Tíminn - 22.04.1993, Side 7

Tíminn - 22.04.1993, Side 7
Fimmtudagur 22. apríl 1993 Tíminn 7 Útflutningsráð telur ekkert því til fyrirstöðu að markaðssetja ísland sem fjarvinnsluland: Laun sérfræðinga og leiga símalína ódýr ájtrá Islandi QíeðiCegt sumar! ÁRBÆJARBAKARÍ, Rofabæ 9 Verður Qarvinnsla á (slandl ný útflutnlngsgrein? Frá vinstri Ingi G. Ingason og Ingjaldur Hannibalsson frá Útflutningsráðl og Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri. Tfmamynd Aml Bjama Neð nýrri varajarðstöð á Höfn í Hornafirði og ljósleiðaratengingu við landið 1994 er ísland komið í öruggt samband við umheiminn og tæknilega því ekkert til fyrirstöðu að markaðssetja ísland sem raun- hæfan kost sem fjarvinnsluland, að mati Útflutningsráðs sem hefur lát- ið vinna skýrslu um möguleika ís- lendinga á verkefnum á sviði fjar- vinnslu. Meðal starfa, sem heppileg eru tal- in til fjarvinnslu, eru: tölvuinnslátt- ur, ritvinnsla, grafísk hönnun, hönnun ýmiss konar, gagnabankar, þýðingar, símasvörun, bókanir pant- ana, símasala, forritun, sérfræði- teikning, ritun handbóka, viðhald, bókhald, ráðgjöf, kennsla, stjómun, verkfræðistörf, lögfræðistörf og áætlanagerð ýmiss konar. Fjárhags- legir kostir fjarvinnslu þurfi hins vegar að vera miklir til þess að fyrir- tæki láti bjóða sér slíkt vinnufyrir- komulag. í skýrslunni er m.a. lagt mat á tæknilega möguleika íslands, verð- lagningu gagnaflutnings til og frá Iandinu og almenna reynslu og þekkingu íslenskra aðila á sölu á tækni og þjónustu. Útflutningsráð telur markaðsmálin lykilatriðið í framtíðarþróun þessa máls og megi líta á skýrsluna sem eitt af fyrstu skrefunum í viðleitni til markaðs- sóknar. Enda gæti þessi atvinnu- grein boðið upp á mikla möguleika í gjaldeyrisöflun, auk þess sem starf- semin geti hæglega farið fram utan höfuðborgarsvæðisins. Fjarvinnslumarkaðurinn sé enn sem komið er ungur, vanþróaður og enn í mótun. Því séu fyrir hendi góð tækifæri fyrir nýja aðila sem vilji láta að sér kveða. Að mati Útflutn- ingsráðs hljóta að teljast töluverðir möguleikar fyrir íslendinga að starfa á fjarvinnslumarkaðinum. Tækni og kunnátta ætti ekki að standa í vegi. Launakostnaður sérfræðinga í flest- um greinum sé allt að helmingi lægri heldur en starfssystkina þeirra í nágrannalöndunum. Kostnaður við gagnaflutning í fjarskiptaneti Pósts og síma er talinn samkeppnis- hæfur. Svo dæmi sé tekið, reyndist verð á leigulínum til Bandaríkjanna lægra frá íslandi heldur en Þýska- landi, Svíþjóð og Japan. íslendingar þykja sömuleiðis standa framarlega í forritun tæknilega séð. Þeir séu fljótir að tileinka sér helstu nýjung- ar, þannig að íslensk forrit séu flest unnin með nýjustu tækni. Útflutningsráð telur að stofna þurfi fyrirtæki eða samstarfshópa fyrir- tækja, sem vinna að markaðssetn- ingu og sölu á þjónustu íslenskra fyrirtækja sem geta unnið í fjar- vinnslu. Ekki ætti að þurfa að ráðast í umfangsmiklar og dýrar fjárfest- ingar, þannig að verð á þjónustu ætti að geta verið samkeppnisfært við önnur lönd. Fyrri reynsla gæti þó bent til að menn þurfi að taka nokkuð á þolin- mæðinni. Fjarvinnsluverkefni, sem Byggðastofnun setti á fót árið 1990, varð ekki sá styrkur fyrir atvinnulíf í sveitum sem til var ætlast. Stjóm- endur fyrirtækja og stofnana, opin- berra ekki síst, reyndust tregir til að láta vinna fyrir sig verkefni í fjar- vinnslu. Ýmsar fjarvinnslustofur, sem Byggðastofnun ætlaði að að- stoða með verkefni, hafa nú ýmist orðið að loka eða snúa sér að öðrum verkefnum. - HEI CjCeðiCegt sumar! SMURSTÖÐIN Stórahjalla 2, Kópavogi. S. 43430. (jCeðiCegt sumar! mm* I* R t N r S M I D | A N Smiðjuvegi 3, CjCeðiCegt sumar! Olíufélagið hf Oskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars Olísskálinn Selfossi óskar starfsfólki og viðskiptavinum gCeðiCegs sumars! HÓTEL GEYSIR óskar starfsfólki og viðskiptavinum gCeðiCegs sumars! QCeðiíegt sumar! Prentsmiðjan Höfðabakka 7. Sími 683366.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.