Tíminn - 12.02.1993, Síða 2
2 Tlminn
Föstudagur 12. febrúar 1993
Göngudeildargjald fyrir krabbameinssjúklinga:
Er Sighvatur ekki
rétt upplýstur?
Svo viröist sem Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráherra hafi ekki
verið rétt upplýstur þegar hann hélt því fram á dögunum að á öllum
sjúkrahúsum utan Landspítalans hefðu krabbameinssjúklingar
þurft að greiða fyrir hverja einustu komu á göngudeild sama hversu
oft þeir kæmu, að undanskilinni geislameðferð.
Sigurður Bjömsson, sérfræðingur í
lyflækningum á Landakoti, segir að
krabbameinssjúklingar hafi aldrei
þurft að greiða göngudeildargjald
fyrir lyfjameðferð hvorki þar né á
Borgarspítala en komist líklega ekki
hjá því á næstunni vegna þeirra sér-
tekna sem sjúkrahúsum sé ætlað að
afla.
, Jtenn geta auðvitað sagt að ekki sé
ástæða til að greiða þetta. Sérstak-
lega ekki fyrir þann sem kemur ofL
Það breytir ekki því að sjúklingar
sem hafa gengið til krabbameins-
meðferðar á öllum öðrum spítölum
en Landspítalanum, hafa verið Iátnir
greiða þetta gjald,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráherra á
dögunum og átti við að krabba-
meinssjúklingar göngudeildar á
Landspítala yrðu eins og aðrir að
greiða 1.500 kr. gjald við hverja
komu.
Nú virðist koma á daginn að þetta sé
ekki alls kostar rétt. Þannig segir Sig-
urður Bjömsson að krabbameins-
sjúklingar á Borgarspítala og Landa-
kotspítala hafi aðeins þurft að greiða
fyrir eftirlit en það hafi þá yfirleitt
ekki verið nema í nokkur skipti á ári.
Hann segir að nú komist spítalamir
ekki hjá því að innheimta göngu-
deildargjöld af krabbameinssjúkling-
um hvort sem er fyrir eftirlit eða
lyfjameðferð. Hann segir það vera
vegna þess hversu knappar fjárveit-
ingar til sjúkrahúsa em.
Hann segir þó að enginn spítali hafi
farið í að innheimta eins og mælt sé
fyrir um í nýlegri reglugerð um
lækniskostnað. „Það em allir að
semja sérreglur fyrir sig. Þessi byrði
yrði svo þung að jafnvel þó að upp-
hæðin kæmist fljótlega upp í afslátt-
arkortin og einhver sé með örorku-
bætur þá em þetta samt þungar álög-
ur á fólk,“ segir Sigurður.
Þess má geta að samkvæmt nýjustu
reglugerð heilbrigðisráðherra, fær
sjúklingur afsláttarkort þegar hann
hefur greitt 12.000 kr. í lækniskostn-
að en þarf að greiða þriðjung gjalds-
ins í hvert skipti eftir það. Það gera
hátt í 700 kr. að meðaltali.
Sigurður segir að spítölum sé gert
að afla sér ákveðinna sértekna. Þann-
ig þurfi Landakotspítalinn að ná hátt
í 200 milljónir kr. inn í þessu skyni
sem er um 20% af rekstrarkostnaði
sjúkrahússins. Því sé í raun verið að
fara í kring um hlutina þegar talað er
um að innheimta gjald fyrir veitta
þjónustu sem einungis innanhúsmál
sjúkrahúsanna. Þau séu með þessu
sett í erfiða aðstöðu þar sem það séu
einungis tryggingamar eða sjúkling-
amir sem greiða sértekjumar.
Þess má geta að samkvæmt upplýs-
ingum frá Landspítalanum, þarf að
ná um 800 millj. kr. inn sem sértekj-
um af rúmum 7 milljörðum kr. eða
tæpum 10% af rekstrarkostnaði. Pét-
ur Jónsson, formaður stjómunar-
sviðs spítalans, segir að ætlunin sé að
ná þeim tekjum inn af greiðslum fyr-
ir rannsóknir. -HÞ
Lagafrumvarp frá Páli Péturssyni fyrir Alþingi:
Ráðherrar komist
ekki upp með lygi
PáJl Pétursson hefur lagt frara á rangar eða villandi upplýslngar. umræðum um EES-málln. Engin
Alþingi frumvarp til laga um Frumvarpið er flutt af gefnu til- ákvæði eru í íslenskum lögum um
ábyrgö ráðherra á orðum sínum. i efni en Páll bendir á að Jón Bald- ábyrgð ráðherra á orðum sínum.
því felst að ráðherrar verði að vin Hannibalsson hafl ítrekað gef- Slífc ákvæði eru hins vegar i lög-
sæta ábyrgð, gefl þeir Alþingi ið þinginu rangar upplýsingar f um flestra hinna Norðurlandanna.
Aðilar vinnumarkaðarins skipa í fjóra
vinnuhópa. VMSÍ:
Krafan er um
Þessi gatvaski hópur tekur þessa dagana þátt í einstakiings-
keppni í norrænni skólaskák í Asker í Noregi. Keppni bessi er
eitt af flórum árlegum Norðurlandamótum i skólaskák. íslensku
keppendurnir eru á aldrinum 9 ára til 20 ára.
Tímamynd Ami Bjama
„Við eigum nú von á því að ekkert
af þessu verði fært okkur af silfur-
fati. En ég held að þegar menn
skoða tillögur okkar og kröfugerð
þá sjáist hvað hún er réttlát, enda
snýst hún meira eða minna um
tekjujöfnun," segir Björn Grétar
Sveinsson, formaður Verkamanna-
sambands íslands.
Hann segir að menn hljóti að koma
til viðræðna um nýjan kjarasamn-
ing með því hugarfari að leysa málin
eftir þeim leiðum sem þar eru lagð-
ar til.
„Það verður að koma fljótt í ljós
hvort hægt verður að komast að
samkomulagi, enda verður ekki gef-
inn langur tími til þess.“
Þessa dagana eru aðilar vinnu-
markaðarins að Ieggja sfðustu hönd
á skipan í fjóra vinnuhópa sem
munu fjalla um atvinnu-, vaxta,-
heilbrigðis- og félagsmál. Formaður
VMSÍ segir að verið sé að leggja drög
að því að vinnan við samingsmálin
fari af stað strax eftir helgi. -grh
Eina dagblaðið utan höfuðborgarsvæðisins hefur átt vaxandi gengi að fagna hin síðari árin:
Dagblaðið Dagur 75 ára
í dag eru liðin 75 ár frá því er Dagur á Akureyri hóf göngu sína.
Frá haustinu 1986 hefur Dagur verið dagblað, hið eina sem gef-
ið er út utan höfuðborgarsvæðsins. Um leið og Tíminn óskar af-
mælisbarninu allra heilla, en Dagur er aðeins árinu yngri en
Tíminn, verður hér á eftir rakin saga þessa norðlenska systur-
blaðs í stórum dráttum.
Upphafið
Fýrsta tölublað Dags kom út þenn-
an dag 1918 og var brot blaðsins þá
helmingi minna en nú. Fyrsta árið
kom blaðið út hálfsmánaðarlega,
fjórar síður hverju sinni og kostaði
árgangurinn tvær krónur. Dagur var
í upphafi minnsta blaðið sem gefið
var út að staðaldri á Akureyri.
En smám saman óx blaðinu ásmeg-
in. Árið 1919 var broti þess breytt í þá
stærð sem síðan hefúr haldist Jaftv
framt fór blaðið að koma út því sem
næst vikulega; oftast tvær síður að
stærð en stundum fjórar. Árið 1941
var merkum áfanga náð. Það ár var
útgáfútíðnin enn aukin og blaðið fór
að koma út tvisvar í viku, fjórar síður
í senn. Þar með varð Dagur stærsta
blað sem gefið var út utan Reykjavík-
ur og hefúr haldið þeim sessi síðan.
Árið 1944 var blaðið enn stækkaö,
að þessu sinni í 8 síður, en kom nú út
einu sinni í viku. Næstu ár varð Dag-
ur æ oftar 12 síður að stærð og auka-
blöð voru gefin út á laugardögum,
þegar ástæða þótti til.
Dregur til tfðinda
Árið 1978 fór að draga til tíðinda
hjá blaðinu fyrir alvöru. Það ár var
ráðist í húsnæðiskaup í fyrsta sinn í
sögu blaðsins er fest voru kaup á efri
hæð hússins að Tryggvabraut 12 á
Akureyri. Fram að því hafði Dagur
ávallt verið í leiguhúsnæði. Jafh-
framt var útgáfan enn aukin þannig
að blaðið kom út tvisvar í viku, á
þriðjudögum og fimmtudögum, að
jafnaði 8 síður í senn.
Þremur árum síðar, árið 1981, náð-
ist enn stærri áfangi. Þá var starf-
semin flutt í eigið húsnæði að
Strandgötu 31 en þar hafa höfuð-
stöðvar blaðsins verið síðan. Það ár
var einnig hafinn rekstur blaða-
prentsmiðju með tilkomu dótturfýr-
irtækisins Dagsprents hf. Haustið
1981 var gerð tilraun með að gefa út
þriðja blað vikunnar, helgarblað,
sem kom út á föstudögum, hálfs-
mánaðarlega. Frá árinu 1982 kom
Dagur síðan út þrisvar í viku hverri.
Dagur verður
dagblað
Haustið 1985 var stóra sökkið tek-
ið. Þann 26. september það ár, var
Dagur gerður að dagblaði, því fyrsta
og eina sem gefið er út utan höfuð-
borgarsvæðisins. Síðan þá hefur
Dagur komið út fimm sinnum í
viku, 12-16 síður að stærð virka
daga en 24-28 síður að jafnaði um
helgar.
1987-1988 var ráðist í að auka at-
hafnasvæði Dags og Dagsprents við
Strandgötuna verulega. Byggt var
yfir skrifstofúrhús á þremur hæð-
um auk prentsalar og tengibygging-
ar og hafa fyrirtækin nú yfir að ráða
um 1500 fermetrum.
í ársbyrjun 1990 keypti Dagsprent
hf. Útgáfufélag Dags og yfirtók rekst-
ur þess, allar eignir og skuldir. Þá
hafði hlutafé í Dagsprenti verið auk-
ið um 60 milljónir króna á rúmum
þremur árum. Eigendaskiptin komu
í kjölfar þriggja erfiðra rekstrarára,
þar sem gífurlegur Ijármagnskostn-
aður vegna mikilla fjárfestinga á ár-
unum 1985- 88, reyndist þungur á
metunum. Frá því í janúar 1990 er
Dagsprent hf. því útgefendi Dags.
Mjór er mikils vísir
í uphafi störfuðu tveir menn að út-
gáfu blaðsins, ritstjórinn, sem skrif-
aði nær allt efni þess og afgreiðslu-
maður, sem annaðist dreifingarþátt-
inn, sölu auglýsinga og innheimtu-
mál. Báðir sinntu blaðinu í
hjáverkum samhliða aðalstarfi. Árið
1982 voru starfsmennimir orðnir 12
talsins. Nú eru tæplega 40 manns í
fullri vinnu hjá íýrirtækinu og
starfsfólk í hlutastarfi er á annað
hundrað talsins. f þeim hópi eru
umsjónarmenn festra þátta í blað-
inu; fréttaritarar, umboðsmenn og
blaðburðarfólk.
Árið 1991 nam ársvelta fyrirtækis-
ins rúmlega 151 milljón króna. Dag-
ur er nú prentaður í rúmlega 6 þús-
und eintökum og áskrifendur em
um 5 þúsund. Einnig er vert að geta
þess að bæði á Húsavík og Sauðár-
króki hafa verið rekin útibú ftá blað-
inu um rúmlega 6 ára skeið. Á báð-
um stöðum em ritstjómarskrifstof-
ur og blaðamaður/umboðsmaður í
fullu starfi.
A5 lokum
Dagur hefúr ffá upphafi verið mál-
svari samvinnu og félagshyggju,
borið hag norðlenskra byggða fyrir
brjósti og leitast við að leggja þeim
málefnum lið sem til framfara hafa
horft fyrir Norðurland og lands-
byggðina alla. Síðustu ár hefur verið
unnið markvisst að því að gera Dag
að sem bestu fréttablaði sem þjónað
geti öllum íbúum Norðurlands.
Jafnframt er blaðið opið öllum þeim
sem vilja koma skoðunum sínum á
framfæri.