Tíminn - 24.03.1993, Page 6

Tíminn - 24.03.1993, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur 24. mars 1993 —-------- -V ....... ... Þjálfari Atletico Madrid hefur hætt störfum hjá félaginu eftir aö- eins fimm vikna starf hjá spænska liðinu. Fréttir herma að hann hafi sagt starfii sínu lausu vegna ósam- komulags við stjómarformann fé- lagsins. Þann 11. febrúar skrifeði Argentínumaðurinn Omar Pastor- iza undir samning út tímabilið, með það i huga að hann þjálfaði liðið áfram. Hann sagði í gær að hann hefði hætt til að halda sjálfe- virðingu sinni, hann léti ekki troða á sér. Forveri hans í starfi var rek- inn vegna lélegs árangurs, en liðið er nú f sjötta sæti deildarinnar. ... Danski landsliðsþjálfarinn Ri- chard Möller Nielsen hefur valið framherjann Flemming Povlsen í danska landsliðið sem mætir Spánverjum í undankeppni HM á heimavelli sínum í Danmörku þann 31. mars næstkomandi. Povl- sen var ekki í hópnum sem mætti Argentínumönnum í síðasta mán- uði vegna meiðsla. Auk þess koma þeir Jakob Friis-Hansen, sem leik- ur með LiIIe í Frakklandi og Sig Toefting sem leikur með danska liðinu AGF inn í hópinn, í stað þeirra Torben Piechnik, Liverpool, Michael Larsen, Silkeborg og Johnny Molby, Bor. Mönchengl- adbach. ... Blackbum Rovers skipti í gær á framlierjanum og bandaríska Iandsliðsmanninum Roy Wegerle fyrir skoska landsliðsmanninn Ke- vin Gallacher, sem leikið hefur með Coventry. Auk þess greiddi Blackbum ótilgreinda upphæði í milli. Roy Wegerie, sem kom til Blackbum frá Queen Parks Ran- gers fyrir tveimur árum fyrir. 1,2 milljónir punda, missti sæti sitt i liðinu þegar Alan Shearer var keyptur til liðsins. Hann hefur hins vegar gert 10 mörk í þeim 13 leikjum sem Shearer hefur verið meiddur. Gallacher kom hins veg- ar til Coventry frá Dundee Utd. og hefúr hann leikið 12 landsleiki fyr- ir Skotland. Hann heftir skorað 36 mörk fyrir Coventry í þeim 117 leikjum sem hann hefur leikið með félaginu á síðustu þremur ár- um. _. Heimildir franska iþróttablaðs- ins UEquipe segja að frönsku meistaramir, Marseille hafi gert fjögurra ára samning við franska markakónginn Xavier Gravelaine, sem leikur með Caen. Gravelaine hafi þegar samþykkt samninginn en ennþá sé beðið eftir samþykki félags hans. Forráðamenn Caen hafi meiri áhuga á að selja hann til Paris StGermain. Hinn litríki markvörður kól- umbfeka landsliðsins í knatt- spymu, sem skapaði sér frægð í úr- slitakeppni HM á Italfu af röngum ástæðum, Rene Higuita, leikur ekki knattspymu næstu þrjá mán- uði vegna meiðsla sem hann varð fyrir f leik með liði sínu, Atletico National Hann verður ekki með í letkjum kólumbfeka landsliðsins keppni um Amerfkubikarinn í júní og vafamál er hvort hann verði bú- inn að ná sér fyrir undankeppni HM sem haldin verður í ágúst og september. _ Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamotvann sinn annan sigur f röð í risastórsvigi í heimsbikarkeppn- inni á skíðum í gær, en keppnin fór fram í heimalandi hans. Með sigr- um þessum hefur hann verulega saxað á forystu Marc Giradellis í samanlagðri stigakeppni heims- bikarkeppninnar. Þessi 21 árs Norðmaður var með bestan tíma í báðum umferðum og var um sek- úndu á undan Svtanum Johan Wallner. Pað voru Norðurlandabú- ar í öllum þremur efetu sætunum þvf í þriðja sæti varð Svfinn Fred- rik Nyberg, Úrslitakeppnin í körfuknattleik: Haukarnir áfram eftir annan sigur á Grindavík Haukamir tryggðu sér sæti í úr- slitaleikjum um íslandsmeistaratit- ilinn í körfuknattleik með sigri á Grindvíkingum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Japisdeildar. Loka- Reykjavíkurmótið I knattspymu: 1-10 sigur Framara Framarar og Ármenningar léku fyrsta leikinn á Reykjavíkurmótinu í knatt- spymu á gervigrasvellinum í Laugardal í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 1- 10, Frömurum ívil eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 0-4. Helgi Sigurðsson, gerði fjögur mörk, Brynjar Jóhannes- son skoraði þrjú mörk, Þorbjöm Sveinsson gerði tvö mörk og Ágúst Ól- afsson eitt Magnús Jónsson gerði mark Ármenninga. tölur urðu 78-74, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 34-36, Grind- víkingum í vil. Haukar sigruðu einnig í fyrri leiknum og eru Grind- víkingar úr Ieik. Engu að síður góð- ur árangur hjá þeim. Haukar mæta annað hvort Keflvíkingum eða Skallagrími í allt að flmm úrslita- leikjum. Það var gífurleg stemmning í troð- fullu íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Heima- menn byrjuðu leikinn betur og höfðu þegar ekki var langt liðið á fyrri hálfleikinn, sjö stiga forskot Þá tóku Grindvíkingar sig til og komust yfir og leiddu leikinn fram að hálf- eik. Haukarnir náðu þó að minnka muninn í tvö stig. Haukar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og leiddu nær allan hálfleikinn, en þó ekki með miklum mun. Þegar um tvær mínútur voru til leiksloka höfðu Haukarnir tíu stiga forskot, 71-61 og eftirleikurinn virtist nokkuð auðveldur. Þá tóku Grindvíkingar sig til og náðu að minnka muninn í tvö stig, 76-74 með þremur vítaskotum. En lengra komust þeir þó ekki og tryggðu Haukarnir sér sigur með körfu á síð- ustu mínútum leiksins. John Rhodes var einu sinni sem oftar bestur í liði Haukanna og var hann einnig stigahæstur þeirra með 28 stig. Jón Arnar Ingvarsson var einnig traustur, en hann gerði 24 stig. Jonathan Roberts var langat- kvæðamestur Grindvíkinga og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann gerði 26 stig í leiknum, en Guð- mundur Bragason skoraði 12 stig. ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: ÞJETUR SIGURÐSSON Urslitakeppnin í körfuknattleik: Leikur Skallagrímur til úrslita í fyrsta sinn? í kvöld fer fram þriðji og síðasti leikur Keflvíkinga og Skallagríms í úrslitakeppninni í körfuknattleik og ræðst þá hvort liðið heldur áfram og mætir annað hvort Grindavík eða Haukum í allt að fimm úrslitaleikjum um íslandsmeistaratitiiinn í körfuknattleik. Keflvíkingar burstuðu Skallagrím í Keflavík á Iaugardag, en þeir síð- arnefndu hefndu ófaranna á mánudag með 12 stiga sigri fyrir fullu húsi í Borgarnesi á mánu- dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Borgnesingar komast svo langt í keppninni, en Keflvíkingar eru mun reyndari á þessu sviði. Það er ljóst að Skallagrímur hefur á brattann að sækja, því leikurinn verður á heimavelli Keflvíkinga og hefst klukkan 20. Skallagrímur hefur þó unnið einn leik suður með sjó í vetur og hlýtur það að gefa Borgnesingum von. Tíminn ræddi við þjálfara liðanna sem reyndar eru einnig lykilmenn lið- anna, í gær. „Ég á von á jöfnum leik. Við leikum á heimavelli sem skiptir mjög miklu máli. Við áttum örugglega okkar slakasta leik í vetur gegn Skallagrími á mánudag og við munum örugglega reyna að rífa okkur upp úr því. Við getum ekki spilað svo lélegan leik aftur, þannig að ég er bjartsýnn á leikinn í dag. Það er að duga eða drepast," sagði Jón Kr. Gíslason í samtali við Tímann. Jón Kr. sagði að árangur Skallagríms 14 sigrar og 12 töp væri miðlungsárangur, en það þyrfti ekkert að koma á óvart að Skallagrímur hefði komist í úrslit. Valsmenn hefðu náð svipuðum árangri í fyrra og þeir verið stutt frá því að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. „Mótstaða Skallagríms hefur alls ekki komið mér á óvart í þessum leikjum. Þetta burst gegn þeim á laugar- dag heftir hins vegar komið okkur á óvart. Skallagrímur hefur á að skipa baráttuliði og heimavöllur þeirra er mjög sterkur. Við hins vegar lékum mjög illa gegn þeim á mánudag, bæði liðið í heild og skyttumar okkar brugð- ust alveg. Við ætlum ekki að láta þetta gerast aftur og við ætlum að taka þá á okkar heimavelli í dag.“ „Við eigum góða möguleika í Keflvíkinga. Leikurinn leggst ágætlega í mig, en hann verður auðvitað erfiður og þá býst ég við hörðum leik. Keflvíkingar eru góðir, en við höfum sýnt það í vetur að við getum unnið þá. Við höfum unnið tvo leiki af fimm í vetur og það segir mikið," sagði Birgir Mikhaelsson, þjálfari Skallagríms í samtali við Tímann. Hann sagði sína menn verða að reyna að spila skynsam- lega í kvöld og reyna að ráða hraðanum í leiknum. Skalla- grímsvömin væri sterk en baráttan yrði að vera til staðar. Birgir sagði að sú staðreynd að Skallagrímur væri eina lið- ið sem hefði unnið Keflvífa'nga tvívegis í vetur, gæfi þeim trúna á að þeir gætu unnið þriðja leikinn í kvöld og tryggt sér sæti í fimm leikja keppni við annað hvort Grindavík eða Hauka um íslandsmeistaratitilinn. ,,Ég setti markið kannski ekki alveg svona hátt fyrir mótið. Eg hafði persónulega sett markið á að komast hærra en í fyrra og vera í þriðja sætinu í riðlinum og í 5-6. sæti í heild- ina. Auðvitað vonaði maður að við gætum keppt um að komast í úrslitakeppnina, en ég bjóst ekki við að það myndi takasL Körfuknattleikur: Ermolinskij áfram í Borgarnesi Gengið hefur verið frá því að Alexander Ermolinskij leikur næsta keppnistímabil með Skallagrími í Úrvalsdeild- inni í körfuknattleik, en hann hefur tvö undanfarin keppnistímabil íeikið með liðinu. Hann hefúr þegar skrifað undir samning þess efnis. Birgir Mikhaelsson, þjálfari Skallagríms, sagði að þeir hefðu verið ánægðir með hann og honum líkaði einnig vel í Borgamesi. Ermolinskij er fjölskyldumaður og býr þar ásamt konu sinni og tveim- ur börnum. Hann á stóran þátt í óvæntum en ágætum árangri liðsins í vetur, en Skallagrímur leikur nú í úrslita- keppni Úrvalsdeildar, auk þess sem liðið komst í undanúrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik. Kvennakarfan: Keflavík- urstúlkur Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi íslandsmeistaratitll- inn í körfuknattleik með stór- sigrí á KR- ingum f þriðja leik liðanna 97-92. Staðan I hálf- leik var 43-22 og var það aldrei spuming, hvort liðið færi með sigur af hólmi. Hanna Kjart- ansdóttir var atkvæöamest í Uði heimastúlkna með 32 stig. Keflavík sigraði í öllum þremur ieikjunum og stendur því uppi sem sigurvegari á íslandsmóti annað áríð í röð og í fimmta sinn á sex árum. Kefiavíkur- stúlkur eru einnig bikarmelst- arar. Enska knattspyman: Jafnt á Selhurst Park Crystal Palace og Liverpool gerðu 1- 1 jafntefli á Selhurst Park í Lundún- um í gær í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 0- 0. Það var gamla brýnið, Ian Rush sem kom Liverpool yfir á 49. mínútu, en leikmenn Crys- tal Palace neituðu að gefast upp og jöfnuðu þeir á 78. mínútu og var þar að verki Armstrong nokkur. Þá vom leiknir átta Ieikir í 1. deild. Þar bar helst til tíðinda að tvö efstu liðin, West Ham og Newcastle, biðu lægri hlut. Úrslit leikja voru annars eftir- farandi: Birmingham-Barnsley .......3-0 Cambridge-Leicester........1-3 Charlton-Wolves............0-1 Grimsby-Brentford..........0-1 Notts County-Southend......4-0 Oxford-West Ham.............1-0 TVanmere-Portsmouth.........0-2 Watford-Newcastle ..........1-0 Evrópukeppni lands- liða U18 ára: Landslið- ið valið íslenska landsliðið sem mætir Rúmenum í Evrópukeppni lands- liða skipuðum leikmönnum 18 ára og yngri, hefur verið valið og er skipaö eftirtöldum leikmönnum: Markverðir ÁmiArason ....................ÍA Atli Knútsson.................KR Aðrír leikmenn Guðmundur Benediktson ...Ekeren Hrafnkell Kristjánsson.......FH Jón Gunnar Gunnarsson........FH Helgi Sigðurðsson..........Fram Pálmi Haraldsson.............ÍA Eysteinn Hauksson...........ÍBK Magnús Sigurðsson...........ÍBV Sigþór Júlíusson.............KA Þorvaldur Sigurbjörnsson.....KA Ottó Karl Ottósson...........KR Lúðvík Jónasson........Stjarnan Sigurbjöm Hreiðarsson ....Valur Kristinn Hafliðason ...Víkingur Leikurinn er fyrri leikur þessa þjóða og fer fram í Plopeni í Rúmen- íu þann 7. aprfl næstkomandi. Úrslit leikja í NBA-deildinni bandarísku í fyrrinótt: Washington-New Jersey.... 97-92 Denver-Utah ...........107-93 Golden State-Detroit...96-91

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.