Tíminn - 12.02.1993, Qupperneq 8
8 Tfminn
Föstudagur 12. febrúar 1993
Falleg bók um norðlenska
gæðinga, fólkið og býlin sem
að þeim standa:
Hestar í norðri
Hver var Gunnar? Enginn þekkir
hann, en Gunnar á Hlíðarenda
þekkja allir. Hver var Jónas? Hann
þekkir auðvitað enginn, en Jónas
frá Hriflu þekkja allir. Sama gildir
um hestana. Hver er Hrafn? Þekk-
ir hann nokkur? Hrafn frá Holts-
múla þekkja allir. Hver var Ófeig-
ur? Hvaða Ófeigur? Ófeig frá
Fiugumýri þekkja allir.
Hestar eru mikið kenndir við bæ-
ina, þaðan sem þeir eru upprunnir.
Þess vegna er sérstaklega ánægju-
legt að út er komin bók, þar sem
fjallað er um þekktustu hrossabýl-
in í Skagafirði og í Húnaþingi. Sér-
staklega er ánægjulegt að bókin
fæst einnig á ensku og þýsku, en
margir útlendingar, sem eiga ís-
lenska hesta, þekkja þá af bæjar-
nafninu og gefst nú tækifæri tii
þess að kynnast örlítið heimkynn-
um gæðingsins síns og hvar hann
ólst upp.
Frágangur bókarinnar er allur til
fyrirmyndar, hún er 255 blaðsíður
og prýdd fjölda mynda á góðan
pappír. Ristjórar voru Gísli Pálsson
og Ingimar Ingimarsson, en Prent-
vinnsla POB á Akureyri prentaði.
Aftast í bókinni er mjög þörf hesta-
nafnaskrá og mannanafnaskrá en
fremst er kort yfir svæðið og er
fylgt áttinni frá Hrútafirði í efnis-
öfluninni. Bókaútgáfan á Hofi gaf
út.
HESTAR I NORÐRI
HROSSABÚ
OG RÆKTENDUR
í SKAGAFIRÐi
OG HÚNAÞINGI
Frægir menn koma við sögu
norðlensku ræktunarbýlanna.
Hér fer Páll á Höllustöðum
mikinn á Gleði sinni.
Umsjón:
Guðlaugur
Tryggvi
Karlsson
■
Reiðhöllin er stórt og glæsilegt hús og örstutt í aðra aðstöðu, þar sem hún gnæfir yfir Hvammsvellinum
REIÐHALLARMALIÐ
ER ENNÞÁ ÓLEYST
Reiðhallarmálið er óleyst enn, þrátt fyrir að ýmsir góðir menn
séu farnir að sýna því áhuga og áhugi á farsælli lausn sé fyrir
hendi á æðstu stöðum. Að sögn Leifs Jóhannessonar leysti
Stofnlánadeild landbúnaðarins, Búnaðarbanki íslands og Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins bygginguna til sín á sínum tíma.
Brunabótamat hússins er kr. 240 milljónir, en húsið væri falt
fyrir kr. 100 milljónir.
Áhersla hefur verið lögð á að Borg-
arsjóður keypti húsið fyrir íþrótta-
deild Fáks, eins og hann skaffar
öðrum íþróttafélögum aðstöðu.
Samkvæmt reglunum þurfa
íþróttafélögin að koma með 20 %
mótframlag, en Fákur hefur ekki
séð sér það fært. Einnig er málið
ekki frágengið af hálfu borgarinn-
ar. Verð hafa líka heyrst niður í kr.
70 - 80 milljónir og að sögn sr.
Halldórs Gunnarssonar í Holti, þá
hafa Hrossabændur hug á að að-
stoð Fák ef til kæmi. Borgin myndi
þá samþykkja skuldabréf til tíu ára
fyrir sínum hlut eða greiða hann
út, en hlutur Fáks kæmi til
greiðslu eftir tíu ár og vaxtalaust.
Þrátt fyrir að nú mætist stálin
stinn í fjármálum reiðhallarinnar
og engin starfsemi sé í húsinu,
hafa góðir menn í stjóm þess ljáð
máls á því að leigja það undir vissa
starfsemi hestamanna. Þannig er
talað um sýningar hestaíþrótta-
sambandsins í húsinu 21. mars nk.
og norðanmenn verða með sýn-
ingar um páskana. Þá eru sunn-
lenskir dagar á prjónunum og
hestadagar hjá Fáki. í byrjun maí
er jafnvel rætt um sýningar á stóð-
hestum.
Að sögn kunnugra er leikur enn að
reka reiðhöllina skammlaust, ef
hugsa má Iengur en til nokkurra
daga í senn. Byggja þarf sextíu
hesta hesthús við höllina ásamt
hlöðu, en nú er komið gólf á efri
hæð, sem gerir hana miklu
skemmtilegri til veitinga- og sam-
komuhalds. Reiðkennslan yrði yfir-
gnæfandi fyrri hluta vetrar, en þá
hæfust sýningar, og jafnvel einnig á
sumrin, af ýmsum toga. Skólamir
og æskulýðsstarfsemi borgarinnar
yrðu og þama inni og síðan má
hugsa sér hvers konar uppákomur
aðrar, bæði á menningar- og
skemmtanasviðinu. Ýmsir öflugir
einstaklingar í hestamennskunni
hafa séð þennan möguleika og hafa
verið orðaðir við kaup á höllinni.
Fyrstan má þar frægan telja Sigur-
bjöm Bárðarson, sem þá myndi
selja í C - tröðinni og flytja sig í
breiðari byggðir Víðidalsins.
Margir hestamenn vilja draga Vegagerð ríkisins fyrir dómstóla fyrir, m.a. að hafa hleypt
bílum á þúsund ára gamla reiðvegi:
Vegafrumvarp á villigötum?
Gífurlegur urgur er nú í hestamönn-
um um land allt vegna frumvarps til
vegalaga, sem Bggur fyrir hinu háa
Alþingi. Þar er reiðleiðunum, sem
þjóðin hefúr ferðast á um landið í
þúsund ár, og gert landið byggilegt,
skikkað í flokk með vegum að eyði-
býlum og sumarbústöðum. Síðan
segir orðrétt í frumvarpinu:
.Jæir aðilar sem sækja um og veitt er
fé til framkvæmda samkvæmt þessari
grein, skulu annast veghald viðkom-
andi vegar.“ Af sjö milljarða kr. fiár-
veitingu til vegagerðar er aumum sex
milljónum varið til reiðveganna. Það
er svona sæmileg ýta í hálfan mánuð,
ef það hverfúr þá ekki alveg við það að
koma henni á staðinn.
Ekki þarf að fjölyrða um það að með
tilkomu bflsins til landsins og vega-
lagningu fyrir hann voru þúsundir
kflómetra af reiðvegum eyðilagðir.
Þetta hefur gerst gersamlega bóta-
laust og haía hestamenn mátt trítla
upp á vegaruðningum og moldar-
haugum með gæðinga sína, sem
stundum enda í samanleiddum
skurðum og er þá ekki annað eftir en
að stinga sér til sunds í drullupyttinn.
Með tilkomu hraðbrautaáætlunar,
hefur þetta enn versnað. Þannig er
vegur úr Norðurárdal í Skagfirði yfir
Öxnadalsheiðina ekki með einn ein-
asta möguleika fyrir hestamenn.
Gömlu vegimir þvergirtir og þegar
fjársafniö kemur td. ofen af Öxna-
dalsheiði á haustin, er í engin hom að
venda með blessaðar skepnumar
nema á hraðbrautina og malbikið,
þar sem fyrir eru bflar á hundrað km
hraða. Bændur í Fremra - Koti,
Silfrastöðum, Uppsölum og Úlfsstöð-
um, em því í bráðri lífehættu við störf
sía Hestamenn sem leyfa sér að ríða
á Selfoss verða að fara sjö sinnum yf-
ir hraðbrautina og hringveginn til að
komast ferða sinna og þeir sem
þekkja til í Kömbum og í Ölfúsinu
gera sér fúlla grein fyrir því, að þeir
eru íbráðri lífshættu.
Þúsundir útlendinga koma nú ár
hvert til landsins til þess að ríða út og
borga hér offjár fyrir, - allt í gjaldeyri.
Það er undarleg gestrisni að steypa
öllu þessu fólki fyrir ofsaakstur bfla á
hraðbrautum, og í rauninni anda
menn léttar á hveiju hausti að ekki
skuliverðastórslys.
„ Nu gaar det for vidt „segja margir
hestamenn og vilja að samtök þeirra
dragi Vegagerðina fyrir dóm vegna
stórfefldrar eignaupptöku reiðvega
án nokkurs tillits til þeirra sem veg-
ina hafa notað frá því að land byggð-
isL Ríkið myndi umsvifalaust bæta
kartöflugarð að fúllu, ef þar þyrfti að
leggja veg en þjóðbrautir hesta-
manna með ólgandi mannlíf í þús-
und ár, mega liggja óbættar hjá garði.
Sérstökum gestum þjóðarinnar, sem
hér borga milljarða fyrir útreiðar í
landinu fræga í norðri, er svo att út í
rússneska rúllettu við hraðakstur bfla
á malbikinu.
Öllum er Ijóst, að umferð ríðandi manna og akandi, fer ekki
saman. Þúsunda kílómetra reiöleiðir voru eyðilagðar meö bíl-
vegum. Margir hestamenn vilja leita til dómstólanna með þessi
mál, þar sem frumvarp til vegalaga sniðgengur þá gersamlega.