Tíminn - 07.04.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.04.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 7. apríl 1993 Hagstæðir samningar Þá er það ekki síðttr þakkarvert að ráðherrann virðist hafa, af einstöku harðfylgi, náð ótrúlega hagstæðum samningum við Hrafn þar sem aöeins er borgað fimm- tfl sexfaK verð f>rir þcmian sýningarrétt á við aðrar bíó- fensid menntamálaráóherrann ákvað að greiða Hrafni Gunnfaugssyni einar ftmm milljónir króna fyrír sýningar- réftinn á kvikmyndum Hrafns umvfk- ingatímann í skóhim landsins. Ern mymBnmar hugsaðar sem kennslu- gógn ba ði í grunnskólum og fram- haldsskólum. Þetta kemur ma. fram í fegt að Hrafn vifji eldd hafa hátt um það því aflir hinir hugsanlegu kaup- endumir gætu fárið að gera kröfur líka. í því fjósi er skfljanlegt að ekki hafi verið kaflaðir ffl einhverjir mál- glaðir skólamenn eða undirtyllur í menntamálaráðuneytinu tfl að segja eiginlega væm seœ rfytt gætu sér myndfr Hiafns tfl kennshi. Það er því augljóst - þráft fyrirúrtiflurýmissaað- fla semgéfasig út fyrir að hafa rttá En á þessum erfiðu tímum er það kennslumálum og öðirum frseðum - að huggun harmi gegn að vita að hin lofa ber framtak menntamálaráðherra glögga sýn ráðherra menntamála á í málefnum íslenskrar námsgagna- lagt sití af miirkum og ekkert dregið af í skólakerfinu. Einhvem tírna haíðf hefur ráðherrann staðið fyrir ýmsum öðrum niðurskurði td. (11 ftæðshi- skrifstofa sem m A befur tótt tfl þess að dregið hefur verið úr fagþjónustu ar, að ýmislegt væri að í námsgagna- gerð og fáranlegt að rildð væri að vas- ast í því að reka ritfangaverslun. Það þá talaði og gerði mikið úr nauðsyn ■ að fejóðin fylki sér að baki honum f næsfa stórveriœfni $em er að fá ald- urstakmark kvflanyndaeftirlits á myndum Hrafhs hekkað þannig að hægt sé að sýna myndimar öllum nemendum í grunnskólanum, ekki sýninga- einungis í allra efstu bekkjunum. nnlaugs- Garri lós á mörgum sviðum, mA befur ráðherrann fhrtt « tvígang frumvarp sem veita honum undanþágu fra giid- andf lögum um að Jengja beri skóla- daginn, en hann hefur raunar gert gott betur en það því hann hefur skert nemendur frá því scm var. Auk þess honum. Auk til- ak getur allt eins fallið undir hugtak- ið og þá veit maður hvað dagvöru- kaupmenn versla með eða vilja selja WsfiÍ! oq bícitf V______________________________J sem dagvöru, sem á eftir að komast í orðabækur sem sérheiti á áfengis- og tóbaksbúðum. Þá mun ÁTVR líka heyra sögunni til. Hefðbundin heimsfrægð Upphefðin að utan er toppurinn á gæðastimpli íslenskra listamanna. Heimssöngvarinn Garðar Hólm, og frægðarsögur af honum í Foldinni, er vitnisburður um hvernig lista- menn frá Iandi elds og ísa Ieggja heiminn að fótum sér og bera frægð þjóðarinnar til þakkiátra aðdáenda sem kunna að meta hina sönnu list þegar hana ber fyrir augu eða eyru. Hæfileikaríkustu synir og dætur þjóðarinnar syngja og kveða sig inn í hjörtu heimsins og bera hámenn- ingu hans uppi. Um allt þetta bera fjölmiðlamir fagra vitnisburði eins R o flox 202. Kópavogur 202. iceland Plione-'telefax í*>4-142878 Dagvörur heima og upp- hefðin að utan ystwmj INDVERSKA PRINSESSAN LEONCIE- Söngkona • hnjafiölundur - dnmnutr og Foldin forðum. Dæmin eru legíó og fer hraðfjölg- andi. Muniði hvemig Lundúnaborg steinlá í ofsahrifningu á séríslensku menningarvikunni í fyrra. Um dag- inn vom lesnir 15 (fimmtán) sænsk- ir ritdómar í hámenningardeild Rík- isútvarpsins um bók íslenskrar skáldkonu, sem ríkisrekinn þýðing- arsjóður stóð straum af og út kom á sænsku. Samkvæmt frásögnum hafði annað eins menningarhapp ekki dunið yfir Svía síðan Strindberg lærði að draga til stafs. Dögum oftar fá fjöimiðl- amir sendar úrklippur og frásagnir af íslenskum menningarafrekum í út- Iöndum og er sumt birt og annað ekki eins og gengur. Frægt er þegar bók eftir íslenskan höfúnd var val- in „bók mánaðarins“ í New York fyrir stríð og er enda í minnum haft. Ríflega hálfri öld síðar er nafnspjald íslenskrar listakonu kjör- ið „nafnspjald mánaðarins" af menn- ingarritinu Entertainment Weekly í New York. Svona endurtekur sagan sig, með tiibrigðum þó. Umsögn um þennan heiður var sent fjölmiðlum samkvæmt gamalkunn- um hefðum þeirra sem vilja fá birtar frægðarsögur af sér. í umsögn tíma- ritsins um nafnspjaldið, er það sagt frumlegt og er birt undir fyrirsögn- inni „Ice Ice Lady“ Tímaritið hefur aldrei fyrr barið augum nafnspjald með öðrum eins hljómi og Indverska prinsessan Leonice frá Islandi, em semur og syngur iög eins og Mad- onna er dauð og býður hvaða Amer- íkana sem vill, þiggja kvöldverð á heimili sínu á íslandi. Allt um nafn- spjaid mánaðarins og syngjaldi dans- meyjuna Leonice frá íslandi í Weekly Entertainment í New York. Hér er allt með hefðbundnum hætti, frægðin að utan og enduróm- un hennar í íslenskum fjölmiðli. Við erum að sjálfsögðu stolt af indversku prinsessunni frá íslandi. OÓ INDIAN PRINCESS LEONCIE Sirigcr • Compoxr - Oancer Það stendur í blöðunum að fundur hafi verið haldinn í Félagi dagvöru- kaupmanna, meira að segja aðal- fundur sem jafnframt var fyrsti fund- ur félagsins. í Tímanum voru sagðar fréttir af fúndinum og kom þar margt merkilegt fram nema það hvað dagvara er og af sjálfu leiðir að lítil vitneskja fæst um með hvað dag- vörukaupmaður verslar. Það liggur í augum uppi hvað skókaupmaður verslar með og eins bóksalinn og enginn fer í grafgötur með hvað fæst hjá kjötkaupmanninum. í Tímafréttinni er þó glögg vísbending um hvað dagvara er, en það er bjór. Orðrétt: Jafn- framt ítrekar fundurinn áður margframkomnar skoðanir að dagvöru- versianir eigi að fá heimild til að selja bjór eins og aðrar neysluvör- ur. í ályktun fundarins kemur fram að fyrir hendi séu vel útbúnar verslanir og þjálfað starfsfólk til að fást við bjórsölu." Hvar dagvörufólkið hefur hlotið þjálfun í að selja bjór er hulin ráð- gáta eins og sú hver sá útbúnaður er, sem hentar svo einkar vel fyrir bjór- söiu, að sjálfsagt sé að dagvöruversl- animar fari að selja þessa vöru. Leyndardómurinn afhjúpaður Varla getur annað verið en að það sé áfengur bjór sem dagvömkaupmenn ætla að hafa á boðstólum því bjór og pilsner fæst í ölium matvöruverslun- um og tóbaks- og sælgætissölum án sérstaks útbúnaöar, hvað þá sérþjálf- aðs starfsfólks, eins og er í hinum dularfullu dagvöruversiunum, hvar sem þær er að finna? Dagvömkaupmenn segjast vera komnir í beina samkeppni við evr- ópskar versianir og vilja fá skattaaf- slátt út á þá staðreynd og bjórinn vilja þeir selja til að styrkja sam- keppnisaðstöðu sína og þá er ekki langt að bíða kröfúnnar um að allt áfengi verði selt í svona búðum því að fólk sem er sérþjálfað í að selja sterkan bjór ætti allt eins að geta selt áfengt brennivín. Samtímis kostaboði dagvörukaup- manna boðar fjármálaráðherra að ríkið hætti að flytja inn tóbak og selja það. TVú hans er sú að einstaklingar séu svo miklu betur til þess fallnir að sjá fólki fyrir eiturefnum og vímu- gjöfum en ríkið og muni þjónustan við neytendur batna um allan mun ef einstaklingar taka að sér aila höndl- un með eitur og vímu. Þar sem áfengt öl er greinilega dag- vara er sjálfgefið að brennivín og tób- Kj arasamningar Drátturinn sem orðinn er á gerð kjarasamninga fer að verða illþolandi. Þegar þessar línur eru rit- aðar eru aðilar vinnumarkaðarins enn að þreifa fyrir sér um hugsanlega samningsgerð. Þær þreifingar fóru þó fram í skugga þess að sífellt fleiri verkalýðsfélög eru að afla sér verkfalls- heimildar og að álversdeilan stenfndi í opin átök. Segja verður að verkalýðshreyfingin hefur sýnt mikla þolinmæði og sanngirni í kröfugerð upp á síðkastið og miðað við ástand útflutningsat- vinnugreinanna er varla hægt að búast við stór- um hlutum frá hendi vinnuveitenda. Bæði al- menningur og fulltrúar launþega og atvinnurek- enda hafa því að vonum horft til ríkisvaldsins sem þess aðila í þjóðfélaginu sem lagt gæti þess- um málum lið, stuðlað að samningum til lengri tíma og þar með lagt drög að áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu. í þessum efnum er til mikils að vinna og í rauninni má segja að ver- ið sé að spila upp á afkomu þjóðarbúsins til mjög langs tíma, því efnahagskollsteypu nú gæti tekið langan tíma að bæta. Þess vegna valda viðbrögð ríkisstjórnarinnar vonbrigðum. Ljóst má vera að kröfur launþega um afnám virðisaukaskatts á matvæli og fjármagn til atvinnuskapandi að- gerða, munu kosta ríkissjóð talsvert fé. Á sama hátt er viðbúið að aðrar hugsanlegar aðgerðir í tengslum við hófsama kjarasamninga gætu kost- að fé. Hins vegar ber að hafa hugfast að það gæti orðið gífurlega kostnaðarsamt að leggja ekki fram fé í þessu skyni og auka þar með á atvinnu- leysið og almennt magna ófriðarelda í þjóðfélag- inu. í því sambandi er rétt að benda á að atvinnu- leysið og samdráttur sem því fylgir hefur þegar settt tekjuáætlanir fjármálaráðuneytisins úr skorðum auk þess sem útgjöld vegna skuldbind- inga atvinnuleysistryggingarsjóðs eru komin mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. í frétt hér í blaðinu í gær er á það bent að inn- heimtur tekjuskattur ríkisins fyrstu tvo mánuði ásins í ár, var 325 milljón krónum lægri en hann var á sama tíma fyrir ári. Þessi tekjusamdráttur er að langmestu leyti afleiðing aukins atvinnu- leysis og minni yfirvinnu. Þessi samdráttur á sér stað þrátt fyrir að taxtakaup hafi í rauninni hækkað um 2% á þessum tíma. Þetta er aðeins sýnishorn af þeim gagnkvæmu og viðkvæmu tengslum sem eru milli þjóðfélagsins almennt og stöðu ríkissjóðs. Auðvitað munu þau framlög sem úr ríkissjóði koma og fara í uppby^gileg og arðbær verkefni, skila sér að hluta til baka í formi aukinna skatttekna. Það er því miklvægt að ríkisstjórnin nái áttum og líti á heildarmynd- ina í stað þess að skoða í sífellu lítil brot hennar. Einhvern tíma var sagt að sumir sæu ekki skóg- inn fyrir trjám. Það virðist því miður eiga við um ríkisstjórnina í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir — hún virðist ætla að /henda krón- unni til þess að geta sparað aurinni Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.