi þessarar þjónustu fer
þó hratt minnkandi með stöðugri
fjölgun móðurstöðva farsímans.
Það skal áréttað til sjófarenda o.fl.
að þótt farsíminn geti verið þægi-
legur innan síns útbreiðslusvæðis,
þá er farsíminn „bara sími“, sem
gefur samband á milli tveggja að-
ila, án þess að aðrar farstöðvar nær
eða fjær hafi nokkra vitneskju þar
um. Farsíminn getur því aldrei
orðið aðalöryggistæki skipa og
báta. Þar gegnir talstöðin því hlut-
verki og er tíð notkun hennar því
mikilvæg skipstjórnarmönnum, til
að tryggja fumlausa notkun henn-
ar þegar á reynir, eins og í ön'ggis-,
háska- og neyðartilfellum. I þessu
sambandi er sérstaklega áríðandi
að skipin temji sér notkun tal-
stöðvarinnar til að tilkynna sig til
Tilkynningarskyldunnar, enda til
þess ætlast af björgunaraðilum.
Með þessari grein fylgir skífurit og
tafla yfir fjölda og skiptingu neyð-
artilvika og hjálparbeiðna á árun-
um 1990 og 1991, sem afgreiddar
voru um strandarstöðvarnar.
Skipting tilvika:
Arið 1990 1991
Neyðartilvik 35 31
Háski/yfirvofandi háski 104 75
Læknisaðstoð 78 69
Hafvillur 9 7
Vélarbilanir 129 117
Samtals: 355 299
Af framanrituðu sést, að hlust-
varsla og fjarskipti strandarstöðv-
anna er mikilvægur þáttur í örygg-
ismálum landsmanna. Þeirra er þó
sjaldan getið, þegar fjallað er um
þessi mál í fjölmiðlum.
Höfundur er eftirlitsmaöur viö fjar-
skiptastööina f Gufunesi.
Afmælisrit
Út er komið afmælisrít í tilefni af
sjötugsafmæli Jónasar Pálssonar,
fv. rektors Kennaraháskóla íslands.
Þann 26. nóvember sl. varð Jónas
Pálsson, fv. rektor Kennaraháskóla
íslands, sjötugur. Af því tilefni ákvað
skólaráð Kennaraháskólans að
gangast fyrir útgáfu afmælisrits
honum til heiðurs. Ritnefnd skip-
uðu: Hjalti Hugason, Indriði Gísla-
son og Ólafur H. Jóhannsson. Rit-
nefnd markaði þá stefnu að í afmæl-
isritinu yrði fjallað frá sem flestum
sjónarhornum um íslenska
menntastefnu og stöðu skólans í
samfélaginu.
Meðan afmælisritið var í undirbún-
ingi, var samþykkt í skólaráði að haf-
in skyldi útgáfa á tímariti á vegum
Rannsóknarstofnunar Kennarahá-
skólans. Hefur það hlotið heitið
Uppeldi og menntun, tímarít Kenn-
araháskóla íslands. Þegar svo var
komið, varð að ráði að tileinka Jón-
asi Pálssyni fyrsta hefti tímaritsins
og gera það veglegar úr garði en ella
hefði orðið.
Á afmælisdaginn var Jónasi afhent
viðhafnareintak af fyrsta hefti hins
nýja tímarits. Ritið, sem er 332 bls.
að stærð, hefur að geyma 24 greinar
um margvísleg efni, auk viðtals við
Jónas og ritaskrá hans. Fremst í rit-
inu er heillaóskaskrá.
í aðfaraorðum segir: ,Jónas Pálsson
var rektor Kennaraháskólans á
miklum umbrotatímum í sögu
hans. Ber þar hæst setningu nýrra
Iaga um skólann, er samþykkt voru á
Alþingi árið 1988, og reglugerðar er
staðfest var af menntamálaráðu-
Sjöunda sólóplata Rúnars Þórs,
„Hugsun", er um margt mun per-
sónulegri en hans fyrri plötur. Þótt
stfllinn sé annar en aðdáendur Rún-
ars eiga að venjast, hefur hann þó
ekki sagt skilið við sín persónulegu
einkenni, sem hafa aflað honum
sérstöðu meðal íslenskra tónlistar-
manna.
Á geisladisknum, sem er frumraun
+ Film í útgáfu og hljóðritaður í
Studíó Stef í Kópavogi í ágúst og
september í ár, inniheldur tíu lög
og þar af er eitt, „Alda“, sem er ein-
göngu spilað á píanó. Sem fyrr eru
neytinu 1990. Hafa lög þessi og
reglugerð margháttaðar breytingar í
för með sér á skipulagi og starfsemi
lagasmíðar Rúnars í rólegri kantin-
um hans helsti aðall, en að ósekju
mætti hann vera meira ögrandi í
lagasmíðum sínum og sú spurning
er áleitin hvort ekki sé kominn tími
til að fá einhvem „outsider" til að
stjórna upptökum, í stað þess að
gera það sjálfur.
Hins vegar er það ekkert launung-
armál að „Hugsun" markar viss
tímamót á tónlistarferli Rúnars
Þórs. Útsetningarnar eru með þeim
vönduðustu, sem frá honum hafa
komið, og er platan óefað enn ein
rósin í hnappagat Rúnars. Af ein-
skólans. í rektorstíð Jónasar tóku
starfshættir Kennaraháskólans
einnig fjölþættum breytingum sem
til framfara horfðu, óháð Iögum og
reglugerðum. Miðuðu breytingar
þessar ekki síst að því að efla stjóm-
un skólans og það þjónustukerfi sem
( TÓNLIST ]
stökum lögum plötunnar má nefna
„í grýttu hjarta“, „Leit“, ,Alda“ og
titillag plötunnar, „Hugsun".
Miðað við fyrri plötur Rúnars, þá
notast hann við mun færri hljóð-
færi en oft áður og þá aðallega
kassagítar og píanó. Sjálfur spilar
hann á flest hljóðfærin og syngur
eigin lagasmíðar, en helstu aðstoð-
armenn em Þorsteinn Magnússon
gítarleikari sem jafnframt á einn
texta á plötunni, „Leit“, og Birgir J.
menntun á háskólastigi hlýtur að
styðjast við.“
Áætlað er að tímarit Kennarahá-
skólans komi út a.m.k. einu sinni á
ári og er næsta hefti væntanlegt í
október 1993.
Efni tímaritsins verður þrískipt: 1.
fræðilegt efni, 2. samantekt og frá-
sagnir af skólastarfi eða efni sem
tengist skólastarfi, 3. umsagnir um
bækur og ritdómar.
í ritnefnd eru: Ragnhildur Bjama-
dóttir ritstjóri, Helgi Skúli Kjartans-
son og Sigurður Konráðsson.
Birgisson, upptökumaður og
hljómborðsleikari.
Sem fyrr semur bróðir Rúnars,
Heimir Már, flesta texta plötunnar,
eða fjóra, og ennfremur á Bolvík-
ingurinn Jónas Friðgeir tvo texta,
en hann lést Iangt fyrir aldur fram á
árinu. Þar fyrir utan á Sverrir
Stormsker einn texta og sömuleiðis
Steinn Steinarr. Viðfangsefni text-
anna snúa að mestu að innviðum
einstaklingsins, hugsuninni, sem
flestir eiga sameiginlega, en er engu
að síður ólík hjá hverjum og einum.
-grh
Markar viss tímamót á ferlinum