Tíminn - 22.04.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 22. apríl 1993
Er Alþýðuflokkurinn að bjóða Alþýðubandalaginu upp í dans
á rauðu Ijósi?
Kratar farnir að gæla
við Alþýðubandalagið
Þessa daga gætir talsverðs óróa innan Alþýöuflokksins meö sam-
starfið viö Sjálfstæöisflokkinn. Margir flokksmenn telja að Hrafns-
málið hafi skaðað ríkisstjómina og þar meö Alþýðuflokkinn. í leið-
ara Alþýðublaðsins í gær em forsætisráðherra og menntamálaráð-
herra gagnrýndir fyrír hvemig þeir hafa haldið á málinu og í leiðara
í fyrradag er gengið svo langt að lýsa því yfir að forsendur hafi
skapast fyrír nánara samstarfi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
í leiðaranum í fyrradag segir að Al-
þýðubandalagið hafi á síðustu árum
breytt afstöðu sinni til efnahagsmála í
átt til svipaðra frjálslyndisviðhorfa og
Alþýðuflokkurinn hefur fylgt um ára-
tugaskeið.
Síðan er vikið að viðhorfum sem Ól-
afur Ragnar Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins, hefur lýst um
framtfð Atlantshafsbandalagsins.
„Hljóti hin nýju viðhorf Ólafs Ragn-
ars hins vegar brautargengi í Alþýðu-
bandalaginu er rutt burt síðustu leif-
Sami maður stjómarfor-
maður í Heklu, íslenska
útvarpsfélaginu og FILM:
Víða liggja
valdafléttur
Ingimundur Sigfússon í
Heklu sem er stjómarformað-
ur íslenska útvarpsfélagsins
er einnig stjóraarformaður í
FILM, fyrirtæki Hrafns Gunn-
laugssonar, framkvæmda-
stjóra Sjónvarps. „Þetta eru
ósættanlegir hagsmunir,“
segir Ólafur Hannibalsson
blaðamaður sem upplýsti í
sjónvarpsþætti að fyrirtæki
Hrafns hefði sama „telex-
númer" og Hekla.
Ólafur telur að þessi fyrirtæki
eigi að vera í samkeppni. „Til-
verugrundvöllur þeirra er sá
að þau séu í samkeppni og
tryggi okkur með því hlutlaus-
ar og áreiðanlegar fréttir,“
bætir hann við.
Þetta nýjasta innlegg í svo-
kallað Hrafnsmál hefur vakið
mikla athygli og hefur verið
vísað til tengsla Heklumanna
og forystu Sjálfstæðisflokksins
með forsætisráðherra f broddi
fylkingar.
í því sambandi má nefría að
kosningaskrifstofa Davíðs
Oddsonar í formannskjörinu
árið 1991 var í húsakynnum
fyrirtækisins. Þar var og kosn-
ingaskrifstofa Bjöms Bjama-
sonar alþingismanns í próf-
kjöri flokksins í Reykjavík fyrir
síðustu alþingiskosningar.
Þegar núverandi ríkisstjóm
var mynduð var það eitt fyrsta
verk þeirra Friðriks Sophus-
sonar fjármálaráðherra og
Davíðs Óddssonar að kaupa
dýrar bifreiðar af fyrirtækinu
til ráðuneyta sinna. Þá var
gagnrýnt að innkaupastofnun
ríkisins skyldi ekki vera falið
að standa fyrir útboði á þeim
kaupum eins og oftast tíðkað-
isL
Ólafi finnst þetta bera vott
um hagsmunatengsl sem ekki
séu hafin yfir tortyggni. „Ég
held að það þurfi að semja ein-
hverjar siðareglur varðandi
hagsmunaárekstra þannig að
menn geti ekki setið í mörgum
hlutverkum við sama borð og
samið við sjálfa sig og úthlutað
sjálfum sér eða vinum sínum
fjármagni úr opinberum sjóð-
um,“ segir Ólafur. -HÞ
um djúpstæðs hugmyndafræðilegs
ágreinings á milli flokkanna tveggja.
Breyttar aðstæður á vettvangi al-
þjóðamála hafa þannig skapað jarðveg
fyrir nýjar samræður milli jafnaðar-
manna og sósíalista á íslandi, sem um
síðir gætu leitt til breytinga á flokka-
skipan íslands," segir í leiðaranum.
„Ég held að samstarf Alþýðuflokks-
ins við Sjálfstæðisflokkinn og það
sem Alþýðuflokkurinn hefur staðið
fyrir í þessari ríkisstjóm hafi breikkað
vemlega bilið á milli þessara tveggja
flokka," sagði Ragnar Amalds, for-
maður þingflokks Alþýðubandalagins,
um viðhorf leiðarhöfundar Alþýðu-
blaðsins. Hann sagðist ekki sjá neinn
gmndvöll fyrir viðræðum milli flokk-
anna um samstarf.
Ragnar sagðist ekki fá séð að spum-
ingin um Atlantshafsbandalagið og
framtíð þess breyti einu né neinu í
samskiptum flokkanna. Það sé flest
annað sem skilji þessa flokka að.
Ragnar sagðist telja að málgagn Al-
þýðuflokksins sé með þessum tveim
leiðumm að reyna að friða sína
flokksmenn sem séu flestir afar
óánægðir með þetta svokallaða
Hrafnsmál og einnig hvemig formað-
ur flokksins hefur lagt sig fram um að
verja framgöngu forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins í því beint og óbeint.
-EÓ
Fjórða gróðursetningarár Landgræðsluskóga
að hetjast:
Markmiðið 10 milljón
ný tré fyrir aldamót
Sumardagurinn fyrsti hefur veríð valinn „skógræktardagur" und-
anfarín ár og sérstök athygli vakin á þeim verkefnum sem tengjast
Landgræðsluskógum. En gróöursetning Landgræösluskóqa er nú
að hefjast fjórða áríð í röð á vegum Skógræktarfélags Tslands,
Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og landbúnaöarráðu-
neytisins.
Gert er ráð fyrir að sjálfboðaliðar
gróðursetji um 1,2 milljónir plantna á
vegum verkefnisins í ár. Fram-
kvæmdanefríd Landgræðsluskóga
vonar að þátttaka í þessu þjóðþrifa-
starfi megi enn eflast á komandi ár-
um. Markmiðið hefur verið sett á að
búið verði að gróðursetja um 20 millj-
ón plöntur í 10 þúsund hektara lands
um aldamótin. Um það bil 3,5 millj-
ónir plantna hafa verið gróðursettar
síðustu þijú ár í 80 afgirt svæði víðs
vegar um land á vegum Landgræðslu-
skóga. Skógræktaríélagar segja árang-
ur gróðursetningarstarfsins hafa verið
framar öllum vonum þessi síðustu ár.
Mörg svæði sem tekin hafi verið til
gróðursetningar Landgræðsluskóga
séu erfið til ræktunar, jarðvegur rýr og
gróður í tötrum. Af þeim sökum hafi
sérstök áhersla verið Iögð á vönduð
vinnubrögð og jafiiframt á það að velja
harðgerar og nægjusamar trjátegund-
ir. íslenska birkið sé uppistaðan í
gróðursetningunni. Þolsvið þess sé
mjög mikið og því megi planta næst-
um hvar sem er innan girðingar ef frá
séu taldir vindasamir staðir við sjávar-
síðuna. Á slíkum stöðum hafi verið
plantað harðgerum víðitegundum og
elri, enda reynslan sýnt að það vaxi
prýðilega við erfiðustu skilyrði. - HEI
Halldór Blöndal samgönguráðherra og Ólafur Tómasson póst- og
sfmamálastjóri. Tfmamynd Ami Bjama
Skiptar skoðanir meðal starfsfólks Pósts & síma
um þá ætlan stjórnvalda að einkavæða stofnunina:
Hlutafélag í
eigu ríksins
í niðurstöðum svokallaðrar réttarstöðunefndar sem sam-
gönguráðherra skipaði í ágúst 1991 er lagt til að stofnuninni
verði breytt í hlutafélag sem taki til starfa á miðju næsta ári.
Gert er ráð fyrir að hlutafélagið verði í eigu ríksins og eftir
þrjú ár, eða eigi síðar en 1997, taki Alþingi ákvörðun um það
hvort og þá hvenær hlutabréf félagsins verði seld.
Ekki liggur enn fyrir hver verð-
mæti hlutabréfa hins nýja hlutafé-
lags muni verða en eigið fé Pósts
& síma er um 11 miljarðar króna.
Skiptar skoðanir eru um ágæti
þessara ætlana meðal starfsfólks
Pósts & síma en drög að frumvarpi
þar um hafa verið kynnt starfsfólk-
inu. Þegar liggur fyrir andstaða
gegn þessum áformum meðal for-
ystu Félags íslenskra símamanna
en stjóm félags háskólamennaðra
starfsmanna stofnunarinnar er
hlynnt þessari breytingu.
Fastráðnum starfsmönnum
stofnunarinnar sem þar vinna
þegar breytingin mun eiga sér
stað verður boðið að gegna áfram
sömu eða hliðstæðum störfum hjá
félaginu og þeir gerðu áður og
greiða í Lífeyrissjóð starfsmanna
ríksins.
Að mati nefndarinnar, ráðherra
og helstu ráðamanna stofnunar-
innar er þessi breyting á réttar-
stöðu hennar í samræmi við það
sem gerst hefur í sambærilegum
stofnunum víðast hvar í helstu ná-
grannalöndum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði á blaðamannafúndi í
gær að hann væri eindreginn tals-
maður þess að breyta fyrirtækjum
og stofnunum í eigu ríksins í
hlutafélög. Hann sagði þessa
breytingu vera nauðsynlega fyrir
Póst & síma svo stoftiunin gæti
brugðist við breyttum aðstæðum
sem kynnu að koma upp á hverj-
um tíma á markaðnum, fjárfest á
markaðsforsendum og síðast en
ekki síst lagað sig að breyttum
tímum.
„Þjóðfélagið er orðið allt of flókið
fyrir stjómmálamenn til að hafa
puttana ofan í öllum málum,"
sagði ráðherra.
Frumvarpsdrögin hafa þegar ver-
ið kynnt í ríkisstjóminni en þar
hefur ekki verið tekin efnisleg af-
staða til málsins. Aðspurður sagð-
ist ráðherra ekki ætla að andstaða
væri við þessum áformum innan
stjómar né innan þingflokka
stjómarflokkanna en frumvarps-
drögin verða væntanlega lögð fyrir
þingflokkana á næstunni. Ekki
liggur enn fyrir hvenær frumvarp-
ið verður síðan Iagt fyrir Alþingi.
-grh
Góð rækjuveiði en afkoman slæm sökum verðlækkana og óhag-
stæðrar gengisþróunar. Útlit fyrir að náist að veiða upp kvótann, eða
Aðeins þorskurinn
verðmætari en
steftiumörkun í umhverf-
ismálum þar sem grund-
vallaratríð er:
Þaö sem af er yfirstandandi fiskiveiöiári hafa rækjuveiðar gengið
mjög vel en þrátt fyrír það er afkoma greinarínnar talin vera mjög
slök. Það helgast m.a. af verðlækkun og óhagstæöri gengisþróun
enska pundsins sem hefur fallið um 8,6% frá á tímabilinu septem-
ber 1992 til mars 1993 þrátt fyrír 6% gengisfellingu krónunnar í
nóvember síðastliðnum.
Að sama skapi er ekki heldur bjart yf-
ir afkomu hörpudiskframleiðenda.
Verð hefúr lækkað og birgðir hafa
safnast upp.
Á síðasta ári var heildarverðmæti
rækjuafurða 10,8% af heildarverð-
mæti íslenskra sjávarafurða á móti
9,3% árið 1991. Athygli vekur að af
nytjastofnum við ísland er það aðeins
þorskurinn sem gefur af sér meiri
verðmæti en rækja. Samkvæmt Þjóð-
hagsstofnun var verðmæti þorskaf-
urða 29,5 miljarðar króna, rækju 7,7
miljarðar og karfa 7,5 miljarðar á síð-
asta ári.
{ upphafi kvótaársins var ákveðið að
leyfa veiðar á 40 þúsund tonnum af út-
hafsrækju og 7.200 tonnum af inn-
fjarðarrækju.
Hinsvegar hafa aflaheimildir inn-
fjarðarrækju tekið smávægilegum
breytingum eftir athuganir Hafrann-
sóknastofnunar á hverju svæði fyrir
sig auk þess sem aflaheimildir frá fyrra
fiskveiðiári, 6.400 tonn, hafa verið
fluttar yfir á þetta ár frá fyrra kvótaári.
Aflaheimildir kvótaársins eru því um
53 þúsund tonn.
Pétur Bjamason hjá Félagi rækju- og
hörpudiskframleiðenda telur góð lík-
indi fyrir því að það takist að veiða
þann kvóta í ár. Hann segir að fiski-
fræðingar virðist vera sammála um að
ástand rækjustofna við ísland sé al-
mennt gott. Pétur segir að svo virðist
sem samhengi sé á milli góðrar rækju-
veiði og lélegrar þorskveiði enda rækj-
an eitt mesta lostæti á matseðli
þorsksins.
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Fiski-
félags íslands höfðu veiðst alls tæp 23
þúsund tonn af rækju fyrstu sjö mán-
uði yfirstandandi fiskveiðiárs á móti
15.497 tonnum á sama tíma 1991-
1992 og 11.974 tonum fyrstu sjö mán-
uðina á kvótaárinu 1990-1991. -grii
„Við allt skipulag fcröamála og
rekstur feröaþjónustu verði litið
á það sem grundvallaratriði að
íslensk náttúra og umhverfi bíði
ekld tjón af.“ Þetta er aðal mark-
mlðlð í stefnumörirun á sviði
umhverflsmála sem Ferðamála-
ráð fslands hefur nýlega sam-
þykkt á fundi sínum. Annað
heista markmiðið er að leggja
óherslu á fegrun umbverfis, við-
bald menningarverðmæta og
góða umgengni á viðkomu- og
dvalarsíöðum ferðamanna í
byggðum sem óbyggðum.
Til að ná þessum marfaniðum
telur Feröamálaráð að huga
verði að þremur efnisfiokkum. I
fyrsta lagi stefnumörkun í
ferðaþjónustu. f öðru lagi mark-
aðssetningu. Og í þriðja lagi að
sltípulagi að mannvirkjagerð á
ferðamannastöðum. f stefnu-
mörkuninni er einnig fjallaö um
framtíðarsýn og fjárþörf tíl
framkvæmda.