Tíminn - 12.02.1993, Page 12

Tíminn - 12.02.1993, Page 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskríftarsími Tímans er 686300 NÝTT OG ^9^ FERSKT m DAGLEGA QO OQ reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 / HOGG- > DEYFAR erslið hiá fagmönnum IU varahluti HamarshöfAa 1 - s. 67-67-44 ium Illlll 1111 FÖSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1993 Sjómannasambandið hefur kynnt LÍÚ kröfugerð sína. Samningafundir hefjast á næstunni: Sjómenn hýmdregn- ir af Félagsdómi Sjómannasambandið hefur kynnt LÍÚ kröfugerð sína sem er í fjórum liðum og búist er við að boðað verði til fyrsta eiginlega samninga- fundarins á næstunni. Þá hefur Félagsdómur dæmt í máli sjó- manna gegn VSÍ og varð niður- staðan sú að sjómenn fá 2500 krónur í orlofs- og desemberupp- bót en ekki 20 þúsund krónur eins og aðrir launamenn, samkvæmt miðlunartillögu sáttasemjara frá því í vor. Fyrir skömmu kynnti Sjómanna- sambandið kröfugerð sína fyrir Landssambandi íslenskra útvegs- manna og er kröfugerðin í fjórum liðum. Þar ber einna hæst að sjó- menn vilja ræða fiskverð við út- vegsmenn sem er frjálst í orði kveðnu en ýmis áhöld eru um það í verki af hálfu útgerðarmanna og þá einkum þeirra útgerða sem jafn- framt reka fiskvinnslu og öfugt. Einnig vilja sjómenn ræða um olíu- verðsviðmiðunina en eins og kunn- ugt er þá taka sjómenn þátt í olíu- kostnaði útgerðar og greiða einnig í svokallaðan stofnfjársjóð. Þá fara sjómenn fram á sérsamninga um veiðar á ýmsum fisktegundum sem ekki hefur verið samið um og síðast en ekki síst vilja sjómenn gera ýms- ar orðalagsbreytingar m.a. til að skerpa framsetningu kjarasamn- ings sem jafnframt mundi stuðla að fækkun deilumála sem upp koma vegna mismundandi túlkunar á ákvæðum hans. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins, segir að auðvitað séu sjómenn óhressir með niðurstöðu Félagsdóms. En þar sem hvorki er hægt að deila við dóminn né áfrýja niðurstöðu hans, mun málið verða tekið upp við út- vegsmenn við samningaborðið. Þá eiga sjómenn ýmislegt vantalað við útvegsmenn varðandi fram- kvæmd fiskverðs sem er frjálsL „Við höfum dæmi um útgerð sem jafnframt rekur fiskvinnslu, sem í upphafi síðustu vertíðar tilkynnti ákveðið fiskverð. Svo þegar upp var staðið þá var gert upp á öðru verði sem tilkynnt var einhliða af hálfu útgerðarinnar f lok vertíðar og ástæðan var að í millitíðinni hafði orðið verðlækkun á afurðum." Hólmgeir segir að svona fram- koma sé óþolandi og þetta sé ekki frjálst fiskverð í reynd. grh Ragnar Aðalsteinsson hri. afhendir Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra eintak af Alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, fyrir hönd Málflutningsskrifstofunnar. Skrifstofan réðst í að gefa út alla helstu alþjóölegu mannréttindasáttmálana þar sem þeir hafa veríð óaðgengilegir og fræðsla um þá af skomum skammti. Ætlunin er að gefa 700 eintök til skóla og 300 til stofnana. Þota, sem vopnaður maður rændi í gær í Austurríki, flaug inn á íslenskt flugumferðar- svæði í gær og var næst landinu um 160 mflur suðvestur af KeykjanesL Þotan er f eigu þýska flugfé- lagsins Lufthansa og flutti 94 farþega. Henni var rænt í Aust- urríki af fluvélaræningja vopn- uðum skammbyssu sem hann miðaði á höfuð flugsfjórans. Þotan kom héðan frá Hannover í Þýskalandi og var förínní heit- ið til New Yoríc og var áætlað að lenda þar um kl. 21;00 í gær- kvöldi. -HÞ Guðrún Zoéga, formaður Kjaranefndar: Fullskipað í Kjaradóm Fjármálaráðherra skipaði ný- lega í Kjaradóm til næstu fjög- urra ára. Jafnframt skipaði sá hinn sami Guðrúnu Zoega verk- fræðing sem formann þríggja manna kjaranefndar. Hina tvo tilnefnir Kjaradómur. Aðalmenn í Kjaradómi eru þau Þorsteinn Júlíusson hrl. og Hólm- fríður Árnadóttir, tilnefnd af Hæsta- rétti, Magnús Oskarssson borgar- lögmaður og Jón Sveinsson hdl., kostnir af Alþingi og Guðrún Zoéga verkfræðingur, tilnefnd af fjármála- ráðherra. Varamenn í Kjaradómi eru þau Garðar Garðarsson hdl., Hulda Kristinsdóttir viðskiptafræðingur, Óttar Yngvason hrl., Þuríður Jóns- dóttir hdl. og Othar Örn Petersen hrl.. -grh ...ERLENDAR FRÉTTIR... BELGRAD Ákvörðun Bandaríkja- manna fagnað Striöandi aöilar i fyrrum Júgóslaviu fögnuöu yfideitt i gær ákvöröun Banda- rlkjamanna um aö taka þátt i tilraunum til aö koma á fríöi i Bosniu eftir pólitisk- um leiöum. En skothriöinni linnti ekki á vigstöövunum. I BRUSSEL sagöi hinn nýi sérstaki sendimaöur Bandarfkjanna varöandi Bosnfu, Reginald Barthol- omew, aö hann myndi leita aöstoöar Rússa viö aö reyna aö koma á fríöi f fymjm Júgóslavfu. Hann sagöi líka aö NATO heföi hlutverki aö gegna viö aö framfylgja sérhveni þeirri lausn sem kynni aó finnast. I SARAJEVO særöust fjórir franskir hemnenn þegar sprengi- kúla lenti beint á brynvöröum dreka þeirra viö flugvöllinn. MOSKVA Jeltsín í valdabaráttu Bóris Jeltsin Rússlandsforseti sagöi i gær aö valdabarátta milli forsetaemb- ættisins og þingsins gæti sundraö Rússiandi. Þegar hann bjó sig undir lokauppgjör viö aöalkeppinaut sinn á stjómmálasviöinu, Ruslan Khasbulatov þingforseta, sagöi Jeltsin aö þaö yröi aö skera úr um hvar völdin lægju, annaö hvort meö þjóöaratkvæöagreiöslu eöa samkomulagi. HANOVER, Þýskalandi Lufthansa-flugvél rænt Þýsk áætlunarflugvél, sem vopnaður ræningi, aö þvi er virtist einn aö verki, haföi á valdi sinu, fiaug i gær frá Hano- ver til New York, aö þvi haft var eftir embættismönnum. Flugvéiin, frá Luft- hansa, er meö 94 farþega og 10 manna áhöfn um borö. Hún var neydd til aö taka eldsneyti I Hanover en kom frá Frankfurt i áætlunarflugi til Addis Ababa um Kairó. KABÚL Stjórnarher í sókn Hermenn afgönsku stjómarinnar hrundu i gær af staö sókn gegn skæru- liöauppreisnarmönnum meö bækistööv- ar I vesturhluta Kabúl og margir tugir óbreyttra borgara særöust I áköfum skotbardaga meö eldflaugum og fall- byssum. DETROIT GM tapar mestu stór- fyrirtækja Talsmenn General Motors tilkynntu i gær aö fyrirtækiö heföi tapaö alls 23,5 milljöröum dollara á árinu 1992, en þaö er mesta tap stórfyrirtækis fyrr og síöar. PHNOM PENH Mitterrand hvetur til friðar Francois Mitterrand Frakklandsforseti hvatti fylkingar f Kambódíu til aö glata ekki tækifærinu til aö ná friöi og aö viröa skilmála samningsins sem fulltrúar þeirra undirrituöu f Frakklandi fyrir meira en ári. TEHERAN Byltingarafmæli Iranir minntust fjórtán ára afmælis bylt- ingarinnar I gær. Þeir lýstu þvl yfir aö is- lamska lýöveldiö væri komiö til aö vera og hvöttu þjóöir heims til aö breyta tjandsamlegri afstööu sinni til þess. NÝJA DELHI Hindúar virða ekki fundarbann Hinn þjóöemissinnaöi flokkur Hindúa i Indlandi, Bharatiya Janata Party (BJP), lýsti yfir i gær aö hann myndi virða aö vettugi bann viö fjöldasamkomum i höf- uöborginni. Rikisstjómin óttast aö yflr- lýsingin geti hrundiö af staö nýjum trúar- bragöaátökum. KÚALALÚMPUR Soldánar samþykkja réttindaskeröingu Soldánamir nlu sem hafa æðstu völd I Malasiu skv. erföarétti féllust I gær á til- lögur ríkisstjómarinnar um aö skeröa réttindi þeirra. Þar meö var endi bund- inn á deilu sem virtist geta hrínt af staö stjómskipulagskreppu. DENNI DÆMALAUSI © NAS/Distr. BUUS „Þú ert besti vinur minn, Wilsona. Og Margrét er versti vinurminn.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.