Tíminn - 22.04.1993, Side 8

Tíminn - 22.04.1993, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 22. apríl 1993 Vomámskeið (slenska fýrir útiendinga — byrjendanámskeið. Kennt er tvisvar í viku. Námskeiðið stendur í 5 vikur og hefst 26. april nk. Umhverfisteikning — 5 vikna námskeið sem hefst 26. apr- íl nk. Kennt er tvo daga í viku auk þriggja laugardaga, m.a. unnið utandyra. Trimm — hefst fimmtud. 3. maí og stendur til 30. júlí, kennt tvisvar í viku. Innritun — í Miðbæjarskóla í símum 12992 og 14106. QCeðiCegt sumar! MSMsn «. eo. SKÚTUVOGI 10A, SÍMI 686700 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI simanumer Frá og með 17. apríl er nýtt símanúmer Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 96-30100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. ■ Barnaheill Meðferðarheimili Bamaheill auglýsir í samráði við félagsmálaráðuneytið eftir starfsfólki til að taka að sér rekstur meðferðarheimilis fyrir vegalaus böm (6-12 ára). í undirbúningi er uppbygging eins til tveggja meðferðarheim- ila er taka til starfa í sumar. Verður annað staðsett í sveit á Suðurlandi, en ekki hefur verið afráðið endanlega hvar hitt heimilið verður staðsett, en líklega á Norðurlandi. Viðkomandi starfsmenn þurfa að hafa menntun á einu eða fleiri eftirtalinna sviða: Uppeldis- og kennslufræði, sálar- fræði, félagsráðgjöf eða aðra sambærilega menntun. Viðkomandi þurfa að hafa reynslu af vinnu með bömum. Þar sem hér er um nýja starfsemi að ræða, munu starfs- menn taka þátt i uppbyggingunni og móta starfsemina ásamt stjóm heimilisins. Laun og önnur kjör samkvæmt samkomulagi. Umsóknum ber að skila til skrifstofu Bamaheilla, Sigtúni 7, Reykjavík, fýrir 30. apríl nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bamaheilla, sími 91-680545. Bamaheill, Félagsmálaráðuneytið. GARÐSLÁTTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. \ÍaXv ir /íf nsbfaj. b{. ifrw ! Vtijr | Ár dUuHT I jL dud fUu, kttiis | : K+bíi t ‘v-i M-i/} A1 Formáll hermannslns sem bjargaðl elntaklnu á sfnum tíma frá eyöllegglngu. Frá Árna Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Þýskalandi: Mein Kampf á 20 þúsund kr. Mein Kampf, hin kunna bók nasistaforíngjans Adolfs Hitl- er, er orðin verðmætur safn- grípur í Þýskalandi. Hitler ritaði Mein Kampf (sem út- leggst í íslenskri þýðingu „Barátta mín“) á meðan hann sat í fangelsi vegna öfgastefnu nokkrum árum fyrir valdarán nasista í Þýskalandi árið 1933. í kjölfar óeirða og upp- þota nýnasista í Þýskalandi og vax- andi umræðu um kynþáttahatur sem vandamál verða upprunaleg eintök af Mein Kampf sífellt verð- mætari. Bókin var prentuð nokkrum sinnum á valdatíma nasistanna. Það eintak, sem sést á meðfylgj- andi mynd, var keypt á fombóka- sölu í Hannover fýrir þrettán ár- um, fyrir lítið verð. Þessa útgáfu frá árinu 1943 var hægt að fá í misdýrum útgáfum, eða frá 5 mörkum og 70 pfennigum fyrir venjulega Múllera og Meiera, og upp í viðhafnarútgáfu sem kostaði 24 mörk. í dag selst þessi bók hiklaust fyrir 500 mörk, eða 20 þúsund íslensk- ar krónur, þrátt fynr að hún sé bæði illa farin og ekki úr fyrsta upplaginu. Það, sem spennir verð bókarinn- ar svona upp, er eftirspurn nýnas- istanna í Þýskalandi eftir henni, en hún er mest í fyrrverandi Austur- Þýskalandi. Nasistamir líta á Mein Kampf sem nokkurs konar biblíu. Banda- rískur hermaður, sem við fall Þýskalands bjargaði þessu eintaki frá eyðileggingu, skrifaði á titil- blaðið að hann bjargi bókinni til þess að sýna umheiminum hugar- óra þess brjálæðings sem skrifaði hana. íslenskir menningardagar í Ríga þóttu takast eindæma vel: Sigrún Hjálmtýs kveikti eld í hjörtum Letta „Þessi íslenska innrás vakti mikla athygli á íslenskri menningu og íslandi yfirleitt og þótti takast með eindæmum vel,“ segir í til- kynningu menntamálaráðuneytis- ins um íslenska menningardaga, sem efnt var til í Ríga í Lettlandi dagana 1. til 10. aprfl, að frum- kvæði íslandsvinafélagsins í Lett- landi. íslenska listafólkið var meðal annars kynnt í sérstökum lesbók- arkálfi sem fylgdi stærsta blaði Lettlands. Þar voru einnig birtar ýmsar greinar um íslensk málefni, ásamt kveðjum forseta íslands og sendi- herra íslands í Lettlandi. Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu- söngvari og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari héldu þrjá hljómleika og hlutu mjög góðar viðtökur. Sigrún varð að syngja fjölda auka- laga og fékk að launum gríðarleg fagnaðarlæti og bravóhróp. Leik- Slgrún Hjálmtýsdóttlr. brúðuland sýndi „Bannað að hlæja" fjórum sinnum fyrir fullu húsi. Og sýningar á málverkum Helga Þorgils Friðjónssonar og ljósmyndum Páls Stefánssonar prýddu veggi í sögufrægu menn- ingarhúsi þessa menningardaga. VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKAN IÓTOI cARARBRODDI ■' FJÖRTÍU ÁR! VEM verksmiðjurnar framleiða allar helstu stærðir og gerðir raf- og gírmótora fyrir iðnað, skip, land- búnað og ýmsar sérþarfir. Höfum fyrirliggjandi allar algengustu stærðir og gerðir og útvegum alla fáanlega mótora með skömmum fyrirvara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á mótorum. VEM - þýsk gæðavara á góðu verði! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SfMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.