Tíminn - 01.04.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1993, Blaðsíða 9
Tíminn 9 DAGBÓKÍ Fimmtudagur 1. apríl 1993 Leikhópurinn samankominn ásamt leiksijóra og aðstoðarieikstfóra. Þjóðleikhúsið: Kjaftagangur eftir Neil Simon f Þjóðleikhúsinu eru nú hafnar æfingar á gamanleikritinu Kjaftagangi eftir hinn af- kastamikla leikritahöfund Neil Simon. Þýðandi er Þórarinn Eldjám og hefur hann staðfært leikritið frá New York til Seltjamamess. Leikritið gerist á glæsilegu heimili ungs athafnamanns og fjallar um hvemig hvemig fólk getur flækst í eigin lygavef, svo öll sund virðast lokuð. Leikendur eru Lilja Guðrún Þorvaidsdóttir, öm Ámason, Tinna Gunnlaugsdóttir, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Ingvar E. Sigurðs- son, Halldóra Bjömsdóttir, Randver Þorláksson og Þórey Sigþórsdóttir. Leikmynd og búningar em eftir Hlín Gunnarsdóttur, en leikstjóri er Finninn Asko Sarkola, sem fs- lendingum er að góðu kunnur af listahátíðum. Leikritið verður fmmsýnt á Stóra sviðinu í þessum mánuði. Félag eldri borgara Vorönn ‘93: Námskeið í Ld. páska- skrauti, trjáklippingum, fjölgun trjá- plantna og fleim. Upplýsingar í sfma 28812 og 677222. Blindrabókasafn íslands 10 ára Um áramótin hóf Blindrabókasafn ís- lands 10. starfsár sitt. Þess verður minnst með ýmsum hætti á næstu mán- uðum. Fyrsti afmælisviðburður er útgáfa hljóðbókar, sem verður til sölu fyrir al- menning. Hljóðbækur em bækur á hljóðsnældum. Dr. Sigurbjöm Einarsson hefur góðfús- lega gefið Blindrabókasaftii heimild til að gefa út síðustu bók sfna, Haustdreifar, og hafa til sölu í safninu. Sigurður Skúlason les bókina. f þessari hljóðbók fer saman athyglisvert efni, ritað á fögm máli, og góður upplestur. Hljóðbókin kostar 2800 krónur og er til sölu í Blindrabókasafni íslands, Hamrahlfð 17,2. hæð. Nýtt fyrirtæki, Rafsjá: Býður uppá hreinsun á rafmagnstækjum Tekið er til starfa fyrirtækið Rafsjá, sem sérhæfir sig í hreinsun á sjónvarpstækj- um, myndlyklum, myndbandstækjum og öðmm rafmagnstækjum á heimilum og fyrirtækjum sem stöðugt em í sam- bandi við straum. Undanfarin misseri hafa fyrirsagnir frétta um eldsvoða fjall- að um að upptök þeirra hafi mátt rekja til raftækja á heimilum. Ryk og ryk- myndun, sem er einn af fýlgikvillum náttúmnnar, er staðreynd á hverju heimili. Ryk sest allstaðar og smýgur inn í þessi tæki og með tímanum skapast vemleg eldhætta, en ef tækin em hreins- uð reglulega er eldhættan mun minni, auk þess sem tækin endast mun lengur. í nágrannalöndum okkar hefur þessi þjónusta verið í boði í nokkur ár og þyk- ir sjálfsagt að hreinsa tækin á tveggja ára fresti. í könnun, sem var gerð á vegum Neytendasamtakanna, kom í ljós að hér á íslandi verða sautján eldsvoðar á móti fjómm í Danmörku. Menn hafa velt því fyrir sér að mikil teppanotkun, veðrátta og hátt hitastig í híbýlum hér á íslandi sé stærsti orsakavaldurinn. Rafsjá sérhæfir sig f að fyrirbyggja slík tjón með því að koma heim til viðskipta- vinanna og hreinsa tækin. Þannig þurfa húsráðendur ekki að burðast með tækin út í bæ og missa þau ekki á verkstæði um óákveðinn tíma. Nægir aðeins að hringja í síma 615858 og panta tíma. Rafsjá er til húsa í Sigtúni 3, Reykjavík. Emil og Anna Sigga á Sólon íslandus Sönghópurinn Emil og Anna Sigga heldur tónleika föstudaginn 2. apríl kl. 20.30 á veitingahúsinu Sólon íslandus. Meðal höfunda laga á efhisskránni verða Bmce Springsteen, Janis Joplin, Lenn- on/McCartney og Thelonius Monk. Auk Emils mun gestasönghópur koma fram. Gospel-tónleikar í Hafnarfiröi Kór Flensbcrgarskóla stendur fyrir tvennum gospel- tónleikum í Hafnarfirði í þessari viku. Fyrri tónleikamir verða í Víðistaðakirkju í kvöld, fimmtudag, en þeir síðari f menningarmiðstöðinni Hafnarborg aimað kvöld, föstudag. Tón- leikamir hefjast kl. 20. Auk kórsins koma fram sex hljóðfæra- leikarar og dansarar frá Kramhúsinu í Reykjavík. Að sögn kórstjórans Margrét- ar Pálmadóttur em þetta afar einstakir tónleikar þar sem sungið er og dansað við tónlist með Afró-ívafi. Undanfamar vikur hefur kórinn æft af kappi undir stjóm danskennarans Orwells PennanL en hann er ættaður frá eyjunum í Kar- íbahafinu og alinn upp við gospel-söngva og dans. Fræóslufundir Gigtarfélagsins Gigtarfélag fslands hefur skipulagt nokkra fræðslufundi á vormisserinu fyr- ir fólk með ákveðna gigtsjúkdóma. Fundimir verða haldnir á fimmtudags- kvöldum kl. 20.30 á Hótel Sögu. Gengið er inn að norðanverðu og farið upp á aðra hæð. Mögulegt verður að kaupa heita drykki. Fyrsti fundurinn verður í kvöld, 1. apríl í B-sal Hótel Sögu og verð-_ ur þá fjallað um rauða úlfa. A.m.k. einn læknir verður fenginn til að segja frá einkennum sjúkdómsins og meðferð og fulltrúi eins eftirtalinna fag- aðila, eftir því sem við á, verður til staðar til að fjalla um og/eða svara fyrirspum- um um frekari meðferð viðkomandi sjúkdóms, þ.e. sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og hjúkrunarfræðingur. Fýrirspumir og umræður verða leyfðar á eftir hverju er- indi. Efrii og tímasetning einstakra fræðslu- funda og frummælendur verða sem hér segir: Rauðir úlfar: 1. apríl, B-sal Hótel Sögu. Læknir: Kristján Steinsson. Hjúkmnarfræðingur: Þóra Ámadóttir; Vefjagigt: 15. apríl, A-sal Hótel Sögu. Læknin Ámi Geirsson. Sjúkraþjálfari: Sigrún Baldursdóttir. BamaliðagigL 29. apríl, B-sal Hótel Sögu. Læknar: Helgi Jónsson og Jón Kristinsson; Beinþynn- ing: 6. maí, A-sal Hótel Sögu. Læknan Gunnar Sigurðsson og Kári Sigurbergs- son. Psoriasisliðagigt: 13. maí, A-sal Hót- el Sögu. Læknar: Helgi Valdimarsson og Kristján Steinsson. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Cliff Richard einn heima f stofu sinni, þar sem honum líður best. Á sextugsaldri og nýtur lífsins sem aldrei fyrr: Hinn síungi Cliff meö skífu og bók Cliff Richard er ennþá talinn einn frægasti poppsöngvari á Bretlandi og hefur átt lög á vin- sældalistum nær samfellt frá ár- inu 1958 þegar lagið Move It komst á Topp tíu listann í heima- landinu. Á fimmtugasta og öðru aldursári lætur hann ekki deigan síga, heldur hyggst gefa út sína fyrstu smáskífu á árinu 1993 auk þess sem ævisaga hans er vænt- anleg í verslanir alveg á næstu dögum. Að sögn er söngvarinn reynsl- unni ríkari eftir upprifjun ævinn- ar og endurminningarnar komu róti á tilfinningar hans. Faðir hans hafði verið harla strangur og ósveigjanlegur og leyfði ekki Cliff litla að komast upp með múður. Þá hefur Cliff mátt þola glósur um kynlíf sitt og löngum hefur þótt sannað að hann væri hommi. Þessu neitar Cliff og seg- ir ástæðuna fyrir einlífi sínu þá að hann hafi látið framann og tónlistina ganga fyrir öllu öðru; hann hafi átt margar kærustur og er þeirra getið í ævisögunni. Næst komst hann hjónabandinu í sambandi sínu við Jackie nokkra Irving, en að ráði Peters Gormley, vinar síns, hætti hann við vegna þess að Peter spáði söngvaranum tíu prósenta vin- sældahruni ef hann kvæntist. Það virðist hafa gengið eftir, því Cliff er sívinsæll. Nú er söngvarinn afar sáttur við líf sitt, gefur tíu prósent af tekj- um sínum til kristilegra góð- gerðasamtaka og heldur 12 „go- spel“-tónleika á ári. Ágóðann af þeim lætur hann einnig renna til samtakanna. Hann leikur tennis á hverjum degi og segist njóta einverunnar betur og betur eftir því sem hann eldist. ■ .._ia I SpBgJll Timans Janice Berry, æskuvinkona Cliffs. Strax á skólaárunum ein- setti Ciiffsér að leyfa enga truflun á leið sinni til vegs og frama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.