Tíminn - 24.12.1992, Side 5

Tíminn - 24.12.1992, Side 5
Fimmtudagur 24. desember 1992 Tíminn 5 „Kæri jóii“ Viða erlendis er ísland heimkynni jólasveinsins í hugum þarlendra barna. Fyrir hver jól berst fjöldi bréfa hingað til lands frá aðdá- endum jólasveinsins með einlæg- um óskum og kveðjum. Þar sem íslensku jólasveinamir eru líklega lítt lærðir í erlendum málum hef- ur starfsfólk á Ferðaskrifstofu ís- lands tekið að sér að svara bréfun- um. Margrét Steingrímsdóttir, sem starfar hjá Ferðaskrifstofunni, reiknar með nokkur hundruð bréfum fyrir þessi jól. Hún segir að þau hafi verið miklu fleiri fyrir nokkmm árum.“Ég hef gmn um að flest bréf fari til Finnlands, en þar er búið að setja á stofn sér- stakt jólasveinaland," segir Margrét. Hún álítur að flest bréfin berist frá Englandi og Frakklandi og segir algengt að heilu bekkimir Hér má sjá lítinn hluta af þeim bréfum sem jólasveininum á íslandi berast fyrir hver jól. Á bak viö hann má sjá sérlega erindreka jólasveinsins en þaö eru f.v. Margrét Steingrlmsdóttir, Jóhanna Hansen og Bára Ægisdóttir sem allar starfa á Feröaskrifstofu Islands. skrifi að áeggjan kennara. „Þetta em mjög skemmtileg og einlæg bréf með fallegum teikningum," segir Margrét. Hún segir hugmyndir barna um jólasveininn séu misjafnar eftir löndum. „Krakkarnir í Englandi tala um Rúdólf og sleðann og vilja skilja eitthvað eftir handa jóla- sveininum þegar hann kemur með gjafirnar,“ segir Margrét. Hún segir að öllum bréfum sem berist sé svarað með eins korti frá jólasveininum. „Þetta virðist vekja mikla lukku því kennararn- ir segja að börnin bíði spennt eft- ir svari,“ segir Margrét. -HÞ Skildi eftir gulrætur fyrir I I II" „Kærijólasveirmégvonaaðþúhaf- " ir það gott og hér rignir eins oghellt . _ # V' væri úr fotu. Þegar þú komst í fgrra 1 ' A skildi ég eftir gulrætur fyrir hrein- | 1 dýrið þitt og þú fékkst nokkrar kex- Vj. V X XV/ kökur. Þakka þér fyrir ritvélina J mína frd því í fyrra en nú er hún -| • brotin. Gerðu það jólasveinn, viltu |/% ^ -4—4- gefa mér vasadiskó í jólagjöf. Ég 1111 vona að þú eigir gleðileg jól. M v v Bless elsku jólasveinn Emma.“ C-r'St~S’l He-oJ ucest'^ trÍ3 for c.Vf.i«'aS " we>i „ ^ VVat x *«*»'*"**'• L ^ Qa.o.r íortl ár.ve ■oCcOrAb ' Þannig hljóðar eitt þeirra bréfa sem 25 börn í skóla ein- um í Wales á Englandi sendu jólasveininum á íslandi. Börn- in eru viss um að jólasveinninn aki um á sleða sem eitt hrein- dýr dragi og sum biðja einnig að heilsa aðstoðarmanni jóla- sveinsins. Þeim er greinilega umhugað um að jólasveinninn og hrein- dýrið líði ekki skort því í flest- um bréfanna er jólasveininum boðið upp á eitthvað að borða og drekka. Þar er talað um eplabökur, kex, bjór en hrein- dýrinu finnst greinilega gul- rætur bestar ef marka má bréf barnanna. -HÞ kthfcp' CKf.'stnccS. i .i®" kcrc. ,'s r Whabá jt |,k ,.r 3" Tu 'Ke- ov’e-r Iktrt? En«ifb yr> Oc.vc,C' ConnoVcS; <}„ Cl Ujy«\ fy* bc Raccr. V \jou c . J o* Ásgeir Hannes: Hátíðar- spjall ÞROTAJÓL - JÓLAÞROT Á aöfangadegi jóla tekur is- lenska þjóðin fagnandi á móti hátfð birtu og barna. Blessuð jóiin eru sigurtoogi birtunnar yfir sortanum og skær jóla- stjaman vísar veginn að Ijós- inu eilífa i rfki föðurins. (kvöld rikir gleðin ein (hjarta þjóðar- innar og bömin eru sannir gestgjafar landsíns. A þvillkri hátíðarstund þykir gömlum götustrák við hæfi að staldra við og svipast um i þjóðfélag- inu. Við sjáum gamalkunnug merki um athafnirog iðjusemi í kringum okkur. Búsmala er sinnt í sveitum og land er brotið undir ræktun. Róið er til fiskjar og gert að afia í ver- stöðvum. Hjólin snúast í iðn- aði og samgöngur tengja Ijar- læg héröð landsins. Verslað er um allt land og boðin er margvísleg þjónusta. Samt er eins og víöast sé unnið með hálfum huga. Það vantar ein- hvem neista. Herslumuninn. Við sjáum líka ný verk- summerki I þjóðfélaginu, sem ekki hafa sést áratugum sam- an og sum hafa aldrei sést áður. Harkan vex á milli manna og bróðurþelið lætur undan slga. Ekkl er iengur spurt hvort mönnum beri að gæta bróður síns, heldur er því slegið föstu að svo sé ekki. Fólk tekst ekki lengur ( hendur af drengskap, en læt- ur lögmál hnefans ráða ferð- inni. Augu fyrír auga og tenn- ur fyrir tönn. Pund af holdi. Gjaldþrot eru nú daglegt brauð og bú manna og fyrir- tækja eru gerð upp á hverjum degi. Þúsundir fslendinga em settar út fyrir íslenska hag- kerfið og eru nú komnar á seinni tlma vergang eöa hafa fiúið land. Gjaldþrota fólk hef- ur bundist samtökum til að styðja hvert annað og freista þess að fá aftur aðgöngumiða aö þjóðfólaginu. Samtök gjaldþrota fólks vaxa hraðar en önnur stéttarfélög i land- inu. Atvinnuleysi er annar vaxtar- broddur i félagsmáium íslend- inga og mörg þúsund vinnu- fúsar hendur falla í skaut. At- vinnulaust fólk slæst nú i hóp gjaldþrota fólks á sameigin- iegum vergangi þeirra um ref- ilstígu iandslns. Atvinnulaust fólk hefur líka stofnað stéttar- félag og þaö vex hrööum skrefum. Senn opnar súpu- eldhús hjá Frlkirkju Reykja- víkur og kreppan er komin heim. Islenska þjóðfélagið leggur til mikinn veraldarauð, en þaö nær ekki að rækta sjálft fólkið f landinu. Þjóðfélagið er smám saman að brjóta niður þúsundir Islendinga með gjaldþrotum og atvinnuleysi. Hver fjölskyldan á fætur ann- arri missir kjarkinn og tapar trúnni. Tugþúsundir barna vaxa úr grasi I skugga þjóðfé- lagsins og ganga niðurtútsitt æskuskeið. Þar tapast meiri auður en allt hagkerfið gefur af sér. Jólin eru óskert hátfð þess- ara bama og þau em gest- gjafar landsins I kvöid. Þau eiga sjálf þetta land og landið á fulla hlutdeild i þeim á móti. Hamingja okkar hinna er að- eins fólgin í því að mega um- gangast þau sem jafningjar. Friður sé með yður og líkn með vorum minnsta bróður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.