Tíminn - 22.04.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.04.1993, Blaðsíða 6
6Tíminn Fimmtudagur 22. apríl 1993 Dómsmálaráðherra fyr írhugar að breyta áfengisreglugerð: horsteinn Pálsson dóms- málaráðherra hefur í undir- búnlngi að breyta áfengis- reglugerð í þá veru að leyfa vínveitingar frá hádegi og til klukkan sex síðdegis. Áfeng- isvamarráð hefur harðlega móhnælt þessari breytingu. Ráðherra sagði á Aiþingi f svari við fyrirspum frá önnu Ólafsdóttur Björasson (KvL) að til stæði að breyta áfengisreglugerð í þá veru að iengja þann tíma sem vín- veltingahúsum væri heimilt að veita vín yfir daginn. Anna sagði nauðsynlegt að ítarieg umræða færi fram um þessa breytingu á áfeng- isreglugerðinni eins og aðrar veigamiklar breytingar sem á hennl hefðu verið gerðar. Anna sagðist tefja að dóms- málaráðherra hefði ætlað sér að koma þessari breytingu f framkvæmd án umræðu f þjóðfélaginu og það væri gagnrýnisvert. EÓ Yfirlit yfir atvinnuleysið á landinu: Atvinnuleysi eykst enn í Reykjavík Atvinnuleysi hélt áfram að vaxa á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði á meðan atvinnuástand skánaði dálítið víðast hvar annars staöar. Tölumar sýna að á höfuðborgarsvæðinu virðist vera að festast í sessi nokkur þúsund manna hópur sem hefur enga vinnu. Atvinnuleysið á landsbyggðinni er enn mikið en þar virðist þó gæta árstíðabundinna sveifina í mun meira mæli en á höfuöborgar- svæðinu. Um 2.100 karlar á Reykjavíkursvæð- inu (5%) voru án vinnu í marsmán- uði enda atvinnuleysi karla víðast hvar minna en þar nema á Norður- landi eystra og Austurlandi. Atvinnu- lausar konur voru 1.700 á höfuð- borgarsvæðinu (5,4%) en samtals 1.360 á landsbyggðinni (6,7%). „Atvinnuleysið heldur enn áfrarn að aukast á öllu höfuðborgarsvæðinu," segir í yfirliti Vinnumálaskrifstof- unnar. Um 38% allra atvinnulausra á landinu eru í Reykjavík sjálfri en 57% á svæðinu öllu. í Hafnarfirði og Kópavogi fjölgaði atvinnulausum um fjórðung milli febrúar og mars. Má því nokkuð merkilegt telja að í sama mánuði batnaði atvinnuástand hvergi meira en á Suðumesjum. At- vinnulausum fækkaði þar um 21% milli mánaða og atvinnuleysishlut- fallið lækkaði úr 8,6% í febrúar niður í 6,8% í mars. En það var þó hæsta atvinnuleysishlutfall á landinu. Á Vesturlandi hækkaði atvinnuleys- ishlutfallið hins vegar úr 4,2% í 5% milli mánaða. Um 60% atvinnu- lausra á svæðinu em á Akranesi, 25% í Borgamesi og 11% í Stykkishólmi þar sem aukningin var mest milli mánaða. Af alls 187 atvinnulausum á Vest- fjörðum voru 132 (rúmlega 70%) í Bolungarvík einni en fremur fáir á öllum öðmm stöðum. Ennþá er at- vinnuástand samt langbest á Vest- fjörðum. Á Norðurlandi vestra fækkaði at- vinnulausum um 13% frá mánuðin- um á undan niður í 4,7% í mars. Þetta er eina svæðið á landinu þar sem færri em nú án vinnu heldur en í mars í fyrra. Atvinnulausir eru flest- ir á Blönduósi, sem jafnframt er eini staðurinn þar sem þeim fjölgaði nokkuð milli mánaða. Norðlendingar eystri eiga ekki sama láni að fagna. Þar fjölgaði atvinnu- AÐALFUNDUR Aöalfundur Kaupfélags Eyfiröinga verður haldinn I Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudag- inn 26. apríl nk. og hefst kl. 10.00. Dagskrá 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. Umsögn endurskoöenda. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 4. Afgreiðsla reikninga og tiliagna félagsstjórnar. 5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA. 6. Erindi deilda. 7. Þöknun stjórnar og endurskoðenda. 8. Kosningar. 9. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfiröinga lausum enn um 7% milli febrúar og mars. Hlutfall atvinnulausra var 6,6% í mars (7,5% meðal kvenna) eða litlu skárra en á Suðumesjum. Hlutur Akureyrar lætur nærri að vera 70% (um 540 manns) eða álíka og hlutur Bolungarvíkur er á Vest- fjörðum. Atvinnuleysi meðal karla er nú mest á Austurlandi, 6,3%, og þetta er jafn- framt eini landsfjórðungurinn þar sem atvinnuleysi er nokkm meira meðal karla en kvenna. Þrátt fyrir nokkra fækkun atvinnulausra milli mánaða er hlutfallið ennþá hátt (6,1%). Breytingar em hins vegar mjög miklar milli staða. Þannig fækkaði atvinnulausum um meira en helming á Höfn, um þriðjung í Borg- arfjarðarhreppi og um fjórðung á Eskifirði og Vopnafirði. Þeim fjölgaði aftur á móti um 62% á Seyðisfirði, um þriðjung í Neskaupstað og fjórð- ung á Fáskrúðsfirði. Á Suðurlandi er atvinnuleysishlut- fallið í mars það sama og á höfuð- borgarsvæðinu (5,2%) og mun lægra meðal karla. Atvinnulausum fækkaði þar um 7% frá því í mánuðinum á undan en mjög mismikið milli staða. f Þorlákshöfn fækkaði atvinnulaus- um um meira en helming og kring- um fimmtung á Eyrarbakka og í Eyj- um. Um fjórðungur atvinnulausra Sunnlendinga er á Selfossi. Að 42 skuli vera án vinnu á Stokkseyri hlýt- ur hins vegar að vera mjög hátt hlut- fall miðað við íbúafjölda, td. borið saman við 47 atvinnulausa í Vest- mannaeyjum þar sem íbúar eru þó níu sinnum fleiri. -HEI Samband launafólks á Suðurnesjum stofnað með þátttöku átta stéttarfélaga: Nýjung í félags- málum launafólks í fyrradag var stofnað í Keflavík Sam- band launafólks á Suðuraesjum með þátttöku itta stéttarfélaga sem hafa innan raða sinna um 80 af hundraði launafólks á svæðinu. Hér er um nýj- ung að ræða í félagsmálum launa- fólks hérlendis og athygli vekur að innan raða hins nýstofnaða sambands eru ekki aðeins stéttarfélög innan raða ASÍ heldur einnig opinberra starfsmanna. Hlutverk hins nýja sambands er að vera samstarfs- og samráðsvettvangur stéttarfélaga á Suðumesjum, beita sér fyrir samstarfi þeirra á sem flestum sviðum í þeim tilgangi að efla áhrif þeirra og að kynna félögin, störf þeirra og mikilvægi í samfélaginu. Á stofnfundinum var kosin bráða- birgðastjóm og er formaður hennar Jóhann Geirdal, formaður Verslunar- mannafélags Suðumesja. Fljótlega í næsta mánuði er ætlunin að boða til fyrsta eiginlega þings sambandsins. „Við emm öll launafólk án tillits til þess í hvaða stéttarfélögum við emm og Samband launafólks á Suðumesj- um er einskonar regnhlífasamtök launafólks á svæðinu. Hinsvegar mun sambandið ekki vera samningsaðili fyrir stéttarfélögin né heldur heimilt að gera samninga eða aðrar skuld- bindingar fyrir einstök félög sem eiga aðild að sambandinu," segir Jóhann Geirdal. Hann segir að fjölmörg mál séu til umræðu af og til sem félögin eigi að blanda sér inní eins og til dæm- is samgöngumál: „Það er engin strætó á Suðumesjum og dæmi em um að fólk geti ekki tek- ið vinnu sem í boði er vegna þess að það komist ekki á milli staða. Eðlilega eigum við þá að reyna að hafa áhrif á sveitarfélögin um að þau efli almenn- ingssamgöngur svo að fólk geti stund- að vinnu á svæðinu." -grh Sinubruni viö sjúkrahúsið Sjúkrahúsið á Selfossi fýlltist af reyk vegna sinubruna skömmu eft- ir hádegið í gær. Maður sem var á gangi við sjúkrahúsið henti frá sér logandi vindlingi með þeim afleið- ingum að stórt svæði varð skíðlog- andi. Slökkviliði og sjálfboðaliðum gekk greiðlega að slökkva eldinn. Vindur var af vestri og stóð beint á sjúkra- húsið sem bókstaflega hvarf í reykj- armekki þegar verst lét. Vistarvemr sjúkrahússins fylltust af reyk en sem betur fór mun engum hafa orðið meint af. —SBS, Selfossi. Óskum öllum eas sumars Sigfús Kristinsson byggingameistari ■ Selfossi Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gCeðiíegs sutnars SAMTAKfR huseiningarLJ GAGNHEIÐ11—800 SELFOSSI — SlMI 98-22333

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.