Tíminn - 20.05.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 20.05.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 20. maí 1993 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavfk Slml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð 1 lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Sólargeisli46 frá París „Senn birtir til“ — „öll él birtir upp um síðir“, segir í forustugrein Alþýðublaðsins í gær. Grun- laus lesandi gæti haldið að hér væri verið að ræða um það rysjótta tíðarfar sem verið hefur að undan- förnu, en hér er tíðarfarið í efnahagsmálum lands- manna til umræðu. Hver skyldi vera sá sólargeisli sem Alþýðublaðið sér í því umhverfi? Um það segir svo orðrétt: „Það sem nú gefur okkur von um betri tíð með blóm í haga er ársskýrsla Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu OECD.“ Þar hafa menn það. í París starfar álitlegur hópur hagfræðinga að samanburðarfræðum í efnahags- málum. Skýrslur um efnahagsmál aðildarríkjanna eru árlegur viðburður, og eru teknar sem sannkall- aðar biblíur af stjórnvöldum viðkomandi landa, ef það þykir passa við stjórnarstefnuna hverju sinni. Hins vegar er það mjög hæpið, svo ekki sé meira sagt, að slíkar skýrslur séu sá sólargeisli sem fyrir- tæki í erfiðleikum og atvinnulaust fólk geti lifað á næstu misserin. Þessi umrædda skýrsla er samin af sérfræðingum, sem eru farnir að líta á tveggja stafa prósentutölur um atvinnuleysi sem eðlilegt ástand. í skýrslunni er ekki minnst á vaxandi atvinnuleysi sem vandamál, nema í því samhengi að atvinnu- leysistryggingasjóður tæmist innan tíðar. Hann er löngu tómur og kominn upp á aukafjárveitingar úr ríkissjóði. Skýrslan þykir þeim fengur sem ekki vilja hafast að í efnahagsmálum. Þrátt fyrir þetta plagg blasa þó staðreyndirnar við öllum, sem hafa opin augun og líta upp úr skýrslunum. Sjávarútveginn vantar 4-5 milljarða króna til að ná saman endum. At- vinnuleysi er komið í 5% um hábjargræðistímann. Hagræðing mun leysa vanda sjávarútvegsins er kenning, sem heyrist oft úr herbúðum stjórnar- liðsins. Allar opinberar aðgerðir til þess að stuðla að slíku, þróunarsjóður sem átti að vera allra meina bót, voru lagðar í salt í þinglokin vegna ósamkomulags í stjórnarliðinu. Ekki hefur heyrst af neinum umræðum um kostnaðarlækkunarleið í sjávarútvegi. Það hlýtur þó að vera ljóst að ef at- vinnugreinin á ekki að hrynja og draga með sér þjónustufyrirtæki og banka í fallinu, verða slíkar leiðir að koma til. Skýrslur frá París breyta hér engu um, þótt þær geti verið huggun og sólargeisli á ritstjórnarskrifstofum Alþýðublaðsins og Morg- unblaðsins. Staðreyndirnar blasa við alls staðar í þjóðfélag- inu. Vandinn hrannast upp í atvinnulífinu, gjald- þrot eru daglegur viðburður, skuldir heimilanna vaxa, og atvinnuleysi er að festast í sessi hérlendis. Skýrslan frá París, frá sérfræðingum sem vanir eru 10-15% atvinnuleysi, er sólargeisli fyrir þá sem ekkert vilja hafast að og lifa í glerhúsum eða fíla- beinsturnum. „Farið hefur fé betra," segir í fyrir- sögn á forsíðu Tímans í gær, og er þar vísað til viðbragða stjómar- þingmannsins Eggerts Haukdal við þvf að líf ríkisstjómarinnar kunni að vera í hættu. Eggert er eins og aðrir þingmenn kominn f sumarleyfi og dvelur nú á hinu sögufræga óðalssetri sínu, Berg- þórshvoli. Þegar hann er staddur þar heima er hann oft óvenju ill- skeyttur við að eiga, eins og ná- granni hans, séra Páll á Bergþórs- hvoli, getur eflaust borið vitni um. En að þessu sinni em ekki ná- grannærjur í venjulegum skiln- ingi á ferðinni, heldur erjur milli hinna pólitísku nágranna í ríkis- stjóminni. Víkverji Morgunblaðs- ins hefur þegar útnefht Haildór Blöndal sem foringja sjálfetæðis- manna á landsbyggðinni, og hiaut Blöndal þá útnefningu eftir snarpa viðureign við Jón Baidvin um bú- vöruiög á síðustu dögum þingsins. Morgunblaðið skiigreinir þessa nýju upphefö svo: ,Jín hvemig sem það er, má hitt Ijóst vera, að land- búnaðarráðherra hefor skapað sér alveg nýja vígstöðu í felenskum stjómmálum með framgöngu í þessu máli.“ Sfðan segir að þetta þýði að Biöndal hafi tekið við for- ustuhlutverki þeirra Ingólfe á Hellu og Matta Bjama. Morgun- biaðið segir svo um iandbúnaðinn, landsbyggðina og Sjálfetæðísflokk- inn: „Það er of mikið að segja, að í þessum efhum sé Sjálfetæðisflokk- urinn tveir flokkar. Hitt fer tæpast milli mála að landsbyggðaramtur flokksins er sérstök hreyfing innan Sjálfstæðisflokksins, sem er ekki tilbúin að siija og standa eins og þéttbýlisflokkurinn vili.“ Tveir flokkar Garri getur tekið urtdir það með Víkverja Moggans að fúllmikið sé að tala um að SjáJfstæðÍsflokkinn sem tvo flokka í þessum efnurn, en eins og framvindan í stjómarsam- starfinu hefor verið er flokkurinn hins vegar á góðri leið með að verða að tveim flokkum. Undir dyggri forustu Halldórs Blöndal hefúr landsbyggðararmurinn nú risið upp og hver þingmaðurinn á eftír öðrum tjáð óánægju sína með stjómarsamstarfið. Egill Jónsson, formaður landbúnaðamefhdar, segist ætla að flytja sjáifor frum- varpið, sem ríkisstjómin treysti sér ekki öl að koma ósprungin í gegn á dögunum. Pálmi Jónsson, einn prúðasti þingmaður íhaldsins, tal- ar um formann samstarfeflokksins sem skrfpi og nú hefor Haukdal sagt í tíiefhi af lífehættu stjómar- innar að farið hafi fe betra. Raunar gekk Eggert svo iangt í viðtali við Tímann í gær að segja að stjómar- samstarfið hafi vérið í húfi vegna landbúnaðarmálarma nú í vor, en helmingi erfiðara yerði að ná sátt- um um þetta mál f haust Eitthvað vcrður að látaundan Því má ijóst vera af þessu mati Eggerts og raunar málavöxtum öllum að eitthvað verður undan að láta, þegar kemur ffarn á haustíð. Margt kemur þar til greina: Sjálf- stæðisflokkurinn gæti klofhað í landsbyggðar- og þéttbýlisflokkaað hætti Vfkverja Morgunblaðsins. Ríkisstjómin gæti sprungið í loft upp. Eða hvort tveggja gæti gerst, að Sjálfetæðisflokkurinn og ríkis- stjómin brotnuðu Upp í frumeind- ir sínar. Hrunadansinn f stjómar- samstarfinu og almennri sanv vinnu sfjómarflokkanna er nú kominn á það sfág að þjóðin getur ekki annað en fylgst með bergn- umin. Spumingin er aðeins um það, hvenær kirkjugólfið opnast og gleypir stjómarstefnuna, sem les þarfir þjc'föarinnar eins og skratt- inn biblfona og kerrnir sig við „vel- ferð á varaniegum grunni". Garri Þjóðrækni í Vesturheimi Þjóðræknisfélag fslendinga í Vesturheimi hélt ársþing sitt í Gimli í Manitobafylki í Kanada í lok síðasta mánaðar, en þing þetta var það 74. í röðinni. I til- efni þinghaldsins ritaði Birgir Brynjólfsson, ræðismaður Is- lands í Winnipeg, hugvekju um Þjóðræknisfélagið, Vestur-ís- lendinga og íslendinga í Lög- berg-Heimskringlu. Fer hluti þeirrar hugvekju hér á eftir, en ætla má að íslendingum og ís- lenskum stjómvöldum sé þarft að íhuga hvers vegna hugmyndir eins og þær, sem Birgir lýsir, ná fótfestu meðal Vestur-íslend- inga: „Þegar Þjóðrœknisfélag íslend- inga var stofnað drið 1919 voru allir Jandar“. Nú hefur þetta breyst mikið og rétt er að líta d hvemig samfélag okkar er byggt upp í dag. Þegar fyrst var talað um ís- lenskt samfélag í Vesturheimi var eingöngu um að ræða gömlu landnemana og afkom- endur þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Samfélag okkar er öðmvísi í dag. Að auki þeirra, sem komu d ámnum 1874-1913, er annar hópur sem gjaman vill gleymast þeim sem em afkom- endur fyrra hópsins, en það er fólk sem flutt hefur frá íslandi eftir 1940. Álitið eraðá hverjum áratug síðan hafi um 200 manns flutt frá íslandi „vestur um haf', en samkvæmt því má áætla að sá hópur telji um 10-15.000 manns, sem er ótrúlega nálægt því að vera sami ijöldi og skráð- ur er í Vesturfaraskrá, en hún tekuryfir árin 1874-1913 og tel- ur um 15.000 nöfn. Nú á fólk úr síðari hópnum hér afkomendur, böm, bamaböm og bama- bamaböm, og erþessi hópur nú orðinn mjög fjölmennur, líklega tugir þúsunda. mmmmm BfypJÓffaKM Hefur Þjóðræknisfélagið fram- tíðarhlutverki að gegna? Sann- arlega, ef rétt er á haldið. Til þess þó að svo megi verða, þarf félagið að sýna áræði, framsýni og skilning á hvemig samfélag okkar er byggt upp í dag og vera reiðubúið til þjónustu við það. Félagið þarfað kappkosta að ná til allra, hvort sem þeir eru af 1. eða 4. kynslóð. Það má ekki ein- angra sig í of þröngum ramma og verður að sjá út fyrir fylki og landamæri. Forvígismönnum og -konum félagsins er lögð mikil ábyrgð á herðar að leiða félagið til farsældar í ffamtíð- inni. Hugmyndir eru á lofti um að halda 75. ársþingið á íslandi 1994. Áður en sú ákvörðun er tekin er eðlilegt að félagið fjalli um og taki afstöðu til þeirra skoðana, a.m.k. tveggja stjóm- armeðlima þess, sem birst hafa í Lögbergi-Heimskringlu, að ís- lendingar líti almennt niður á gömlu landnemana, sem sakað- ir eru um að hafa yfirgefið land- ið á erfiðum tímum og að jafn- vel sé hatast við þá. Ef þetta er skoðun núverandi stjómar Þjóð- ræknisfélagsins, er erfitt að sjá ástæðu til þinghalds á íslandi. Athyglisvert er að þessar skoð- anir, sem fram hafa komið, virð- ast teygja rætur sínar til menntastofnana og þeirra er þar sitja, og er sárt til þess að vita að fólk sé að vekja upp (meira en aldargamla) skálda- drauga, en til örfárra þeirra má rekja nokkrar hœðnisvísur, sem aldrei flugu. Meira var um það að útflytjendur voru kvaddir með sorg í hjarta og tár í aug- um, því flestum var Ijóst að end- urfundir vom ólíklegir. Hverri hugsandi manneskju er Ijóst að áþeim tímum, sem aðal útflutn- ingamir áltu sér stað, vom þeir jafn nauðsynlegir þeim er heima sátu og þeim er út í óviss- una lögðu, þarsem jarðnæði var þröngt og fá störf í boði í bæjar- félögum. Víst er að þessar skoðanir koma til með að vekja nokkra athygli og undmn á íslandi, a.m.k. meðal alls venjulegs skynsamlega hugsandi fólks. “ - BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.