Tíminn - 20.05.1993, Síða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 20. maí 1993
íslensk fjallagrös vekja áhuga eriendis, meðal annars
hjá eiganda hinna alþjóðlegu Body Shop verslana:
Hreinni en
sambærileg
grös í Evrópu
„Aðalmáliö er að við lítum á þetta sem auðlind vegna þess að ís-
lensku fjallagrösin eru hreinni en sambæríleg grös í Evrópu," seg-
ir Baldvin Jónsson hjá íslenska heilsufélaginu.
Fyrir skömmu var stofnað á
Blönduósi hlutafélag um fyrirtæki
sem ætlað er að vinna heilsuvörur
úr fjallagrösum. Helstu hluthafar
eru íslenska heilsufélagið, Iðn-
tæknistofnun og Iðnþróunarfélag
Norðurlands vestra en alls eru hlut-
hafar um ellefu talsins. Á næstunni
er svo ætlunin að leggja drög að öfl-
un fjallagrasa tii vinnslu og þróun á
afúrðum úr þeim til framleiðslu og
þá einkum sem bætiefni.
Baldvin Jónsson segir að íslensku
flallagrösin hafi vakið athygli er-
lendis og eigandi hinna alþjóðlegu
Body Shop verslana, sem selja vörur
sem unnar eru úr náttúrulegum
efnum, hafi lýst yfir áhuga á ís-
lensku grösunum og meðal annars
boðið fram aðstoð og stuðning sinna
lífefnafræðinga og annarra tækni-
og fagmanna við þá þróunarvinnu
sem framundan er.
Stefnt er að því að fullvinna heilsu-
vörur úr fjallagrösum hér innan-
Leiðrétting við
helgarviðtal
í helgarviðtali Tímans við Hain Rebas,
vamarmálaráðherra Eistlands, féll
niður málsgrein í fimmtu línu annars
dálks á blaðsíðu 7 þannig að það sem
þar stóð varð illskiljanlegt. Þar átti að
standæ „...hér enn hópur úr GRU,
leyniþjónustu rússneska hersins, og
noklóir gamlir starfsmenn KGB.“
Skammt utan við Tállinn á leiðinni til
Tártu er enn í notkun háþróuð hlerun-
arstöð í eigu GRU og KGB.“
Beðist er velvirðingar á þessu.
lands en líkur eru á því að grösin
styrki slímhúð öndunarfæra og
maga og hafi ennfremur græðandi
áhrifáhúðina.
„Við erum á frumstigi með fram-
leiðsluna en á meðan er unnið af
krafti við vöru- og markaðsþróun."
Að sögn Baldvins eru fjallagrös um
allt land en þau séu illræktanleg. Við
tínslu þeirra verði að fara varlega og
gæta þess að grisja grösin í stað þess
að taka þau öll á sama svæði. -grh
ÚRSLIT í SAMKEPPNI sem Landsnefnd um alnæmisvamir efndi til um rítun einþáttungs fýrir
leiksvið vom kynnt nú í vikunni. Aðalverðlaunin, 150.000 kr., hlaut Hlín Agnarsdóttir fýrír verkið „Al-
heimsferðir, Ema“. Þá hlutu þeir Hreinn S. Hákonarson (t.v.) og Valgeir Skagfjörð 50.000 kr. verðlaun
hvor fyrír einþáttunga sfna.
Tímamynd Aml Bjama
Siðanefnd Læknafélags íslands telur að Lára Halla hafi ekki brotið af sér:
Landlæknir dragi
áminningu til baka
Lára Halla Maack réttargeðlæknir hefur óskað eftir því við stjóm
Læknafélags íslands aö hún farí fram á þaö við Ólaf Ólafsson land-
lækni að hann dragi til baka áminningu sem hann gaf Lám Höllu í
fyrrahaust. Lára Halla setur fram þessa ósk á gmndvelli úrskurðar
slðanefndar Læknafélags íslands.
Málsatvik em þau að í fyrrahaust
fór Lára Halla í viðtal á Stöð tvö
þar sem hún ræddi um réttargeð-
deildina á Sogni. í kjölfar viðtals-
ins gaf landlæknir Lám Höllu al-
varlega áminningu. Hún kærði þá
landlækni til siðanefndarinnar á
gmndvelli 29. greinar siðareglna
lækna, en þar er kveðið á um að
lækni sé skylt að auðsýna öðmm
læknum drengskap og háttvísi.
Siðanefndin telur að ummæli
Lám Höllu á Stöð tvö hafi verið
innan þeirra marka sem nefndin
telur siðareglur setja umræðu af
þessu tagi enda telur nefndin að
mikilvægir almennir hagsmunir
séu tengdir því að opinská og
gagnrýnin umfjöllun verði um
málefni sem þetta, eins og segir í
niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin
telur hins vegar að framkvæmd
eftirlits landlæknis og beiting úr-
ræða sem hann telur nauðsynleg í
því sambandi heyri ekki undir lög-
sögu nefndarinnar.
Á gmndvelli niðurstöðu nefndar-
innar telur Lára Halla að land-
læknir eigi að draga áminningu
sína til baka. -EÓ
Safnaðarheimili Dómkirkjunnar:
Matargjafir til atvinnulausra
Frá kirígulegu sjónarmiði hlýtur
það að vera mikill munur að geta
svarað fólld í sárri þörf með svo
verídegum hætti sem að afhenda
því mat tfl viöurværis um sinn,“
segir í fréttatflkynningu frá Safnað-
arfélagi Dómkirkjunnar um fyrir-
hugaða þrigga mánaða tilraun með
svokallað matarbúr fyrir fólk sem á
í erfiðleikum sökum atvinnuleysis.
„Þessi hjálp er bein aðstoð safnað-
ar við fólk sitt og nauðsynleg upp-
Sæmundardagur í Háskóla íslands á laugardag á
vegum Oddafélagsins:
Lærdómsandi séra
Sæmundar fróöa
Sæmundardagur í tilefni af ártíð
Sæmundar firóða Sigfússonar
prests í Odda á Rangárvöllum verð-
ur haldinn á vegum Oddafélagsins í
húsakynnum Háskóla íslands á
laugardag.
Oddafélagið, sem er samtök áhuga-
manna um endurreisn fræðaseturs
að Odda á Rangárvöllum, mun
kynna starf sitt og markmið á Sæ-
mundardegi og hefst dagskráin við
styttuna af Sæmundi fróða fyrir
framan aðalbyggingu Háskólans kl.
14 þar sem Sveinbjöm Bjömsson
háskólarektor ávarpar viðstadda.
Þá verður gengið í Odda, hús Fé-
lagsvísindastofnunar, þar sem dr
Þór Jakobsson, formaður Oddafé-
lagsins, flytur stutt erindi. Aðrir sem
erindi flytja em Freysteinn Sigurðs-
son jarðfræðingur, Jónas Kristjáns-
son forstöðumaður Ámastofnunar,
Gestur Ólafsson arkitekt og Páll
Imsland jarðfræðingur. —sá
bygging trúverðugleika kirkjunnar í
samtfðinni."
Að sögn Sr. Jakobs Hjálmarssonar
dómkirkjuprest verður byrjað að af-
henda matarpakka í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar í upphafi næstu
viku. Þessi þrigga mánaða tilraun er
í samráði við Hjálparstofnun kirkj-
unnar og Miðstöð fólks í atvinnuleit.
Ætlunin er að kanna hver þörfm er
fyrir slíka matargjöf og einnig
hversu mjög innflytjendur og kaup-
menn eru reiðubúnir til þess að gefa
mat í slíka aðstoð.
„Það er Ijóst að það eru kaupmenn
hér í borginni og innflytjendur sem
eru reiðubúnir til þess að standa að
þessari tilraun með okkur," segir
Jakob.
Tekist hefur að útvega tiltekna
vöruflokka sem nægja munu í 100
matarpakkningar. Fiskkaup hf. hef-
ur boðist til að taka á móti og varð-
veita vöruna og hópur fólks mun
pakka henni í dreifingarpakkningar.
Jafhan verða nokkrar pakkningar
tiltækar í safnaðarheimilinu.
Bændur í Vestur-Húnavatnssýslu
hafa ákveðið að leggja hönd á plóg. í
gær var keyrt suður með um 100 kg.
af lambakjöti sem er þeirra framlag í
Matarbúrið. Að sögn Gunnars Þór-
arinssonar, ráðunauts hjá Búnaðar-
sambandi V-Húnavatnssýslu, er um
að ræða ágætis kjöt sem að öðrum
kosti hefði farið á markað.
„Þó svo að það hafi verið þrengt
verulega að bændum þá höfum við
efni á þessu," segir Gunnar.
GS.
Austri kynntur í Kolaportinu
„Við ætlum meðal annars að sýna
fólki gömul blöð en fyrsta tölublaðið
kom út 1956. Nýjustu blöðin verða
einnig kynnt og þau fyrirtæki sem
hafa verið að auglýsa hjá okkur. Svo
fá auðvitað allir penna og barm-
merki og við munum bjóða upp á
kaffi. Við verðum með stóran bás
þannig að fólk getur komið inn og
spjallað við okkur,“ sagði Sigrún
Lárusdóttir hjá héraðsfréttablaðinu
Austra í samtali við Tímann um fyr-
irhugaða kynningu á blaðinu í Kola-
portinu um næstu helgi. Ekki er vit-
að til þess að héraðsfréttablöð hafi
áður staðið fyrir slíkri kynningu í
Reykjavík.
— Hver er tilgangurinn?
„Við viljum ná til Austfirðinga sem
hafa flust í burtu og auðvitað líka til
fyrirtækja sem vilja koma sinni vöru
á framfæri. Austri er að verða mjög
sterkur auglýsingamiðill," svarar
Sigrún. „Við ætlum líka að sýna
þeim blaðið sem ekki hafa kynnst
þvíennþá."
GS.
Fyrrverandi formaður
deildar um ræktun hins
íslenska fjárhunds:
Valdarán á
aðalfundi
„Ég harma það mjög að aðrir en
eigendur og ræktendur íslenska
fjárhundsins hafi valið stjóm yf-
ir deildina. í raun og vem fór
fram valdarán á þessum fundi,"
segir Jóhanna Harðardóttir,
fyrrverandi formaður deildar
um ræktun íslenska fjárhunds-
ins. Hún segir að núverandi
meirihluti hafi smalað á fúnd-
inn fólki sem ekkert hafi fengist
við ræktun íslenska fjárhunds-
ins. Þá segir hún að ýmis um-
mæli núverandi formanns, Guð-
rúnar R. Guðjónssen, séu bein-
línis röng eins og t.d að fúndir
hafi ekki verið haldnir.
Jóhanna hefúr ýmislegt að at-
huga við úrslit aðalfundar á dög-
unum um deild hins íslenska
fiárhunds og telur að í raun þýði
það að starfsemi deildarinnar
lamist.
Þar vísar hún til þess að for-
maður Hundaræktarfélagsins
hafi smalað til hans um 20
hundaeigendum sem eigi ekki
íslenska fiárhunda. „Þama vom
tekin ráðin af fólkinu sem á
hundana og er að rækta þá. Það
mun ekki sætta sig við þetta,"
bætir Jóhanna við.
Hún segir að formaður Hunda-
ræktarfélags íslands, Guðrún R
Guðjónssen, hafi farið með
rangt mál í viðtali í síðustu viku.
Þar vitnar hún til þess þegar for-
maðurinn segir að ágreiningur í
deild um ræktun hins íslenska
fiárhunds birtist í rangtúlkun-
um fyrrverandi meirihluta á
reglum og störfum Hundarækt-
arfélags lslands sem hafi farið
fram í þröngum hóp án þess að
stjóm félagsins hafi verið boðið
að veita andsvar.
„Þetta er bara rangt því um-
ræður hafa aðeins farið fram á
opinbemm fundum," segir Jó-
hanna.
Þá telur Jóhanna að Guðrún
fari einnig með rangt mál þegar
hún segi að mikil óánægja hafi
verið með að ekki hafi verið
haldinn fundur í deildinni sunn-
anlands í tvö ár. „Þetta er eins og
hvert annað bull. Seinasti fund-
ur var haldinn á Selfossi 22.
mars. „segir Jóhanna og bætir
við að það hafi aldrei verið haft
eins gott samband við lands-
byggðarfólk eins og síðustu tvö
árin sem hún hafi gengt for-
mannsstarfi. „Um það gefa allir
vitnað," segir hún að lokum.
-HÞ