Tíminn - 01.04.1993, Page 12

Tíminn - 01.04.1993, Page 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 L#TT# ■ alltaf á niiövikudöguin NÝTTOG ^HjS^ FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 J*- HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum 0% varahlutir Hamarshöfða 1 - s. 67-é744 ] 1992-árgangur þorsks er enn ein viðbótin í röð lélegra eða mjög lé- legra árganga allar götur síðan 1985. Togararall Hafró: Viðbúið að þorskkvót- inn verði enn skertur „Við óttumst að hrygningnarstofn þorsks sé orðinn full slappur og lítíll til að gefa af sér eðlilega nýliðun og því þurfi að veiða minna. Þótt afli sé lítill um þessar mundir hefur verið veitt of mikið undan- farin ár. Jafnframt voru menn að vona að eitthvað gætí orðið úr klakinu við góðar umhverfisaðstæður í sjónum en það hefur ekki orðið sem eru viss vonbrigði,“ segir Ólafur Karvel Pálsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun. Bráðabirgðaniðurstöður úr nýaf- stöðnu togararalli Hafrannsókna- stofnunar benda til þess að 1992-ár- gangur þorsks sé „enn ein viðbótin í röð lélegra eða mjög lélegra áranga allt frá og með árgangi 1985.“ Þá bendir vísitala heildarstofns þorsks- ins, stofnþyngd, til þess að þorsk- stofhinn sé ámóta stór í mars 1993 og hann var fyrir einu ári. Hvað aðra haf út Björgunarbáturinn Sigurvon f Sandgerði sóttí trtllu sem misst hafði skrúfuna um 30 mílur suðvestur af Reykjanesi í gærmorgun. 'IVillan sem er fimm tonn að stærð og tveggja manna. Hún missti trollstykki í skrúfúna með þeim afleiöingum að hún brotnaði og var því stjórnlaus. Aldrei var nein hætta á feroum og kom björgunarbáturinn með trilluna í togi tU Grinda- vflcur síödegis í gær. árganga þorsks varðar telur Hafró ekki tök á að meta stærð þeirra sök- um þess að aldursgreining gagna liggur ekki fyrir. í bráðabirgðaniðurstöðunum kem- ur fram að lengdardreifmg þorsks einkennist af 30-60 sentímetra lengd og ætla má að þar sé einkum um þriggja og fjögurra ára fisk að ræða. Hinsvegar varð meira vart við eins árs þorsk, um 10 sm að lengd, en 1992. Að mati Hafró bendir fyrsta mat á styrk hans ekki til annars en að þar sé um mjög lélegan árgang að ræða, u.þ.b. 100 milljónir fiska framreiknað til þriggja ára aldurs. Aflabrögð í þorski og ýsu í togarar- allinu var ámóta og 1992 en karfaafli var heldur minni. Ólafur K. Pálsson fiskifræðingur segir að þorskaflinn hafi verið um 60 tonn á móti 55 tonnum í fyrra. Ýsuaflinn 24,5 tonn en 28,8 tonn 1992. Til samanburðar má geta þess að þorskaflinn var um 140 tonn 1988 og 1989 og á síðustu fjórum árum hefur þorskaflinn verið 55-70 tonn. í togararalli Hafró, sem fór fram 2,- 18. mars með þátttöku fimm togara, var togað á tæplega 600 stöðum og þar á meðal voru tekin 31 tog á grunnslóð. Veður var með besta móti á rannsóknartímanum og að- stæður til rannsókna því góðar. -grh Stjórnendur Listahátíðar í Hafnarfirði. Frá vinstri Sverrir Ólafs- son framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Sonja B. Jónsdóttir kynn- ingarfulltrúi, Gunnar Gunnarsson stjómarformaður, Öm Osk- arsson listrænn stjórnandi, Guðmundur Ámi Stefánsson bæj- arstjóri og Amór Benónýsson gjaldkeri. Tfmamynd Ámi Bjama. Listahátíð í Hafnarfirði í júnímánuði: Tón- og leiklist Listahátíð verður haldin í Hafn- arfirði dagana 4.-30. júní. Meg- ináhersla verður lögð á tónlist á hátíðinni sem hefst með tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands ásamt hafnfirskum kór- um og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem einsöngvara. Á hátíðinni verða frumflutt tónverk eftir Atla Ingólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson og fjöldi innlendra og erlendara tónlist- armanna kemur fram við ýmis tækifæri. Hátíðinni lýkur með tónleikum hins heimsfræga breska fiðluleikara Nigel Kenne- dy. Þeir verða í íþróttahúsinu í Kaplakrika miðvikudaginn 30. júní kl. 20.30. —sá KAUPIÐ HÆKKAÐIEKKI „Erfitt er aö henda reiður á heildarbreytingum tekna árið 1992,“ segir í nýju fréttabréfí fjármálaráðuneytisins, Fjárhirð- inum. Þannig hafí samnings- bundnir kauptaxtar hækkað um 2,8% aö meðaltali milli áranna 1991 og 1992. Og launavísitala Hagstofunnar, sem mælir bæði taxtabreytíngar og launaskrið, hækkaði heldur meira, eða um 3%. Upplýsingar sem fjármálaráðuneyt- ið fékk úr staðgreiðslukerfi skatta bentu aftur á móti til þess að heildar- tekjur hefðu hækkað miklu minna, eða aðeins um 0,6% að meðaltali. Þessi munur telur fjármálaráðu- neytið að hljóti að skýrast af auknu atvinnuleysi og minni yfirvinnu. Fjárhirðirinn rekur breytinguna milli ára eftir ársfjórðungum. Athygli vekur, að staðgreiðslutekjurnar voru heilum 5,8% hærri á fýrsta ársfjórð- ungi 1992 heldur en á sama fjórð- ungi árið áður. En þá urðu alger um- skipti. Alla hina þrjá ársfjórðungana reyndust staðgreiðslutekjur 0,7% til 0,9% lægri en í sama ársfjórðungi ár- ið á undan. Sömu ársfjórðunga hækkaði samt launavísitalan frá 3,7% til 0,8% og 2,1% á síðasta árs- fjórðung. Þannig að kauptaxtarnir virðast hafa hækkað um allt að 4,6% meira heldur en það kaup (stað- greiðslutekjur) sem landsmenn sam- anlagt fengu raunverulega greitt. - HEI Kaupstaður í Mjódd seldur? Stjórn Mikiagarðs hf. ákvað í gær að taka tilboði Björns Sveinssonar kaupmanns í verslunina Kaupstað í Mjódd. Björn á og rekur verslunina Nýi kjöt og fiskur hf. í Seljahverfi. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá samningum en stefnt er að því að ganga frá þeim í dag og að Björn taki við Kaupstað fyrir helgi. -EÓ ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMALAUSI BELGRAD Sex troðast undir Sex manns tróðust undir þegar sveitir Sameinuðu þjóðanna hugðust flytja flóttafólk frá hinni hersetnu borg Sre- brenica, aö sögn talsmanns Sþ. Fulltrú- ar Sþ og llknarsamtaka i Zagreb sögöu aö uppundir tiu þúsund manns, aðal- lega múslimar, hefðu flúið til Króatiu á þessu ári undan þjóðemishreinsunum á herteknum svæðum Serba i Norður- Bosnfu. HAAG — Bcsniumenn hafa óskaö eftir þvi aö alþjóðadómstóllinn I Haag setji neyöarlög til að koma reglu á óreiöuna sem skapast hefur I löndunum sem áð- ur tilheyrðu Júgóslaviu. Með öðrum hætti verði morö, þjóöemishreinsanir og eyöing borga og bæja ekki stöðvuð. MOSKVA Jeltsín berst við íhalds- menn Ihaldsamir andstæðingar Bórisar Jelt- sfns Rússiandsforseta hafa ákveöiö aö halda sjátfir þjóöaratkvæðagreiðsiu. Þannig hafa þeir sett forsetann i klipu sem hann leitar nú leiöa til aö losna úr. VlN Kjarnorka í Norður- Kóreu? Viö lá aö deilur risu milli kommúnistarik- isins Noröur-Kóreu og Sameinuöu þjóð- anna. Þegar dró að timamörkum sem sett höföu verið virtust Norður-Kóreu- menn ekki ætla aö leyfa eftiriitsmönnum aö athuga tvo staöi i landinu þar sem grunur lék á aö framleidd væru kjama- vopn. RÓM Ný stjórnarskrá Oscar Luigi Scalfaro, forseti Itallu, vinn- ur nú aö stjómarmyndun. Stjómin sú veröur væntanlega sú siðasta undir nú- verandi stjómarskrá. Stefnt er að þvi að kjósa fljótlega um nýja stjómarskrá og þing, en itölsk stjómmál eru sem I sár- um eftir Itrekuö hneykslismál og spili- ingu. JERÚSALEM Palestínumenn komast ekki til vinnu Israelskir hermenn meinuðu I gær Pal- estlnumönnum aö fara yflr landamærin til vinnu I Israel. Herinn hyggst heröa á aögeröum gegn aukinni ólgu og ofbeldi milli Israelsmanna og Araba. PARlS Balladur sker niöur Ihaldsmaöurinn Edouard Balladur, hinn nýi forsætisráðherTa Frakka, tók hraust- lega i stjómartaumana þegar hann fyrir- skipaöi niðurskurð á útgjöldum franska rikisins. Balladur tilkynnti aö hann myndi sækja Þjóðverja heim innan tlðar. MOSKVA Neyðarástand í Tatsíkistan Útgöngubann var fyrirskipað f Tatsikist- an og neyöarástandi lýst yfir i róstusöm- um suðurhéruöunum. Þetta gerðist degi eftir aö tveir valdamiklir herforingjar höföu drepiö hvor annan. HÖFÐABORG Her og lögregla sýna klærnar Sveitir hers og lögreglu umkringdu reynslusvæði blökkumanna til að sýna mátt sinn áður en suður-afrisk stjóm- völd reyndu ööru sinni aö koma á viö- ræöum hinna ýmsu aöila um breytingu frá aðskilnaöarstefnu til lýöræöis. LONDON Stórmenni í vitnastúkuna Dómari i London sagöist myndu óska eftir þvi viö John Major forsætisráö- herra, Margaret Thatcher og Alan Clark, fyrrverandi ráðherra, aö þau bæru vitni opinberiega i rannsókn á hneykslismáli varöandi vopnasölu til Irans. MAPUTO Sex hundruð tekin höndum Stjómvötd (Mósambik báöu fólk I gær aö halda friðinn, degi eftir aö árásarsveitir bældu niöur uppreisn i lifvarðasveitum for- setans. Tilkynning birtist I blöðum frá stjómvöldum þar sem sagt var aö sjö upp- reisnarseggir heföu særst og meira en sex hundruö veriö tekin höndum i bardögum á þriöjudag I Magoanine, útborg Maputo.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.