Tíminn - 01.04.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. apríl 1993 Tíminn 7 Ekki er hægt að treysta því að virk og heiðarleg samkeppni myndist og haldist af sjálfu sér, segir Georg Ólafsson: Samkeppni fyrirtækja harðn- ar bæði innbyrðis og út á við „Hægt er að dæma fyrirtæki í sektir fyrir brot á samkeppnisreglum. Sem dæmi um slíkt er mál fra 1991, þar sem framkvæmdastjóri EB sektaði Tos- hiba í Þýskalandi um 150 miUjónir kr. fyrir að hindra viðskipti innan Evr- ópubandalagsins með Toshiba-ljósritunarvélar." Þessi „sektadæmisaga" er í nýj- um bæklingi, „Samkeppni á evr- ópsku efnahagssvæði — upplýs- ingar um samkeppnisreglur EES“, sem Samkeppnisstofnun hefur gef- ið út og kynnt var af forstjóra stofnunarinnar og viðskiptaráð- herra í gær. Strangar reglur um samképpni í viðskiptum munu gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Stjómendum íslenskra fyrirtækja er bent á nauðsyn þess að þeir at- hugi hvort eitthvað í rekstrinum stangist á við reglumar og hvemig hægt sé að aðlagast þeim. „Reynslan sýnir að ekki er hægt að treysta því að virk og heiðarleg samkeppni myndist og haldist af sjálfu sér,“ sagði forstjóri Sam- keppnisstofnunar, Georg Ólafsson, m.a. Eitt meginmarkmið EES-samn- ingsins sé að skapa jöfn skilyrði fyrir samkeppni í viðskiptum á Evrópska efnahagssvæðinu. Til þess að tryggja að það markmið náist munu gilda eins samkeppnis- reglur um viðskipti sem fyrirtæki eiga milli landa á öllu svæðinu, sem í meginatriðum byggjast á reglum Evrópubandalagsins. Eftirlit með framkvæmd EES- samningsins er í höndum fram- kvæmdastjómar Evrópubanda- lagsins og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESE). Kveðið er á um að þessar stofnanir og samkeppnisyfirvöld í aðildarríkjunum skuli hafa með sér nána samvinnu og samræmt eftirlit með samkeppnisreglum. Þessar stofnanir munu hafa sam- vinnu við samkeppnisyfirvöld í hverju landi, m.a. um rannsóknir á brotum gegn reglum um sam- keppni. Samkeppnisstofnun verð- ur tengiliður þeirra hér á landi. Kvörtunum má beina til beggja eftirlitsstofnananna og ber nauð- syn til að kvörtunarefninu sé lýst á sem gleggstan hátt og að sönnun- argögn fylgi. Eftirlitsstofnun getur krafíst upp- lýsinga frá fyrirtækjum, á tvö vegu. I fyrsta lagi getur hún farið fram á bréflegar upplýsingar. í öðru lagi getur hún farið fram á vettvangs- rannsókn, ýmist með samþykki viðkomandi fyrirtækis eða fyrir- Sjávarútvegsráðuneytið framlengir frest vinnsluleyfishafa til að gera samning við . skoðunarstofur: Tímafrekara en áætlað var Sjávarútvegsráðuneytið hefur framlengt áður auglýstan frest vinnsluleyfishafa sjávarafurða til að gera samning við viðurkenndar skoðunarstofur um einn mánuð, eða til 1. maí n.k„ samkvæmt reglugerð þar að lútandi um fyrir- komulag eftirlits með sjávarafurð- um. mörkuðum, fiskgeymslum, fiski- mjölsverksmiðjum og framleiðend- um dýrafóðurs úr sjávarafurðum skylt að hafa samning við skoðunar- stofur sem viðurkenndar eru af Fiskistofu. -grh varalaust. Embættismönnum stofnunarinnar er heimilt að skoða bókhald og önnur viðskiptaskjöl og taka af þeim afrit, fara fram á munnlegar skýringar á staðnum og fá aðgang að öllu húsnæði, landi og flutningatækjum fyrir- tækja. Eftirlitsstofnun er einnig heimilt bæði að sekta fyrirtæki fyrir brot á samkeppnisreglum og að ákveða févíti til að þvinga fyrirtæki til að fara að reglum og ákvörðunum. Fyrirtæki geta á hinn bóginn áfrýjað úrskurðum eftirlitsstofn- ana til dómstóla EFTA eða EB. Lengstu kaflarnir í bæklingnum Qalla um bann við samningum sem takmarka samkeppni. Og bann við misnotkun markaðsráð- andi stöðu á Evrópska efnahags- svæðinu, en þar er um að ræða aðra meginefnisgrein samkeppnis- reglna EES, 54. greinina. I loka- kaflanum, þar sem fjallað er um samkeppni og vernd, segir m.a.: „Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði og samkeppnisregl- ur hans mun væntanlega leiða til þess að samkeppni íslenskra fyrir- tækja harðnar, bæði innbyrðis sem út á við. En jafnframt vernda regl- urnar íslensk fyrirtæki gegn skað- legum takmörkunum á samkeppni og misnotkun erlendra fyrirtækja á yfirburðastöðu á markaðnum hér heima og á útflutningsmörkuðum okkar í Vestur-Evrópu." Samkeppnisstofnun hvetur stjórnendur fyrirtækja til að kynna sér nýju reglumar vel og heitir lið- sinni starfsmanna við veitingu upplýsinga og aðstoð við fyrirtæki til að aðlagast reglunum. Útgáfa bæklingsins er einmitt liður í því. Myndlist í Gerðubergi: Á sunnudagskvöld var opnuð yfirlitssýning á myndverkum eftir Margréti Magnúsdóttur í Geröubergi. Sýningin veröur opin til 27. apríl. Margrét Magnúsdóttir fæddist í Reybjavík áriö 1962. Hún lauk námi viö Myndlista- og handíöa- skóla íslands áriö 1987 en stundaöi síöan nám við Hoch- schule der Kúnste í Beriín og lauk þaöan meistaragráöu árið 1993. Margrét hefur haldið sýningar bæði hér heima og í Þýskaiandi og er sýning hennar í Geröu- bergi 6. einkasýning hennar. Úrskurður félagsmálaráðuneytisins: Formaður gerðist brotlegur við lög Haraldur Blöndai, formaður Umferðamefndar Reykjavíkur, gerðist brotleg- ur við 41. gr. sveitarstjóraarlaga, þegar hann neitaði fulltrúa Kvennalistans í nefndinni um að fá bókaöa athugasemd við málefni, sem var á dagskrá fyrr í vetur. Þetta kemur m.a. fram í nýlegum úrskuröi félagsmálaráðuneytis- ins. Þar segir jafnfram að málsmeðferð nefndarinnar sé í andstöðu við vandaða og góða stjórasýsluhætti. Fyrir páska er væntanleg frá ráðu- neytinu ný og almenn reglugerð um aðbúnað og hreinlæti vinnslustöðva og seinna meir reglugerð um ein- stakar vinnslugreinar. En eins og kunnugt er, þá hafa bæði Bandarík- in og Evrópubandalagið hert kröfur sínar um búnað og hreinlæti vinnslustöðva, sem framleiða mat- væli fyrir þarlenda neytendur. Að mati ráðuneytisins þykir rétt að framlengja frest vinnsluleyfishafa til að gera samning við skoðunarstofur um einn mánuð, þar sem sýnt þykir að það muni taka lengri tíma en áætlað var að koma skoðunarstofum á fóL Jafnframt ætti fresturinn að gefa vinnsluleyfishöfum ákveðið svigrúm til að semja við þær skoð- unarstofur, sem þegar hafa starfs- leyfi. Þrjár skoðunarstofur hafa fengið viðurkenningu frá Fiskistofu og aðrar þrjár umsóknir verða að öllum líkindum afgreiddar von bráðar. Samkvæmt lögum um meðferð sjávarafurða og eftirlit með fram- leiðslu þeirra er öllum vinnsluleyfis- skyldum aðilum, þ.e. öllum vinnslu- stöðvum, lagmetisiðjum, skipum sem leyfi hafa til veiða í atvinnu- skyni, vinnsluskipum, uppboðs- Málsatvik voru þau að á fundi Um- ferðamefndar þann 17. desember s.l. lagði Margrét Sæmundsdóttir fram fyrirspurn um framkvæmd svonefndra svartblettatillagna. Fyr- irspuminni var svarað og óskaði Margrét eftir að leggja fram bókun í framhaldi af því. Formaður nefndar- innar, Haraldur Blöndal, haftiaði því og taldi bókunina ekki vera í sam- ræmi við sveitarstjómarlög. f úrskurði félagsmálaráðuneytisins segir m.a. að synjun formanns Um- ferðamefndar við ósk Margrétar um að fá að færa til bókar athugasemd um málefni svartbletta 1992 brjóti í bága við ákvæði annarrar málsgr. 41. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986. Sagt er að formanni Umferðar- nefndar beri að taka málefni þetta til umfjöllunar að nýju á fundi Umferð- amefndar og heimila Margréti Sæ- mundsdóttur að fá bókaða stutta at- hugasemd, sem lýsi afstöðu hennar til framangreinds máls. Á fundi Umferðarnefndar 13. janú- ar var svo lagt fram meirihlutaálit borgarráðs um að málið bæri að taka aftur á dagskrá. Þessu var synj- að og samþykkti meirihluti sjálf- stæðismanna tillögu Sveins Andra Sveinssonar, þar sem leitað er eftir umsögn borgarritara um heimild fulltrúa í nefndum til bókunar og hvers efnis þær skuli vera. Vegna þessa spyr Margrét að því hvort það hafi verið löglegt að beita aftur afli atkvæða til að koma í veg fyrir bókunina. „... þar sem Umferð- amefnd Reykjavíkur höfðu borist tilmæli frá borgarráði um að taka framangreint mál aftur á dagskrá og heimila Margréti að bóka athuga- semd sína, lítur ráðuneytið svo á að ástæðulaust hafi verið með öllu og í andstöðu við vandaða og góða stjórnsýsluhætti að fresta málinu á fundi nefndarinnar þann 13. janú- ar,“ segir í svari ráðuneytisins. Jafnframt spurði Margrét að því hvort borgarritari hafi heimild eða vald til þess að ákveða hvers efnis bókanir eigi að vera í nefndum og ráðum, eins og fram kom í greinar- gerð Sveins Andra Sveinssonar. ,Að gefnu tilefni vill ráðuneytið loks að fram komi að það er á valdi nefndarmanns að ákveða hvert skuli vera efni athugasemdar sem hann óskar eftir að fá færða til bókar, að því tilskildu að sú athugasemd sé stutt og gagnorð og feli í sér afstöðu hans til þeirra mála sem eru til um- ræðu á fundinum,“ segir í svari ráðuneytisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.