Tíminn - 12.02.1993, Side 6

Tíminn - 12.02.1993, Side 6
6 Tíminn Föstudagur 12. febrúar 1993 Aldarminning Steingrímur Steinþórsson fyrrv. forsætisráðherra 12. febrúar 1893 — 12. febrúar 1993 Steingrímur Steinþórsson fæddist 12. febrúar 1893 að Álftagerði í Mývatns- sveit Hann var sonur hjónanna Stein- þórs Bjömssonar, bónda og steinsmiðs á Litluströnd, og konu hans Sigrúnar Jónsdóttur alþm. Sigurðssonar á Gautlöndum. Steinþór og Sigrún fluttust að Litluströnd 1895 og bjuggu þar í sambýli við Jón Stefánsson (Þor- gils gjallanda), móðurbróður Sigrún- ar, næstu áratugina. Þar ólst Stein- grímur upp ásamt bræðrum sínum, þar til hann hleypti heimdraganum haustið 1913. Lá þá leið hans í bænda- skólann á Hvanneyri þar sem hann lauk búfræðiprófi 1915. Næstu ár stundaði hann ýmis störf, m.a. sem fjármaður á Hvanneyri. Á árunum 1921-24 stundaði Steingrímur nám við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn og að prófi loknu hóf hann kennslu við bændaskólann á Hvann- eyri. Þar starfaði hann næstu fjögur ár, eða þar til hann tók við skólastjóm á Hólum f Hjaltadal haustið 1928. Hóla- árin urðu sjö, en þaðan fluttist hann til Reykjavíkur 1935 til að taka við starfi búnaðarmálastjóra. Þvf starfi gegndi hann til ársloka 1962, að undanskild- um þeim ámm sem hann var ráðherra. Afskipti Steingríms af stjómmálum hófust snemma. Hann varð þegar f æsku fyrir áhrifum frá Jóni Stefáns- syni, fóstra sfnum, sem hann mat um- fram flesta aðra menn. Jón þótti allrót- tækur og hafði mikil áhríf á unga menn í Mývatnssveit um og eftir síð- ustu aldamóL Þá var samvinnuhreyf- ingin enn að slíta bamsskónum og hugmyndir jafnaðarstefnunnar voru einnig teknar að hafa áhrif. Það var eðlilegt að sonur smábóndans úr Mý- vatnssveit fylkti sér í sveit með Fram- sóknarflokknum, sem öðrum fremur var flokkur smábænda. Var Steingrím- ur í hópi hinna róttækustu í flokknum á sínum yngri ámm, þótt hann yrði síðan íhaldssamari þegar aldurínn færðist yfir hann. Bein afskipti Stein- gríms af stjómmálum hófust þó ekki fyrr en veturinn 1925-6 er hann beitti sér fyrir stofnun félags framsóknar- manna í Borgaríirði. Tók hann síðan virkan þátt í pólitík í Borgarfirði allt til þess er hann fluttist að Hólum 1928. Skagfirðingar tóku Steingrími vel og völdu framsóknarmenn þar hann til að vera í framboði fyrir sig við kosning- amar 1931. Felldi hann Jón Sigurðs- son á Reynistað í sögufrægum kosn- ingum þar sem bundinn var endi á veldi íhaldsins í Skagafirði. Hann sat síðan á þingi fyrir Skagfirðinga 1931- 33, 1937-42 og 1946-59. í kosningun- um 1933 náðu sjálfstæðismenn aftur Jóni á Reynistað inn á þing, enda var mótbyr framsóknarmanna þá mikill víða um land og segir Steingrímur í ævisögu sinni að flokkurinn hafi þá verið nærri því að liðast f sundur. í kosningunum 1942 var hann hins veg- ar gerður út af flokknum til að vinna Barðastrandarsýslu. Sú áætlun heppn- aðist ekki og var Steingrímur því utan þings til 1946 er hann var kosinn af Skagfirðingum. Þaðan í frá sat hann samfellt á þingi til 1959. Haustið 1949 var hann kjörinn forseti sameinaðs þings. Við stjómarskiptin í ársbyrjun 1950 tókst þeim Hermanni Jónassyni og Ólafi Thors, formönnum Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks, ekki að koma sér saman um hvor þeirra skyldi verða forsætisráðherra og varð það úr að fallist var á Steingrím, en hann var þá varaformaður Framsóknarflokks- ins. Eftir kosningamar 1953 hélt sam- starf þessara flokka áfram, en Sjálf- stæðisflokkurinn tók við stjómarfor- ystunni. Þar var Steingrímur landbún- aðar- og félagsmálaráðherra. Þegar vinstri stjómin var mynduð 1956 var Steingrímur utan þeirrar stjómar, enda þriggja flokka stjóm og aðeins rúm fyrir tvo framsóknarmenn, þá Hermann og Eystein Jónsson. Að loknum ráðherraámnum sneri Steingrímur aftur í Búnaðarfélagið. Hann ákvað að hætta þingmennsku fyrir kjördæmabreytinguna 1959, en þá var heilsa hans nokkuð farin að gefa sig. Hann hætti störfum hjá Búnaðar- félagi íslands í árslok 1962 og hugðist nota elliárín til skrifta og annarra hugðarefna sinna. Minna varð þó úr því en til stóð. Á seinni hluta ársins 1963 fékk hann aðkenningu af heila- blóðfalli, og enda þótt hann næði nokkmm bata, varð hann aldrei samur eftir það. Hann lést þann 14. nóvember 1966 af völdum heilablóðfalls. Konu sinni kynntist Steingrímur á Hvanneyri 1926. Hún var Guðný Theo- dóra Sigurðardóttir, fædd 12. desem- ber 1899. Faðir hennar var Sigurður Sigurðsson, sjómaður frá Bakka f Vatnsdal, en móðir hennar Sigríður Guðmundsdóttir frá Úlfljótsvatni. Theodóra var alin upp í Reykjavík, en var kaupakona á Hvanneyri þegar fundum þeirra bar saman. Þau giftu sig 1928 og eignuðust fjögur böm. Theodóra lést 1988. Steingrímur eign- aðist auk þess bam utan hjónabands með Ósk Jómnni Ámadóttur. Brot úr æviminning- um Steingríms Stein- þórssonar Fyrstu tvö bindin af sjálfsævisögu Steingríms komu út árin 1979 og Steingrímur Steinþórsson. ótta um það, að þeir Ólafur Thors og Hermann Jónasson gætu ekki sætt sig við það til lengdar, að ég væri forsætis- ráðherra. Þeir vom formenn hvor í sfnum flokki og undir niðrí litlir vinir, höfðu oft eldað grátt silfúr eins og við var að búast Hvomm um sig hefur vafalaust fúndist, að þeim bæri æðra sæti f stjóminni. Ég ætla ekki að fara að þylja hér neina palladóma um þá Ólaf og Hermann, en ég tel þó rétt að drepa á aðstöðu mína til þeirra, er ég hafði starfað með þeim í ríkisstjóm hálft annað ár. Hermann Ólafur Thors var einkennilegastur þeirra manna sem sæti áttu f ríkis- stjóminni. Ólafur er sérstakur flokks- foringi. Á sinni löngu tíð sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefúr hann sýnt mikla hæfni sem flokksforingi, enda vom vinsældir hans innan flokks- ins miklar. Ólafur hafði oftar en einu sinni komið þannig fram, að hæpið var að telja, að það væri góðum dreng sæmandi, en þrátt fyrir það þótti öll- um, sem höfðu af honum persónuleg kynni, vænt um hann. Slíkir töfrar fylgdu skapgerð hans og öllu viðmóti. Ráöuneyti Steingríms Steinþórssonar á ríkisráösfundi. Vinstra megin á myndinni eru ráöherrar Framsókn- arflokksins, þeir Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson og Steingrímur Steinþórsson. Fyrir enda borösins situr Ásgeir Ásgeirsson forseti. Hægra megin eru sjálfstæöismennirnir Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors og Bjöm Ólafsson. Ríkisráösritari er Birgir Thorlacius. 1980. Rekur hann þar æviferil sinn til ársins 1945. Enn er óútkominn þriðji hluti verksins, sem fjallar um síðustu starfsár Steingríms frá 1945-1962. Honum tókst hins vegar aldrei að ljúka við handrít þessa sfðasta hluta ævisög- unnar. Nú er fyrirhugað að ganga frá handritinu til prentunar. Hér að neðan verður birtur kafli úr þriðja bindi ævi- sögunnar. Fjallar Steingrímur þar annars vegar um samráðherra sfna f ríkisstjóminni, en hins vegar um for- setakosningamar 1952. Við grípum því niður f sögunni á seinni hluta ársins 1951. Það var margt sem leitaði á huga minn þetta hausL Ég hafði þá verið forsætis- ráðherra hálft annað ár og var farinn að gera mér betri grein fyrir aðstöðu minni og samstarfsráðherrunum. Ég hafði þó þekkt þá alla lengi áður. En stjómin hafði verið mynduð f hálf- gerðu fáti og sannast að segja var ég alltaf undir niðri haldinn nokkrum og Eystein þekkti ég auðvitað best ráð- herranna og hafði sett það skilyrði, er ég tók að mér stjómarmyndun, að þeir yrðu báðir í ríkisstjóminni. Samráðherrarnir Hermann er vel gefinn og klókur stjómmálamaður, þótt honum fatist stundum, þegar hann ætlar að vera sem allra klókastur. En margt hefúr Hermann til þess að vera glæsilegur formaður stjómmálaflokks. Eysteinn Jónsson er mjög ólfkur Her- manni, og má raunar merkilegt heita, hve gott og heilt samstarf hefúr tekist og haldist milli þeirra. Eysteinn er á allan hátt vel gefinn. Fómfýsi hans og dugnaður við öll mál er flokkinn varða er aðdáanlegur. Hin sfvakandi um- hyggja hans og vökula tryggð við flokkinn var ómetanleg. Eysteinn virt- ist hugsa um fátt annað en stjómmál- in, lifði og hrærðist í þeim. Ólafur var óvenjufljótur til, ef hann gat gert mönnum greiða, og það engu síð- ur þótt þeir væm pólitískir andstæð- ingar hans. Bjöm Ólafsson hafði viðskiptamálin. Áður en við urðum samferða inn í þessa ríkisstjóm hafði ég fremur lítil kynni af honum. Hann hafði verið f ut- anþingsstjóminni með Bimi Þórðar- syni og Vilhjálmi Þór. Þeir Bjöm og Vilhjálmur vom miklir vinir, enda báð- ir að mínum dómi fyrst og fremst at- gervismenn á sviði viðskipta en ekki stjómmála. Bjöm reyndist mér heið- ursmaður, dálítið stífur og ósveigjan- legur, og engir vinir vom þeir Ólafúr Thors og Bjöm þótt flokksbræður væm. Bjöm var ávallt velviljaður í minn garð og sýndi það í ýmsu. Þá á ég eftir að neftia einn aðalmann ríkisstjómarinnar, Bjama Benedikts- son, dómsmálaráðherra. Bjami var harðgreindur og mjög stækur flokks- maður. Þeir stóðu mjög fast saman Bjami og Ólafur Thors. Ég hygg að Ól- afi hafi ekki þótt ráð ráðið er snerti pólitík, nema Bjama nyti við. Það var auðfundið, að Bjami var sá sem átti að taka við af Ólafi. Bjami gat verið þung- ur á bámnni og gat rokið upp með skammi og vonsku, en sjaldan kom það fram við okkur framsóknarmenn. Það vom miklu frekar flokksmenn hans sem urðu fyrir barðinu á honum. En Bjami var oft skemmtilegur. Það var ósjaldan f veislum er menn höfðu fengið sér eitthvað í staupinu, að Bjami vildi halda spjallinu áfram, en alltaf talaði hann um stjómmál. Þá var hann oft með bollaleggingar um það að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur yrðu að vinna saman, annað samstarf væri óhugsandi. Bjami reyndist mér drengskaparmað- ur. Ætíð mátti treysta því sem hann sagði. Bjami var ekki vinsæll í flokki sínum, til þess var hann of homóttur og óþjáll. Þó var hann einn ráðamesti maðurinn þar, vegna greindar sinnar og dugnaðar. Þegar dró að árslokum 1951, fór að bera á því eins og eðlilegt var, að þing- menn væru famir að hugsa til næstu kosninga, en þó mátti segja að sam- komulagið í ríkisstjóminni væri sæmi- legt og árekstralítið. Því stóðu vonir til, að þessi ríkisstjóm entist út kjör- tímabilið. Þegar árið 1952 gekk í garð var engin óvíg vandamál við að glíma. Efnahags- ástæður vom að vísu ekki glæsilegar, en þó höfðu sést þess merki að hin tak- markaða rýmkun landhelginnar hafði orðið að verulegu gagni og áfram yrði að halda á þeirri brauL Þá var krafan um tólf mílna Iandhelgi líka komin að fullu á dagskrá, og sú alda var ekki lát- in niður falla. Víða um heim vom uppi kröfur um stækkun landhelgi, allt upp í 70 mflur. En það sem ríkisstjómin hafði mestar áhyggjur af, eftir þessi áramót, var heilsufar forsetans, Sveins Bjömsson- ar. Hann var á sjúkrahúsi eftir áramót- in, ekki mjög þjáður en máttlítill og ekki fær um erfið störf. Andlát forsetans Aðfaranótt 25. janúar 1952 andaðist Sveinn Bjömsson, fyrsti forseti ís- lands. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, vakti mig með símhringingu klukkan 5 að morgni með þessum tíð- indum. Georgía forsetafrú hafði komið að dánarbeði manns síns í þann mund sem hann andaðisL Hún fór síðan á heimili Jóhanns Sæmundssonar tryggingayfirlæknis, sem var jafnframt heimilislæknir forsetahjónanna. Við Theodóra héldum þangað kl. 6 að morgni og hittum forsetafrúna. Hún var þá rósöm og í fullkomnu hugar- jafnvægi, bar sig eins og hetja. Ég leitaði ráða hjá Birgi og ákveðið var, að ég flytti ávarp í útvarp um leið og það hæfist um morguninn. Síðan sömdum við Birgir það. Það var mjög stutt. Ég boðaði að sjálfsögðu ráðu- neytisfund þegar, og voru allir ráðherr- amir þar. Þar varð að taka ýmsar ákvarðanir. Jarðaríörin var þegar ákveðin 2. febrúar og skyldi jarðsett á Bessastöðum. Ákveðið var hvaða þjóð- höfðingjum skyldi tilkynnt andlát for- setans og útför, en það var ekki mjög stór hópur. Utanríkisráðherra sá um tilkynningamar, en ég varð að mestu að ákveða hverjum yrði boðið til útfar- arinnar. í þvf efni naut ég ráða Birgis Thorlaciusar, sem reyndist mér í þessu eins og öðrum vandamálum með ágætum. Aðalathöfn útfarar forsetans fór fram f forsal Alþingishússins, sem skreyttur var blómum og fánum. Fólk safnaðist að húsinu svo þúsundum skipti og kom sérlega virðulega fram. Ég heyrði útlendinga hafa orð á því, hve virðu- legur svipur væri yfir fólkinu. Ég flutti ræðu við athöfnina f Alþingishúsinu og einnig Jón Pálmason, forseti sam- einaðs þings. Þama voru viðstaddir í húsinu erlendir gestir, sendiherrar og flestir embættismenn og forystumenn ríkisins. Að þessari athöfn lokinni var kista forsetans flutt f kapelluna í Fossvogs- kirkjugarði þar sem jarðarförin fór fram og líkið var brennt. Óslitin röð fólks var frá Alþingishúsinu allt suður f Fossvogsgarð. Forsetinn hlaut virðu- lega útför. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.