Tíminn - 20.05.1993, Blaðsíða 1
Fimmtudagur
20. maí 1993
93. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 110.-
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins:
Breyta verður
búvörulögum
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir
það sina skoðun að eftir að búið sé að gera EES-samninginn að
lögum þá hljóti eldrí lög að vera bundin af honum. Því sé eðlilegt
aö breyta búvörulögunum. Það eigi ekki að þurfa að vera umdeilt.
EES-samningurínn segi hins vegar ekkert um hver eigi að stjóma
hugsanlegum innflutningi og álagningu jöfnunargjalda. Steingrím-
ur sagði það sína skoðun að það værí eölilegt að landbúnaðarráö-
herra færí með forræði í þessum málum.
„Mín skoðun er sú að það sé að um landbúnaðarmálum. Hann
vísu rétt að eftir að búið er að gera benti þó á að enn væri verið að
EES-samninginn að lögum þá séu
önnur eldri lög af því bundin. Hins
vegar segir EES-samningurinn
ekkert um það hver skuli stjóma
álagningu jöfnunargjalda og veita
innflutningsleyfin, hvort það skuli
vera utanríkisráðherra eða land-
búnaðarráðherra," sagði Stein-
grímur.
Steingrímur sagði að landbúnað-
arþáttur EES-samningsins (bókun
3) gæfi aðildarþjóðum hans heil-
mikið svigrúm til að stjóma sín-
semja um ýmis framkvæmdaatriði
bókunar 3.
Steingrímur sagðist treysta því að
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra héldi fast við þá afstöðu að
hann færi með forræði í málinu.
Það væri hin eðlilega skipan þess-
ara mála.
Steingrímur sagði að ummæli
Jóns Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkisráðherra um þetta mál
hefðu ekkert verið rædd í utanrík-
ismálanefnd. -EÓ
Formaður utanríkismálanefndar segir EES-samning-
inn ekki landslögum æðri:
Alþingi hefur
síðasta orðið
Bjöm Bjamason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir
að það sé óumdeilt að Alþingi hafi síðasta orðið varðandi alia
lagasetningu hér á landi. EES-samningurínn breyti þar engu um.
Hann sé ekki rétthærri íslenskum lögum.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði í síðustu viku
að óþarft væri að breyta búvöru-
lögunum því að lögin vikju fyrir
ákvæðum EES-samningsins þar
sem samningurinn og búvörulög-
in stönguðust á.
„Það hefur alla tíð legið fyrir í
sambandi við spuminguna um
landslög og EES-samninginn að
Alþingi hefði síðasta orðið gagn-
vart samningnum. Allir lögfræð-
ingar sem um þetta hafa fjallað
eru sammála um það að EES-
samningurinn tekur engin völd af
Alþingi," sagði Bjöm.
Bjöm sagði að hugsanleg breyt-
ing á búvömlögum snerist fyrst og
fremst almennt um afstöðu
manna til innflutnings á búvömm
til íslands. Væntanlegt GATT-sam-
komulag skipti þar mun meira
máli en EES- samningurinn.
Bjöm sagðist líta svo á að það
hefði verið ákaflega gott samstarf
milli utanríkismálanefndar og
landbúnaðarnefndar og það væri
sinn vilji að það góða samstarf
héldi áfram.
Bjöm sagðist ekki vera tilbúinn
til að svara neinu um það hvort
EES- samningurinn gæti tekið
gildi ef búvömlögum hefði ekki
verið breytt. Það mál þyrftu menn
að athuga betur í sumar.
Gro Harlem Brundttand, forsætisráðherra Noregs, ásamt Davfð Oddssynl. Tfmamynd Ami Bjama
Gro Harlem kom-
in til íslands
Gro Harlem Bmndtland, forsætisráðherra Nor-
egs, kom í opinbera heimsókn til íslands seinni
partinn í gær. í gærkvöld snæddi hún kvöldverð á
Þingvöllum í boði Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra og frú Ástríðar Thorarensen.
Dagskrá heimsóknarinnar í dag hefst á viðræð-
um í forsætisráðuneytinu. Síðan mun Bmndtland
ræða við utanríkismálanefnd Alþingis, heimsækja
Ráðhús Reykjavíkur og snæða hádegisverð í Höfða
í boði borgarstjóra. Að honum loknum verður
flogið að Reykholti. Um kvöldið bjóða Davíð Odds-
son og frú til kvöldverðar í Viðey.
Að morgni föstudags mun Gro Harlem Bmndt-
land heimsækja Nesjavelli. Verður síðan haldið til
Bessastaða þar sem forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, býður til hádegisverðar. Að hon-
um loknum mun Bmndtland virða fyrir sér hand-
rit í stofnun Árna Magnússonar en fara síðan á
fund með Alþýðuflokknum í Komhlöðunni við
Bankastræti.
Móttaka forsætisráðherra Noregs verður í Perl-
unni á föstudaginn kl.17-19.
Að morgni laugardags heldur Gro Harlem
Bmndtland heim á leið.
Nýtt tyrirtæki, Spor hf., yfirtekur rekstur hljómplötuútgáfunnar Steinar hf. og Steinar Músik og myndir hf.:
Fyrirtækin voru komin
„Það er alveg Ijóst að ég hefði kannski viljað stofna til þessa
samstarfs standandi sterkarí fótum en raun ber vitni. En ég held
að þetta sé heilbrígt og eðlilegt samstarf engu að síöur,“ segir
Steinar Berg (sleifsson og neitar því aðspuröur að Jón Ólafsson
í Skífunni sé að gleypa þennan fyrrverandi keppinaut sinn með
húð og hárí með stofnun Spors hf. „Hér er um persónulega
gagnkvæmt traust að ræða.“
Stofnað hefur verið nýtt fyrir-
tæki, Spor hf., sem yfirtekur rekst-
ur hljómplötuútgáfunnar Steinar
hf. og Steinar Músík og myndir hf.
Formaður hins nýja félags er Jón
Ólafsson eigandi Skífunnar en aðr-
ir í stjóm em Guðlaugur Berg-
mann, löngum kenndur við Kama-
bæ, og Steinar Berg sem verður
framkvæmdastjóri Spors hf. öllu
starfsfólki Steinars hf. verður sagt
upp störfum en reynt verður að
endurráða sem flesta.
Steinar Berg segir að stofnun
Spors hf. hafi átt sér stuttan að-
draganda en fyrirtæki hans var að
þrotum komið þar sem illa gekk að
útvega fiármagn til rekstursins.
Skuldir þess em um 100 milljónir
króna á móti eignum. Fjármagns-
kostnaðar nam um 20 milljónum
króna af um 400 milljón króna
ársveltu. En frá árslokum 1989
hafði fyrirtæki Steinars Berg vaxið
úr því að vera með fiórar verslanir
og 18 starfsmenn auk heildsölu-
dreifingar í allt að 10 verslanir með
45 starfsmenn og ennþá meiri um-
svif í heildsölu.
,Á þessum tíma höfúm við þurft
að glíma við verðlækkun, aukna
samkeppni, tæplega tvöföldun
raunvaxta og nú sfðast margföld-
unaráhrif þess efnahagssamdráttar
sem landsmenn eiga við að glíma.
Þegar svo er komið er ekki um ann-
að að ræða en horfast í augu við
staðreyndir og reyna að horfa til
framtíðar."
Steinar Berg segir að eftir sem áð-
ur verði áfram samkeppni á milli
Spors hf. og Skífunnar. Hann segir
að þessi tenging muni innan
skamms leiða til stofnunar nýs fyr-
í þrot
irtækis sem muni reka dreifingar-
miðstöð fyrir bæði fyrirtækin.
„Við það mun skapast veruleg
hagræðing en hefur ekkert með
samkeppni að gera. En sala, mark-
aðssetning og innkaup verður eftir
sem áður á höndum hvors fyrir-
tækis fyrir sig.“ Steinar Berg segir
að jafnframt sé ætlunin að sameina
innkaup að utan og reyna þannig
að ná hagstæðari kjörum til hags-
bóta fyrir neytendur og einnig að
nýta þessa samvinnu til sóknar til
að koma íslenskri tónlist á fram-
færi erlendis. -grh