Tíminn - 01.04.1993, Page 1
Hrafn dag-
skrárstjóri
hjá Sýn
Hrafn Gunnlaugsson var ekki
lengi atvinnulaus því að hann hef-
ur verið ráðinn dagskrárstjóri hjá
sjónvarpsstöðinni Sýn. Hann tek-
ur við starfinu í dag. Sýn sendir út
aðkeypt efni milli kl. 17 og 19
föstudaga og laugardaga auk
beinna útsendinga frá fundum Al-
þingis.
Hús Miklagarðs á Holtabakka selt. Allar vörur í versl-
un og á lager fyrirtækisins seldar á rýmingarsölu í
dag. Einar Sigurgeirsson fréttafulltrúi Miklagarðs:
Allt selt með
80-90% afslætti
„Við fengum mjög gott tilboð í
húseign Miklagarðs á Holta-
bakka sem við höfum gengið að.
Væntanlegir kaupendur eignar-
innar, sem eru mjög fjársterkir,
munu yfírtaka húseignina strax
eftir helgina og fyrir þann tíma
verðum við að vera búnir að
tæma allar vörur af lagernum og
úr versluninni. Einfaldast er því
að efna til rýmingarsölu strax í
dag,“ segir Einar Sigurgeirs-
son, taismaður Miklagarðs.
Mikligarður efnir til stórútsölu eða
rýmingarsölu á öllum vörubirgðum
sínum í dag. Einar bendir á að hrein-
lega sé ekki tími til að finna birgðun-
um annan stað og freista þess að selja
þær síðar. Við það myndi hlaðast á
vörumar geymslu- og flutnings-
kostnaður auk umstangs. Einfaldast
sé því að selja vörumar strax á útsölu
með góðum afslætti svo losna megi
við þær að mestu á einu bretti. Til að
svo megi verða segir Einar að stjórn
Miklagarðs hafi á fundi í byrjun þess-
arar viku ákveðið að selja vömmar
með afslætti sem ekki á sinn líka í ís-
lenskri verslunarsögu, eða 80- 90%.
Útsöluvörumar verða, eftir því sem
við verður komið, seldar í kippum
eða slumpum. Þannig verður t.d.
hægt að kaupa vömr sem boðnar
hafa verið á tilboði sem nefndist
Kostaboð á kjarapöllum nema að nú
verður um enn meira kostaboð að
ræða. Þannig fæst kassi með 25 dós-
um af grænum baunum fyrir 100
krónur, 25 kg. af þvottadufti fást á
250 krónur og 25 dósir af niðurlögð-
um blönduðum Del-Monte ávöxtum
á 120 krónur.
Fatnaður verður á mjög góðu verði
og sem dæmi má nefna 5 skyrtur í
sama númeri á 300 krónur, buxur á
verðbilinu 200-700 krónur, svo dæmi
sé tekið. í raftækjadeildinni verða
ýmis vönduð heimilistæki, svo sem
eldavélar, helluborð, kæli- og frysti-
skápar, hrærivélar, útvarps- og sjón-
varpstæki seld á verði sem aldrei fyrr
hefúr heyrst nefnt í sömu andrá og
þekkt vömmerki eins og Bauknecht,
Kitchen Aid o.fl.
Jafnframt því að Mikligarður er nú
að rýma húsnæðið á Holtabakka
verður einnig að rýma ÁTVR-útsöl-
una í húsinu. Höskuldur Jónsson for-
stjóri ÁTVR sagði aðspurður í gær að
ekki yrði um að ræða neina rýming-
arsölu á vömm útsölunnar. Þær yrðu
einfaldlega fluttar í burt og dreift á
aðrar útsölur ÁTVR. Hins vegar væri
ekki ákveðið enn hvað gert yrði við
innréttingarnar. Ákvörðun um þær
yrði tekin á stjómarfundi í dag, 1.
apríl.
Ekki fékkst uppgefið í gær hverjir
væm em sem hafa gert tilboð í hús-
eignina á Holtabakka. —sá
Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður a.m.k. tíu milljarðar þrátt fyrir að ekkert fari til Lands-
banka á þessu ári:
Engin króna fer frá ríkis-
sjóði til Landsbanka í ár
„Það má gera ráð fyrir því að nú
þegar ríkisfjármálin eru skoðuð
verði rekstrarhalli rikissjóðs á
þessu ári a.m.k. tíu milljarðar
eða um fjórum milljörðum
meiri en gert var ráð fyrir í fjár-
lögum,“ sagði Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra á Alþingi í
gær. Þessi mikli halli verður
þrátt fyrir að ríkissjóður greiði
ekkert til Landsbanka á árinu.
„Það ber að geta þess að fyrirhuguð
styrking Landsbankans er ekki á
meðal þeirra útgjalda sem um er að
ræða því að þótt ekki sé búið að
ganga frá forminu á styrk til Lands-
bankans er ekki gert ráð fyrir því að
það gerist með beinhörðum pen-
ingaúllátum ríkissjóðs á þessu ári.
Líkur em fremur á því að það verði
gert með útgáfu skuldabréfs. Þótt
ekkert sé enn ákveðið í þeim efnum
má gera ráð fyrir að ríkissjóður
verði að greiða af því skuldabréfi á
nokkurra ára bili og að þær greiðsl-
ur hefjist ekki fyrr en eftir um það
bil fimm ár,“ sagði Friðrik Sophus-
son. Ýmsir telja að hallatölur ríkis-
sjóðs eigi eftir að hækka enn þegar
líður á árið. Nægir að minna á að
kjarasamningar em framundan en
samfara gerð þeirra hafa útgjöld rík-
issjóðs oftast hækkað.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
ræddi einnig um aðstoðina við
Landsbankann í gær. Samkvæmt því
sem hann sagði er frágengið hvemig
að henni verður staðið. Jón las upp
bréf á Alþingi þar sem gerð er grein
fyrir formi hennar. Um er að ræða
þríþætta aðstoð eins og áður hefur
fram komið. í fyrsta lagi veitir ríkis-
sjóður bankanum 2.000 milljóna
fjárhagsaðstoð.
Hún verður innt af hendi með
skuldabréfi til 20 ára sem ber vexti.
Skuldabréfið verður gefið út á sama
tíma og undirritaður verður samn-
ingur milli fjármálaráðherra, við-
skiptaráðherra og Landsbanka um
þær ráðstafanir sem bankinn skuld-
bindur sig til að gera í því skyni að
bæta afkomu sína og eiginfjárstöðu.
Gert er ráð fyrir að samningurinn
verði undirritaður í þessum mán-
uði. í öðm Iagi fær Landsbankinn
1.000 milljóna víkjandi lán frá
tryggingasjóði viðskiptabanka. í
þriðja lagi verður víkjandi lánveit-
ing Seðlabanka til Landsbanka upp á
1.250 milljónir sem ákveðin var um
áramót látin standa.
-EÓ
Mikill baráttuhugur var í Dagsbrúnarfélögum f Bíóborginni í gær þegar yfirgnæfandi meirihluti
þeirra rétti upp hendur tii samþykkis um heimild til verkfallsboðunar. Tímamynd Ami Bjama
Dagsbrúnarfélagar kjaftfylltu Bíóborgina og veittu stjórn og trún-
aðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar:
Verkfal I svopn ið
dregið úr slíðrum
Dagsbrúnarfélagar kjaftfylltu
Bíóborgina í gær og sam-
þykktu með yfirgnæfandi
meirihluta heimild til handa
stjóm og trúnaðarmannaráði
tíl boðunar vinnustöðvnnar.
Fundinum barst fjöldi stuðn-
ings- og baráttukveðja frá
verkalýðsfélögum víðs vegar
um landið og m.a. frá Félagi ís-
lenskra náttúrufræðinga.
Þótt félagsfundurinn hafi veitt
stjóm og trúnaðarmannaráði
heimild til verkfallsboðunar sagði
formaður félagsins, Guðmundur J.
Guðmundsson, að verkfall væri
enginn leikur og heimildinni yrði
ekki beitt nema að vel athuguðu
máli. Hinsvegar væri samþykkt
fundarins skýr skilaboð til ríkis-
stjómar og atvinnurekenda og von-
andi mundi verkfallsheimildin
verða til þess að fleiri verkalýðsfé-
lög fylgdu fordæmi Dagsbrúnar.
Fundarmenn voru nærri á einu
máli um nauðsyn samstöðu allrar
verkalýðshreyfingarinnar ef grípa
þyrfti til verkfalls. Það væri ekki
nóg að Dagsbrún ein og sér færi af
stað þótt öflug væri. Ennfremur
vom félagsmenn hvattir til dáða og
að láta ekki atvinnurekendur kom-
ast upp með neitt múður í skjóli
hagræðingar:
„Það hjálpar okkur enginn ef við
gemm það ekki sjálfir."
Um 500 Dagsbrúnarfélagar em at-
vinnulausir um þessar mundir eða
um fimmtán af hundraði þeirra.
Ekkert lát virðist á atvinnuleysinu.
Sumir hverjir hafa dottið út af skrá
eða em í þann veginn að gera það,
missa því rétt til atvinnuleysisbóta
næstu vikur á eftir og hafa þá að
engu að hverfa nema aðstoð frá Fé-
lagsmálastofnun.
Formaður félagsins og aðrir fund-
armenn gagnrýndu harðlega þann
seinagang sem verið hefur í við-
ræðum aðila vinnumarkaðarins og
ríkisvalds um gerð nýs kjarasamn-
ings og framkomnar tillögur ein-
stakra forystumanna atvinnurek-
enda um nauðsyn kauplækkunar
og skerðingar á orlofi og á öðmm
samningsbundum réttindum
launamanna. Sömuleiðis fékk rík-
isstjómin sinn skammt fyrir að
hafast ekkert að gegn sívaxandi at-
vinnuleysi á meðan erfiðleikamir
mögnuðust og yrðu dýpri og meiri.
Þá fengu opinberir starfsmenn og
kennarar að heyra það óþvegið fyr-
ir baráttuleysi þótt þeir væm
hundóánægðir með launin sín.
„Síðan em hundmð Dagsbrúnar-
félaga og fleiri sem fá 250-300
krónur á tímann og verða að gera
sér að góðu dagvinnu því það er bú-
ið að taka af af þeim yfirvinnu, bón-
us og annað þessháttar. Á sama
tíma koma þeir sem hafa milljón á
mánuði fram og heimta að launin
hjá verkamanni með 50 þúsund
krónur á mánuði þurfi að lækka til
að bjarga atvinnulífinu," sagði for-
maður Dagsbrúnar.
-grfr
Tilbúnir í verkfall
Sjá viðtöl við Dagsbrúnarmenn
á blaðsíðu 3
Fimmtudagur
1. apríl 1993
63. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-