Tíminn - 22.04.1993, Qupperneq 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 22. apríl 1993
QCeðiCegt sumar!
ora
Niðursuðuverksmiðja ■ Vesturvör 12
CjCeðiCegt sumar!
Búnaðarfélag íslands
Bændahöllinni
Hin áríega haffísala sfeátanna
veröur í
félagsheimili Kópavogs
frahL3-5.
Hlaðborb með gimilegum höhum.
Styrfcið ofehur í starfi!
KVENNADEILDIN URTUR
&
SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR
Þroskaþjálfar
Aðalfundur Félags þroskaþjálfa verður haldinn í Munaö-
arnesi laugardaginn 8. maí 1993 kl. 14.15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
A. Tillögur að breytingu á siðareglum þroskaþjálfa.
B. Stofnun stéttarfélags?
SQómin.
-------------------------------------------------------\
'í
Minningarathöfn um vin minn, fööur okkar, tengdaföður og afa
Barða Eriing Guðmundsson
verður I Akraneskirkju föstudaginn 23. aprll kl. 15:00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta og Björgunar-
sveitina Hjálpina, Akranesi.
ElmýVals
Katrín Inglbjörg Barðadóttlr Jónas Friðriksson
Hilmar Þór Barðason Sæunn Valdís Guðmundsdóttlr
Barði Erilng Barðason
Sandra Kristfn JónasdótUr
v " ............................................... j
Sæunn Tómasdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl lést á Sól-
vangi móðursystir mín, Sæunn Tóm-
asdóttir, á 82. aldursári.
Hún var fædd í Hólum í Biskups-
tungum árið 1911, dóttir hjónanna
Tómasar Bjamasonar og Óskar Tóm-
asdóttur, önnur í röðinni af 7 systkin-
um sem upp komust, en tvo syni
misstu þau bamunga. Ung fluttist Sæ-
unn með foreldrum sínum að Hellu-
dal í Biskupstungum og átti hún þar
heima þar til hún hóf eigin búskap.
Hún giftist árið 1942 Bimi Bjama-
syni, sem fæddur er 1907 í Hítardal,
Hraunhreppi í Mýrasýslu, en ólst upp
að Haukatungu, Hraunhreppi á Snæ-
fellsnesi. Byrjuðu þau Bjöm og Sæ-
unn búskap sinn í Haftiarfirði það
sama ár. Þau eignuðust hús á Reykja-
víkurvegi 12, þar sem þau bjuggu um
tíma, en kringum 1950 var húsið flutt
vestast í bæinn, að mörkum Hafnar-
fjarðar og Garðahrepps. Nefndu þau
staðinn Sæból og áttu þar heima síð-
an. Þau voru samhent hjónin. Þau
stækkuðu húsið og ræktuðu garðinn
sinn í bókstaflegri merkingu, því
bletturinn í kringum húsið varð að
fögrum gróðurreit í gráu hrauninu.
Þau keyrðu mold í hraunið til að
mynda jarðveg, gerðu matjurtagarð
og ræktuðu blóm og tré. Er ótrúlegt
að sjá gróskuna í garðinum á Sæbóli.
Sæunn helgaði sig að mestu húsmóð-
urstörfum, en einnig var hún verka-
kona og vann aðallega við fiskverkun.
Þau Bjöm eiga tvo syni, Eðvarð Rafn,
f. 1947, og Óskar Tómas, f. 1949.
Skyldfólkið hennar Sæunnar naut í
ríkum mæli gestrisni þeirra hjóna, því
þar átti það víst húsaskjól þegar kom-
ið var í bæinn. Hún lét sér líka annt
um æskustöðvamar og ófá handtökin
átti hún á heimili móður sinnar og
bræðra eftir að hún flutti suður og
stofnaði sitt eigið heimili. Móður sína
tók Sæunn til sín og annaðist hana al-
veg síðustu mánuðina sem hún lifði,
og mörgum fleirum veitti hún aðstoð
þegar á þurfti að halda, bæði skyld-
fólki og nágrönnum.
Byggðin í hrauninu fyrir vestan
Hafnarfjarðarbæ var dálítið sérstök.
Þar voru mörg lítil hús í hraunhvöm-
munum, sem nú eru flest horfin.
Margt af fólkinu sem þar bjó varð góð-
ir kunningjar þeirra Bjöms og Sæ-
unnar. Hafa þau sagt mér að oft hafi
verið glatt á hjalla á Sæbóli á gamlárs-
kvöld, því þá kom fólkið úr hrauninu
þar saman og svo var spilað langt fram
á nótt.
Sæunn var alla tíð létt í lund og létt á
fæti og vílaði ekki fyrir sér að fara
langar leiðir gangandi. En á síðustu
árunum fóm kraftar hennar þverr-
andi, svo hún var að síðustu bundin
við hjólastól, að heita mátti alveg
máttlaus. Vegna þessa dvaldi hún á
Sólvangi. Ekki lét hún þó veikindi sín
aftra sér frá að heimsækja æskustöðv-
amar, síðast komst hún austur síðast-
Iiðið sumar með aðstoð beggja sona
sinna. Hún átti orðið erfitt með að tjá
sig vegna lömunarinnar, en andlega
var hún við fulla heilsu fram til hins
síðasta og fylgdist af áhuga með öllu
sem var að gerast, bæði hjá vinum og
ættingjum og í þjóðlífinu yfirleitt. Og
aldrei heyrði maður hana barma sér
yfir hlutskipti sínu.
Ég er ein af þeim sem áttu vísa gist-
ingu á Sæbóli hvenær sem var meðan
ég átti heima austur í Tungum. Böm-
in okkar Guðna nutu líka góðs af
hjálpsemi Sæunnar. Meðan þau voru
lítil var gott að eiga vísa vist fyrir þau
þegar með þurfti. Það gerðist jafnvel
að hún tók sig upp og fór austur til að
passa þau öll um tíma hjá ömmu
þeirra og systur sinni. FVrir þetta allt
viljum við nú þakka.
Eg og fjölskylda mín vottum Bimi,
sonunum tveim, tengdadótturinni Jó-
hönnu Óskarsdóttur og sonardætmn-
um Bimu, Sæunni og Bryndísi okkar
dýpstu samúð.
Inga Krístjánsdóttir
Barði Erling Guðmundsson
„Það syrtir að, er sumir kveðja." Þessi
hending úr kvæði skáldsins frá Fagra-
skógi flaug mér f hug, þegar ég frétti að
mágs míns væri saknað, eftir að ofsaveð-
ur skall óvænt á stuttu fyrir hádegi þann
17. mars s.l.
Akranestrillumar höfðu róið í góðu
veðri um morguninn og veðurspáin lof-
aði góðu. En „skjótt skipast veður í lofti"
og f einu vetfangi var komið ofsarok og
blindhríð. í vestanáttinni verður um-
hverfi hafnarinnar eins og suðupottur,
og þetta voðaveður kostaði þrjú manns-
líf. Þrír vaskir sjómenn, hetjur hafsins,
eins og þeir heita á hátíðastundum,
mættu sínu skapadægri.
Barði hafði aðeins átt trilluna sína í fá-
eina mánuði, en hann hafði stundað sjó
alla ævi og vildi helst ekki annars staðar
vera, enda átti hann erfitt um ýmis verk
vegna fötlunar á hendi, er var afleiðing
slyss, er hann lenti í fyrir mörgum ár-
um. Oft furðaði maður sig á hvað hann
var harður af sér og duglegur, þrátt fyrir
fötlunina.
Barði Erling var fæddur 28. nóvember
1944 á Akranesi, en þar bjuggu foreldrar
hans, Guðmundur Jónsson skipstjóri ffá
Gamla-Hrauni við Eyrarbakka og Hólm-
fríður Ásgrímsdóttir frá Efra-Ási í
Hjaltadal, Skagafirði, en þau eru bæði
látin. Guðmundur var einn 17 bama
Jóns Guðmundssonar bónda og for-
manns á Gamla-Hrauni, af Bergsætt, og
k.h. Ingibjargar Jónsdóttur, af Reykja-
kotsætt Hólmfríður var dóttir Ásgríms
Stefánssonar bónda í Efra-Ási og k.h.
Sigmundu Skúladóttur, þau voru ættuð
úr Fljótum í Skagafirði, af Stóm-
Brekku- og Brúnastaðaættum. Það
stóðu því að Barða sterkir stofnar af
Suður- og Norðurlandi og margt góðra
sjómanna.
Hann ólst upp á Akranesi, næst yngstur
sex alsystkina, sem öll eru á Iffi. Einn
bróður samfeðra átti hann, og dóttur
átti Hólmfríður af fyrra hjónabandi, en
hún lést ung frá sex bömum.
Á yngri árum var hann ýmist á bátum
héðan af Skaganum eða frá Þorlákshöfn,
en þar voru tvö systkina hans þá búsett
Þann 29. mars 1975 steig Barði það
gæfuspor að ganga að eiga Eimýju Sús-
önnu Valsdóttur, sem þá var aðeins 18
ára gömul. Eimý er frá Hveragerði, dótt-
ir Vals Einarssonar og k.h. Olgu Mörk.
Valur er látinn, en Olga lifir tengdason
sinn, búsett í Hirtshals á Jótlandi.
Barði og Eimý, eða Baddi og Enna eins
og fjölskyldan kaJlaði þau, stofnuðu
heimili í Þorlákshöfn, og þar bjuggu þau
næstu árin. Hann var á sjónum, en hún
starfaði að verslunar- og skrifstofustörf-
um. Árið 1982 fæðist þeim sonur, sem
hlaut nafn föður síns Barði Erling. Áður
hafði Barði eignast tvö böm með Vigdísi
Jóhannsdóttur: Katrínu Ingibjörgu
fóstru, f. 1966, búsetta á Akranesi og á
hún dótturina Söndru Kristínu, fimm
ára; og Hilmar Þór trésmið, f. 1968,
kvæntan Sæunni Valdísi Guðmunds-
dóttur, búsettan í Reykjavík.
Árið 1983 flytja þau til ísafjarðar og fyr-
ir vestan eru þau í tvö ár. Þar starfaði
Barði á netaverkstæði, og mun það
lengsti tíminn, sem hann var í land-
vinnu. En haustið 1985 komu þau hing-
að til Akraness. Eimý hóf nám við Sam-
vinnuskólann í Bifröst, en Barði sótti
sjóinn.
Þeir höfðu alltaf haft gott samband
bræðumir, Sævar og Barði, þrátt fyrir
nærri 13 ára aldursmun og ekki aldir
upp saman. En eftir að þeir fluttu hingað
þróaðist samband þeirra í nána vináttu.
Þeir áttu svo margt sameiginlegt, áhugi
þeirra á allskonar veiðiskap, hvort sem
það var fugl eða fiskur, var þeim óþrjót-
andi umræðuefhi. Við höfðum því við
þau mikil samskipti og áttum með þeim
margar ánægjustundir. Barði var hlé-
drægur, stundum nærri um of, og alveg
laus við að trana sér á nokkum hátt. Er
það ættarfylgja.
Frá þvf hann kom hingað til Akraness
aftur hafði hann róið fyrir eða með þeim
Símoni Símonarsyni og Kristni Finns-
syni, en á sfðasta ári var kvóti þeirra orð-
inn svo lítill að ekki dugði þremur. Þvf
var það að á liðnu hausti lét hann þann
draum rætast, að eignast sjálfur bát.
Hann keypti fimm tonna trillu austan af
Borgarfirði, skírði hana Akurey, og hóf
róðra með línu í nóvember s.l. Hann
hafði svo fyrir ekki löngu skipt yfir á net-
in, er hann fór sína síðustu ferð. Kvöldið
áður hringdi hann í Sævar bróður sinn
og spurði hvort hann mundi ekki fella
fyrir sig nokkur net, því hann ætlaði að
bæta við sig fleiri netum. Það var að
sjálfsögðu auðsótt mál. Þeir höfðu uppi
ýmsar áætlanir um skemmtiferðir á
bátnum, er sumraði, að ná í fugl og fisk.
En „mennimir áætla, Guð ræður"; í
einu vetfangi er öllu breytt, og Baddi
kemur ekki framar í bfiskúrinn eða eld-
húskrókinn á Garðabrautinni að heilsa
upp á bróður sinn og ræða um veiðiskap.
Barði var einstakur heimilismaður og
bar hag sinnar fjölskyldu mjög fyrir
brjósti; hann var einnig jafnvígur á öll
störf í eldhúsinu, hvort sem það var mat-
reiðsla eða bakstur. Á meðan Eimý
stundaði nám sitt í Bifröst, en þaðan
lauk hún prófi í rekstrarfræði vorið
1990, sá hann um sig og son þeirra að
miklu leyti, enda afar kært með þeim
feðgum. En öllum fríum eyddi fjölskyld-
an saman, að svo miklu leyti sem hægt
var.
Björgunarsveitin Hjálpin, hjálparsveit
skáta á Akranesi, svo og sjómenn hér
hafa leitað afar mikið, bæði á sjó og
landi, einnig þyrla fyrstu dagana eftir
slysið, en án árangurs; aðeins brak úr
stýrishúsi, björgunarbátur og fleira smá-
legt hefur fundisL Barða virðist því búin
hin vota gröf, sem svo fjölmargir ís-
lenskir sjómenn hafa gist Ég veit að ég
mæli fyrir munn allrar fjölskyldunnar
þegar ég færi öllum þessum mönnum
bestu þakkir og bið þeim allrar blessun-
ar í þeirra fómfúsa starfi.
Ég kveð Barða mág minn með virðingu
og þökk fyrir öll liðnu árin. Elsku Enna,
Guð styrki þig, bömin hans, dótturdótt-
ur og aðra aðstandendur í sorg þeirra, en
sérstaklega soninn unga, sem svo mikið
hefur missL
Hið hvíta skip, með heflað segl við
rána,
af hafi kom í gær
ogferí dag. — íhógværð hljóðrar
stundar
það hverfur fjær og fjœr.
En daufu bliki bylgjur sínar þekur
hirm breiði sær.
(Guöm. Böövanton)
Gréta Gunnarsdóttir