Tíminn - 24.03.1993, Síða 5
Miðvikudagur 24. mars 1993
5 Tíminn
Þorsteinn Antonsson:
Frá upplýsingu
til rómantíkur
Um miðbik 18. aidar var uppi okkar helsta ljóðskáld í anda upp-
lýsingarinnar, Eggert Ólafsson. Um aldamótin 1800 var Magnús
Stephensen okkar helsti upplýsingarmaður. Eggert varð fyrir-
rennari Jónasar Hallgrímssonar. Hér er það hugarfarið sem gild-
ir. Eggert Ólafsson hvatti þjóðina til að gerast sjálfbjarga. Hann
bar fyrir sig, metnaði sínum til fulltingis, bæði ljóð og ritgerðir.
Ljóðmæli hans voru þó ekki gefin út fyrr en árið 1832, í kjölfar
júlíbyltingarinnar frönsku og þeirra áhrifa sem henni fylgdu víða
um lönd.
Þótt Jónas gerðist lærisveinn Egg- lenskt, lifði í anda tvær mótstæðar
erts, tileinkaði hann sér anda róman- hugmyndastefnur án þess að leiddi
tíkur og þá með lagi sem er sérís- til árekstra. Jónas gerði fleira en
yrkja. Hann lagði stund á rannsóknir
á náttúrufari íslands og þýddi
stjömufræðirit, smíðaði til þess orð
sem nú em daglegt mál, s.s. aðdrátt-
arafl, safhgler, sjónauki, líkinda-
reikningur, raf(ur)magn, ljósfræði,
í Ijósi sögunitar
11. hluti
V._____-..........J
sporbaugur, fjaðurmagnaður. O.m.fl.
Fjórmenningamir sem við Fjölni
em kenndir, þeir Tómas Sæmunds-
son, Jónas Hallgrímsson, Konráð
Gíslason og Brynjólfur Pétursson,
lögðu áherslu á að bera landsmönn-
um tíðindi af samtíðarviðburðum í
stjómmálum Evrópu á fjórða áratug
síðustu aldar. Og af öðmm menning-
armálum samtíðarinnar. Sama hafði
tíðkast í hinum fyrri íslensku tíma-
ritum, Félagsritunum og Skími. Hið
nýstárlegasta við Fjölni er málfarið,
einfalt og skýrt alþýðumál, þökk sé
rómantíkinni.
Á fyrstu útgáfuámm tí'maritsins var
áhugi ekki vaknaður meðal íslend-
inga fyrir söfnun þjóðsagna og
skráningu þjóðhátta og því líkast
sem komið væri að ónumdu landi
fyrir menn sem skynbragð bám á
þvílík verðmæti sem þeir Fjölnis-
menn gerðu. Fyrsta norræna þjóð-
sagnasafhið kom út í Danmörku á
ámnum 1818-23 og það hafa þeir
vafalaust lesið allir. Skipuleg söfnun
slíks efnis hérlendis hófst árið 1845.
Um líkt leyti kom fyrsta skáldsagan
út á íslensku, Piltur og stúlka Jóns
Thoroddsen. Sögur hans spmttu upp
úr miðju kófi þjóðsagnaáhugans,
þótt sögumar beri merki raunsæis á
ytra borði í samræmi við danska
sagnagerð þessa tíma. Þróun skáld-
sögunnar í landinu fram til 1930 eða
þar um bil má samt eigna hinum al-
þýðlegri sagnaarfi. Hula hefur verið
dregin á þá staðreynd m.a. með því
að horfa ffamhjá sögum Jónasar
Guðlaugssonar, sem komu út á
dönsku upp úr aldamótunum síð-
ustu. Þessar staðreyndir, sem nú hef-
ur verið bent á um Fjölnismenn, ís-
lenskt ritmál í endumýjun og al-
þýðusagnir, ætti að taka til endur-
mats í þeirri viðleitni að byggja
þjóðinni traustari gmnn sjálfsvirð-
ingar í nútímanum en þann sem
notast er við. íslendingar em ekki
raunsæismenn og sennilega ekki
verri fyrir það. En afleitt að kannast
ekki við óraunsæið eða á hvaða rót
það stendur.
Höfundur er rithöfundur.
Guðmundur Gunnarsson:
Undanfama mánuði hefur Morgunblaðið farið hamförum
gegn verkalýðshreyfingunni. Það á sér eðlilega skýringu,
kjarasamningar standa yfir. Það er jafn tryggt og að það
birtir að morgni eftir nóttu, að þegar líður að gerð nýrra
kjarasamninga, fer starfsfólk Vinnuveitendasambandsins
uppá háaloft og sækir fatagarmana og betlistafinn, Morg-
unblaðið fer hamförum gegn verkalýðshreyfingunni og
svartar skýrslur birtast frá Þjóðhagsstofnun.
Árásir Morgunblaðsins hafa farið
stigvaxandi undanfarið, en stein-
inn tók úr í Staksteinum í síðustu
viku. Þar er ráðist á formann
stærsta verkalýðsfélags landsins á
ofstækisfullan hátt og hann kall-
aður móðursjúkur vegna þess að
hann dregur í efa þær fullyrðingar
Morgunblaðsins, að þörf sé á að
lækka hlutfall greiðslna til stéttar-
félaga vegna afgreiðslu atvinnu-
leysisbóta. Morgunblaðið neitar
að kynna sér og birta staðreyndir
málsins og fer í barnalegan reikn-
ingsleik með launakostnað starfs-
stúlkna VR.
Umsjónarlaun Rafiðnaðarsam-
bands íslands 1992 vegna atvinnu-
lausra rafiðnaðarmanna vom 600
þús. kr. U.þ.b. ein manneskja sér
um afgreiðslu vegna atvinnu-
lausra á skrifstofum sambandsins.
Gíróseðlar em sendir út vikulega,
aka þarf niður í Tryggingastofnun
með pappíra og sækja þá aftur
stimplaða, auk margskonar ann-
arrar fyrirgreiðslu. Það má áætla
að launakostnaður RSÍ vegna
þessa, ásamt launatengdum gjöld-
um, skrifstofuaðstöðu, akstri,
gíróseðlum o.fl., sé a.m.k. kr.
1.500.000.
Okkur þótti ekki fært að atvinnu-
lausir fengju ekki desemberupp-
bót eins og aðrir landsmenn, svo
greidd var af RSÍ desembemppbót
til atvinnulausra rafiðnaðarmanna
að heildampphæð kr. 540.000.
Verkalýðshreyfingin rekur mjög
umfangsmikla starfsmenntun, í
boði em á þriðja hundrað gerðir
námskeiða um nýjungar á vinnu-
markaðinum. Atvinnulausir raf-
iðnaðarmenn geta á kostnað RSÍ
sótt öll starfsmenntanámskeið
sem rekin em; námskeiðsgjöld,
sem greidd vom vegna atvinnu-
lausra rafiðnaðarmanna á síðasta
ári, vom kr. 466.000. Einhverra
hluta vegna þegir Morgunblaðið
þunnu hljóði ýfir þessari starf-
semi; þegar við höfum boðið blað-
inu að kynna sér þessa starfsemi
er því oftast ekki svarað. En svo er
ítrekað gefið í skyn að ekkert sé
gert fyrir atvinnulausa af hálfu
verkalýðshreyfingarinnar.
Atvinnulausum rafiðnaðarmönn-
um em afhent kort að líkams-
ræktarstöðvum, auk þess geta þeir
nýtt sér orlofshús sambandsins
sér að kostnaðarlausu. Kostnaður-
inn við þetta á síðasta ári var um
kr. 98.000. Heildarkostnaður RSÍ
vegna atvinnulausra 1992 var því
a.m.k. kr. 2,5 millj. á síðasta ári.
Frá því má síðan draga umsjónar-
launin, þannig að kostnaður okkar
vegna atvinnulausra er a.m.k. 2
millj.
Við höfum aldrei litið á þetta á
þennan hátt, heldur teljum við
það skyldu okkar að styðja við bak-
ið á þessum ólánssömu félags-
mönnum okkar á allan þann hátt
sem okkur er unnt. Félagsgjöld
em ekki innheimt hjá atvinnu-
lausum, samt halda þeir fullum fé-
lagslegum réttindum innan RSÍ.
Það er í sjálfu sér ekki eftirsókn-
arvert fyrir verkalýðsfélögin fjár-
hagslega, að hafa greiðslu at-
vinnuleysisbóta hjá sér. En þau
vilja halda sem bestu sambandi við
þá atvinnulausu. Vinnumiðlun og
atvinnuleit, a.m.k. hjá iðnaðar-
mannafélögunum, fer fram á
skrifstofum félaganna. Það væri
áhugavert að sjá hver kostnaður-
inn yrði, ef atvinnuleysistrygging-
ar yfirtækju þessa þjónustu verka-
lýðsfélaganna um land allt. Einnig
væri áhugavert að sjá hvernig eft-
irlitshlutverkið yrði framkvæmt.
Morgunblaðið kallar
þá, sem voga sér að
mótmœla skoðunum
þess, móðursjúka
eða veruleikafirrta.
Skinhelgi er leiður
sjúkdömur. Morgun-
blaðið telur sig þess
umkomið að gagn-
rýna menn og mál-
efni oggefa útyfir-
lýsingar um hvað sé
rangt og hvað sé rétt.
En ef einhver mót-
mœlir málflutningi
þess, er brugðist
harkálega við.
Morgunblaðið hefur tekið upp
það sem Þórarinn V. hefur haldið
fram undanfarið, að ná megi
launahækkunum með því að fella
niður gjöld til verkalýðsfélaganna.
Er það stuðningur við þá lægst
launuðu að fella niður orlofsheim-
ilagjald og hækka laun um 0,25%?
Það þýddi að í stað þess að leiga á
VETTVANGUR
v_____________________
orlofshúsum verkalýðsfélaganna
væri kr. 7.000 áviku, þyrfti hún að
hækka í kr. 28.000.
Er það stuðningur við þá lægst
launuðu að fella niður gjöld til
sjúkrasjóða og hækka laun um
1%? Útgjöld styrktarsjóðs RSÍ á
síðasta ári voru ríflega kr. 24
millj.
Það hefur ekki verið skilgreint
hvað af þessum fjármunum fór til
atvinnulausra eða hinna lægst
launuðu. Ríkið hefur hækkað
kostnað vegna heimsókna til
lækna, einnig hefur lyfjakostnað-
ur verið hækkaður. Þessi kostnað-
arauki bitnar á sama þjóðfélags-
hóp, það eru þeir sömu sem leita
til læknis og þurfa á lyfjum að
halda og því miður eru það oft
einnig þeir hinir sömu sem
minnst mega sín í þessu þjóðfé-
lagi.
Útgjaldaauki upp á 6-10 þús. á
ári hjá láglaunamanni eða þeim
sem er á bótum upp á kr. 45 þús. á
mánuði er verulegur. Sjúkrasjóðir
hafa komið inn og hjálpað fólki
sem enga björg getur sér veitt,
fjölskyldur sundrast og þær missa
heimili sín. Það þjóðfélag, sem við
höfum byggt upp hér á landi og
erum svo stolt af þegar við ræðum
við erlent fólk, er þjóðfélag sam-
tryggingar þar sem þeim, sem af
einhverjum ástæðum verða undir,
er rétt hjálparhönd.
Finnst VSÍ og Morgunblaðinu
ekki nægilega gengið á rétt þessa
fólks? Er þörf á að ganga enn
lengra fram? Hvers vegna er
skattur á fjármagnstekjur ekki
inni í umræðu Morgunblaðsins?
Hvers vegna er hátekjuskattur sú
eina af aðgerðum ríkisstjórnar-
innar sem sett er á í takmarkaðan
tíma? Hvers vegna leggst Morg-
unblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn
svona hart gegn auknu frjálsræði
í lyfjakaupum, sem ætti þó að geta
lækkað lyfjakostnað í sumum til-
fellum um 30%? Hvers vegna
fjallar Morgunblaðið ekki um nið-
urgreidd félagsgjöld af opinberum
skattpeningum í samtökum at-
vinnurekenda? Hvers vegna er
ekki fjallað um það að félagsgjöld
í samtökum atvinnurekenda eru
frádráttarbær frá skatti, en ekki
félagsgjöld í stéttarfélögunum?
Er frjálsræðið sem Morgunblað-
ið boðar í sífellu, einungis fyrir
einhverja útvalda, t.d. þá sem eiga
Eimskip, Flugleiðir, olíufélögin,
tryggingafélögin? Eða þá sem eru
sömu skoðunar og Morgunblaðið?
Morgunblaðið kallar þá, sem
voga sér að mótmæla skoðunum
þess, móðursjúka eða veruleika-
firrta. Skinhelgi er leiður sjúk-
dómur. Morgunblaðið telur sig
þess umkomið að gagnrýna menn
og málefni og gefa út yfirlýsingar
um hvað sé rangt og hvað sé rétt.
En ef einhver mótmælir málflutn-
ingi þess, er brugðist harkalega
við.
Morgunblaðið auglýsir sig sem
opinn grundvöll þjóðfélagslegrar
umræðu og telur sig komast að
kjarna málsins. Vinnubrögðin eru
vafasöm, svo ekki sé nú meira
sagt. Við bíðum eftir því að fjallað
sé um lífeyrissjóðsmálin frá báð-
um hliðum á síðum blaðs allra
landsmanna. Við bíðum þess að
fjallað sé á málefnalegan hátt um
starfsemi verkalýðsfélaganna og
þá sjóði sem hún stjórnar. Það eru
fleiri hliðar á þeim málum en VSÍ-
menn hafa og hafa haft greiðan
aðgang að síðum Morgunblaðs-
ins.
Morgunblaðið má að sjálfsögðu
hafa sínar skoðanir. Öðrum er það
einnig heimilt, án þess að liggja
undir því að vera taldir móður-
sjúkir og veruleikafirrtir eða vera
úthrópaðir á síðum þess blaðs
sem hefur sjálft tekið sér það
hlutverk að vera bæði með og á
móti og virðist hafa tekið sér
einkaleyfi á því að hafa frjálsar
skoðanir.
Höfundur er varaformaður
Rafiönaöarsambands fslands.