Tíminn - 22.04.1993, Page 3

Tíminn - 22.04.1993, Page 3
Fimmtudagur 22. apríl 1993 Tíminn 3 Stjómvöld ræða tillögur um að bjóða út rekstur Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli: Verður rekstrarformi Fríhafnarinnar breytt? Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir koma til greina að breyta núverandi rekstrarformi Fríhafnarínnar á Keflavíkurflug- velli úr ríkisstofnun í hlutafélag í eigu ríkisins. Hann sagði einnig koma til greina að Fríhöfnin taki yfir rekstur íslensks markaðar. Ráðherra segir ekki til umræðu að Flugleiðir taki yfir rekstur Frí- hafnarínnar. Utanríkisráðherra sagði þetta í svari við fyrirspurn frá Finni Ing- ólfssyni (Frfl.), en Finnur spurði hvort íslensk stjómvöld stefndu að því að bjóða út rekstur Fríhafnar- innar. Fríhöfnin hefur skilað mjög góðum hagnaði undanfarin ár. Hagnaður- inn í fyrra var yfir 500 milljónir króna og fyrirtækið skilaði um 60 milljónum meira í ríkissjóð en fjár- lög gerðu ráð fyrir. Finnur sagði þetta sýna að rekstur Fríhafnarinnar væri til fyrirmyndar og starfsfólk ætti þakkir skildar. Fleiri þingmenn tóku undir þessi orð. Finnur gagnrýndi hugmyndir um að bjóða út rekstur Fríhaftiarinnar. Hann sagði ljóst að því fylgdi kostn- aður fyrir ríkissjóð að breyta rekstr- arformi Fríhafnarinnar og ekkert bendi til að nýr rekstraraðili geti náð betri árangri í rekstrinum. Jón Baldvin sagði að íjárhagsvandi flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli væri mikill og finna yrði leiðir Málefni Jámblendifélagsins voru rædd á ríkisstjómarfundi í fyrradag. Engin ákvörðun var tekin í málinu, en það verður rætt frekar á næsta fúndi. Tillaga stjómenda Járnblendifé- lagsins er að hlutaféð verði aukið um 560 milljónir. Ekkert liggur fyrir um hver hlutur einstakra hluthafa verður í þessu dæmi eða hver endan- leg upphæð verður. Japanska fyrir- tækið Sumitomo, sem á 15% hlut, hefur ekki tekið afstöðu til tillögu um þátttöku í hlutafjáraukningu. Vonast er eftir að afstaða Elkem ýti við Sumitomo. Jón sagði að það hafi orðið geysileg umskipti í rekstri Jámblendifélags- ins á síðustu mánuðum, sem sjáist best í því að reksturinn skilaði ekki tapi á fyrstu þrem mánuðum ársins. Utflutningur almenns iðnvarnings minnkaði um 15% í fyrra: Iðnaöarútflutri' ingur minnk- aö 3 ár í röð Heildarútflutningur iðnvarnings dróst enn saman að magni til á síð- asta ári, þriðja árið í röð, og samtals um 10% á þessum þrem árum. Út- flutningur stóriðju óx þrátt fyrir allt nokkuð (6%) að magni til á síð- asta ári. En útflutningur almenns iðnvam- ings dróst saman um nærri 15% á þessu eina ári. Mestur varð sam- drátturinn í ullarvörum (40%), en einnig mikill í kísilgúr, niðursuðu- vörum, skinnum og vömm úr loð- skinnum. Hins vegar varð nokkur aukning í útflutningi á vatni og lít- til að bregðast við honum. Þessi vandi gæti aukist á næstu árum, ef íslendingar yrðu að taka að sér stærri hlut í rekstri flugvallarins. Nefnd manna úr utanríkis- og fjár- málaráðuneyti hefur sett fram til- lögur um hvemig eigi að bregðast við þessu. Ráðherra sagði að rekstr- arform Fríhafnarinnar sé til skoðun- ar í þessu samhengi og sagði: „Það kemur til álita samkvæmt þessum tillögum að breyta núverandi rekstr- arformi í hlutafélag í eigu ríkisins." Halldór Blöndal samgönguráð- herra tók þátt í umræðunum og vakti athygli á því að samgöngu- ráðuneytið hefði ekki átt aðild að nefndinni og að nefndarálitið hefði ekki verið rætt í ríkisstjóm. Hann sagði það sína skoðun að það væri ekki rétt leið til að leysa fjárhags- vanda flugstöðvarinnar að auka skatta á þau fyrirtæki sem þar starfa, eins og t.d. Flugleiðir. Skuldir flugstöðvarinnar við Ríkis- ábyrgðarsjóð voru í árslok 1991 3,1 milljarðar og vanskil jukust um 130 milljónir á því ári. Það er álit Ríkis- endurskoðunar að ríkissjóður verði að yfirtaka 1,7 milljarða af skuldum flugstöðvarinnar og hækka gjöld af umferð um flugvöllinn. -EÓ hefur lækkað 0,6% Vísitala byggingarkostnaðar lækkaðl um 0,6% miUi mars og apríl, vegoa nlöurfelllngar vðra- gjalds á steypu, scmenti, gleri og fleiri byggingarvörum. Bygging- arvísitala sem gildir í maí er 189,8 stig, eða hin sama og í febrúarmánuöi. Launavísitala hækkaði hins veg- ar um 0,2% milli mars og aprfl og áðttr var komið fram að fram- fersluvísitalan hækkaði um 0,3% á sama tímabUi. Af þessum iuekkunum og mót- svarandi lækkun leiðir, að láns- kjaravísitalan fyrir maí veröur sú sama og i apríl, 3278, þannig að verðbólga er nú á núlU á m*B- kvarða lánskjaravísitölu. Síðustu tólf mánuði hafs þessar helstu verðlagsvísitölur hækkað sem hér segin Framfærsluvísitala------3,3% Byggingarvísitala-------13% Launavísitala Lánskgaravísitala «•••■••«••23% Elkem er tilbúið til að auka hlutafé sitt í íslenska jám- blendifélaginu: Járnblendifélagið er rekið án taps Norska fyrírtækið Elkem, sem á 30% hlut í íslenska jámblendifélag- inu, hefur lýst sig tilbúið til að auka hlutafé sitt í félaginu. Hlutafjár- aukningin er háð því skilyrði að íslenska ríkið, sem á 55% í Jám- blendifélaginu, auki einnig hlutafé sitt. Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjórí Jámblendifélagsins, segir að tap á rekstrinum á síð- asta árí sé á bilinu 560-600 milljónir. Rekstur á fyrstu þrem mánuðum þessa árs sýni hins vegar ekki tap. Hann sagðist vonast eftir að það sama verði upp á teningnum næstu þrjá mánuði. Jón sagði að þetta hafi tekist með niðurskurði á kostnaði og uppsögnum. Tekist hafi að ná hag- stæðum samningum við viðskipta- aðila fyrirtækisins um lægra verð fyrir aðkeypta þjónustu. Hann sagð- ist ekki sjá að framundan sé nein breyting á verði á kísiljámi, en það hefur verið mjög lágt undanfarin ár. Jón sagði að þó að reksturinn sé í jámum dugi það ekki til. Fyrirtækið geti ekki staðið í skilum með afborg- anir á lánum. Þess vegna verði að koma til aukið hlutafé. Viðræður hafa staðið við Lands- virkjun um hagstæðari kjör á raf- orku. Þeim viðræðum er ekki endan- lega Iokið. -EÓ ilsháttar á rafeindavogum og veiðar- fæmm. í krónum talið minnkaði útflutn- ingur almenns iðnvamings um 11% milli áranna 1991 og 1992. Þessar vömr voru seldar fyrir rúma 5,4 milljarða í fyrra, sem var þá 6,2% af heildarútflutningi landsmanna. Að framleiðsluvörum stóriðju með- töldum nam iðnaðarvöruútflutning- ur um 15,1 milljarði króna, sem var 5% minna en árið áður. Iðnaðar- vöruútflutningur var því aðeins um 17% af heildarútflutningi lands- manna í fyrra. - HEI IBarnaheill AÞJÁN BARNA Málþing Bamaheilla um ýmiss konar ofbeldi og áþján sem börn verða fyrir í samfélagi okkar. Er brugðist við því með skipuleg- um hætti eða er tómlæti og afskiptaleysi ríkjandi í málefnum barna á íslandi? Staðurog stund: Háskólabíó, iaugardaginn 24. apríl 1993. Kl. 10:00 Setning. Kl. 10:15 Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur. Það læra bömin sem fyrirþeim erhaft. Kl. 10:30 Gestur Pálsson barnalæknir. Hlutveri(og reynsla barnalæknis. Kl. 10:45 Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins. Reynsla gesta Rauðakrosshússins. Kl. 11:00 Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi. Ofbeldi og vanræksla samfélagsins. Kl. 11:15 Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Skipuleggjum við umhverfi okkarmeð böm I huga? Kl. 11:30 Dr. Helgi Gunnlaugsson lektor. Borgariífog ofbeldi. Kl. 11:45 Vanda Sigurgeirsdóttir, starfsmaður Ársels. Forvamarstarf í félagsmiðstöð. Kl. 12:00 Hádegishlé. Kl. 13:00 Guðrún Ágústsdóttir, starfsmaður Kvennaathvarfs. Við uppskerum eins og við sáum. Kl. 13:15 Þórey Guðmundsdóttir móðir. Hvert er foreldrahlutverkið, eða erþví ofaukið? Kl. 13:30 Brynjólfur Brynjólfsson skólasálfræðingur. Einelti og viðbrögð við því. Kl. 13.45 Ragnar Gíslason skólastjóri. Jákvæður skólaandi gegn ofbeldi. Kl. 14:00 Anna Harðardóttir leikskólastjóri. Hvemig er brugðist við reiði bama? Kl. 14:15-15:00 Umræður. Fundarstjóri: Jóhann Hauksson fréttamaður. Allir sem áhuga hafa á þessum málefnum eru velkomnir, jafnt félagar í Barnaheill sem aðrir, gegn 500 króna gjaldi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.