Tíminn - 12.02.1993, Page 9
Föstudagur 12. febrúar 1993
Tíminn 9
DAGBÓK
70 ára afmæli
Gestur Guðmundsson, Hamraborg 22,
er sjötugur í dag, 12. febrúar. Hann er nú
á írlandi. Heimilisfang hans þar en 37
Kybbe Holmpafreok Skerris, c/o Dublin,
Ireland.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð,
Skeifúnni 17. Verðlaun, veitingar. Allir
velkomnir.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Gönguhrólfar fara frá Risinu kl. 10 á
laugardagsmorgni. Lögfræðingur félags-
ins er til viðtals á þriðjudag. Panta þarf
viðtal í sfma 28812.
Frá Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað
frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi.
Sýning á Kjarvalsstöðum:
„Hvað náttúran gefur"
Laugardaginn 13. febrúar opnar að
Kjarvalsstöðum farandsýningin „Hvað
náttúran gefur".
Sýningin að Kjarvalsstöðum er síðasti
viðkomustaður hennar, en hún hefur
verið á ferðinni um öll Norðurlöndin frá
því í ágúst 1991. Á sýningunni gefur að
lfta verk eftir 10 norræna listamenn, tvo
frá hverju Norðurlandanna. Af íslands
hálfú eru það myndlistarmennimir Jó-
hann Eyfells og Gunnar öm sem eiga
verk á sýningunni. Hún er unnin í sam-
vinnu 5 listasafna og Norrænu bænda-
samtakanna.
í sýningarskrá segir m.a.: „Samkvæmt
hinni margræðu yfírskrift sýningarinnar
„Hvað náttúran gefúr" hafa hinir fimm
meðlimir sýningamefndarinnar — einn
frá hverju landi - - valið tvo listamenn,
sem sýna náttúruna og afurðir hennar á
svo umhugsunarverðan og aðlaðandi
hátt, að við gemm okkur ljóst ómetan-
legt gildi þeirra — fyrir okkur og fram-
tíðina."
Frá Danmörku koma myndlistarmenn-
imir Annette Holdesen og John Olsen.
Frá Finnlandi Kain Tápper og Jukka
MSkelS. Frá Noregi BSrd Breivik og Kjell
Nupen og frá Svíþjóð Laris Strunke og
Hans Wigert
Sýningin að Kjarvalsstöðum er opin
daglega frá kl. 10 til kl. 18 og stendur til
7. mars.
Röskva 5 ára
í dag, föstudaginn 12. febrúar, eru liðin
fimm ár síðan vinstrimenn, umbótasinn-
ar og annað félagshyggjufólk meðal há-
skólastúdenta sameinaðist og stofnaði
Röskvu, samtök félagshyggjufólks í Há-
skóla fslands. Félagið er fyrsta aflið þar
sem vinstra- og miðjufólk sameinar
krafta sína.
Til að minnast afmælisins verður margt
gert og Röskvufélagar munu gera sér
glaðan dag. Núna í kvöld munu nýir og
gamlir félagar hittast á Hótel Borg og
rifja upp súr töp, sæta sigra og annað
sem tengist sögu félagsins. Að borðhaldi
loknu verður háskólastúdentum boðið
til sérstaks afmælisdansleiks.
Nánari upplýsingarveitæ
Þómnn Sveinbjamardóttir, fyrsti for-
maður Röskvu 1988-1989, vs. 13725, hs.
616033.
Steinunn V. Óskarsdóttir, fyrsti Stúd-
entaráðsformaður Röskvu 1991-1992,
vs. 27430, hs. 32823.
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNItí ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
ÍMBERA VANTaT)
Steinasel - Þrándarsel
Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 tii 17
Hann ættleiddi
Elizabeth Taylor!
Sennilega hafa fáir verið
meira milli tannanna hjá al-
menningi, og það jafnt til
frægðar og ófrægðar, og Eliza-
beth Taylor. Það er víst að
konan sú hefur víða látið til
sín taka og reyndar víðar en
frést hefur af.
Ungur Mexíkani, Sergio Tol-
edano, sem einmitt er að
vinna sér frægð sem ljós-
myndari, á Elizabeth Taylor
og Richard Burton mikið að
þakka. Hann kynntist þeim
fyrst 10 ára gamall í heimabæ
sínum, Puerto Vallarta í Mexí-
kó, nýbúinn að missa pabba
sinn og mömmu í bflslysi og
bjó hjá efnuðum frænda sín-
um. Elizabeth tók hann óðar
undir sinn vemdarvæng, þeg-
ar henni var sagt hvað dreng-
urinn væri niðurbrotinn og
Iangaði til að eignast aðra
mömmu. Hann hafði enga
hugmynd um að hún væri ein
skærasta stjarna kvikmynd-
anna.
Einn góðan veðurdag sá
hann himinháa auglýsingu
um mynd hennar „Reflections
in a Golden Eye“ og segist þá
hafa ákveðið að hún yrði nýja
mamman hans, hann ætlaði
að ættleiða hana!
Skömmu seinna bað Eliza-
beth frænda Sergios um leyfi
til að taka strákinn með í
Englandsferð og þar hófst æv-
intýrið fyrir alvöru. Richard
tók stráksa með til klæðskera
á Savile Row svo að hann ætti
föt við hæfi Dorchester- hót-
elsins þar sem þau bjuggu, og
tæki sig vel út fyrir ljósmynd-
urunum sem voru á hverju
strái. Richard Burton var þol-
inmóður að kenna pilti rétta
framkomu og góða siði.
Sergio stundaði nám með
börnum Elizabeth og í ljós
kom að hann var góðum gáf-
um gæddur. Hún sendi hann
á góða heimavistarskóla í
Sviss og síðar listaháskóla í
Frakklandi og Ameríku.
Skólafrí og sumarleyfi átti
Sergio með fjölskyldunni.
Þetta var lífsmynstrið þar til
þau frægu hjón skildu. Þá
fluttist Sergio aftur til frænda
síns. En fríunum hélt hann
áfram að eyða hjá Elizabeth
og fjölskyldunni.
Nú er litli, munaðarlausi,
mexíkanski strákurinn, sem
Elizabeth tók upp á arma sína
fyrir rúmlega tuttugu árum,
orðinn fulltíða maður og á
þröskuldi frægðarinnar sem
ljósmyndari. Hann heldur
góðu og nánu sambandi við
Elizabeth Táylor og saknar Ri-
chards Burton. Hann er þeim
eilíflega þakklátur fyrir tæki-
færin sem þau gáfu honum í
lífinu.
Elizabeth sá m.a.s. um að
strákurinn yrði fermdur.
Sergio heldur enn nánu sam-
bandi viö hana og fjölskyldu
hennar.
Sergio Toledano hafði misst foreldra sína þegar hann kynntist El-
izabeth og Richard Burton. Þau kynni breyttu lífi hans.
tSZetvt