Tíminn - 12.02.1993, Side 5
Föstudagur 12. febrúar 1993
Tíminn 5
Bandaríkjamenn vœnta þess að Bill Clinton taJást að hleypa lifi í
ejhahaginn:
Veikleikar
heimsveldis
„Ameríka verður að endurheimta
efnahagslegan styrk sinn til að
uppfylla hlutverk sitt sem forystu-
afl heimsins," var í kosningabar-
áttunni trúaijátning Bills Clinton,
sem nú hefur svarið embættiseið
sinn sem 42. forseti Bandaríkj-
anna.
Skömmu áður en Clinton tók við
embættinu kallaði hann saman til
fundar f Little Rock í Arkansas
fremstu efnahagssérfræðinga og
stjómendur fyrirtækja til að kynna
sér forskriftir að því hvemig mætti
hleypa nýju lífi í efhahagsmálin.
Yngsti ráðgjafi forsetans var
Andrew L. Shapiro, aðeins 24 ára,
sem hefur mánuðum saman hrist
upp í Ameríkumönnum með hag-
fræðirannsókn sem bregður Ijósi á
styrkleika og veikleika Bandaríkj-
anna miðað við alþjóðlegar saman-
burðampplýsingar um hvaðeina,
atriði sem spanna ótrúlegustu
hluti og má þar nefna fjölda fóstur-
eyðinga og magn dagblaðapappírs
til að sýna víðáttumikið svið upp-
lýsinganna. Bók Shapiros er ný-
komin út í Þýskalandi og birti
þýska blaðið Die Welt meðfylgjandi
línurit úr henni.
Shapiro vill koma löndum sínum
í skilning um „hversu alvarlega
hugmyndafræðin „Ég fyrst“ hafi
veikt efnahaginn". Og Die Welt tín-
ir til nokkra punkta til staðfesting-
ar þessu áliti úr vel útlítandi en
subbulegri nýrri veröld:
* Tíu dauðsföll á hverjar 100.000
lifandi fæðingar skipa Bandaríkj-
unum í efsta sæti í ungbamadauða
meðal þróaðra iðnríkja.
* íbúar Bandaríkjanna borða
þrisvar sinnum meira af kartöflu-
flögum og nasli en Þjóðverjar.
* Fjöldi krabbameinstilfella meðal
bandarískra karla er meiri en í
nokkm öðm landi þar sem tölur
liggja fyrir.
* Bundinn er endi á 29 prósent
allra þungana í Bandaríkjunum
með fóstureyðingu. í Þýskalandi
em það 12,1%.
* í Bandaríkjunum verða 114 af
100.000 konum fyrir nauðgun, í
Japan sjö.
* 15 prósent allra bandarískra
borgara álíta kunnáttu í erlendu
tungumáli „algerlega nauðsyn-
lega“. í Frakklandi em 51% þeirrar
skoðunar.
* Fimmta hvert barn í Bandaríkj-
unum býr við örbirgð, í Þýskalandi
er það 34. hvert barn.
* í 70% bandarískra íbúða em
fimm herbergi eða fleiri. í Þýska-
landi em þær 36%.
* Skólaárið í Bandaríkjunum er
180 daga langt, í Japan em dagam-
ir 243.
* Á hverja 100.000 Bandaríkja-
manna em 310 lögmenn, í Þýska-
landi em þeir 80.
* Bandaríkjamenn nota 1272 lítra
af bensíni á ári á mann, Japanir 254
lítra.
Raunvísindamenn
og tæknimenntaðlr
af hveiju þósundl Ibúa 1980 tl
Þróunarhjálp
Topplaun
Maðögreiðslur til stjómarfor-
manna fyrirtaBkja I dollurum
1990
Utgiöld til
einkaneyslu
Astralfa
Áabalia
Ástralla
Bolgia
Danmörk
Þýskaland
Frakkland
Brotland
artttar
Baigia
Danmörk
Oanmörk
Danmörk
[ Þýakaiand
Frakkiand
Þýakaland
[.Pinákkiand
Þýakalandi
irstland
Brollond
Bretiand (riand
Japan
Japan
Kanada
Hotlandl
Holland
Holland
Noragur
Noregur
Auaturrfkt
Austurriki
Austurrikl
Auaturrfkli
Sviþjóö
Svíþjóð
Svíþjóð
Svtaa
Tekjuafgangur og
haíli heimflanna
prósent af vergri þjóðarfram-
lelðslu 1989 «1991
Morö
fjöldí á 100.000 Ibúa 1988 «1
1990
Sjónvarpsáhorf
klukkustundír og mlnútur á
vlku 1990
engari
■ tólur.
Astralfa
Astralla
Astralfa
Belgla
Danmörk
Þýskaland
Frakkland
Oanmörk
? Danmörk
Þýskaland
Frakkland
‘ Bratland
Iriand
italia
Japan
É Kanada
ikaland
Þýskaland
Frakkland
Bretland /
iríand
ftalia «
Japan 1
Kanada l
Frakkland
Bretland
Bretland
engar
Japan"®
Kanada
Holland 1
Noregur 1
Austurrikl
enaar;
Kartada
Holland
Norogur
Auaturrfld
Sviþjóð
: Holland
w Noregur
Austurrikl
i Sviþjóð
11, Sviaa
f Noregur
Austurríki
i Svlþjóö
Bk Svlaa
Svlþjóð
Sviss
Eiturefnaúrj jangur [
[ tonnum á ári á 1C 1989 a.000 Ibúa
ÞRENGINGAR FÉLAGSLEGRA
TRYGGINGA Á SPÁNI
Atvinnuleysi á Spáni, 16,3% 1991,
reynir á þolrif félagslegra trygginga,
annars vegar atvinnuleysisbóta og
vinnumiðlunar, Inem, hins vegar
heilsugæslu og sjúkratrygginga, In-
salud. Árin 1988, 1989 og 1990 fór
Inem (jafnvirði) 4 milljarða $ fram
úr fjárveitingum sínum (og líklega
enn um 2 milljarða $ 1992), en þau
þrjú ár fór Insalud um 6 milljarða $
fram úr sínum. Vegur halli þeirra
enn þyngra í spænskum ríkisbúskap
en ella sakir þess, að Spánn býst til
að ganga til fyrirhugaðs myntbanda-
lags EBE, óðar og það verður á stofn
sett á árunum 1997-1999 að forsögn
Maastricht- samningsins. í því skyni
þarf Spánn að uppfylla nokkur sett
skilyrði: Að minnka halla á ríkisbú-
skap niður í 3,0% vergrar landsfram-
leiðslu og að halda opinberum
skuldum innan við 60% hennar; að
færa svo niður langtíma vexti, að
verði ekki meira en 2% hærri en
hinir lægstu í EBE- landi; að minnka
svo verðbólgu að verði aðeins 1,5%
meiri en í þeim þremur EBE-lönd-
um þar sem hún er minnst; og að
setja peseta inn í þrengri sveiflu-
mörk Gangverks evrópskra gengja.
Sósíalistaflokkur Spánar, sem með
ríkisstjóm fer, hefúr sett fram „að-
lögunar-áætlurí' fyrir Spán, sem
verkalýðsfélög hafa gagnrýnt. En
þrátt fyrir atvinnuleysið og óhag-
stæðan greiðslujöfnuð 1991, sem
nam 2,9% af vergri Iandsfram-
leiðslu, varð 2,4% hagvöxtur á Spáni
1991 og aftur nokkur 1992, að talið
er.
EINFÖLDUNIN
Öld einföldunar er gengin (
garð f umheiminum. Fólk er
smám saman að taka upp
beint samband hvert við ann-
að og segir skilið við ýmsa
milliliði og meðalgöngumenn.
Bæði innan iands og sérstak-
lega á millí ianda. Milliiiðir
gamla tfmans axla nú skinnin
og taka hatt sinn og staf.
Gömlu heiidsalamir eru varta
svipur hjá sjón og smásalar
kaupa vömmar sjálftr beint frá
framleiöanda I öðm landi.
Nýjasta dæmiö um viðskipti
af þessu tagi er ósk fisksala 1
Suöur-Þýskalandi um að
kaupa framvegis fisk beint frá
islenskum vinnsluhúsum með
flugi. Þannig losna þeir við
meðalgönjgu Hansakaup-
manna f Hamborg og Bremer-
haven og koma fiskinum betri
og ódýrarí á borö viðskiptavina
sinna. Bráðum stfga þýskir
væntanlega skrefið ti! fuils og
kaupa fiskinn beirrt frá sjálfum
útgerðarmanninum á Islandi.
Með þvi mótí losnar um stóm
apparötin á borð við Sölusam-
band Islenskra fiskframleið-
enda og sjálfa Sölumiöstöö
hraðfrystihúsanna. Gamlir
valdsherrar í fisksötu á íslandi
munu þvi smám saman þokast
út af viöskiptakortínu og safn-
ast til feðra sinna. Enda em
þeir ekki f takt við kröfur nýja
tímans, frekar en Þjóðabanda-
lagið sáluga, Efnahagssvæði
Evrópu og selstöðuverslun
Dana f Hafnarfirði.
Afturhvarfið til einfaldleikans
er ekki bara bundið við fisk-
sölu á milli landa. Sfður en
svo. Þess gætir vfða I þjóðllf-
inu á Islandi og virðulegir
heildsalar iandsins mega
muna sinn flfil fegurri. Hver
smásalan á fætur annarri
kaupir nú sinar eigin vömr
beint frá öðrum löndum og al-
þýða manna pantar vaming I
gegnum útíenda vörulista eða
sækir hann allar götur tíl Edin-
borgar fýrirjólin.
Beint jarðsamband er þvl að
komast á v(ða (þjóðfélaginu
og við önnur lönd um sæ-
streng. Hillir undir það á fleili
betri bæjum, sem hingaö til
hafa staðið afslðis og fjarri al-
faraleið. Þó er eitt höfuðbólið
islenskt, sem stöðugt stendur
utan við einföldun af þessu
tagi. Það em sjálf stjómmálin f
landinu. Þar rfkir áfram gamla
lénsskipulagið úr Grimmsæv-
intýrum og ekki von á breyting-
um.
Pólitíkin er ennþá bundin f
viðjar gömlu stjómmálaflokk-
anna og ekki bara á (slandi,
heldur um alian heim. (slenskir
kjósendur hafa þvi áratugum
saman orðið að leggja lykkju á
leið sfna tíl að hitta stjómmála-
menn landsins. Þeir hafa orðið
að nálgast þá fýrlr meðal-
göngu stjómmálaflokkanna.
Þessi tilhögun hefur lagt stein i
götu framþróunar hér á landi
og er mái að linni.
Hagur almennings og hags-
munir stjórnmálaflokka fara
sjaldan saman. Sárafáir menn
ráða feröinni f hverjum flokki
og þv( fara hagsmunir flokks
og forystumanna hans oftar
saman en ekki. Áhrif kjósand-
ans ná yfirleitt aldrei lengra en
að hagsmunum flokkseigand-
ans. Þvi miður. Á næsta föstu-
dag er best að fjalla um
stærsta farartálmann I Is-
lensku þjóðlifi: stjómmálaflokk-
inn.