Tíminn - 15.04.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1993, Blaðsíða 1
I Fimmtudagur 15. apríl 1993 67. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Bréf til Norræna kvikmyndasjóðsins er undirritað af ráðuneytisstjóra fyrir hönd menntamálaráðherra: Menntamálaráðhetra uppvís að ósannindum Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra segir í DV í gær að Hrafn Gunnlaugsson hafi ekki leitað eftir sinni aðstoð við að knýja á Norræna kvikmyndasjóðinn að veita styrk til kvikmynd- ar hans, Hin helgu vé. Tíminn birtir á blaðsíðu 6 í dag bréf frá Hrafni Gunnlaugssyni til Ólafs G. Einarssonar ráðherra dag- sett hinn 16. september sl. í bréfinu segir „...viljum við óska eftir því við þig háttvirti menntamálaráðherra, að fulltrúi íslands [í Norræna kvik- myndasjóðnum - innsk. blm.) geri þá kröfu innan stjómar að veittar verði 2,1 milljón sænskar til að ljuka við „Hin helgu vé“...“ Jafnframt kannast menntamála- ráðherra ekki við að hafa sent Nor- ræna kvikmyndasjóðnum bréf og þrýst á að Hrafni Gunnlaugssyni yrði veittur fjárstyrkur, svo sem kom fram í frétt Tímans í gær og var m.a. haft eftir stjómarmönnum í sjóðnum. ,J)n þetta bréf, ef skrifað hefur ver- ið, hefur ekki verið borið undir mig,“ hefur DV eftir ráðherranum. Tímanum tókst í gær að verða sér úti um afrit af umræddu bréfi með áprentuðu merki menntamála- ráðuneytisins, dagsettu hinn 29. október sl., og undirritað af Knúti Hallssyni ráðuneytisstjóra „fyrir hönd ráðherra". Bréfið er sent stjómarformanni Norræna kvik- myndasjóðsins. í þessu bréfi ráðuneytisins er kvörtun Hrafns Gunnlaugssonar um að hann hafi verið sniðgenginn við úthlutun styrkja úr kvikmynda- sjóðnum síðasta vor gerð skil, með því að þýdd em á sænsku „mikilvæg atriði" úr bréfi hans (sjá bls. 6) til menntamálaráðherra. Eitt þeirra atriða er eftirfarandi: „Við teljum að í ljósi þeirrar sögu sem rekin hefur verið hér á undan beri sjóðnum siðferðileg skylda til að standa við gefin heit.“ Hrafn Gunnlaugsson telur að for- stjóri Norræna kvikmyndasjóðsins hafi gefið sér „vilyrði" eða „fyrir- heit“ um styrk úr sjóðnum. For- stjóri sjóðsins neitar því. Bréfritari menntamálaráðuneytis- ins lýkur skrifum sínum til Nor- ræna kvikmyndasjóðsins með þess- um orðum: „Ráðuneytið beinir hér- með þeim tilmælum til stjómar sjóðsins um að ofangreindri um- sókn frá FILM [Hrafni Gunnlaugs- syni - innsk. blm.] sem og öðrum hugsanlegum umsóknum frá sfð- ustu úthlutun, sem hið sama á við um, verði gefinn kostur á nýrri meðferð við næstu úthlutun úr sjóðnum." Flestum stjómarmönnum Nor- ræna kvikmyndasjóðsins þótti með bréfi þessu þrýst á að Hrafni yrði veittur fjárstyrkur og fannst íhlut- un þessi í starf sjóðsins óviðeigandi. Heimildir Tímans ræða ávallt um bréf frá „menntamálaráðherra ís- lands“, enda er bréfið undirritað fyrir hönd hans. Sú skammstöfun sem notuð er í niðurlagi bréfsins, P.M.V (Paa ministems vágnar) þýð- ir, að sögn ritara menntamálaráð- herra, „Fyrir hönd ráðherra." Norræni kvikmyndasjóðurinn hafnaði styrkbeiðni Hrafns Gunn- laugssonar vegna Hinna helgu véa í fyrravor, en á haustfundi sjóðsins 16. desember, þar sem bréf mennta- málaráðuneytisins var tekið fyrir, var fallist á að veita til myndarinnar 1 milljón sænskra króna. -Þór Jónsson Svíþjóð Ólafur G. Elnarsson. Hrafn Gunnlaugsson. ? 81.323 //. 3/Z-/Z Styrolíen íðr Hordloh ril»- och TV-íond c/o Bengt Borgman, ordlörondo OY Ylolorodlo PB 10 3F-00241 Helainkl Flnland Royy.Javik, den 23 oktobor 1992 Hlnlaterl6t har *otto8it ett briv írén fllBíðrot.age.t .FILM, undortecknat av Hrafn GunnlaugBdon, ned aíiledning av förota- gete ansökar. on bidrag frin Hordlok Fil»- och TV-fond tilj filœen 'Hin helgu vé’. Hedan följer en ðveroikttning til] svenoka av de vlktigaoto punktorna i breveti Hin 1 st.enet ÍAr hSrmed tlll fonden3 ctyrelse fraafðra en henstaIian oa att ovanniinndá ansökan frán FILH Ba»t eventu- nlla andra an-ðknir.gar frin senaote utdelning för vilka motsvarande ottStííndiqheter gSller nitte ges BÖjlighot till íörnyad behandlinq vid nSstkoonende utdelning ur fonden. Kopla tor kinnedon.: 0 i a f ur Ragnar.enon, Ioiande repreaentant i styreleen för Kordiek F1lm- och TV-tond. . t/. </' 'S Undirskríft Knúts Hallssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, á bréfinu sem menntamálaráo- herra vill ekkert kannast vlð. Skammstöfunin P.m.v. þýðir Paa mlnistems vágnar - fyrir hönd ráðherra. Ræstingakonur í skólum mótmæla útboði á ræstingu í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu: Þýðir launalækkun og fækkun starfsfólks Menntamálaráðherra voru í gær af- hentar á annað hundrað undir- skriftir ræstingakvenna í Verka- kvennafélaginu Framsókn þar sem mótmælt er þeirri launaskerðingu sem felst í útboði á ræstingavinnu í 23 framhalds- og sérskólum á höfuðborgarsvæðinu. Með útboð- inu er stefnt að 15-20% sparnaði við kostnað vegna ræstingar í þess- um skólum. Kostnaður við undir- búning og framkvæmd útboðsins er þegar orðinn á sjöundu milfjón króna. Málið var rætt á Alþingi f gær að frumkvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur (Kvl.). Frestur til að skila inn tilboðum rann út 9. mars sl.. 13 tilboð bárust og voru þau á bilinu 56-190% af kostnaðaráætl- un. Útboðið náði til 23 ffamhalds- og sérskóla á höfuðborgarsvæðinu og skiptist það í þrjá hluta. Ingi- björg Sólrún gagnrýndi hve stór fyrsti hluti útboðsins er. Það segir sig sjálft að það starfsfólk sem vinn- ur við ræstingar í skólunum í dag geti með engu móti boðið sjálft í þetta verk. Það sé einungis á færi stórra fyrirtækja sem sérhæfa sig á þessu sviði. í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að starfsmenn sem vinna við ræst- ingar í skólunum í dag fái vinnu áfram við ræstingar óski þeir eftir því. Ingibjörg Sólrún sagði nokkuð ljóst að útboðið mundi þýða lægri laun ræstingafólks og fækkun starfsfólks. Hún benti á að útboð á ræstingu í Háskóla íslands hafi þýtt kjaraskerðingu starfsfólks. í þessu sambandi benti hún á að vinnulaun væru um 80-90% af kostnaði við ræstingu. Ingibjörg Sólrún sagði að verið væri að klípa laun af fólki sem ekki hefði há laun fyrir. Laun fyrir 3-4 tíma vinnu í eftirvinnu væri 27- 32 þúsund krónur á mánuði. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra viðurkenndi að útboðið gæti þýtt launalækkun hjá sumum, en sagði það þó ekki einhlítt. Hann sagði að með útboðinu væri stefnt að því að koma á nútímalegri vinnubrögðum við ræstingar. Það gæti þýtt fækkun starfsfólks. í út- boðsgögnum væri hins vegar tryggt að fækkunin myndi ekki verða með uppsögnum. ólafúr sagði að ástæð- an fyrir því að fyrsti hluti útboðsins væri svo stór, væri að með því næð- ist fram meiri hagkvæmni. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.