Tíminn - 24.12.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 24. desember 1992
LIKLEGA hafa þeir skemmt sér vel, félagamir Ámi Johnsen og Sigmund Jó-
hannsson, þegar þeir unnu i sameiningu aó nýju bókinni sinni „Enn hlær þing-
heimur“. Alþingismenn ern sem fyrr höfuðviöfangsefni þeirra. Spaugileg atvik
og uppákomur, sem tengjast þingheimi, eru vettvangur bókarínnar. Ámi segir
gamansögumar og Sigmund kryddar þær meö óborganlegum skopmyndum
sinum. Bókin „Þá hló þingheimur", sem Ámi og Sigmund sendu frá sér 1990,
varö metsölubók.
Fjóröa íbúöin fyrir
krabbameinssjúklinga
Forseti fslands var meöal viöstaddra þegar nýja íbúöin var tekin í
notkun.
Tekin hefur veríð í notkun fjórða
flbúðin, sem komið hefur veríð upp í
Reykjavík fyrir krabbameinssjúklinga
og aðstandendur þeirra. Krabba-
meinsfélag íslands og Rauði kross
íslands keyptu þessa íbúð, sem er að
Rauðarárstíg 33, en Ríkisspítalar sjá
um rekstur hennar. Margir hafa lagt
sitt af mörkum til þess að gera nýju
íbúðina sem vistlegasta. Krabba-
meinsfélögin víðs vegar um land hafa
gefíð ýmsan búnað, bókaforlög gefíð
tugi bóka og sömuleiðis hefur fengist
góður afsláttur af húsmunum.
Sami háttur var hafður á um kaup á
tveim íbúðum við Lokastíg 16 sem
teknar voru í notkun á miðju síðasta
ári. Fyrir sex árum keyptu sömu aðil-
ar, ásamt Kvenfélaginu Hringnum,
íbúð við Leifsgötu fyrir fjölskyldur
barna sem eru í meðferð vegna
krabbameins.
í frétt frá Krabbameinsfélaginu og
RKÍ segir að mjög góð reynsla hafi
verið af þessum íbúðum. Vegna mik-
illar eftirspumar hafi verið nauðsyn-
legt að kaupa fjórðu íbúðina. íbúöim-
ar séu til afnota fyrir krabbameins-
sjúklinga af landsbyggðinni og að-
standendur þeirra meðan á
sjúkdómsmeðferð stendur á sjúkra-
húsunum í Reykjavík. Dvalargestir
greiða væga leigu.
Um níu hundmð íslendingar grein-
ast með krabbamein á ári hverju.
Margir þeirra sem búa úti á landi
þurfa að fara í lyfja- og geislameðferð
til Reykjavíkur.
Ný bók
Halldórs
Bókaforlagið Vaka-Helgafell hefur gefið út bók um
ævi Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Bókin heitir
„Lífsmyndir skálds. Æviferill Halldórs Laxness í
myndum og máli“. Ólafur Ragnarsson og Valgerður
Benediktsdóttir tóku saman efni bókarinnar og rit-
uðu texta hennar, en í honum er greint frá ferli
skáldsins og bmgðið upp svipleiftmm af hugsunum
Halldórs og umhverfi á langri ævi. Forseti íslands,
Höfundar bókarinnar, Ólafur Ragnarsson og
Valgeröur Benediktsdóttir, skoöa hana ásamt
Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness.
um ævi
Laxness
Vigdís Finnbogadóttir, ritar formála bókarinnar um
Halldór Laxness, áhrif hans á íslenska menningu og
þjóðlíf og sigra hans á heimsvísu.
Bókina prýða um 500 Ijósmyndir, sem safnað hef-
ur verið saman úr öllum heimshomum. Uppistaðan
er þó komin úr einkasafni Halldórs, fjölskyldu hans
og vina. Margar myndanna koma nú í fyrsta sinn
fyrir almenningssjónir. Þá var tekinn fjöldi mynda
sérstaklega vegna bókarinnar. Bókin „Lífsmyndir
skálds" er í stóm broti og telur á þriðja hundrað síð-
ur. -EÓ