Tíminn - 24.03.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 24. mars 1993
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður og bóndi, segir að landbúnaðurinn eigi að nýta
sér þekkingu fiskútflytjenda til að selja matvæli:
Fara fiskútflytjendur
að flytja út búvörur?
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður og bóndi, sagði á ráðstefnu
sem EB hélt hér á landi um framtíð landbúnaðar í nýrri Evrópu, að íslend-
ingar hljóti að fikra sig áfram með útflutning á hágæðabúvörum í samvinnu
við íslensk fyrirtæki sem í dag selja fisk til útlanda. Hann sagði að við ætt-
um að nýta okkur markaðsþekkingu fiskútflytjenda við að koma afurðum
okkar á markað, afurðum sem framieiddar eru í hreinu og ómenguðu landi.
„Það sem við kunnum best í mark-
aðssetningu er að selja matvæli. Við
hljótum því að fikra okkur áfram á
þeirri braut og meðal annars með því
að fara út í markaðssetningu á gæða-
framleiðslu úr búvörum. Það er að
vísu ekkert áhlaupaverk. Samkeppnin
er hörð, meðal annars við alþjóðlega
hringa í matvælaiðnaði.
Mér finnst líklegt að á næstu árum
verði leitað eftir frekari samvinnu við
útflytjendur á fiski varðandi önnur
matvæli. Þá er einnig líklegt að með
meiri fullvinnslu getum við farið að
selja vöru unna úr blönduðu hráefni,
þ.e. bæði úr sjávarfangi og búvöru.
Mér er reyndar kunnugt um að ein-
staka fyrirtæki eru farin að þreifa fyrir
sér með slíkt,“ sagði Jóhannes Geir.
Jóhannes Geir ræddi einnig í erindi
sínu um hvemig þeir alþjóðlegu
samningar sem unnið er að um aukið
frelsi í viðskiptum með búvörur, komi
sér fyrir sjónir. „Samningamenn þjóð-
ríkja og ríkjasamstæðna vinna að því á
vettvangi umræðnanna að ná fram
samningum um aukin viðskipti og
niðurfellingu styrkja og hafa til þess
ákveðið umboð að heiman. Síðan er
fjöldi manns, bæði á vettvangi um-
ræðnanna og heima fyrir, sem eru í
fullri vinnu við að finna út hvemig
viðkomandi þjóð geti vikið sér undan
þeim ákvæðum sem verið er að semja
um.“
Jóhannes Geir sagði þetta eiga sér
eðlilegar orsakir. Landbúnaður gegni í
flestum löndum mjög fjölbreyttu
hlutverki í þjóðlífinu. Hann sagðist
telja nauðsynlegt að í tengslum við þá
samninga sem nú er unnið að, verði
gerður samningur um þær skyldur
sem búvöruframleiðslan hefur gagn-
vart umhverfi sínu. Með öðrum orð-
um að sjálfbær þróun í búvömfram-
leiðslu fái markaðslegt gildi í þessum
samningum.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra sagði það skekkja samkeppnis-
stöðu innlendrar búvöruframleiðslu
að erlendar búvörur, sem verða hugs-
anlega fluttar inn til Iandsins, skuli
njóta framleiðslustyrkja. Þar á Halldór
við að sterkustu þjóðimar í GATT hafa
ekki fallist á að afnema útflutnings-
bætur eins og íslendingar hafa gert. „Á
meðan við erum að fóta okkur af þeirri
braut yfir í frjálsara markaðskerfi hér
innanlands, getum við ekki stillt land-
búnaði okkar upp frammi fyrir óheftri
samkeppni frá brengluðum heims-
markaði," sagði Halldór. -EÓ
Frá ráðstefnu EB um landbúnaöarmál sem nú stendur yfir í
Reykjavík. Fremstir sitja Haukur Halldórsson, formaður Stéttar-
sambands bænda og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismað-
ur. Tfmamynd Ámi Bjama
Ríkisendurskoðun segir að 560 milljónir hafa sparast í rekstri sjúkrahúsanna í
Reykjavík án þess að þjónusta hafi verið skert verulega:
Aöhaldsaðgerðir höluðu
inn 560 milljónir króna
Ríkisendurskoðun telur að aðhaldsaðgerðir á Ríkisspítölum, Borgarspítala
og Landakotsspítala hafi skilað liðlega 560 mil|jóna kr. rekstrarspamaði á
árinu 1992 miðað við árið 1991 án jiess að séð verði að þjónusta við sjúk-
linga hafi minnkað verulega. Heilbrigðisráðherra telur ennfremur að tekist
hafi að spara tæplega 200 milljónir í rekstri sjúkrahúsa utan Reykjavíkur og
50 milljónir í rekstri heUsugæslustöðva.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra var að vonum
ánægður þegar hann greindi
fréttamönnum frá niðurstöðu
Ríkisendurskoðunar. Hann lagði
áherslu á að þessi sparnaður hafi
ekki leitt til skerðingar þjón-
ustu, en viðurkenndi þó að að-
Samkvæmt skýrslu Ríkisendur-
skoðunar spöruðust 300 milljón-
ir á Ríkisspítölunum, 25 milljón-
ir á Borgarspítala og 250 millj-
ónir á Landakoti. Þess ber að
geta að bráðavöktum á Landa-
koti var hætt á síðasta ári og tók
Borgarspítali við þeim. Það er
Samkvæmt skýrslu Ríkisendur-
skoðunar fækkaði legudögum á
spítölunum um 1,5% á síðasta
ári, fyrst og fremst á Landakoti
og á Fæðingarheimilinu. Inn-
lögnum fjölgaði hins vegar um
6,8%.
Þá kemur fram í skýrslunni að
biðlistar hafa ekki lengst heldur
styst.
Af þessu dregur Ríkisendur-
skoðun þá ályktun að þessi
sparnaður hafi náðst án þess að
verulega hafi dregið úr þjónustu
við sjúklinga.
Heilbrigðisráðherra sagðist
ekki gera ráð fyrir að hægt verði
að ganga lengra í sparnaði á
sjúkrahúsunum og því sé ekki
gert ráð fyrir að kostnaður við
rekstur sjúkrahúsanna minnki á
árinu 1993 frá árinu 1992.
Heilbrigðisráðherfa sagðist
gera sér vel grein fyrir því að
með fjölgun aðgerða og fækkun
starfsfólks hafi álag á starfsfólk
sjúkrahúsanna aukist. -EÓ
Stjórn Herjólfs mun
ekki segja af sér
þótt bundinn hafi
verið endir á verk-
fall stýrimanna með
lögum:
Stéttar-
félög and-
víg laga-
setningu
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið er í grundvallaratriðum
andvígt lögum sem skerða
samninga og verkfallsrétt.
Grímur Gíslason, stjómarfor-
maður Heijólfs, segist ekki líta
á lagasetningu sem vantraust á
stjómina. Magnús Jónsson,
framkvæmdastjóri Heijólfs,
segir tap útgerðarinnar í 7
vikna verkfalli vera umtalsvert
en hefur ekki handbærar tölur
þar um.
Guðjón Hjörleifsson, bæjar-
stjóri í Eyjum, segir að Herjólfs-
deilan sanni svo ekki sé um
villst nauðsyn heildarsamninga
og telur að sérstakir ferjusamn-
ingar þurfi að gilda á Herjólfi.
„Við höfum ekki haft tóm til að
kalla saman fund til að taka af-
stöðu til setningu laga til að
binda endi á verkfall stýrimanna
á Herjólfi. En í grundvallarat-
riðum getum við aldrei tekið
undir lög sem sett eru til að
skerða samninga og verkfalls-
rétt,“ sagði Benedikt Valsson,
framkvæmdastjóri Farmanna-
og fiskimannasambandsins í
gær áður en Alþingi samþykkti
Herjólfslögin.
Grímur Gíslason, stjórnarfor-
maður Herjólfs, sagði í gær-
morgun að það hafi ekki komið
til umræðu innan stjómarinnar
að segja af sér og hann sér held-
ur ekki neina ástæðu til þess þó
svo að AJþingi samþykki lög sem
binda enda á verkfall stýri-
manna á Herjólfi.
„Ég lít alls ekki á lagasetningu
sem eitthvert vantraust á okkur.
Við höfum fyrst og fremst verið
að gæta hagsmuna fyrirtækisins
og reyna að halda í útgjöld ríkis-
sjóðs. Lokatilboð stýrimanna til
okkar hljóðaði upp á 45 þúsund
króna hækkun á mánuði fyrir
hvern stýrimann, þannig að það
sér hver maður að það er ekki
hægt að semja um slíkt.“ -grh
búnaður fæðandi kvenna í mat Ríkisendurskoðunar að 40
Reykjavík hefði versnað á síðasta milljónir hafi sparast með lokun
ári.
Fæðingarheimilisins.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra með aðstoðar-
mönnum slnum. Þorkell Helgason er tll vinstri og Guðjón
MagnÚSSOn skrifstofustjóri til hægri. Tlmamynd Aml BJama
Unnið hörðum höndum við að fullklára íslenska Evrópulagið fyrir írlandsför:
Söngvakeppni í smábæ
„Lagið mun ekki taka miklum
breytingum. Ég ætla að bæta
strengjahljóðfærum inn í það. Þá
stendur til að bæta við einni bak-
rödd,“ segir Jón Kjell, höfundur
íslenska Evrópuvinningslagsins;
„Þá veistu svarið.“ Hann á von á
að 6 manna hópur komi fram á
sviðinu í litla þorpinu Millstream
á Suður írlandi þann 15 maí n.k.
Hann telur að líklegast muni
hann sjá um að stjóma stór-hljóm-
sveit sem venjan er að leiki undir
lögum keppninnar.
Nú er unnið hörðum höndum við
að fullvinna lagið og á Jón von á að
þeirri vinnu ljúki fyrir páska. Þar á
hann við hljóðblöndun, útsetn-
ingu, upptöku o.fl. Þá segir hann
að unnið sé að kynningarmynd-
bandi um lagið sem eigi að verða
tilbúið um líkt leyti. Hann fékk
500 þúsund kr. til að fullvinna lag-
ið, láta hanna búninga o.s.frv. og
er ekki viss um að það fé dugi til
þess ama. Jón bætir við að tíminn
sem liðinn er frá því úrslit lágu fyr-
ir hér á landi, hafi að mestu farið í
að semja við útgefendur og kynn-
ingaraðila.
Lög keppninnar kveða á um að
aðeins megi leika lögin opinber-
lega fjómm vikum fyrir úrslita-
kvöldið. Þess vegna má landinn
eiga von á að heyra lagið 4. apríl
n.k.
Jafnframt er fyrirhugað að gefa
lagið út á safnskífu með öðmm
lögum keppninnar en einnig eitt
og sér.
Jón er ekkert farinn að velta fyrir
sér möguleikum lagsins í keppn-
inni og telur að það sé ómögulegt
fyrr en öll lögin hafa verið leikin.
Tvisvar áður hefur söngvakeppn-
in verið haldin á írlandi. Það vekur
athygli að í þetta skipti er vett-
vangurinn lítið 2.000 manna þorp
sem heitir Millstream á Suður ír-
landi. Jón hefur reynt að afla sér
upplýsinga um keppnisaðstæður
en hefur ekki haft erindi sem erf-
iði. Hann treystir samt vel ímm til
að halda keppnina þar sem þeir
búa yfir reynslu á því sviði. „Þeir
gætu gert þetta með bundið fyrir
augun,“ segir Jón að lokum. -HÞ