Tíminn - 02.03.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.03.1993, Blaðsíða 4
r 10 Tíminn Þriðjudagur 2. mars 1993 England Úrvalsdeildin Aston Villa-Wirabledon.........1-0 Crystal Palace-Coventry........0-0 Everton-OIdham.................2-2 Leeds-Ipswich..................1-0 Manchester Utd-Middlesbro......3-0 Nottingham Forest-Man. City....0-2 Sheffield Wed.-Liverpool.......1-1 Southampton-Sheffield Utd......3-2 Tottenham-QPR..................3-2 Norwich-Blackbum...............0-0 Staöan í úrvalsdeild Aston Villa...31 17 8 6 48-31 59 Man. Utd......3016 9 547-23 57 Norwich.......2916 6 7 42-42 52 Sheff. Wed....291210 740-33 46 Blackbum______2912 9 8 42-30 45 QPR............30 12 810 41-36 44 Ipswich .......30 10 44 6 37-33 44 Tottenham.....3012 810 39-4144 Man. City.....3012 71143-34 43 Coventry......3011 10 9 44-40 43 Arsenal.......2811 61126-25 39 Southampton... 31 10 9 12 38-39 39 Leeds.........31 10 912 41-45 39 Chelsea.......30 9101132-3837 Liverpool.....29 9 91139-40 36 Wimbledon.....39 9 912 35-3736 Cr.Palace.....30 81012 36-46 34 Everton.......30 9 615 33-4133 Nott. Forest..29 8 714 29-38 31 Sheff.Utd.....30 8 715 31-4131 Middlesbro....30 7 914 37-52 30 Oldham........30 7 716 40-55 28 Markahæstu menn Alan Shearer (Blackbum)....22 mörk lan Wright (Arsenal)......22 mörk Teddy Sheringh. (Tott.ham) .22 mörk Mick Quinn (Coventry).......19 mörk Craig Hignett (Middlesb)..18 mörk Dean Saunders (Aston V.)..17 mörk David White (Man. City).......17 mörk Lee Chapman (Leeds)...........16 mörk Chris Kiwomaya (Ipswich) ...15 mörk Mark Bright (Sheff. Wed.) ....15 mörk Brian Deane (Sheff. Utd) .15 mörk 1. deild Brentford-Peterborough........0-1 Bristol Rovers-Watford........0-3 Cambridge-Millwall............1-1 Charlton-Bristol City.........2-1 Grimsby-Notts County..........3-3 Luton-Bamsley.................2-2 Oxford-Derby..................0-1 Sunderland-West Ham...........0-0 Swindon-Portsmouth............1-0 Wolverhampton-Southend........1-1 Leicester-Birmingham..........2-1 TVanmere-Newcastle............0-2 Staðan í 1. deild Newcastle ..32 20 7 5 54-26 67 West Ham ...32 17 9 6 56-29 60 Millwall ...321411 753-35 53 Swindon ...31 15 8 8 52-4153 Portsmouth ... ...32 14 9 9 54-38 51 Tranmere .. 30 14 610 50-40 48 Grimsby ...3114 6 11 47-41 48 Leicester ..31 13 71142-40 46 Derby ...31 13 5 13 50-41 44 Wolverht ...3211 11 10 43-39 44 Charlton ..32 11 11 10 37-32 44 Watford ...32 11 9 12 49-55 42 Peterborough ...30 11 81140-44 41 Bamsley ...3111 7 13 40-37 40 Oxford ...31 9 12 10 41-38 39 Sunderland .... ...30 10 8 12 31-39 38 Brentford ...32 10 7 15 39-46 37 Cambridge ...31 811 12 35-49 35 Luton ...31 714 10 33-47 35 Bristol City .... ...31 8 914 35-55 33 Notts County.. ...31 711 13 38-52 32 South ...31 7 10 14 34-39 31 Bristol Rovers ...32 8 6 18 38-63 30 Birmingham .. ...31 7 8 16 28-53 29 Markahæstu menn Guy Wittinham (Portsm.) ....35 mörk John Altridge (Tranmere).24 mörk Gary Blissett (Brentford)...23 mark Paul Kitson (Derby)....20 mörk Paul Furlong (Watford)......20 mörk Craig Maskell (Swindon)..19 mörk Skotland Úrvalsdeildin Dundee Utd.-Dundee.........1-0 Falkirk-Celtic ............0-3 Hibemian-Airdrie...........3-1 Motherwell-St Johnstone....1-1 Clasgow Rangers-Hearts.....2-1 Staðan Rangers.......31 24 6 1 70-24 54 Aberdeen......30 18 7 5 64-22 43 Celtic........321511 6 49-3141 Hearts........32 1311 8 35-29 37 Dundee Utd....32 13 81134-33 34 Hibemian......32 9 11 12 40-45 29 St Johnstone ....32 8 11 13 37-51 27 Dundee ........32 9 815 39-50 26 Partick.......31 8 9 14 35-53 25 Motherwell ...32 71015 34-50 24 Airdrie.......32 4 1216 23-50 20 Falkirk.......32 8 4 20 44-72 20 ítalska knattspyrnan: „Gazza“ rekinn útaf Það hefur gengið á ýmsu hjá Paul Gascoigne á fyrsta keppnistímabili hans hjá ítalska félaginu Lazio, og ekki batnaði ástandið á sunnudag þegar Lazio heimsótti Genúa heim. Gascoigne var rekinn af leikvelli, þegar um 20 mínútur voru til leiks- loka, fyrir meinta árás á Mario Bortolazzi, leikmann Genúa. Eftir ieikinn sagði Dino Zoff, þjálf- ari Lazio, að Gascoigne hefði ekki gert neitt illt „Hann sparkaði ekki í leikmanninn. Þeir ýttu hvor í annan og Gascoigne sneri hann niður. Þetta var ekkert óvenjulegt," sagði Dino Zoff. Þetta atvik og afleiðingar þess breyttu því þó ekki að Lazio vann góðan sigur, 3-2, á Genúa. Ge- núa komst yfir á 23. mínútu með marki Michele Padovano og mínútu síðar gerði Tomas Skuhravy annað mark Genúa. Tveimur mínútum síðar minnkaði Þjóðverjinn Karl- Heinz Riedle muninn fyrir Lazio. Markakóngurinn á Ítalíu, Giuseppe Signori, jafnaði metin á 69. mínútu, en Karl-Heinz Riedle gerði sigur- markið, þegar fimm mínútur voru til leiksloka, og sáu 23 þúsund manns heimaliðið tapa gegn Lazio. AC Milan-liðið átti stórleik um helgina frammi fyrir 75 þúsund manns á San Siro-leikvanginum í Mflanó. Jean-Pierre Papin átti enn einn stórleikinn fyrir Mflanó-liðið, þegar Sampdoria var lagt að velli 4- 0. Milan hefur ekki tapað í 56 leikj- um í röð og slær nú met í hverjum leik. Þeir Papin og dýrasti leikmaður heims, Gianluigi Lentini, skiptu mörkunum á milli sín. Lentini skor- aði eftir aðeins sjö mínútur og Pap- in bætti öðru marki við 20 mínútum síðar. Lentini gerði þriðja mark leiksins á 70. mínútu og Papin full- komnaði daginn hjá Milan með marki á síðustu mínútu leiksins. Á meðan AC Milan var að rúlla upp Sampdoria, hikstaði Inter Milan- liðið enn einu sinni. Þeir mættu Fi- orentina, en gengi þess liðs hefur verið afleitt upp á síðkastið, sem breytti þó ekki því að Inter tapaði mikilvægu stigi og skilja orðið tíu stig Milanó-liðin tvö að á toppnum. Leikmenn Fiorentina gerðu reyndar ekki nema annað marka sinna, því þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skor- aði Antonio Paganini hjá Inter sjálfsmark og þar með glataðist ann- að tveggja stiga, sem í boði voru. Gabriel Omar Batistuta kom Fior- entina yfir á 7. mínútu, en Ruben Sosa svaraði tvívegis fyrir Inter, sem dugði þó ekki til sigurs, eins og áður sagði. 36 þúsund manns sáu Ieik lið- anna. Það voru hins vegar 40 þúsund manns sem sáu leiðinlegan leik í Napólí, þar sem heimamenn tóku á móti Áncona í hálfgerðum botnslag í deildinni, en leikurinn endaði með stóru núlli. Nú brá svo við að Roma hrökk f gang, þegar þeir tóku á móti Juvent- us á Olympíuleikvanginum í Róm. Það voru þó gestimir sem byrjuðu betur og skoraði Roberto Baggio á 28. mínútu. Gius- eppe Gannini jafnaði metin • á 56. mínútu og Þjóðverjinn Thomas Hassler tryggði urinn á 71. mínútu við mikil fagnaðar- læti 62 þúsund áhorfenda. Það voru aðeins 8 þús- und manns sem mættu á heimavöll Brescia, en liðið tók á móti Parma. Það var leikmaður Parma, Lorenzo Minotti, sem gerði eina mark leiks- ins í sigri liðs síns. Atalanta lá á útivelli gegn Cagliari. Það var Massimiliano Cappioli, sem gerði fyrra mark heimamanna á 34. mínútu, og Barroso Oliveira gerði annað markið á 69. mínútu, en Carlo Perrone náði að minnka mun- inn sjö mínútum fyrir leikslok. Torino vann sigur á Pescara, 3-1. Nova Auilera kom Torino yfír á fimmtu mínútu leiksins og Gi- anluca Sordo gerði annað markið á 19. mínútu. Salvator Nobile minnkaði muninn þremur mínút- um síðar, en Walter Casagrande innsiglaði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Udinese lagði Foggia að velli og skoraði Stefano Desideri, Ieikmaður Udinese, tvö mörk, annað fyrir lið sitt og eitt sjálfsmark. Það var Abel Balbo sem gerði einnig tvö mörk, en bæði í mark Foggia, en Igor Koy- vanov gerði annað mark Fogg- ia. 29 mörk litu dagsins ljós í leikjum dagsins og lögðu um 297 þúsund manns leið sína á völlinn á Ítalíu á sunnudag. Það þýðir að að meðaltali sáu um 33 þúsund manns hvem leik í ítölsku 1. deildinni. Enska knattspyrnan: Dwight Yorke var hetja Aston Villa Tvö efstu liðin í ensku Úrvalsdeild- inni unnu bæði um helgina. Manc- hester United vann stórsigur á Midd- lesbro, sem er í næst neðsta sæti deildarinnar, en Aston Villa átti í megnustu vandræðum með Wim- bledon. Þessi tvö Iið gera sig líkleg til að stinga af á toppi deildarinnar og virðist einvígi vera í uppsiglingu. Það var Dwight Yorke sem tryggði Aston Villa sigurinn á Wimbledon, þegar skammt var til leiksloka, og hefndu þeir þar með ófaranna í bikar- keppninni, þegar Wimbledon Iagði Villa. Það var leikið á snævi þöktum Villa Park-vellinum og varð að fresta leiknum um fimmtán mínútur vegna þess hve 34 þúsund áhorfendum gekk illa að komast á völlinn. Það var eins og áður sagði Dwight Yorke sem gerði sigurmarkið eftir að gamla kempan Cyrille Regis hafði skallað knöttinn til hans og kom markið á 79. mínútu. Leikmenn Manchester United fóru á kostum á heimavelli sínum, er þeir fengu Middlesbro í heimsókn. Leik- menn United fengu urmul tækifæra og það var aðeins fyrir frábæra mark- vörslu Stephens Pears, sem áður var í herbúðum Manchesterliðsins, að sig- urinn var ekki stærri en 3-0. Það var velski landsliðsmaðurinn Ryan Giggs, sem fór á kostum í leiknum, sem gerði fyrsta mark leiksins með ótrú- legu skoti á 20. mínútu. Dennis Irwin gerði annað markið beint úr auka- spymu á 79. mínútu og Eric Cantona innsiglaði sigurinn á 85. mínútu með frábæru marki. Rúmlega 36 þúsund manns sáu góðan leik United. Englandsmeistarar Leeds unnu góð- an sigur á Ipswich, sem hefur leikið vel undanfarið, og sáu 29 þúsund manns enska landsliðsbakvörðinn Tony Dorigo gera sigurmarkið úr vítaspymu. Teddy Sheringham virðist vera óstöðvandi þessa dagana, Ieik- maðurinn sem Þorvaldur Örlygsson lýsti sem ómögulegum knattspymu- manni á meðan Sheringham var hjá ForesL gerði tvö mörk gegn Queens Park Rangers á White Hart Lane í Lundúnum í hörkuleik og er þetta sjötti sigur Tottenham í röð. Shering- ham hafði reyndar áður brennt af víti. Sheringham gerði fyrsta markið á 8. mínútu og bætti öðm við á 31. mín. Darren Anderton bætti því þriðja við á 59. mínútu, en þeir Darren Peacock, á 86. mínútu, og Devon White, á 89. mínútu, náðu að minnka muninn fyrir QPR. Það vakti athygli, þegar Liverpool heimsótti Sheffield Wednesday, að Ian Rush var ekki í leikmannahópn- um. Graeme Souness neitaði að svara spumingum um hvers vegna hann hefði ákveðið að nota Rush ekki. Li- verpool náði yfirhöndinni gegn Sheff. Wednesday á 20. mínútu með marki Hutchisons, eftir að hann hafði kom- ist inn í sendingu ffá Nigel Worthing- ton, sem var ætluð markverði Wed- nesday. Ólukka Wednesday virtist engan enda ætla að taka, þvf á 53. mínútu varð fyrirliði liðsins, Peter Shirtliff, að fara af leikvelli, hand- leggsbrotinn. Það var hinn 36 ára gamli „skápur", Viv Anderson, sem náði hins vegar að jafha leikinn fyrir Wednesday á 82. mínútu, 34 þúsund áhorfendum í Sheffield til mikillar ánægju. „Þetta er leikur sem við átt- um að vinna. Við fengum fleiri færi í dag en við höfum fengið í síðustu Cómm leikjum samanlagt. Undir þessum kringumstæðum er jafntefli slæm úrslit,“ sagði Graeme Souness, framkvæmdastjóri Liverpool. Það gengur ekkert hjá Þorvaldi ör- lygssyni og félögum í Nottingham Forest og á laugardag lágu þeir gegn Manchester City á heimavelli sínum. Það voru þeir David Whyte á 19. mín- útu og Flitcroft á 87. mínútu sem gerðu mörk City, ffammi fyrir26 þús- und áhorfendum í Nottingham. Southampton vann góðan sigur á Sheffield United á heimavelli sínum, 3-2. Það voru þeir Moore á 2. mfnútu, Kenna á 5. mínútu og Iain Dowie á 40. mínútu, sem gerðu mörk Sout- hampton. Þeir Gayle og Bryston minnkuðu muninn fyrir Sheffield. Crystal Palace og Coventiy gerðu markalaust jafntefli f Iélegum leik á Shelhurst Park og sáu aðeins um 12 þúsund manns leikinn. Coventry virðist ekki ætla að halda út veturinn frekar en fyrri keppnistímabil, en lið- ið hefur oft byrjað vel og dalað síðan þegar líða fer á tímabilið og það sama virðist vera upp á teningnum nú. Gamla kempan Peter Beardsley kom Everton yfir úr víti á 20. mínútu gegn botnliði Oldham og Stuart Barlow gerði annað mark á 61. mínútu. Leik- menn Oldham voru hins vegar ekki á þeim buxunum að gefast upp og náði Neil Adams að jafna leikinn með tveimur mörkum með mínútu milli- bili, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, og tryggði Oldham eitt dýr- mætt stig í fallbaráttunni. Blackbum og Norwich gerðu markalaust jafntefli á sunnudag að viðstöddum 15 þúsund manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.