Tíminn - 03.02.1993, Page 9
Miðvikudagur 3. febrúar 1992
Tíminn 9
Rauði þráðurinn
Traces of Red *
Handrít: Jlm Piddock.
Framleiðendur: Mark Gordon og
Davld V. Picker.
Lelkstjóri: Andy Wolk.
Aöalhlutverk: James Belushl, Lorralne
Bracco, Tony Goldwyn, Willlam Russ
og Faye Grant.
Laugarásbíó.
Bönnuð innan 16 ára.
Það er erfítt að ímynda sér hvað
aðstandendur þessarar myndar
voru að hugsa á meðan verið var að
framleiða hana. Þeir geta varla hafa
gert sér í hugarlund þvílíkt leið-
indaverk yrði útkoman. Hvergi er
að sjá neinn vott af frumleika í allri
myndinni, sem á víst að vera er-
ótísk spennusaga. Ekki ætla ég að
blanda mér í rökræður um erótík,
en svo mikið er
víst að ástarsen-
urnar eru lítið
öðruvísi en sen-
urnar, sem eru í flestum myndum
af þessu tagi og eru taldar nauðsyn-
legar til að myndin nái vinsældum.
Myndin segir af lögreglumannin-
um Belushi, sem er myrtur í upp-
hafi myndarinnar. Ekki fáum við að
sjá hver er morðinginn, heldur er
farið aftur í tímann og við fylgjumst
með atburðum fram að morðinu.
Belushi á vingott við fallega ekkju
(Bracco), en eyðir engu að síður
einni nótt með þjónustustúlku,
sem finnst myrt nokkru síðar. Hann
fær send bréf frá morðingjanum og
reynir að komast til botns í málinu
ásamt félaga sínum, sem Tony
Goldvvyn leikur. Þarna komum við
að athyglisverðum punkti, því fram
að þessu var myndin í lagi, en nú
geta allar persónur, stórar sem
smáar, verið morðinginn. Ekkjan,
bróðir Belushis, löggufélaginn,
konan hans, fyrrverandi kennari
Belushis, sonur hennar og meira að
segja Belushi sjálfur. Öll geta þau
verið morðinginn. Maður fer að
gruna áhættuleikarana áður en yfir
lýkur. Þegar svo endirinn færist
nær er öllum sama hver morðing-
inn er, enda er lausnin á þessari
„fróðlegu" morðgátu með því asna-
legra, sem sést hefur á hvíta tjald-
inu.
Leikararnir rembast við að gera
útþynntar persónur sínar áhuga-
verðar og er í raun aumkunarvert á
að horfa. Um útkomu myndarinnar
er varla við þá að sakast, þótt þeir
sýni nú enga verulega tilburði.
James Belushi er því miður alls
ekki nógu hæfur til að leika dram-
atískt hlutverk. Hann er nokkuð
skondinn gaman-
leikari og ætti að
halda sig við slíkar
myndir í framtíð-
inni. Tony Goldwyn er einn af fáum
jákvæðum punktum við myndina,
en hann fer vel og áreynslulaust
með sitt hlutverk. Það sama verður
varla sagt um Lorraine Bracco, en
persóna hennar er mjög óspenn-
andi og í öllum leik hennar er eins
og hún sé á sterkum lyfjum.
Bracco, þessi annars ágæta leik-
kona, sem lék mjög vel í Góðum
gæjum eftir Martin Scorsese, er
langt frá sínu besta hér.
Rauði þráðurinn líður aðallega
fyrir hrikalega slakt handrit og
formúlukennda leikstjórn. Leikar-
arnir hafa allir afrekað meira en hér
og ástæðulaust er að kenna þeim
um útkomuna, sem á að vera er-
ótísk spennumynd. Gallinn er bara
að lítið fer fyrir spennunni og er-
ótíkin er álíka áhugaverð og í tón-
listarmyndbandi frá Ríó tríóinu.
Öm Markússon
Þakka innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför
Guðmundar Guðmundssonar
frá Dalsmynni
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Guöjónsdóttlr
J
~\
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför
Hjartar Hjartar
fyrrv. framkvæmdastjóra
Flyörugranda 8.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 32 a á Landspitalanum.
Guðrún J. Hjartar
Jóna Björg Hjartar Páll van Buren
Sigriður Hjartar Stefán Guöbergsson
Elln Hjartar Davíð Á. Gunnarsson
Eglll Hjartar María Gunnarsdóttlr
bamaböm og barnabamaböm.
Kveöjuathöfn um móöur okkar
Daðínu Jónasdóttur
frá Auökúlu, Amarfiról
verður I Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febríiar kl. 10.30.
Jarösett verður aö Hrafnseyri, Amarfiröi laugardaginn 6. febrúar.
Böm hlnnar látnu
Emily Lloyd er oröin 22ja ára og búin aö vera kvikmyndastjarna í sex. En hún segist ekki vita neitt né
kunna neitt, hún vill læra um rithöfunda og málara, lönd og margvíslega menningu. Og henni finnst
ekki seinna vænna aö setjast á skóiabekk.
Kvikmyndastjarnan ætlar
að setjast á skólabekk
Emily Lloyd var ekki nema 16 ára
ensk skólastelpa þegar hún skaust
upp á stjörnuhimininn í mynd-
inni „Wish You Were Here“ og eft-
ir það lá leið hennar til Ameríku,
fyrst til New York og síðan Holly-
wood. Þar hefur hún leikið í
nokkrum myndum sem ekki hafa
vakið sérstaka athygli, en nýjasta
myndin hennar, „A River Runs
Through It“ með sjálfan Robert
Redford í aðalhlutverki, hefur
hlotið feiknagóða dóma og Emily
þar með slegið endanlega í gegn.
En þá vendir stelpan kvæði sínu í
kross. Hún ætlar nú að leggja
leiklistina á hilluna, í bili a.m.k.,
og setjast á skólabekk.
Er hún alveg frá sér? spyrja sum-
ir. „Því þá það?“ segir Emily
þrjósk. „Jodie Foster gat gert það,
af hverju ætti ég ekki að geta það
líka?“ Hún segist finna vel hvað
hún viti lítið og kunni lítið. Og nú
sé rétti tíminn til að lagfæra það,
hún vilji ekki bíða þangað til hún
verði þrítug og langi kannski ekki
til neins.
Emily er leiklistin í blóð borin,
bæði pabbi hennar og afi hafa haft
hana að atvinnu. Foreldrar henn-
ar skildu þegar hún var aðeins
tveggja ára og pabbi hennar
reyndi að hræða hana frá því að
leggja leik fyrir sig. „Atvinnu-
leysi,“ sagði hann. En þó að Emily
þyki vænt um pabba sinn og virði
Emily fannst yndislegt að vera heima hjá mömmu, ömmu og syst-
ur um jólin og geta kallaö: „Mamma, hefuröu séö gallabuxurnar
mínar?" og heyra mömmu sína svara: „Leitaöu að þeim sjálf!“ Þaö
var sko heimilislegt!
hann mikils, lét hún viðvaranir
hans sem vind um eyrun þjóta.
Og það er hún vís með að gera
núna líka, þegar fólk hneykslast á
því að hún skuli ekki hamra járn-
ið meðan heitt er og tilboðin
streyma til hennar eftir velheppn-
uðu stórmyndina sem er verið að
byrja að sýna.
Velheppnuð veisla:
Mikið af brotn
um diskum!
Michael Aspel var ánægöur
meö óvæntu afmælisveisluna
sem Lizzie Power, kona hans,
hélt honum.
Sjónvarpsstjarnan Michael Aspel
átti sextugsafmæli á dögunum og
ætlaði að minnast tímamótanna í
kyrrlátum kvöldverði með ná-
grönnum, eða það hélt hann.
En konan hans var ekki sama
sinnis og reyndar fór hún á bak
við mann sinn, þegar hún undir-
bjó afmælishaldið. Þegar afmælis-
barnið mætti á veitingastaðinn
þar sem hann ætlaði að eyða
kvöldinu í ró og spekt, voru y.þ.b.
40 vinir hans mættir og allt
skreytt í hólf og gólf. „Þetta var
stórkostlegt partí, andrúmsloftið
fínt og diskar brotnir í hrönnum,"
segir einn viðstaddra.
Hafi sjónvarpsstjörnunni þótt
nóg um, má benda á að undanfar-
in fjögur ár hefur hann stýrt sjón-
varpsþættinum „This Is Your
Life“, þar sem einmitt er sífellt
verið að koma einhverjum grun-
lausum gestinum á óvart.