Tíminn - 20.05.1993, Side 5
Fimmtudagur 20. maí 1993
Tíminn 5
Þrjú sækjast eftir aö veröa kanslaraefni þýska Sósíaldemókrataflokksins. Fremst í flokki er Gerhard Schröder, þá Heidemarie Wieczorek-Zeut og lengst t.h. er Renate Schmidt.
land-Pfalz, kemur rétt á hæla
Schröders sem líklegur foringi.
Hann er skjólstæðingur Willys
Brandt, en er álitinn vanta þann
óskilgreinanlega þokka, reynslu og
pólitíska vilja sem þarf til að bera
sigur úr býtum.
Tvær konur hafa blandað sér í bar-
áttuna, þær Heidemarie Wieczo-
rek- Zeul, 51 árs þingmaður með
viðurnefnið „Rauða-Heidi“ bæði
vegna eindreginna vinstri skoðana
og eldrauðs hárs, og Renate
Schmidt, 49 ára varaforseti þýska
þingsins og foringi SPD í Bayem.
Þýsku götublöðin vitna stundum til
hennar sem „kynþokkafullu Ren-
ate“ eða „amazónunnar" vegna
ljósa, liðaða hársins og þröngu pils-
anna sem hún klæðist.
Merki um örvæntingu flokksins f
leit að nýjum leiðtoga sáust best,
þegar tilraunir voru gerðar til að fá
Helmut Schmidt til að setjast aftur
við stjórnvölinn hjá SPD. Schmidt,
sem nú er 74 ára og vinsæll á við-
ræðuþáttum í sjónvarpi á síðkvöld-
um og útgefandi dagblaðs, sólaði
sig um stund í heiðrinum að vera
hylltur sem bjargvættur áður en
hann vísaði tillögunni á bug af
heilsufarsástæðum.
Djúpstæð andúð milli
stjómmálamanna og
almennings
Þeir, sem fylgjast með stjómmál-
um. álíta afsögn Engholms, sem
var vinsæll meðal yngri kjósend-
anna, fái sífellt fleiri þýska kjósend-
ur, sem þykjast blekktir, til að snið-
ganga kjörklefana. Hins vegar
kunni fylkingar iðnverkamanna í
hópi stuðningsmanna sósíaldemó-
krata að færa sig í áttina að smærri
flokkum lengst til hægri eða
vinstri.
Nýnasistaflokkurinn Repúblikana-
flokkurinn gerir sér nú vonir um að
tryggja sér sæti á þingi í fyrsta sinn.
„Pólitískt andrúmsloft í Þýska-
landi einkennist nú af djúpstæðari
andúð milli atvinnustjómmála-
manna og almennings. Stjómmála-
mönnum finnst þeir ekki njóta við-
urkenningar og almenningi finnst
hann hunsaður," segir Erwin
Scheuch, forstjóri félagsvísinda-
stofnunar Kölnarháskóla.
„Þessi gagnkvæmi ímugustur gæti
orðið mjög hættulegur þegar kosn-
ingar em í nánd. Niðurstöðumar
gætu orðið algerlega ófyrirsjáan-
legar.
Astandið í Þýskalandi var of þægi-
legt of lengi. Þess vegna þurftu
stjómmálamenn aldrei að sýna
hvers þeir væm megnugir.
Nú verðum við að horfast í augu
við allar ögranimar sem endursam-
einingin hefur í för með sér, og allt
í einu finnum við að við emm um-
kringdir af heilmörgum miðlungs-
stjómmálamönnum."
Aðrir skýra skortinn á sterkum
stjómmálamönnum í Þýskalandi
með óttanum við að aftur verði
horfið að lýðskmmi. „Vandamálið
er að þýskir stjórnmálamenn geta
ekki skírskotað til þjóðardraums,
eins og t.d. Ameríkanar," segir Nor-
bert Gansel, þingmaður sósíal-
demókrata.
„Það er enginn þýskur draumur
til. Það er bara þýsk martröð."
Hver vill stjóma
Þýskalandi?
Nýnasistar marséra í Dresden.
Þjóö f vanda: verkfallsveröir hindruöu inngöngu I verksmiöjur Volkswagen I
Zwickau I upþhafi fyrsta verkfalls verkamanna I stáliönaöi I austurhtuta
Þýskalands 160 ár.
Þetta ætti að vera þægilegasta
starfið í Þýskalandi. Völd í auðug-
asta landi Evrópu eru því sem
næst tryggð innan 18 tnánaða. En
á sama tíma og þeir, sem sækjast
eftir að verða leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Þýskalandi, sýna bvað
þeir hafa upp á að bjóða má þegar
heyra vanþóknunarbaulið.
HneyksU, afsagnir, fálmandi rik-
isstjóm og verkfÖU, aUt hefur þetta
hrint trausti Þjóðveija á stjóm-
málamennina í svo djúpa lægð að
svo er að sjá sem þeir einu sem
geti hagnast séu öfgasinnaðir
hægrimenn nýnasista.
Afsögn Engholms
hrinti af staö þung-
lyndislægðinni
Það, sem hrinti þessari hraðferð
niður í pólitískt þunglyndi af stað,
var afsögn Bjöms Engholm, hins
stimamjúka formanns stjómarand-
stöðuflokks sósíaldemókrata (SPD)
með skömm í maíbyrjun, eftir að
hann hafði viðurkennt að hafa sagt
ósatt um pólitískt hneyksli, sem
leiddi til þess að keppinautur hans
stytti sér aldur fyrir sex árum.
Um það leyti sem Engholm sagði
af sér hófust verkföll í austurhluta
Þýskalands, vegna svikinna loforða
vinnuveitenda um að færa laun á
fyrrum svæðum kommúnista upp
að sömu mörkum og í vesturhluta
Þýskalands. Verkföllin breiddust út
til 70 stálsmiðja og vélsmiðja og
ógnuðu efnahagsbata á svæðinu.
Stjómspekingar spáðu því að efna-
hagssamdrátturinn myndi standa
lengur en áður var álitið og at-
vinnuleysi fór upp í 3,3 milljónir.
Þá var Gíinther Krause sam-
gönguráðherra látinn víkja, fyrir að
hafa gengið í almannasjóði til að
greiða fyrir flutning á heimili hans
í Berlín í glæsilegt einbýlishús á
strönd Eystrasalts. Krause, hæst-
settur Austur-Þjóðverja í ríkis-
stjóm Helmuts Kohl kanslara,
hafði líka notið ríkisstyrkja til að
ráða vinnustúlku. Hann var sjötti
ráðherrann sem hefur orðið að yfir-
gefa stólinn á undanfömum 12
mánuðum vegna hneykslismála,
misbeitingar pólitískra áhrifa, mis-
notkunar á almannasjóðum,
ósanninda og yfirhylmingar.
„Er ekki hægt aö
hafa stjóm á Þýska-
landi lengur?“
Fjölmiðlar vom harðskeyttir.
„Það er ógerlegt að tala um að
stjómmálamenn gefi fordæmi í
Þýskalandi nú án þess að virðast
kaldhæðinn," ritaði Volker Jacobs í
Die Welt. Og fjöldaútgáfublaðið
Bild spurði: „Er ekki hægt að hafa
stjórn á Þýskalandi lengur?"
Það var aðeins Markus Wolf —
hinn dularfúlli fyrrnrn njósnafor-
ingi Austur-Þýskalands, sem varð
að svara til saka vegna ákæra um
landráð fyrir dómstóli í vesturhlut-
anum í þessari sömu viku, fyrstu
viku maí — sem gat fylgst með
jafnaðargeði með því þegar sigur-
vegaramir í kaldastríði Þjóðverja
urðu að ganga f gegnum slíkar
þjáningar í beiskju sigursins.
Almennar kosningar, sem fara eiga
AÐUTAN
ffam innan 18 mánaða, ættu að
verða flothringur til að komast út
úr þessari óreiðu. Aðeins nokkrum
klukkustundum eftir afsögn Eng-
holms sýndi skoðanakönnunar-
stofnunin Forsa að jafnvel lítt
þekktur forystumaður SPD myndi
fá stuðning 40% á móti 25% stuðn-
ingi við Kohl. En fréttaskýrendur
segja að skoðanakönnunin endur-
spegli meira óvinsældir ríkisstjóm-
arinnar en styrk SPD. í stað þess að
hafa ávinning af vonbrigðum al-
mennings vegna meðferðar ríkis-
stjórnarinnar á alvarlegum félags-
legum og efnahagslegum erfiðleik-
um vegna sameiningarinnar, eru
sósfaldemókratar á bólakafi í innri
deilum og geta ekki gert upp hug
sinn.
Margir álíta sósíaldemókratana,
sem í eina tíð voru agaðir foringjar
hins vinnandi manns, hafa tapað
áttum þegar Þýskaland er orðið
auðugasta landið í Evrópu. „Þetta
er ekki lengur flokkur friðar. Það er
ekki lengur litið á hann sem flokk
félagslegrar samvisku. Flokknum
tókst aldrei að verða athvarf um-
hverfissinna," stundi Frankfúrter
Rundschau, sem er hlynnt SPD.
Eftir að hafa haft í forystu sterku
leiðtogana Willy Brandt og Helmut
Schmidt lét flokkurinn undan
yngri og „þægilegri" kynslóð, sem í
háði voru kallaðir „Toscana-deild-
in“ í þýsku pressunni, vegna glæsi-
legra og óhófssamra lífshátta.
Fáir trúðu því að Engholm —
áberandi meðlimur deildarinnar,
sem á eigin vínekrur — hafi nokk-
urn tíma haft til að bera eldmóðinn
sem hefði getað skilað honum upp í
kanslaraembættið. Sumir fögnuðu
afsögn hans sem leið til að víkja fyr-
ir sterkari frambjóðanda. En þegar
litið er á aðra þrjá meðlimi deildar-
innar, sem hafa auga á leiðtoga-
hlutverkinu, verða margir í pólit-
ískum hópum lítt hrifnir.
Keppinautamir um
formannsembættið
Einn þeirra þriggja, Oskar Laf-
ontaine, hefur að miklu leyti verið
afskrifaður vegna þess orðs sem á
honum hvflir fyrir spjátrungshátt
og slysalegu kosningaherferðarinn-
ar, sem hann fór í gegn Kohl 1990.
Fremstur í keppninni í fyrstu viku
maí var Gerhard Schröder, forsæt-
isráðherra Neðra-Saxlands, sem
tekur sig vel út á skjánum. Vest-
rænir diplómatar segja Schröder,
49 ára, vera lýðskrumara og hættu-
legan, vegna þess að þeim finnst
hann andsnúinn NATÓ. Hann er sá
frambjóðandi sem Kohl er sagður
óttast mest, vegna þess hversu
óhemju metnaðarfullur hann sé.
Rudolf Scharping, 45 ára forsætis-
ráðherra í heimafylki Kohls, Rhein-