Tíminn - 05.01.1993, Blaðsíða 12
& 686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NÝTTOG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113 - SÍMI73655
Bílasala Kópavogs
Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi
SÍMI 642190
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
«
Tíniinn
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993
Áætlana um aukinn sparnað og hagræðingu
að vænta hjá Landsbanka íslands:
Fékk 1.250 m. kr.
hjá Seðlabanka
í næsta mánuði mun banka-
stjóm Landsbanka íslands
leggja fram áætlanir um aukinn
sparaað og hagræðingu í starf-
semi bankans. Talið er að í þeim
áætlunum verði m.a. gert ráð
fyrir fækkun útibúa og lang-
tímamarkmið um fækkun
starfsfólks.
Til að uppfylla nýjar reglur um eig-
infjárhlutfall banka og sparisjóða,
sem tók gildi um áramótin, þurfti
Landsbanki íslands að taka að láni
víkjandi lán að upphæð 1.250 millj-
ónir hjá Seðlabanka íslands. Jafn-
framt hefur ríkisstjórnin ákveðið að
beita sér fyrir ráðstöfunum til aö
Landsbankinn uppfylli eigínfjár-
hlutfallið þegar til lengri tíma er lit-
ið og er gert ráð fyrir að þær komi til
framkvæmda eigi síðar en í lok apr-
fl.
Samkvæmt þessum nýju reglum
um eignfjárhlutfail banka og spari-
sjóða er gert ráð fyrir að eiginfjár-
hlutfallið skuli nema 8% af eignum
þeirra hið minnsta eftir að þær hafi
verið metnar samkvæmt sérstökum
áhættustuðlum.
Þessar nýju reglur eru í samræmi
við alþjóðlegar reglur sem kenndar
hafa verið við Alþjóðagreiðslubank-
ann í Sviss. í fréttatilkynningu frá
Landsbankanum kemur fram að
fjöldi banka víða um heim hefur
þurft að grípa til sérstakra ráðstaf-
ana til að uppfýlla reglurnar og aðr-
ir að sækja um tímabundnar undan-
þágur frá ákvæðum þeirra.
-grh
Rætt er um að íslenskt nautakjöt farí til þróun-
arhjálpar í samvinnu við Rauða krossinn:
350 tonn af nauta-
kjoti selt ur landi?
Frá Sigurði Boga Sævarssynl, frétta-
rltara Tímans á Selfossl
Landsamtök sláturleyfishafa
hafa í hyggju að flytja úr landl
allt að 350 tonn af nautakjöti til
að létta af innanlandsmarkaði.
Ekki er víst hvort af þessum út-
flutningi getur orðið en að þessu
er stefnt að sögn Hreiðars Karls-
sonar, kaupfélagsstjóra á Húsa-
vík og formanns Landsamtaka
sláturleyfishafa.
Þeir kjötflokkar sem rætt er um
að flytja úr landi eru UN-1 og
UN-2, sem er ungneytakjöt, og
svo K-2, sem er kýrkjöt. Hreiðar
Karlsson segir að rætt hafi verið
um að fá Rauða krossinn til að
taka þátt í þessum útflutningi
með það að augnamiði að kjötið
verði selt tll þróunarhjálpar. Enn
er þó ekkert komið á hreint hvort
af því verður. „En okkur þykir
rétt að kanna hvort hægt sé að
koma ofuriitlu magni úr landi þvi
svo mikið er framboðið af þessu
kjöti á innanlandsmarkaði,“
sagði Hreiðar Karisson.
Lögreglumaður úr víkingasveit lögreglunnar aðstoðar við að færa
byssumanninn í lögreglubíl. Tímamynd: Sigurstelnn
Byssumaður
handtekinn
Maður um tvítugt var handtek-
inn á nýársnótt eftir að hafa
skotið fjórum skotum úr hagla-
byssu í húsi við Seilugranda í
Reykjavík.
Tildrög málsins voru þau að til
átaka kom í íbúð sem maðurinn var
gestkomandi í en hann er búsettur
annars staðar í húsinu. Maðurinn
sótti haglabyssu sem hann átti og
hleypti af einu skoti í stigagangi.
Skotið hafnaöi í dyrakamri.
Því næst lá leið hans út úr húsinu
þar sem hann skaut þremur skotum
og hafnaði eitt þeirra í jeppabfl, ann-
að upp í loft en það þriðja lenti í
gluggarúðu á íbúð á jarðhæð.
Fjölmennt lögreglulið kom á vett-
vang ásamt nokkrum víkingasveita-
mönnum en áður hafði maðurinn
afhent félaga sínum byssuna.
Manninum var sleppt að lokinni yf-
irheyrslu þar sem málið var upplýst
og ekki þótti ástæða til að ætla að
frekari hætta stafaði af honum.
Hann hefur ekki komið við sögu lög-
reglunnar fyrr. -HÞ
Vinningstölur
laugardaginn
VINNINGAR VINfANGSHAFA
UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGSHAFA
1.294.724
49.944
3.
102
7.601
4.
4.370
414
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
kr. 5.623.426
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI91 -681511 LUKKULINA991002
HHHHHillíliíiíílllllilHiBSBEmH
...ERLENDAR FRÉTTIR...
GENF
Friðarviöræöur í ógöng-
um
Við lá að slitnaöi upp úr friðarviðræðum
um Bosniu þegar í Ijós kom geysilegur
ágreiningur miili stjómarinnar undir for-
ysfu múslima og uppreisnarmanna
Serba um framtíöarskipan rikisins aö
því er heimildamenn sendinefndar
Serba sögðu í gær. Ráðgjafi forseta
Bosniu, Alija izetbegovic, sagöi aö rikis-
stjómin fengi ekki séð að neitt sam-
komulag næöist út úr viðræðunum.
ADDIS ABABA
Friöarviöræður Sómala
byrja ekki vel
Óformlegar friðarviöræður milli 14 fylk-
inga Sómala hófust I höfuöborg Eþlópiu
i gær undir vemdarvæng Sameinuðu
þjóðanna og steyttu óðara á deilum um
formsatriði.
MARJ AZ-ZOHOUR, Líbanon
Brottvísunin dregur ekki
úr ofbeldi
Palestlnumennimir sem (sraelsmenn
vlsuðu úr landi, sögðu í gær að moröiö
á Israelskum leynllögreglumanni I Jerú-
salem sýndi fram á að (sraelsmenn
heföu rangt fyrir sér þegar þeir héldu
þvl fram að brottrekstur þeina myndi
draga úr ofbeldi gegn (sraelsmönnum.
BEIRÚT
Líbanir neita enn aó veita
hæli
Líbönsk stjómvöld hafa tilkynnt ríkis-
stjómum eriendra ríkja að stjómarerind-
rekar þeirra geti ekki náð til fleiri en 400
af brottfluttu Palestínumönnunum, sem
tepptir eru á einskismannslandi, um
svæði undir stjóm yfirvalda. Þau bættu
því við að þau myndu aldrei kvika frá
þvi aö neita aö taka á móti þeim brott-
reknu, jafnvel þó aö þeir láti lifiö i kulda
og vosbúö í tjaldbúðunum I Suöur-Líb-
anon.
KAIRÓ
Talsmaöur PLO gefur
ísraelum ráö
Talsmaður PLO sagði i gær aö israelsk
yfirvöld gætu komið sér úr vandræöum
vegna brottfluttu Palestinumannanna og
komiö í veg fyrir að upp úr friðarviðræð-
unum um Austuriönd nær slitnaöi ef
hæstiréttur (sraels úrskurðaði aö að-
gerðin væri andstæö lögum.
NAIRÓBl
Nýtt kjörtímabil forseta
hafiö
Daniel arap Moi, forseti Kenýa, hóf I
gær nýtt fimm ára kjörtímabil eftir sigur
á ósamlyndri andstöðu i fjötflokkakosn-
ingum.
BONN
Nýr efnahagsráðherra?
Þýskir stjómmálamenn fóru I gær fram
á að sérfræðingur í viðskiptum yrði val-
inn nýr efnahagsráðherra eftir að
Jurgen Möllemann sagði af sér en blöö-
in sögðu Möllemann undirmálsmann
sem hungraöi eftir athygli.
MOSKVA
17 drepnir í Abkasíu
Að sögn Itar-Tass fréttastofunnar i gær
hafa a.m.k. 17 manns verið drepnir i
bardögum, sem hafa harönaö á ný I
sjálfstæöisbaráttu i Svartahafshéraðinu
Abkasíu.
ALSlR
Gegn öfgamönnum
Ríkisstjómir Arabalanda, undir forystu
Alsírs og Egyptalands, vinna nú að
áætlun til að brjóta á bak aftur öfgasinn-
aöa múslima sem þau telja eiga sök á
mörghundruð manndrápum, skemmda-
verkum og árásum á ferðamenn.
BELFAST
Mótmælendur drepa tvo
Öfgasinnaðir mótmælendur viður-
kenndu í gær að hafa skotiö til bana
kaþólska feðga á Norður-lrlandi og
sögðust þar með hafa staöið við það
heit sitt að auka á ofbeldi á árinu 1993
til þess að það næði meiri ofsa en nokk-
ur maður gæti imyndað sér.
DENNI DÆMALAUSI
„Ég held að það taki einhvern tíma fyrir mann að
venjast þessum nýja strák.u